Morgunblaðið - 03.01.1952, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 3. janúar 1952
Aflantis, dularfuEla landið9 sem sökk í sjó
J'AÐ var spekingurinn Plató sem
fyrstur manna flutti söguna um
lAtlantis inn í heim bókmennt-
anna. í bók sinni Timaios, sem er
í samtalsíormi, ræða þeir Timaios,
Hermokrates og Kristias við
Sokrates og þar segir Kristias
BÖgu, sem hann hermdi eftir afa
EÍnum, en hann hafði heyrt hana
hjá frænda sínurn spekingnum
Sóloni. Sólon hafði verið á ferða-
lagi í Egyptalandi og hitt þar að
ináli prest nokkurn margfróðan.
Kíu þúsund árum fyrir daga Sól-
ons lagði gyðjan Aþena hornstein-
jnn að borginni Aþenu, sagði prest
urinn. (Sólon var uppi á árunum
640—559 f. Kr.). Aþeningar voru
miklir stjórnvitringar og hinir
herskáustu og þeir lögðu undir
gig hið volduga Atlantis. Atlantis
var stórt land — stærra en Litla-
Asía og Lybia til samans — sem
lá langt handan við stoðir Hera-
klesar (Gíbraltar), en þar voru
.takmörk hins þekkta heims.
Ibúar Atlantis voru voldugir og
hugdjarfir, þeir höfðu lagt undir
Big víðáttumikil lönd í Evrópu og
'Afríku og konungar landsins hugð
nst drottna yfir öllum heiminum.
Há var það sem Aþeningar tóku
forustuna meðal þeirra þjóða sem
börðust fyrir frelsi og eftir mann-
skæðar styrjaldir tókst þeim að
hrekja Atlantis-búa til síns heima-
lands. Skömmu siðar urðu ægileg-
ir jarðskjálftar og flóð, allir hinir
aþensku hermenn fórust og
Atlantis sökk í hafið og hefur
aldrei sézt síðan.
HVER ER UPPRUNI
SÖGUNNAR
Piató er ekki einungis fyrsti
heimildarmaður þessarar sögu
heldur einnig sá einasti. Því verð-
ur ekki vitað, hvort hann hefur
sjálfur samið söguna eða hvort
hér er raunverulega um að ræða
egypzka sögu, sem Sólon flutti til
Hellas.
Könnuðurinn Stalbaum álítur að
Forn-Egyptar hafi vitað um
Ameríku. Þetta er þó heldur ó-
sennilegt þegar á það er litið hverj
ir voru farkostir þeirra á þessum
tímum. Lengsta sjóferð, sem greint
er frá í fornum sögum er um-
hverfis Afríku, en frá henni segir
Herodót. Slík sigling er þó aðeins
lícilræði í samanburði við sjóferð
yfir Atlantshafið án áttavita.
Plató álítur hins vegar, að þar
sem þéttir eyjaklasar hafi verið
í Atlantshafi hefði mátt komast
frá einni ey til annarrar alla leið-
dna. Þó hermir sagnritarinn Thu-
kydid, að sigling yfir Joniska
hafið hafi verið álitin torsótt sjó-
ferð á þeim tíma. Síðari tíma
Bagnritarar hafa einnig viljað
skýra söguna á þann hátt, að
fönikisk eða kartagisk kaupskip
hafi hrakið fyrir straumum og
vindi til Azoreyja eða Kanarieyja
eða jafnvel alla leið til strandar
Ameríku og þau síðan komizt
heim heilu og höldnu. Svo mikið
er að minnsta kosti víst, að sagn-
irnar um Atlas •—- sem Atlantis
er heitið eftir — eru mjög snemma
tengdar hugmyndum manna um
lönd og þjóðir í vestri. Það var
Atlas, sem stóð í norður Afnku
og hélt uppi himinhvolfinu. Atlas-
f.jöllin minna okkur á þetta enn
í dag. Ekki er þó ósennilegt, að
fólk, sem eitthvað hugsaði, hafi
fengið þá hugmynd, að endimörk
heimsins væru ekki eir.mitt þarna
og kostur væri að komast nokkru
vestar. Þessar hugrnyndir kunna
síðar að hafa verið settar i sam-
hand við ýktar sagnir um ein-
hverjar náttúruhamfarir, þannig
að Plató hafi gripið til þeirra, er
hann setti fram siðfræðilegar og
e jórnmálalegar hugmyndir sínar.
