Morgunblaðið - 12.12.1951, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.12.1951, Blaðsíða 12
í 12 *» n; MORGUISBLAÐIÐ Miðvikudagur 12. des. 1951 1 Enska knatfspyrnan Á LAUGARDAG hlaut Arsenal fyrsta ósigurinn heima á yfir- standandi leiktímabili, er þa3 beið lægra hlut fyrir Manch. United. Enda þótt Arsenal-liðið ætti að vera kunnugra sínum heimahögum, urðu gestirnir þó fyrri til að haga gér eftir aðstæð- unum og ná tökum á leiknum. Manch. U. lék miklu opnara og náði því meiri hraða í leiknum en Arsenal, sem hætti um of til smáleiks, sem hvorki gekk né rak vegna leðju, og eins vegna þess hve leikmenn Arsenal eru yfir- leitt stórir og þungir. En á þung- um og blautum völlum er líkams- þungi síður svo til hagræðis. — Eftir 13 mín. tókst M. U. að skora og annað til ekki löngu síðar, en Arsenal skoraði síðan tvisvar, en það síðara röngu megin, er mið- framvörðurinn, Daniel, skoraði sjálfsmark. — Hin þekkta vörn Arsenal var klaufsk og svifasein og voru 2 síðari mörkin hrein klaufamörk. Bolton hlaut nú sinn stærsta ósigur í vetur, 5:2, í Derby, og vegna jafnteflisins, sem Ports- mouth náði heima gegn Burnley, 2:2, hefur það aukið forskotið í 3 stig. Enda þött leikmaður verði fyr- ir meiðslum, leyfa Englendingar ekki að varamaður komi inn á og er því venja, að meiddur leik- maður fari í aðra hvora útherja- stöðuna. Liverpool varð að taka slíkt til bragðs gegn Preston, er miðframvörðurinn meiddist. — Preston náði því yfirhönd og er hægri bakvörður Liverpool ætl- aði að ,,hreinsa“ varð honum á að „dúndra" knettinum inn í eig- ið mark, og nokkru síðar bætti Preston öðru við. Við það komst nýtt líf í heimaliðið, sem átti það sem eftir var af leiknum, vinstri útherjinn, Liddell, skoraði með þrumuskoti og undir lokin jafn- aði hinn fyrrverandi miðfram- vörður, eins og oft vill verða í slíkum tilfellum, því að andstæð- ingarnir taka yfirleitt lítið tillit til slíkra „farþega“. Það, sem mesta furðu hefur vakið í vetur, er gengisleysi Middlesbrough, sem um þetta leyti í fyrra leiddi, en er nú kom- ið í fallhættu og hefur ekki unnið leik síðan í sept. I Wolverhamp- ton hafði það lítið að gera í heima liðið, sem sigraði auðveldlega, 4:0. Aðrir leikir í 1. deild: Aston Villa 2 — Newcastle 2 Blackpool 1 — Tottenham 0 Chelsea 1 — Charlton 0 Huddersfield 1 — Fulham 0 Manch. City 0 — Stoke 1 Sunderland 3 — W. Bromw. 3 Portsmouth 20 13 3 4 39:27 29 Bolton 20 11 4 5 34:31 28 Arsenal 21 11 4 6 40:27 26 Manch. U. 21 11 4 6 44:31 26 Sunderland 19 5 5 9 28:33 15 Middlesbro 20 5 4 11 30:42 14 Huddersfield 21 4 4 13 24:45 12 Fulham 21 3 5 12 28:42 11 2. deild: Barnsley 1 — Everton 0 Blackburn 3 — Brentford 0 Bury 1 — Cardiff 1 Coventry 4 — Leeds 2 Hull 2 — Doncaster 0 Notts Co. 2 — Leieester 3 QPR 4 — Nottm. Forest 3 Sheff. Utd 2 — Southampton 2 Swansea 5 — Rotherham 0 (!) West Ham 0 - - Sheff. Wedn . 6 Rotherham 20 12 3 5 48:33 27 Sheff. Utd. 20 11 4 5 55:35 26 Sheff. Wedn 21 11 4 6 50:37 26 Cardiff 20 10 5 5 34:22 25 Brentford 20 10 5 5 25:17 25 Nottm. For. 21 8 8 5 41:32 24 Birmingham 21 8 8 5 28:26 24 Leicester 20 8 7 5 43:33 23 Luton 20 7 8 5 33:31 22 Leeds 21 9 6 5 33:28 22 Doncaster 21 7 6 8 31:27 20 Swansea 21 6 8 7 40:38 20 Everton 21 7 6 8 32:37 20 Barnsley 20 7 5 8 31:35 19 Bury 20 6 6 8 38:32 18 Notts Co 21 7 4 10 33:39 18 Southampt. 