Morgunblaðið - 09.12.1951, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.12.1951, Blaðsíða 15
Sunnudagur 9. des. 1951 MORGUNBLAÐIÐ 15 1 í MORGUNBLAÐINU 30. nóv. s. 1. birtist viðtal við' Friðleií I. Friðriksson, formann Þróttar, um atvmnuástandið innan vörubíl- stjórastéttarinnar. Lýsir hann þar réttilega hinni miklu at- vinnurýrnun, sem átt hefur sér stað meðal vörubílstjóra undan- farið og bendir á ýmislegt tii úr- bóta. En í viðtali þessu minn- ist Friðleifur á Sendibílastöðv- arnar og kemst þannig að orði: „Loks hafa svo Sendbílastöðv- arnar tvær dregið mikið úr .ým- iskonar flutningi, sem vörubílar önnuðust og annast enn, við sama verði og sendibílarnir. — Þetta mun fólk almennt ekki vita.“ Þar sem hér er mjög hallað réttu máli viljum vér ekki láta hjá líða að skýra þetta atriði nánar, svo að almenningur láti ekki blekkjast af orðum for- mannsins. Eins og kunnugt er, hefur öku- gjald vörubílstjóra undanfarið verið kr. 42.10 á klukkustund eða 70 £ urar á mínútu og þannig er það nú. Er bá miðað við minnstu vörubíla (2V2 tonn), en fyrir stærri bíla er ökugjaldið allt upp í kr. 60.51 (4 tonna bílar). Vöru- bílstjórarnir reikna sér og allir fullan tíma frá því er þeir fara frá stöð og þar til þeir koma á stöð aftur að verki loknu. Með þeim vegalengdum, sem hér eru innanbæjar, mun óhætt að reikna tímann frá stöð til viðskipta- manns að minnsta kosti 10 mínút- ur (og getur hann oft farið tölu- vert fram úr því), og tímann frá viðskiptamanni á stöð að verki loknu, annað eins. Er þá hér um 20 mínútur að ræða sem við- skiptamaðurinn hefur ekki bein not af, er gera kr. 14.00 eftir taxta vörubílstjóranna. Er þetta í fullu samræmi við þær upp- lýsingar frá Þrótti, að ökugjald fyrir minnsta „túr“ vörubíla (þ. e. farið frá stöð til viðskipta- manns og aftur til baka án taf- ar) er kr. 15.00. Til samanburðar þessu skal hér gerð grein fyrir gjaldskrá Sendi- bílastöðvanna. Þær hafa undan- farið tekið og taka enn kr. 36.00 á klukkustund og auk þess frum gjald (startgjald) kr. 6.00. En sendibílastö'ðvarnar reikna öku- tímann aðeins frá því bíll kemur til viðskiptamanns, hvar sem hann er innan bæjar og reikna sér engan tíma til aksturs á stöð- ina aftur að verki loknu. Við- skiptamanninum nýtist því allur ökutíminn sem reiknaður er að viðbættum þessum kr. 6.00 í frumgjald, sem áður segir, enda er það í fullu samræmi við þá staðreynd, að minnsti „túr“ sendi bíla kostar aðeins kr. 6.00, eða því sem frumgjaldinu nemur. Munurinn er því þessi: Senrdi- bílarnir taka ltr. 6.00 fyrir að fara til viðskiptamanns, en vöru- bílarnir kr. 7.00 fyrir hið sama, og auk þess kr. 7.00 til aksturs á stað aftur, en sendibílarnir ekk ert fyrir það, en þó er munur- inn mestur í fastavinnu, þegar frumgjöld beggja hafa verið reiknuð, því þá taka vörubílar úr því kr. 42.10 á klukkustund, en ser.dibílar ekki nema kr. 36.00. Við þetta bætist enn að vörubíl- stjórar vinna að jafnaði ekki með vögnum sínum nema gegn fullri aukagreiðslu, en sendibílstjórar vinna allir með sínum bílum við fermingu og affermingu, án þess að nokkuð aukagjald komi í staðinn, enda eru þeir iðulega sendir einir í ferðir fyrir við- skiptamenn sína. Vér höfum með þessari grein- argerð sýnt fram á hversu frá- leitt það er, er Friðleifur Frið- riksson heldur því fram að Sendi bílastöðvarnar taki sama öku- gjald og vörubílarnir og vænt- um vér þess að almenningur sjái af þessu hversu hagstæðara er að nota sendibíla en vörubíla, þar sem því verður við komið. Þeir eru líka margir sem kjosa héldur sendibílana, einnig af þeirri á- stæðu að þeir eru álljr lokaðir og því irieiri trygging' fyrir því að vel fari um flutningsgóss í þeim ef nokkuð er að veðri, heldur .gn ú-opnum tvörubíium., Til IlallgTÍmskirkju, Reykjavík GJAFIft OG ÁHEIT. — Jónas Jónsson, fyrrv. ráðherra, ágóði af fyririestri kr. 684.00. Afhent a£ Ara Stefánssyni: Helgi Jónsson kr. 100. V. J. 10 kr. Dýrfirzk kona 100 kr. Ónefnd kona 100 kr. G. R. J. 100 kr. Óþekktur sjómaður 200 kr. Sig- urlaug Þórarinsd. 