Morgunblaðið - 20.12.1951, Side 9

Morgunblaðið - 20.12.1951, Side 9
Fimmtudagur 2ff. des. 1951 MORGUTSBLAÐIÐ Stutt 45 Þegar FJalftirlpn o HÉR á dögunum heímsótti ég Gunnar Gunnarsson skáld og konu hans í hinu nýja húsi þeirra við Dyngjuveg. Dyngjuvegur er nýleg gata sunnan í Laugarásn- am. Byggðin eykst þar ört, enda £er þar saman hið fegursta út- sýni yfir Laugardaíinn og inn yfir Reykjavíkur-byggðina og skjól fyrir norðanátt. Gunnar flutti i hið nýja hús sitt á s.l. vori og hafði það þá yerið um það bil ár í smíðum. Hann hefur sem kunnugt er rjndanfarin ár, síðan. hann flutti hingað austan frá Skrsðuklaustri, starfað að útkomu bóka sinna, er félagið Landnáma gefur út. Alls eru komin þar út 11 bindi af verkum Gunnars. Formaður Landnámu er Andrés G. Þormar, en í stjórninni eru auk hans m. a. bókaútgefcndurnir tveir, Ragnar Jónsson í Helgafelli og Ragnar Jónsson í Hlaðbúð. Nú hefur Helgafell gefið út Fjallkirkjuna í einu bindi. Er efnismesta bók, sem forlag þetta hefur hingað til gefið út, með miklum fjölda teikninga eftir Gunnar yngra Gunnarsson. í þetta sinn var það erindi mitt við Gunnar skáld að ræða við hann stundarkorn um Fjallkirkj- una. BJARGAÐ ÚR RÍJSTLM — Hún kom út á dönsku í 5 bindum á árunum 1923—’28, seg- ir Gunnar. Hér heima kom hún út, íslenzkuð af Halldóri Kiljan, nálega 20 árum síðar, sem sé á árunum 1941—’43. Er þetta því 2. íslenzka útgáfa, sem nú er komin hjá Helgafelli. — Fjallkirkjan er stundum talin eins konar sjálfsævisaga þín. Hvað er satt í því? — Líklega kemst maður sönnu næst með því að segja, að hún sé tengd, meira að segja nátengd á köflum, bernskuminningum úr dölunum heima. En enda þótt endurminningar vefjist saman við söguþráðinn og myndi raun- ar aðaluppistöðuna, er sagan þó í flestum greinum varasöm sem heimildarrit; hún er í hæsta máta bland beggja, „Dichtung und Wahrheit", og þó líklega uppspuninn yfirgnæfandí. Látum vera að frásögnin styðjist víðast hvar við sannsögulega atburði og persónur, — það er þó aðeins ytra borð sögunnar. Efniviðinn hef ég vægast sagt lagað í hendi: gert mönnum upp hugsanir, til- finningar, orð og jafnvel athafnir. Atburðaröðin nær annars fram til heimsstyrjaldarinnar fyrri; hún er skollin á, þegar sagan endar. Fjarri sanni mun það varla vera að segja, að þar sé verið að bjarga úr rústum. Síðan hafa rústirnar orðið fleiri og víð- tækari — og björgunarstarfsemin eðlilega erfiðari og dvissara um árangur. BÆKURNAR ERU TVÍÞÝDDAR — Og hvernig hefur tekizt að færa söguna í hinn nýja búning? — Vel, held ég; prýðilega. Þýðingin hefur verið endurskoð- uð og virðist mér hún hafa stór- batnað — nálggst meir málbrag sveitafólks, svo sem sjálfsagt er, í köflum þeim, er gerast hér heima. Þá hafa og einstöku mis- fellur verið lagaðar. Hins vegar fær sagan varla að öllu leyti þann svip, sem hún hafði, þegar henni upprunalega skaut upp í huga mér, fyrr en hún er komin á austfirzku. Hvenær verður jþað? Það er mikið verk og vanda- samt að flytja bækur af einu máli á annað. Oftast nær verður að steypa þær um, ef ég svo mætti segja. Vinnan við slíkt er allt að því eins mikil og að skrifa bókina frá rótum. Annars mega þær af bókum mínum, ér ritaðar voru á dönsku, eiginlega heita tví-þýdclar: fyrst af íslenzku á dönsku, nefnilega begar ég samdi sögumar og sat við að þýða þær eftir texta, sem ég hvergi hafði nema í höfðinu; siðan aftur á sitt upprunalega tis’gcrð eli hölnndfflfferí ræou Á FUNDI efri deildar í fyrrinótt var frumvarpið um stofnun og rekstur Iðnbanka íslands h.f. tekið til þriðju umræðu. Mikill ara- grúi af breytingartillögum höfðu komið fram við frumvarpið og voru þær allar felldar og frumvarpið sámþykkt sem lög frá Alþingi óbreytt eins og neðri deild gekk frá því. RETTLÆTISMAL