Morgunblaðið - 09.12.1951, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.12.1951, Blaðsíða 13
í Sunnudagur 9. des. 1851 1 MORGUJSULAÐIÐ 13 ÍSLENZKIR stúdentar hafa nú gert hreint fyrir sínum dyrum í handritamálinu. Ánægjulegt var aS hlusta á ræður þeirra, sem töluðu í útvarpið í gær. Og í Stúdentablaðinu er hver grein- in ágæt, um þetta efni. En stúdentar mega hvorki né þurfa að standa einir í stríðinu um endurheimt handritanna og annarra íslenzkra kjörgripa. Al- þýða manna hér á landi á að gjöra það og mun gjöra það, að standa að baki stúdenta, veita þeim stuðning og eggja þá til framsóknar. Og gera mættu al- þýðumenn meira en orðið er, til þess að sýna þetta álit sitt á almanna færi. Með þessum forsendum vil ég drepa aðeins á tvö atriði, sem eg hefi ekki orðið var við í ræð- unum ágætu og ritgjörðunum fyrrenefndu: 1. Viðvíkjandi eignarrétti há- skólans til handritasafnsins (er þó e. t. v. alveg óþörf aths.). Samkvæmt erfðabréfi eða „gjafa- bréfi“ Árna til háskólans (Stúd- entablaðið bls. 9), notar Arni tvisvar orðið: „tilhöre“, að bæk- ur sínar og handrit skuli til- heyra háskólanum. ____________ Hver er nú rétta og sanna merking þessa orðs í huga Árna? Er hún ekki nær því sem sagt væri: Háskólinn skal geyma safn mit! og gæta þess að það komi að sem mcstum notum, en glat- ist hvorki né spillist; heldur en hinu, að háskólinn skuli eiga safnið um aldur og ævi? Mál- fræðingar og vísindamenn ættu að leysa ú.r þessu. Eitt er víst, að eftir pósti þeim úr erfðaskrá Árna, sem til er vísað, nefnir hann hvorki gjof né neitt orð annað en tilhöre, sem sýni og sanni fullkomið af- sal og eignarétt háskólans. Þess- þáttar ákvæði þóktu þó jafnan nauðsynleg við afhending mikilla eigna, og sjálfsögð um sölu allra fasteigna. 2. Um hraða aðgcrð og fljót- vii’ka afhending handritanna. Ungir menn og aðrir sem ekki hafa kynnt sér gömlu handritin, en viija gjöra það, verða fyrst að læra að stafa. Þeir verða að læra að þekkja margra alda stafagerð, sem oít er býsna ólík, og þeir P R Sff 11 li IÐ verða að læra að lesa rétt úr skammstöfun, sem mjcg var nct- uð, og oft með ýmsu móti. Enn’ verða þeir að sýna mikla íðni, nákvæmni og þolinmæði við það, að rýna í máða stafi og línur og rifin bloð með fúagötum. Nú er svo háttað hér, að ná- lega allir þeir rosknu stúdentar, sem með mikilli elju og fyrir- höfn hafa lært til hlítar að lesa handritin, eru komnir á sextugs, sjötugs og áttræðisaldur. Þeim einum er, að svo stöddu, treyst- andi til þess að lesa rétt og skilja stíl og málfar gömlu handrit- anna. En „falls er von af fornu tré“, og væri þjóðartjón, ef ein- hver þeirra ágætu manna félli frá, áður en sýnt geti afrek sitt við handritin hér heima. (Dæmið er nærtækt: Óvænt og of fíjótt féll æfðasti og stórvirkasti „handrita grúskarinn“, P. Eg. Ól.). Sönnum bókmenntum vorum er það lífsnauðsyn, og þjóð vorri ætti að vera það óhikull metn- aður, að handritin verði notuð, og kostuð útgáfa þeirra, við al- mennings hæfi, sem merkilegust þykja og bezt eru tii þess fallin. Til þess að vega móti kostnaði, mætti spara margt óþarfara. — Eg tek t. d. veizlur (vín), ferða- kostnaði, skólasetur of iangar, skáldalaunin sum, leikaraskap- inn allskonar og margt fleira mætti nefna. Sannsöguleg rit forfeðra vorra, er meiri þjóðarauður og aflgjafi út á við, en lélegar skáldsögur. Og það er allt annað verk að sitja mánuðum saman yfir hand- rita lestri ,en að setjast við skrif- borð sitt, og rubba þar upp úr sér ómerkilegri „lýgisögu", sum- um með hóflausum öfgum eða hræðilegum málspjöllum og hreinu bulli og smekkleysum. En þetta þykir nú helzt verðlauná vert. — Sbr. t. d. „Blástör“, í Samvinnunni og ritdóminn í Morgunbl. 