Morgunblaðið - 12.12.1951, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.12.1951, Blaðsíða 8
í 8 MORGUISBLAÐIÐ Miðvikudagur 12. des. 1951 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. , Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Slansky boðoði miskunnarlauso hreinsun í íebrúar síðastliðnum i Situr nú sjáífur í dýfSissu Fjárhagserfiðleikar bæjar- og sveitarfélaganna Á S. L. HAUSTI áttu bæjar- stjórar allra kaupstaða landsins fund með sér hér í Reykjavík. Tilefni þess fundar voru þeir erfiðleikar, sem undanfarið hafa steðjað að sveitar- og bæjarfélög- um. Taldi hann óhjákvæmilegt, að þessum aðiljum yrðu tryggð- ir nýir tekjustofnar til þess að geta risið undir þeim byrðum, sem á þeim hvíla. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur, að fjöldi bæjar- og sveitarfélagá er mjög illa á vegi staddur fjárhagslega. Hækk- andi laun og vaxandi dýrtíð hafa aukið útgjöld þeirra að miklum mun. Hinsvegar hafa þeim ekki skapast mpguleikar jafnhliða til þess að auka tekjur sínar. Ú(- svörin mega heita eini iekjustofn flestra bæjar- og og sveitarfé- laga. Þau er hinsvegar ekki hægt að hækka í það óendanlega. Mún óhætt að fullyrða að útsvör séu víðast hvar orðin það há, að ekki sé á bætandi. Bæjar- og sveitarfélög eru að því leyti miklu verr sett en ríkið, að þau byggja allan fjárhag sinn að heita má á þessum eina tekjustofni. Rík- issjóður hefur hinsvegar marga tekjustofna á að byggja. Hækkun vísitölunnar af völdum hækkaðs verðlags á erlendum vörum bitnar held ur ekki eins hart á ríkinu þar sem stóraukinn innflutningur hefur skapað mjög auknar tollatekjur. En auðvitað eyk- ur hin hækkandi vísitala þó einnig útgjöld ríkisins. Mögu- leikar þess til þess að mæta þeim eru hinsvegar allt aðrir og meiri en bæjar- og sveitar- félaganna. Af þessum ástæðum sætir það engri furðu þótt bæjarfélögin lit- ist um eftir leiðum til þess að treysta fjárhag sinn. Til þeirra eru gerðar miklar kröfur um fjölþættar framkvæmdir. Þau verða einnig að leggja fram mik- ið fé beinlínis til að halda uppi atvinnu fyrir íbúa sína. Sam- dráttur bæjarframkvæmdanna mundi þýða minni vinnu og vax- andi atvinnuleysi. Við 2. umr. frumvarps ríkis- stjórnarinnar um framlengingu söluskattsins, flutti Gunnar Thor- oddsen borgarstjóri, sem var einn þeirra manna, er sat bæjarstjóra- fur.dinn í haust, breytingartillögu um, að einn fjórði hluti þess skatts skuli renna til sveitar- og bæjarfélaga og skiptast milli þeirra í hlutfalli við fólksfjölda. Var þessi tillaga samþykkt gegn mótmælum fjármálaráðherra. í þessu sambandi ber að geta þess, að hér er um að ræða mál, sem ekki enn hefur verið samið um milli flokka þeirra, sem standa að núverandi ríkisstjórn. Samþykkt breytingartillagna Gunnars Thoroddsen lýsir þörf bæjar- og sveitarfélaganna fyrir nýjan tekjustofn. Verður því að vænta þess að ríkisstjórnin taki það mál til meðferðar í fullri al- vöru, hvort sem niðurstaðan verð ur sú, að þau fái hluta af sölu- skattinum eða einhverja gðra leiðréttingu sinna mála. Hvorugt þessara mála, tekjuþörf bæjar- félaganna og framlenging sölu- gkattsins hefur verið endanlega afgreitt af Alþingi því, sem nú .situr að störfum. I Um það þarf svo ekki að hafa mörg orð að báðir stuðnings- flokkar núverandi ríkisstjórnar hljóta að standa fast saman um afgreiðslu greiðsluhallalausra fjárlaga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan talið það grundvall- aratriði í fjármálastefnu ríkisins , og mun leggja á það höfuð- áherzlu, framvegis sem hingað tiL , p .