Plíkar náttúruhamfarir eru ei
heldur óhugsanlegar.
Þess eru rnörg dæmi, að eyjar
hafi í raun og veru sokkið í sjó.
Þekktasta dæmið er ef til vill
Falconey, sem skyndilega reis úr
sæ milli ftaliu og Möltu 1838 og
varð stjórnmálamönnum ærið deilu
CÍni. En meðan þcir deildu leyst-
Pýramídi þessi er ekki í Egyptalandi heldur í Mexikó.
ist vandamálið af sjálfu sér, er
eyjan seig í s.jó og hefur hún ekki
bært á sér síðan.
HEILABROT FRÆÐÍMANNA
Síðari íhuganir manna hafa
leitt til þess, að Atlantis Platós
hefur verið sett í samband við
Miðgarð, sem við þekkjum úr
norrænni goðafræði. Miðgarður
var sá hluti heimsins, þar sem
mennirnir bjuggu, umluktir sæ, í
miðju heimsins.
Mjög snemma fóru menn þó að
efast um söguna um Atlantis. Bæði
Pliníus og gríski landfræðingur-
inn Strabon láta í Ijós miklar efa-
semdir. En rithöfundar miðald-
anna, sem söguna fengu frá ara-
biskum landfræðingum trúðu í
raun og veru, að sagnaeyjan hefði
verið til.
Eftir endurreisnartímann voru
gerðar tilraunir til að Komast til
botns í þessu máli. Taiið var að
Atlantis hefði verið Amenka,
Skandinavía, Kanarí-eyjar og
jafnvel Palestína! Þjóðfræðingai’
þessa tíma héldu því fram, að
íbúar landsins væru forfeður
Baskanna eða gömlu Rómverj-
anna. Ýmsir síðari tíma menn
álitu, að ástæða væri til að trúa
sögu Sólons, er honum hafði sagt
egypzki presturinn. Meðal þeirra
voru Montagne, Buffon og Volt-
| aire. Við norrænir menn minn-
umst í þessu sambandi sænska
fræðimannsins Olof Rudbeck, sem
uppi var 1630—1702. Eftir langt
nám í læknisfræði, tónlist, verk-
fræði, málaralist og fornfræði
varð hann háskólakennari í grasa-
fræði og síðar í líffræði. En hann
' gaf sér þó tíma til að skrifa stórt
verk á latínu i þrem bindum um
Atlantis. Verkið hét „Atlantica
sive Manheim, vera Japheti post-
erorum sedes et patria“ (Atlantica
eða Manheim, hið raunverulega
ættland afkomsnda Jafets), og
var það gefið út í Uppsölum á
árunum 1675—1678. 1 riti sínu
reynir Rudbeck að sanna að Atl-
antis Platós hafi verið — Svíþjóð!
! Það er ekki að undra þótt fleiri
fræðimenn hafi hallazt að þeirri
skoðun, að upphafs Atlantis-sagn-
arinnar væri að leita í óráðnum
ferðum yfir hafið til Amerílcu,
|sem greint er frá hér að framan.
Skoðun þessi fékk einkum byr und
ir báða vængi, er Spánverjar og
Portúgalsmenn tóku að herja í
„nýja heiminum".
Á vegi Spánverja urðu :nenn-
ingarstöðvar, sem þeir fóru hers-
höndum um og tortímdu. Það voru
Azteka-menningin í Mexico og
Inka-menningin í Perú. Þegar
Hernando Cortez fór herskildi um
Mexico 1519 kynntist hann menn-
ingu, sem stóð þeirri evrópsku
langt framar. 1 höfuðborginni
Tenochtitlan, sem reist var á
staurum fundu þeir risamusteri,
obeliska, sjúkrahús, dýrasöfn,
rakarastofur, gufuböð, hitaveitu,
póstþjónustu, löggæslu og skatta-
lcerfi, og trúarbrögðin voru um
margt undursamlega lik kristn-
inni og gömlu gyðingatrúnni. Þeir
áttu sína sögu um Evu og slöng-
una, sögu um syndaflóð og sögu
um Babelsturn. Og í nokkuð
breyttu formi áttu innfæddir
menn sína skírn og skriítir.
Jarðfræðingar og farnleifafræð-
ingar hafa gefið mikinn gaum
að fornum höggmyndum í Mið-
og Suður-Ameríku sökum þess
ihve þeim svipar til Iistmuna
1 Forn-Egypta.
Það hefur vakið athygli hversu
gripum, sem fundizt hafa í San-
Salvador svipar til gripa í Kairó-
safninu í Egyptalandi.