21 6 6 9 31:45 18 West Ham 21 6 6 9 28:43 18 QPR 20 4 8 8 25:40 16 Coventry 20 5 4 11 26:46 14 Hull 21 4 5 12 27:38 13 Blackburn 20 5 2 13 21:35 12 - Fiskiþing Framh. a£ bls. 7 gilti um lán úr stofnlánadeild sj ávarútvegsins. DRAGNÓTAVEIÐAR Málinu vísað til stjórnarinnar í trausti þess, að hún vinni að friðun fjarða og veiðisvæða fyrir dragnótaveiðum. FISKMAT Tillaga allsherjarnefndar. Fiskiþingið skorar.á alla fisk- framleiðendur að vanda sem mest alla fiskverkun og fara eft- ir settum reglum, sem miða að aukinni vöruvöndun, því reynsla fyrri ára hefur sýnt að við er- um þess megnugir að geta fram- leitt fyrsta flokks fiskafurðir. SJÓMANNATRYGGINGAK Tillaga laga- og félagsmála- nefndar: Fiskiþingið telur að sjálfsagt sé að hið fjölþætta skyldutrygg- ingarkerfi verði gert sem rétt- látast og einfaldast í allri fram- kvæmd og álítur í fyllsta máta ósanngjarnt að slysatrygging sjó- manna eigi að bera hærri ið- gjöld en aðrar atvinnugreinar. Einnig mótmæiir Fiskiþingið því, að útgerðarmenn, einir allra atvinnurekenda, skuli greiða sjúkrasamlagsgjöld fyrir skips- hafnir, sem í framkvæmd verð- ur aukaskattur á útgerðina. VERNDUN VEIÐISVÆÐA Tillaga Valtýs Þorsteinssonar og Margeirs Jónssonar: Fiskiþingið skorar á stjórn Fiskifélagsins að hlutast til um, þar sem þess gerist þörf, að báta- flotanum verði úthlutað sérstök- um veiðisvæðum. Jafnframt skorar Fiskiþingið á ríkisstjórnina, að láta varðskip ríkisins halda uppi öruggri gæzlu veiðisvæðanna og vernda þau fyrir ágengni togara. , Fiskiþingið afgreiddi alls 34 mál og 6 þingsályktunartillögur. Fiskiþingið var sett 24. f. m. og var slitið 7. þ. m. og stóð því alls 14 daga. Gamlar pælur VlNARBORG: — Nýlega fundust 300 ára gamlir munir í jörðu í Aust urriki. Þar á meðal sverð og öryggis nælur. Nælurnar kváðu v*era i fyr- irtaks ásigkomulagi. Verndun veiðisvæða EFTIRFARANDI tillaga og grein argerð var samþykkt á fjórðungs þingi Sunnlendingafjórðungs: „Fjórðungsþingið skorar á fiski þingið að vinna að því, þar sem þess gerist þörf, að bátaflotanum verði úthlutað sérstökum veiði- svæðum og þeirra verði að jafn- aði gætt af varðskipum“. GREINARGERÐ „Það er kunnará en frá þurfi að segja, að fiskimiðin eru yfir- leitt orðin mjög ásett og umsetin af erlendum skipum og ekki sízt af innlendum með hin ólíkustu veiðarfæri. Af öllu þessu tæmast fiskimiðin með vaxandi hraða og verður æ, lengra sótt á þau og með minni árangri. Vegna þessa og sívaxandi hættu á eyðileggingu hinna dýru veiðarfæra, er augljós þörf á ein- hverjum aðgerðum, sem hníga í þá átt, sem tillaga þessi gerir ráð fyrir. Fjórðungsþingið lítur svo á, að Fiskifélagið þurfi að' leita um- sagnar og tiilagna allra veiði- stöðva, sem telja sig hafa orðið hart úti af þessum sökum, og leggja þær tillögur fyrir ríkis- stjórnina, sem ákveðið skiptingu veiðisvæðanna. Nefndin mælir með svofelldri afgreiðslu þessa máls: Fiskiþingið óskar þess, að stjórn Fiskifélagsins sjái sér fært að láta fram fara þá athugun sem þar er óskað, og vinna að slíkri verndun veiðisvæða." Tillaga um sama efni, sem birt var í sunnudagsblaðinu, var felld. Kosfnaður við þátíföku í Ólympsku leikunum PARÍSARBORG, 11. des. Kostn- aðurinn við undirbúning og þátt- töku Frakka í Ólympsku leikun- um í Heisingfors að sumri, er áætiaður 170 milljónir franka. — Franska stjórnin tekur ekki á sig neina ábyrgð í þessum efnum fyrr en í febrúar. Reuter-NTB Breytinga von. LONDON — Nýlega sagði Churs- hill í neðri málstofunni, að breyt inga væri von í sambandi við af- stöðu Breta til kommúnistastjórn ar Kína. Kínverjar hafa sem kunnugt er ekki enn svarað við- urkenningu Bretastjórnar á stjórn landsins. Finnskar