- i Kjarni þessa máls er sá, að hækkandi kaupgjald og vax- andi dýrtíð hefur skapað bæj- ar- og sveitarfélögunum stór- fellda erfiðleika. Þeir flokkar, sem fara með stjórn landsins, geta ekki komizt hjá að að- stoða þau í baráttunni gegn þeim erfiðleikum. í þeSsu sambandi er þess einnig að gæta áð :ríkiss'jóður er ábyrgð ur fyrir sumum útgjöldunum, sem lögð hafa verið með lög- um á þessa aðilja. Hann er einnig i ábyrgðum fyrir háum lánum, sem þeir hafa tekið til ýmissa framkvæmda.'Ríkið á því beinna hagsmuna að gæta í því, að bæjarfélögin gefist ekki upp, verði alger- lega f járþrota en sú hætta vof ir vissulega yfir sumum þeirra. Afleiðingin af þessu hlýtur að verða sú, að jafnhliða því, sem þing og stjórn tryggir ríkinu greiðsluhallalaus fjár- lög þá verði þess freistað að koma til móts við bæjar- og sveitarfélög í erfiðleikum þeirra. Þófið í Panmunjom. i S AMNIN GA VEÐRÆÐUR full- trúa Sameinuðu þjóðanna og kommúnista í Panmunjom hafa enn ekki leitt til mikils jákvæðs árangurs. Sama þófið hefur stað- ið þar viku eftir viku. Samtímis því að rætt hefur verið um und- irbúning vopnahlés austur þar hafa flugmenn S. Þ. séð miklar herflutningalestir stefna suður Kóreuskaga til aðdrátta fyrir hina kínversku kommúnistaheri. Á sama tíma sem Vishinsky veif- ar hvítum dúfum í sölum alls- herjarþingsins í París, fjölgar rússneskum flugvélum í loftinu yfir Kóreu. Um þessar mundir virðist sem alger kyrrstaða ríki í viðræðun- um í Panmunjom. Þar gengur hvorki né rekur. Bardagar halda áfram og þjáningum Kóreubúa linnir ekki. Margir álíta að þóf komm- únista í Panmunjom hati þann tilgang að breiða yfir ósigur þeirra í Kóreustríðinu. Bendir ýmislegt til þess að sú tilgáta hafi við rök að styðj- ast. Kommúnistastjórnin í Peking vill ekki að þjóðir1 Asíu viti fyrr en í seinustu lög | að herir hennar hafa farið hverja hrakförina á fætur ann arri. Stalin marskálkur vill hinsvegar gjarnan að athygli heimsins beinist um skeið ] meira að Austur-Asíu en fyr- ] irhuguðum veiðilöndum hans í vestri. ÞAU tíðindi spurðust frá Tékkó- slóvakíu hinn 27. nóvember s.l., að einn af stofnendum kommún- istaflokksins þar í landi, fyrrver- andi aðalritari flokksins og vara- forsætisráðherra, Rudolf Slansky, hefði verið sviptur embætti, hand tekinn og færður í myrkrastofu fyrir fjandsamlegar athafnir gegn ríkinu, eins og það var orð- að _af yfirvöldunum. Á ríkisráðsfundi samdægurs upplýsti Gottvaldi forseti og ein- ræðisherra hvað gerzt hafði og tjáði ráðherrum, að í krafti fram kominna gagna væri Slansky grunaður um njósnir fyrir óvini tékknesku þjóðarinnar. VALDASTREIfA Með þessum atburðí hefst nýr kafli í sögu hinna valdasjúku leið toga kommúnistaflokksins þar í landi, sem allt frá tíma bylting- arinnar hafa innbyrðis reynt að troða skóinn hver niður af öðrum. Fyrrverandi sendiherra Tékka í Bandaríkjunum dr. Slavik, lét þau orð falla í tilefni af þessum atburði, að með honum væri til lykta leidd keppni