50 kr. Afh. af sr. Jakob Jónssyni: G. R. Tjörn 100 kr. N. N. Hafn- arfirði 30 kr. G. Jónsd. 10 kr. St. Gunnl. 100 kr.‘ Ónefnd kona 50 kr. Sigr. Ól. Þorvaldseyri 100 kr. H. G. 20 kr. Ekkja 50 kr. Ástr. Þorst. 60 kr. Guðrún Þórarinsd. 1 50 kr. Kona í Berunessókn 20 kr. E. E. Tobbakoti 20 kr. Þuríður 1 Magnúsd. 50 kr. Afh. af Önnu Þork. 50 kr. Afh. af Þjóðviljan- um 40 kr. H. H. 100 kr. S. G. 15 kr. U. 50 kr. K. V. 20 kr. Sigr. Þórarinsd. 50 kr. K. G. S. 100 kr. Þ. V. 300 kr. G. K. Viiilást. 100 kr. Kirkjugestur 100 kr. Ónefndur 100 kr. Móðir 50 kr. G. Jónsd. 25 kr. N. N. 30 kr. M. F. 100 kr. H. Á. 20 kr. Nefndur 100 kr. Gömul kona 60 kr. G. 10 kr. L. í. 50 kr. Mæðgur 100 kr. Ásgr. Jóns. & J. Guðbr. 400 kr. Ól. Rósin- kranz, ísaf. 200 kr. G. Jónsd. 50 kr. Ónefnd kona 120 kr. Sighv. Árnason, Patreksfirði, 50 kr. Á. Þ. H. 11 kr. 1 Kærar þakkir frá söfnuðinum til gefendanna. G. J. AÐ¥Ö RU ry » til kaupenda 1 Morgunblaðsins : l Athugið að hætt verður án frekari aðvörunar að senda ! I blaðið til þeirra, sem ekki greiða það skilvíslega. Kaup- 13 endur utan Rej’kjavíkur, sem fá blaðið sent frá afgreiðslu j | þess hjer, verða að greiða það fyrirfram. — Reikninga ! I verður að greiða strax við framvísim og póstkröfur innan j i 14 daga frá komudegi. Jélabók okköF keniiir loksms a þriðjudag hæðir eftir Emiiy Bronte Með bókum Bronte systranna, Jane Eyre og þó sérstaklega Fýkur yfir hæðir, koma algerlega nýir straumar inn í ensk^r bókmenntir, sem bókstaflega orsökuðu það að enskir lesendur stóðu á öndinni um hríð. Hinar ofsalegu ásta- lýsingar voru að sjálfsögðu aðalástæðan, en einnig hitt að þeirri ólgu og frum- stæðum ofsa, sem einkenna marga snill- inga var hér gefin útrás eftir algerlega nýjum leiðum, sem orkuðu mjög harka- lega á marga kúltiveraða lesendur. Nú er þetta skáldverk í fremstu röð enskra skáldsagna. Þessi bók markar tímamót. Kvikmynd, sem gerð var eftir sögunni Fýkur yfir hæðir er stórkostlegt lista- verk, leikin meðal annars af Lorence Oliver, er að koma í Austurbæjarbíó. — Ofsafengin og heillandi ástarsaga. Fyrri bækur okkar, látum droflinn dæma, Grsnn varsfu daiur og Sysfir Lísa hafa aliar orSið mefsölufeækur og eru aH Sieifa uppseldar. t VÍKIHGSÚTGÁFÁN — sannarlega jólagjöf barnanna, Gaman og alvara fyrir börn á öllum aldri. í Jólabókinni í ár eru kvæði, sögur, gátur og skemmt- anir, sem þeir lásu í æsku, sem nú eru 50—60 ára. —• Börnin eru svipuð á öllum öldum og áreiðanlega óhætt að fá börnunum það, sem þér lásuð sjálf í æsku. Bókin hefst á broti af ævi Jónasar Hallgrímssonar ,eftir Tómas, með myndum frá æskuheimilum Jónasar. — Þá er Grátittlingur og Grasaferð Jónasar, Dýrasagan fallega, Heimþrá eftir Gjallanda, Litli fossinn, eftir Pál Ólafsson og Tittlingur í mýri eftir Örn Arnarson, Fuglinn og hann Fúsi, eftir Sigurð Júl. Jóhannesson, þá eru þjóðsögur og fjöldi mynda og ennfremur margar mynda- gátur og venjulegar gátur. — Þá eru skemmtilegu list- þrautirnar, vísur eftir þrjátíu kunna 18., 19. og 20. aldaí skáld og eiga börnin að finna út eftir hvern erindin eru. — Ráðningar á gátunum, myndagátunum og list- þrautunum er aftan við' bókina. Þelta er fallegasta Jélabókira fyrir börnin. Hausinn niðri hefur í sór. / hljoðar eins oq varqur; ''* róían munnlnn úl um et: / úr honum drekkur margur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.