sfríðs- skaðabætur þungbærar HELSINGFORS, 11. desember. — Nú eiga Finnar eftir að greiða 5 hundraðshluta stríðsskaðabót- anna til Rússa, það eru 11 millj. dala. Finnar hafa m. a. afhent Rússum upp í stríðsskaðabætur 517 skip, en eiga að selja þeim í hendur 686 skip alls. NTB — Siansky Framh. af bls, 8 inn veit, fallinn í ónáð og hefur verið veittur sá aðbúnaður, sem teija má til frambúðar, Ef mönnum blandast hugur um hvaðan skipunin um handtöku Slanskys hefur upphaflega kom- ið, er ekki úr vegi að tilfæra ummæli Kopríva, utanríkisráð- herra, er £ann viðhafði hinn 28. nóvember s.l. Hann lýsti Slansky sem „heimsveldissinnuðum undir- róðursmanni á borð við Trotzky, Sinovjev, Bukharin og Gomulka". „Það er skylda okkar“, sagði hann, „að vera á verði gegn öllum þeim, sem liugsanlegt er að viiji spilla vináttu okkar við Sovéíríkin og hinn mikla Stalín“. Þeir Ttrotzky, Sinovjev og Bukharin voru allir myrtir, sem kunnugt er, fyrir að vera á móti hinum „mikla Staiín“. Ef til vill hefur ráðherrann ver ið að gefa í skyn, að slík yrðu örlög Slanskys. HÆTTU MERKI Áfengisvarnarnefnd Rvíkur. Í¥ö ný heffi af „skemmfi- íep smábamasegunumrr KOMIN eru út tvö ný hefti af „Skemmtilegu smábarnasögunum“ og eru þá alls fjögur hefti komin út. Sögurnar í þessum tveimur síð- ari heftum, eru „Benni og Bára“, eftir Kathleen Mellor og Marjorie Hann og „Stubbur“, eftir Bengt og Grete Janus Nielsen. Vilbergur Júlíusson hefur endursagt báðar sögurnar. Þær eru prýddar fjölda teiknimynda. Framh. af Bls. 7 ráðamenn Þjóðleikhússins vilja gera al.lt sem unnt er, til þess að rétta hag þess, efla listrænt gildi þess og stækka hlut þess í menn- ingar og skemmtanalífi bæjarins og landsins. 8. desember 1951. Vilhj. Þ. Gíslason. Framh. af bls. 9 ir næstu sumarvertíð, sem get- ur byrjað um miðjan maí eða fyrr. Ef ráðamönnum L. í. Ú. og annara félagasamtaka, sem úr- lausn þessara mála snertir alveg sérstaklega, þykir þessar tillögur mínar og ábendingar ekki 'órar einir, þá leyfi ég mér að skora á þá að gefa þeim gaum og hefj- ast þegar handa. Það er enginn efi á því aS hér til eiga íslenzkir útgerðar- menn fullt fylgi íslenzku sjó- mannastéttarinnar, sem eygir þarna bjarta framtíðarmöguleika. Reykjavík, 30. nóv. 1951. ! -t Ragnar V. Sturluson. M.s. Hugrún lestar til Véstfjarða. Skógarfoss til Vestmannaeyja í dag. Afgreiðsla LAXFOSS Sími 6420 og 80966. Bólstruð húsgögn sett, stakir stólar og 'svefnsófar fyrirliggjandi, einnig smíðað eftir pöntunum. Húsgagnabólstrun ÁSGRÍMS P. LIJÐVÍKSSONAR BERGSTAÐASTRÆTI 2 — SÍMI 6807 Markúa & Eftir Ed Doi/1 fA EANWHILE GOSH, I'M GLAO IT'S NOT THE OLD MOTHER BEAR W'ITH THE FOUR ——_ CUBS/ . SO WHAT? WE'RE LOSING BUT TRAIL'S WEEK AIN'T UP yET, , MATT/ ] MORE 5HEEP EVERy NIGKT/ IF WE tVAIT FOR TRAIL TO TRAP THAT OLD SHE- BEAR, ALL OUR SHEEP WILL -i BE KILLED/ . 1) — Við skulum komast sem fyrst í burtu, áður en björninn kemur aftur. 2) — Hér er um að ræða tvo birni, Siggi. Það var karlbjörn- inn, sem réðist á mig. Ég hugsa, að það: sé hann, sem ræðst á sauð- fé bændanna. 3) —. Mikið er gott, að það er ekki birnan með fallegu húnana fjóra. 4) Á meðan eru bændurnir farnir að verða óþolinmóðir. — Við megum ekki gera það, því að það er ekki enn liðin vik- an, sem við gáfum Markúsi sem I frest. — Hvað kemur það málinu við? Á hverri nóttu missum við fleiri eða færri sauðkindur. Ef við bíðum eftir Markúsi, þá verð- ur björninn búinn að drepa mik- inn hluta af hjörðum okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.