þeirra Slan- skys og Gottvalda um æðstu völd í landinu, en Slansky hefði um langt skeið verið skæðasti keppi- nautur forsetans. „Gottvaldi vill vera númer eitt“, sagði hann, „og hann vill vera það einn“. Slansky reyndi að vera meiri kommún- isti en Gottvaldi, en hann beið lægra hlut. KOM EKKI Á ÓVART Ekki . verður sagt, að örlög Slanskys hafi komið mönnum á óvart. Það var þegar bersýnilegt, að ekki var allt með felldu, er hann var sviptur starfi, sem aðal •ritari kommúnistaflokksins, hinn 6. sept. s.l., en við tók sjálfur Gottvaldi, sem trýggði sér með því algera einræðisaðstöðu. Hann var nú einnig orðinn leiðtogi flokksins. Sýnist hann því ekk- ert þurfa að óttast að sinni a. m. k. svo lengi sem hann finnur náð fyrir augum yfirboðara sinna í Kreml austur. GYÐINGURINN SALZMANN Slansky er af gyðinglegu bergi brotinn og heitir réttu nafni Salzmann. Hann er kaupmanns- sonur frá Pilsen. Eins og margir fyrirrennarar hans taldi hann af ýmsum ástæðum heppilegt, að taka upp slavneskt nafn, sbr. Apfelbaum—Sinovjev, Bronstein —Trotzky, og Rosenfeld—Kame- nev. Alla þessa menn hefur bylt- ingin löngu gleypt og nú er röð- in komin að Salzmann—Slansky. Rudolf Slansky er fimmtugur að aldri. Hann er háskólagenginn og vel kunnandi um marga hluti, hefur lengstum verið driffjöður- in í starfsemi kommúnistaflokks ins og dyggur þjónustumaður Moskvuvaldsins. Hann tók að sjálfsögðu virkan þátt í tilræðinu 1948 og var um árabil ritstjóri flokksblaðsins Rude Pravo. Árið 1939 flýði Slansky til Moskvu og dvaldist þar að mestu öll stríðsárin. Hlaut hann þar til- hlýðilega kennslu að kommún- iskum sið og hvarf síðan aftur til heimalands síns 1944, en flutti þá með sér áætlamr húsbændanna um að hneppa fósturjörðina í þrældóm Sovét-Rússa. Áætlun þessa framkvæmdu þeir samsæris mennirnir út í hörgul eins og kunnugt er. Þeirra fyrsta verk var að myrða utanríkisráðherra landsins Jan Masaryk í febrúar 1948. Slansky vann þá gjarnan bak við tjöldin og naut óskipts trausts félaga sinna enda var stjarna hans þá hátt á lofti austur í Moskvu. Hann var og ötull hvatamaður að Stofnun hins illræmda Komin- form og lét að sér kveða við stofnun þess félagsskapar í Varsjá 1947. TALAÐI DIGURBARKALEGA í febrúarmánuði síðastliðnum fór fram me.ð miklum umsvifum Refsifanginn Rudolf Slansky víðtæk hreinsun í Tékkóslóvakíu eins og menn muna, er Clementis utanríkisráðherra féll í ónáð og var fangelsaður ásamt Svoboda hermálaráðherra, menntamála- ráðherranum Novomensky og nokkrum öðrum áhrifamönnum og konum. Slansky var þá aðal- ritari kommúnistaflokksins og naut virðingar. Það féll því að nokkru leyti í hans hlut, að skýra málin. Digurmæli þau er hann flutti þjóðinni þá, minna óneitan- lega á „skýringar“ félaga hans Gottvalda, nú nýverið, þegar sama Slansky var varpað í dýflissu fyrir njósnir og fjand- skap við ríkið. Það var í Brati- slava, sem Slansky flutti þrumu- ræðu sína um svikarann Clementis. Hann var þá ekki myrkur í máli og lýsti því yfir með því yfirlæti, sem einkennir komm úniskar málpípur í leppríkj- unum að „hreinsuninni" yrðl haldið áfram miskunnarlaust til að útrýma óbolsiviskum hugrenningum og afbrigðum frá marxisma og leninisma. ENGIN LIÐLESKJA Það verður heldur ekki sagt um Slansky, að