25. júlí 1951. — Eru slíkir verðlaunadómarar vanda sínum vaxnir? Eða vilja þeir eyðileggja bókmenntasmekk og bókmennta heiður þjóðarinnar? 3/12. V. G. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKl ÞÁ HVER? Flugvélar Fl flugu alla claga iieæa l í nóvember FLUGVEÐUR í nóvember-mán- uði var óvenju hagstætt, enda flugu flugvélar Flugfélags ís- lands alla daga mánaðarins að tveimur undanskildum hér inn- anlands. Farþegaflutningar félagsins í s.l. mánuði námu 1198 farþegum. Voru 1070 farþegar fluttir á inn- anlandsflugleiðum og 128 ferð- uðust með „Gullfaxa“ á milli landa. Skoðun fór fram á „Gull- faxa“ í mánuðinum, og var hann hálfan mánuð um kyrrt í Kaup- mannahöfn vegna þessa. Flugvélar FÍ fluttu 28.505 kg af ýmiskonar varningi í nóv., þar af flutti „Gullfaxi“ tæpar 5 smá- lestir milli landa. Póstflutningar námu hinsvegar 5027 kg. Síðustu ferðir „Gullfaxa" til út landa^fyrir jól verða farnar til Kaupmannahafrrar hinn 18. des. og Prestvíkur 20. des. Engar ferð ir verða svo fyrr en 2. janúar, en þá flýgur „Gullfaxi“ til Prest- víkur og Kaupmannahafnar. GAUTABORG, 5. des. — Verka- menn við stálsmiðjur í Gautaborg hafa á seinasta ári stolið stáli fyr- ir 100 þús. krónur og selt sem brotajárn. Verkamennirnir, sem eru 28 alls, eru á aldrinum 25 til 50 óra og hafa flestir játað. Einn hafði selt brotajárn fyrir 4000 krónur. —NTB. BEST AÐ AUGLÝSA í K MORGUNBLÐINU T eftír séra Friðrik íriðriksson Síðan það fréttist, að þessarar bókar væri von, hefur ekki linnt fyrirspurnum um'hana — og nú er hún loksins komin í allar bókabúðir. Skáldsögur séra Friðriks þurfa ekki meðmæla við. — Þær njóta óskiptra vinsælda allra þeirra, sem lesa þær. DRENGURINN FRÁ SKERN skipar þó sérstöðu meðal þeirra, því hún er sönn að því leyti, að allar aðalpersónurnar eru piltar, sem séra Friðrik hefur sjál-fur kynnzt í sínu merkilega starfi. Margir kunnugir telja þessa bók einhverja þá merkustu af öllum skáldsögum séra Friðriks. DRENGURINN FRÁ SKERN ER JÖLABÓK FYRIR UNGA SEM GAMLA. '[ —J&aljóíalól cJfilfit L omin úl: IfU Prengurinn frá Skern SkáSdsaga er bejta (treHgjakckfa Gefið drengjunum þessa bók í jólagjöf. Lofið þeim að lesa um söguhetiuna, drenginn fátæka og umkomulausa, sem dreymdi stóra drauma um að verða mektugur og vel til efna. Og draumar hans rsettust, er hann náði settu marki með góðum ásetningi og sínum beztu eiginleikum, heiðarleik og ráðvendni. — Bókin er spennandi frá upp- hafi til enda, er 144 bls, og kostar kr. 25,00. FRJÁLST LÍF eftir HANS IVSARTIN er aftur komin í bókabúðir. — Hún segir frá hollenzkum pilti, sem hverfur frá námi og leggur leið sína austur í Asíu — til Indlands, Jövu, Borneó, þar sem ástir, ævintýri og mannraunir bíða hans. En á leið sinni austur kynntist hann ungri I,undúnar-stúlku, og einn góðan veðurdag tek- ur hann sig upp, heldur heim til Evrópu og giftist stúlkunni sinni, er hann ann hugástum. Atvikamikil saga, þrungin fjöri og kraffi og frásögnin bráðskemmtileg. Spennandi saga um ástir og ævintýri. 356 bls., og kostar kr. 40,00 innb. og 32,00 óbundin. — Ódýrasta skáldsagan ÚTGEFANDl V. RÁÐVANDUR PILTUR fQQur aripur M œ tli IjtlOUí Jl Laugonesleir er léttur og bjartur, setur listrænan svip á hcimilið. ^JJjörcjripir til jólamaj^a SKARTGRIPIR úr gulli og silfri og dýrum steinum ÚR — merki ROLEX KLUKKUR — merki UM BORÐSILFUR — margbreytt úrval BORÐBÚNAÐUR — silfurplett, hin fagra norska VIDAR-gerð POSTULÍN ilpundssah Skarfgrtpoverzlun Best ú augiýsa í Morgunbiaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.