IÖNAÐARÍNS þeirra óskir á að virða og upp- Jóhann Þ. Jósefsson, þingmaður fylla. V estmann aeyj akaupstaðar, talaði í þessum umræðum og flutti mjög FRAMSÓKN ENNÞÁ Á MÓTI greinargóða ræðu. ( Framsóknarmenn lögðust nri sem Gunnar Gunnarsson ritliöfundur. mál — og mátti þá sleppa lýs-' ingum ýmsum og skýringum, sem óþarfar voru og enda ofaukið fyrir fólk, sem kunnugt er um- hverfi sagnanna og háttum þess fólks, sem verið er að lýsa, en á sínum tíma þóttu nauðsynlegar leiðbeiningar fyrir erlenda les- endur. KOMNAR HEIM EFTIR LANGA ÚTIVIST Fjallkirkjan og aðrar bækur mínar eru á heimleið eða heim komnar, eftir ærið langa útivist -— ég kann bezt við þær á því máli, sem heyrir þeim til. Dansk- an er ljúft mál, viðfeldið, sveigj- anlegt, svipbrigðaríkt. íslenzkan er þyngri í vöfum og þyngri á bárunni, en lumar á kostum, sem fá önnur mál eiga. Ég efast um að nokkurt nú talað mál jafnist á við liana ,ef samanburður væri hugsanlegur. Gróðrarmagn henn- ar er óþrotið og að ég hygg ó- þrjótandi. Hins vegar mun á næstunni á reyna, hvernig hún stendur sig á vörum íslenzkrar alþýðu. Mönnum væri hollt að kynna sér málfarið á eyjunum norður af Skotlandi, þar sem norræn tunga eitt sinn var töluð. En svo að ég víki aftur að Fjallkirkjunni og umtalinu um hana sem þátt úr ævisögu minni, þá er þess að gæta, að öll list verður að byggjast á því, sem í kringum okkur er. Okkur, sem gerum sögur, er líkt farið og börnunum, er föndra við liti og blýanta áð gamni sínu — lífinu sjálfu stöndum við ekki snúning. Það kann að þessu! En við er- um í góðum félagsskap. Skapar- inn er skáldið eina og mesta, honum tekst allt af upp. ÆVINTÝRIÐ MIKLA Hvort hann hins vegar er ein- yrki, hefur lengi verið um deilt. Líti maður á ævintýri það hið mikla, er gerzt hefur með okkar litlu þjóð síðustu hálfa öld, aðal- lega, þá er þar mörgu vel til hagað, en tæpast öllu. Landið er óbreytt, tungan traust sem fjöllin og tilbúin að standa sig sem „dautt“ mál, verði hún vanrækt af lifendum. Og er þetta ekki allt önnur þjóð en var um síðustu aldamót? Hvert stefnir? Það verður mikið verk i og rnargbrotið fyrir ; þá, er það, mættu reyna, að segja í samhengi sögu þessa furðulega tímabils í Islandssögunni — sem raunar því aðeins hefur þýðingu, að hún sé tengd að rótum alheimsmenning- unni, ef slík er til, eða þó mann- lífinu hnöttinn um kring, og það er áreiðanlega til og verður, á meðan mannkindin sjálf ekki slysast til að eyða því. En enda þótt margt sé á huldu um fram- tíð okkar Islendinga og horfurn- ar uggvænlegar á sínum sviðum og þeim mörgum, er hins að gæta, að yfirborðs einkenni eru oft villandi. Sú bygging, sem hér hefur verið reist, mætti helzt ekki hrynja. Skyldi svo illa til vilja, værum við betur farnir, íslendingar, ef við ekki sjálfir ættum sökina. Saga mun hafa einhverju að segja frá, það eitt er áreiðanlegt — „við engar er hún aldir bundin, ei við siða- skipti nein; saga er jafnan söm og ein“, sagði Grímur karl Thom- sen. Betur er ekki hægt að segja það. VISTASKIPTI SKÁLDANNA — Með hvaða tilfinningum yf- irgefið þið rithöfundarnir full- gerða sögu og snúið ykkur að nýjum verkefnum? Gunnar þagnar við og hugleiðir svarið andartak, en segir svo: — Það er svo misjafnt, það fer eftir því hvernig verkið hefur verið viðfangs — og tekizt. Annars er æði tómlegt að vera allt af að hafa vistaskipti. Að minnsta kosti þangað til maður hefur vanizt nýju húsbændunum og er f*trinn að kunna við sig. En það er nú svona, það er sjaldan sársauka- laust að kveðja. — Þetta er orðinn ærið langur tími síðan fyrsta bókin þín kom út, 45 ár, eða er ekki svo? — Jú, það voru „Vorljóð“, sem Oddur Björnsson gaf út á Akur- eyri 1906; annað ljóðakver, „Móð- urminning“, kom út hjá honum sama árið. Fyrsta danska bókin var „Digte“ hjá Pio haustið 1911. Árið eftir gaf Gyldendal út fyrsta þáttinn af Borgarættinni, Ormar Örlygsson, og þar hafa bækur mínar síðan komið út. Aldrei betri STARFSSKILYRÐI EN HÉR Er ég spurði Gunnar, hvernig honum héiítia 'á Fróni, eða iillu .heklur þér i Reykjavik,; eftir .