Inka-menningin umhverfis Titi-
caca vatnið var jafnvel ennþá
merkilegri.
Þessar menningarstöðvar eru
vissulega í hinu mikla menningar-
belti: Egyptaland og Mið-Aust-
urlönd — Indland og Kína — Mið-
Ameríka. En með hliðsjón af sög-
unum um Atlantis er það athyglis-
vert, hversu þessar menningar-
stöðvar eru nálægar hinu horfna
ríki — Atlantis með sínum gífur-
legu auðæfum. f musteri Poseidons
í Atlantis voru gullstyttur kon-
unga landsins og drottninga. Vegg
ir og súlur voru klæddar dýrmæt-,
um steinum og umhverfis aðal-
musterið var þyrping annarra
mustera, halla og opinberra bygg-
inga á fjalli þar sem voru þrír
tindar. Risastórir gosbrunnar
prýddu torg og listigarða.
Hverjir aðrir en Atlantismenn
hefðu getað kennt Inkunum smíði
hinna dýrðlegu gull- og silfur-
gripa, list þá sem Etrúrar einir
höfðu stundað með snilli í .Evr-
ópu? Vesturströnd Suður-Evr-
ópu og Afríku er svo fjarlæg Mið-
Ameríku, að menn verða að álíta,
að milligöngumenn hafi verið að
verki, einkum þar sem þessu svip
ar svo mjög hvors til annars. En
I það sem einkum hefur vakið at-
I hygli manna í þessu samþandi, er
' það hVersu byggingum og högg-
| myndum fornmenningar Ame-
i ríku svipar til byggir.ga og högg-
mynda Forn-Egypta. Hinir frægu
pýramídar í Egyptaandi, sem
reistir voru um 3000 árum f. Kr.,
eiga eftirmyndir í Yucatan, á há-
sléttum Mexico, í Guatemala og í
Boliviu. Margir gripir, sem fund-
izt hafa í grafhýsum í San Salva-
dor og á strönd Ekvador líkjast
mjög hliðstæðum gripum úr graf-
hýsum Egyptalands. I Quito má
sjá styttur með auðsæjum egypzk
um höfuðbúnaði, skeggi og klæðn
aði.
| NÁNAST JARDFRÆÐILEGT
IANNSÓKNAREFNI
Kenningarnar um Atlantis eru
þess eðlis að á þær verður að líta
frá mörgum hliðum. Skoðanir
með og móti styðjast við marg-
háttaðar staðreyndir úr listasögu,
fornleifafræði og þjóðfræði —
eins og þegar hefur verið minnzt
á — og auk þess dýrafræði, grasa
fræði o. fl. vísindagreinum, en þó
fyrst og fremst úr jarðfræði. —
Spurningin um Atlantis er nán-
ast iarðfræðilegs eðlis.
Vitað er að gróðurríkin eru
um margt nauðalík beggja :neg-
in At-antshafsins, hafsins, cem
heitið er eftir hinu sokkna meg-
inlandi. Þetta bendir til þess, að
eitthvað samband hafi verið
þarna á milli. Fyrri tíma menn
vildu skýra þetta á þann hátt að
„landbrú", sem síðar sökk í sjó,
hefði tengt meginlöndin saman.
Sjávarbotn Norður-Atlantshafs-
ins bendir hins vegar ekki til
þess að svo hafi verið. Það er ,að
minnsta kosti útilokað, að nokk-
uð meginland hafi verið í Atlants
hafinu, sem Azoreyjar og Kanarí
eyjar eru leifar af, eftir að sögur
hófust, eins og Plató álítur eða
jafnvel svo lengi sem menn hafa
verið uppi á jörðinni. Ef svo
væri, hlyti gróðurríkið beggja
megin hafsins, að eiga miklu
meira sameiginlegt, en raun ber
vitni.
Hinn austurríski grasafræðing
ur og handritafræðingur Franz
i Unger (1800—1870) hélt því hins
i vegar fram, að á tertier-tíman-
um, en svo er nefnt jarðsögu-
I tímabilið frá því fyrir 50 millj.