hann hafi verið lið- leskja í hreinsunarstarfinu. Á hálfu ári tókst honum að fjar- lægja 170.000 flokksmenn, sem Moskvu ekki geðjaðist að. Svo skeleggum hreingerningamanni hefur víst sízt grunað að hann væri sjálfur kominn undir smá- sjána, og nú drægi til válegra tíðinda fyrir hann. GOTTVALDI HLÝDDI ALLSHUGAR FEGINN Slansky er nú eins og heimur- Frh. á bls. 12. Velvokandi skiiícu: ÚB DAGLEGA LÍONU Vantar einkenni á vagnana BRÉF þetta hefir A.A. sent mér. „Velvakandi minn. Ég get ekki stillt mig um að senda þér nokkr- ar línur um strætisvagnana, sem enginn farþegi þekkir. Hvernig stendur á því, að hér er ekki hægt að taka upp svipað fyrirkomulag og tíðkast alls stað- ar erlendis, þar sem ég þekki til, að einkenna vagnana með tölu- settum spjöldum bak og fyrir og á hlið? Það er segin saga, þegar menn bíða á áfangastað, þar sem margra vagna er von, að þeir þekkja ekki sinn vagn, sem er ekki furða, þar sem einkennin eru svo óljós. Þyrpast allir að dyr- unum samt, svo að þröng verður af. Ys og þys, skarkali og há- reysti, unz allt dettur í dúnalogn, er vagninn heldur af stað, þá nokkurt hlé, þar til næsti vagn kemur og vitleysan hefst á ný. Spjöld á áberandi stað EKKI tekur betra við á Lækjar- torginu. Ef menn eru ekki þaulkunnugir vögnunum, verða þeir oft að leita dyrum og dyngjum áður en hefst uppi á far artækinu. Þá væri einhver munur, ef vagnarnir væru tölusettir, þannig að hver leið hefði tiltekna tölu. Og einkennisspjöldunum væri komið fyrir, þar sem þau sjást greinilega, svo að ekki verði um villzt“. Ferðaskrif stof an ættl að vera með AÝMSUM nýjungum hefir hinn nýi framkvæmdastjóri strætisvagnanna bryddað. Og hefir nú heyrzt, að tölusetja eigi leiðirnar í bænum eins og A.A. leggur til. En eitthvað dvelur. Einn vagn hefir sézt með tölu- spjaldi, Hlíðavagninn, ef ég man rétt. Hann minnir á staka hrafn- inn, en vonandi bætast hinir í hópinn einn góðan veðurdag. En það er ekki nóg að tölusetja leiðir strætisvagnanna. Ferða-' skrifstofan ætti að taka upp sama fyrirkomulag. Ef til vill verður því komið í kring fyrir næsta vor. Mikið starf og gott M SEINUSTU helgi hefir versl unarfólkið enn lagt óhemju- vinnu í gluggaskreytingar og hug U: X. I * þí? m~'L a K'- vitsmennirnir lagt heilann ótæpi- lega í bleyti. Árangurinn er líka eftir því, margir gluggarnir eru ævintýralegir. Því verður ekki í móti mælt, að þessar gluggasýningar setja meiri jólasvip á bæinn en nokkuð annað og það því fremur nú, sem engin jólatré eru á krossgötum bæjarins og af meiri grvótt er að taka en endra nær. Úr átthögum skarkolans EKKI hirði ég um að þylja hér neitt lof um þá gluggana, sem girnilegastir eru til fróðleiks og skemmtunar, enda er sjón sögu ríkari. Get ég þó ekki stillt mig um að minnast á þá skreytinguna, sem tvímælalaust vekur mesta athygli, enda hefir margur mað- urinn staldrað þar við. I glugga blómabúðarinnar Flóru í Austurstræti gefst mönn- um á að líta undirdjúp hafsins, furðufiska og önnur sjávardýr, ígulkéi-, kuðunga, þaraþöngla og svo mætti lengur telja. Er allt hjúpað ævintýrablæ eins og hlýtur líka að vera þarna í heimahögum skarkola og skötu. Hafmey er þó enginn, ef til vill sakna hennar einhverjir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.