þúskaparariji 'fi| Skriðuklaustri, komst' hapn a'ð orði á þ«jsa Újið:. . _ ■ — Eg, hcí alarei att víð bet n Frh. á bls. 12. Benti hann ó að með stofnun Iðnaðarbankans færu iðnaðar- menn aðeins fram á að þeim verði sýnt jafnrétti á við aðrar stéttir þjóðfélagsins. Iðnaðarstéttin væri nú þriðja stærsta atvinnustétt landsmanna og aðalatriðið i þessu máli væri hvort þingmenn vildu unna henni réttlætis. Iðnaðarmenn sjálfir eða samtök þeirra hefðu farið fram á það við Alþingi að mega með stuðningi ríkisins stofna sinn eigin banka, og það væri rétt- lætismál að verða við þessari ósk þeirra. Nú ætti iðnaðurinn við slíka erfiðleika að etja sem öllum væri kunnugt og þótt segja megi að öll vandamál þeirra verði ekki leyst með stofnun þessa banka væri það þó stórt skref í áttina. Sumir þingmenn létu sem þeim þætti ekki nóg fé lagt til bankans, og hann kæmi ekki iðnaðinum að nógu gagni. En hversvegna eru þeir sömu menn þá að reyna að tefja framgang málsins með alls- kyns tillögum? Aðalatriðið væri að koma málinu í gegn ó þessu fyrr gegn Iðnaðarbankanum og reyndu að tefja framgang máls,- ins með margskonar tillögum. Nú er liðið m.jög á þingtímann og ef einhverjar þessara tillagna væru samþykktar væri teflt mjög í tví- sínu að frv. næði fram að ganga á þessu þingi. Er til atkvæðagreiðslu kom voru allar breytingartillögur felld- ar og frv. sjálft samþykkt að við- höfðu nafnakalli. Þessir sögðu já: Jóhann Þ. Jósefsson, Sig. O. Óla- son, Steingr. Aðalsteinsson, Bjarni Benediktsson, Brynjólfur Bjarna- son, Finnbogi Valdimarsson, Gísli Jónsson og Haraldur Guðmunds- son. Nei sögðu: Bernharð Stefáns- son, Páll Zophoniasson og Þor- steinn Þorsteinsson. Þessir vildu ekki greiða atkvæði um frv.: Hermann Jónasson, Hannibal Valdimarsson, Karl Kristjánsson, Rannveig Þorsteins- dóttir og Lárus Jóhannesson. Frv. var þannig samþ. sem lög með 8 atkv. gegn 3, en 6 greiddu ekki atkvæði. Tékkar þjóðnýta lögfræðistörfin þingi. Það væri hægt síðar að auka j PRAG. — Framvegis verða allir við fé til bankans er hann væri lögfræðingar í Tékkó-Slóvakíu stofnaður. Og það er einmitt það,! ríkisstarfsmenn, hefur stéttin ver sem iðnaðarmenn sjálfir vilja, ogjið þjóðnýtt. Bandarískir þingmenn á ferð í Keflavík Mynd þessi var tekin á Keflavíkurflugvelli í gærdag er bandarísku þingmennirnir voru þar á ferð. Talið frá vinstri eru: Hall, O’Toole, McGaw hershöfðingi og Joseph Martin. Var rætt m forsetakosningar ? ÞRÍR bandarískir þingmenni Kvað Martin sér það óblandna komu við á Keflavíkurflugvelli í ánægju að hafa staldrað við á gær á leið sinni vestur um haf. j íslandi þar sem byggi þessi Voru það þeir Joseph W. Martin, i gamla og dugmikla þjóð, er hefði leiðtogi republikana á Banda- ríkjaþingi og þingmennirnir O’Toole og Hall. Hafa þeir verið á ferðalagi um Evrópu og sátu þeir O’Toole og Hali m.a. fundi mt-ð j áðgjafa- Þjjjgi.Evrópjjráðsins, sem haldnir; vpru j Stpass.borg ó dögunum. W V.cu u þeir -í þingmannanefndinni er send vaj' til viðræðna við ráð- gjofaþingið um hugmyndina úm Bánúaríki Evrópu og fleira i þvi sambandi. átt þann mann er fyrstur fann Ameríku. Meðan Martin dvaldist í París ræddi hann m.a. við Eisenbower hershöfðingja, en ekki er upplýst hvað þeim fór á milli, Sumir hafa viljað setja fund þeirra í samband við.hugsanlegt framboð Eisen- howers við forsetakosningarn- ar í Bandaríkjunum á næsta ári, _ _ '__,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.