árum, þangað til fyrir um það bil
einni milljón árum, kunni að
hafa verið í Norður-Atlantshafi
viðáttumikið meginland. Álykt-
un sína studdi hann með því, að
á míósentímanum (fyrir um 10
milljónum ára) var mikið af
amerígkum gróðri í Sviss og
þannig taldi hann, að meginland
mundi hafa tengt heimsálfurnar
og gróðurinn flutzt með þeim
hætti. Jarðfræðingar álíta — oða
hafa álitið — að allt fram á de-
von-tímann —■ þ.e. fyrir um það
bil 350 milljónum ára — hafi
Norður-Evrópa, Grænland og
Norður-Ameríka verið eitt meg-
inland, sem samband hafði við
feiknstórt meginland, er þakti
Suður-Ameríku, .Afríku, Suður-
Asíu og Ástralíu. Hið nyrðra þess
ara meginlanda, sem Thetyshafið
aðskildi, voru Norður-Ameríka
og Atlantis. Atlantis á að hafa
verið til allt fram á tertíertím-
ann og samrýmist þetta tilgátum
Ungers, sem fyrr var nefndur. Á
I tertíertímanum minnkaði þetta
| Atlantis og eftir varð aðoins
f „brú“ milli Grænlands og Eng-
‘ lands til Skandinaíviu yfir ís-
land.
Sú tilgáta, sem almennastar
undirtektir hefur fengið á okkar
tíð og virðist hafa við gild rök
að styðjast, er tilgáta Alfreds
V/egeners. Það er staðreynd, sem
menn hafa gengið úr skugga um
með nákvæmum mælingum, að
meginlöndin færast til, enda þótt
ógnar hægt sé, um allt að því
hálfan metra eða jafnvel nokkra
metra á ári hverju. Þegar msnn
virða fyrir sér landabréf og bera
saman strandlengju Evrópu og
Afríku annars vegar og Ameríku
hins vegar, er það eftirtektar-
vert hversu lítið vantar á að þær
falli saman eins og um eitt land
hafi verið að ræða í fyrndinni.
Wegener lítur svo á, að Evrópa
og Afríka hafi verið áfastar við
Ameríku, en á tertíertimanum
hafi álfurnar losnað hver frá ann
arri og síðan hafi þær verið að
jarlægjast sitt í hvora áttina. Það
er a.m.k. staðreynd að Ameríka
og Grænland eru á leið til vest-
urs. Með þessum hætti er unnt að
skýra hina jarðfræðilegu og líf-
fræðilegu líkingu, sem er með
ýmsu á meginlöndunum beggja
megin hafsins. Þessi skýring úti-
lokar þann möguleika, að til hafi
verið víðáttumikið meginland,
sem gæti hafa verið Atlantis.
En hvað sem menn kunna að
álíta um Atlantis, hvort það hafi
verið til eða ekki, verða menn að
viðurkenna, að það hefur horfið
milljónum ára fyrir þann tíma,
sem Platon ætlar því, já millj.
ára fyrir tíma mannsins á jörð-
inni. Við eigum því engan kost
þess, að fá meira að vita um
Atlantis-búa, en við vitum nú
þegar.
Um sögu þá er presturinn sagði
Sóloni forðum, er það að segja,
að hún hefur þó a.m.k. gefið
fræðimönnum ástæðu til vísinda-
legra athugana og heilabrota,
skáldunum ævintýralegt yrkis-
efni og kann jafnvel ennþá um
áraþúsundir að orka á hugmynda
flug og forvitni mannsins.
(Lauslega þýtt).
VERZLUN — AKSTUR —
Ungur reglusamur húsgagnasmiður, sem einnig hefur
unnið við verzlun í nokkur ár, og hefur minna
aksturspróf, óskar eftir atvinnu. — Tilboð óskast
send afgr. blaðsins merkt: „Áhugasamur — 610“.
•■■■■■■■■■■■■■■
• •■iuimiiiiiii;
Námskeið í kjóla- og barnafatasniði hefst mánu- ;
daginn 7. janúar. — Dag- og kvöldtímar. :
Uppl. á Grettisgötu 6 (3. hæð) kl. 4—7 daglega. \
SIGRÚN Á. SIGURÐARDÓTTIR. [
• •
.................................
rwir ■■■■■■ ■■■■.»
I ■
• ■
i Skrifstofuhúsnæði \
■ ■
■ ■
a ■
; 2—3 skrifstoluherbergi, helzt í miðbænum, óskast til :
•
| leigu. TiJboð sendist afgr. blaðsins fyrir n. k. laugardag, ;
• merkt: „594“. ;
• "
............................................
- AUGLÝSING ER GULLS ! GILDI -