Morgunblaðið - 03.01.1952, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 3. janúar 1952
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstraeti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 18.00 á mánuði, innanlands.
lausasölu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 með Lesbók.
Þrjár n ýársóskir
Flngmaðuriini er leitaði appi iórn-
urlamb sitt og baist iyrirgelningar
ÓLAFUR THORS, formaður
Sjálfstæðisflokksins, lauk ára-
mótahugleiðingum sínum hér í
blaðinu með þessum orðum:
„Á þessum tímamótum óska ég
íslendingum öðru fremur þessa:
Að bilið milli heimstefnanna
þrengist, að íslenzk landhelgi
víkki, og að sern flestum íslend-
ingum lánist að temja sér að taka
skynsamlega því, sem að hönd-
um ber.“
Um það þarf ekki að ríkja
ágreiningur, að hið mikla djúp,
sem óbrúað er á milli tveggja
höfuð andstæðna í stjórnmálum
heimsins, er hin raunverulega or-
sök þeirrar óvissu og öryggisleys-
is, sem ríkir um þessar mundir.
Annars vegar er hið vestræna
lýðræði og þær þjóðir, sem
byggja líf sitt á grundvelli þess,
hins vegar hið austræna einræði
og þær þjóðir, sem því fylgja
eða hefur verið þröngvað til að
búa við það. Tortryggnin, sem
ríkir milli þessara andstæðu fylk-
inga hefur lagt grundvöllinn að
þvi ofsalega vígbúnaðarkapp-
hlaupi, sem nú er háð og kostar
gífurlegt fé og þungar byrðar á
herðar flestra þjóða.
Það bæri ekki vott miklu raun-
sæi að gera ráð fyrir öðru en
að þetta vígbúnaðarkapphlaup
hljóti fyrr eða síðar að leiða til
ófriðar. Sá spádómur á við sterk
rök að styðjast úr mannkynssög-
unni. Það er að vísu svo að hinar
vestrænu lýðræðisþjóðir eiga
þess engan kost annan en að víg-
búast. Þær hafa ekki árásaráform
í huga. En með því að vigbúast
búast þær við að geta dregið úr
þeirri hættu, að á þær verði ráð-
izt, og skapað sér möguleika til
þess að verja frelsi sitt og mann-
réttindi, ef til styrjaldar kæmi.
Kjarni málsins er sá, að ef
ekki tekst að skapa bætta
sambúð milli hinna tveggja
þjóðfylkinga, minnka bilið á
milli heimsstefnanna, hlýtur
vígbúnaðurinn að halda á-
fram. En ef svo verður um
langan tíma vofir hættan á
því að byssurnar byrji að
skjóta stöðugt yfir rnannkyn-
inu. f raun og veru hefur
styrjöld þegar hafizt rnilli
hinnar vestrænu lýðræðis-
hyggju og kommúnismans. í
Kóreu hefur verið barizt í hálft
annað ár. Þar hafa kraftarnir
þegar verið reyndir. Hinum
frjálsa heimi hefur tekizt þar
að mæta ofbeldisárás með öfl-
ugri vörn, sem hefur leitt til
ósigurs ofbeldisaðiljans. Það,
sem gerzt hefur í Kóreu, gef-
ur miklar vonir um að öflugar
varnir lýðræðisþjóðanna geti
um nokkurt skeið hindrað á-
rásir á aðrar frjálsar þjóðir. i
En til þess að byrðum vígbún-'
aðarins verði létt af þjóðunum
þarf tortryggnin að þverra milli
hins austræna og vestræna heims.
Djúpið milli lýðræðis og einræð-
is verður að vísu aldrei brúað.
Trú á það væri alger sjálfsblekk-
ing. Milli kúgunarstefnu komm-
únismans og vestrænnar frelsis-
hyggju hlýtur alltaf að verða
mikið djúp staðfest. En með auk-
inni samvinnu milli austurs og
vesturs er hægt að draga úr tor-
tryggninni, minnka bilið milli
þeirra stjórnmálaleiðtoga, sem
eru leiðtogar þjóðanna og í raun
og veru halda á fjöreggi heims-
friðarins.
Sameinuðu þjóðirnar eru sá
vettvangur, sem líklegastur er til
þess að vinna þetta verk á. Þrátt
fyrir allt sitja þó forystumenn
flestra þjóða heimsins þar ennþá
við samningaborð. Þar skortir að
vísu ekki stór orð og heitingar.
En meðan þeir sitja þar hefur
dyrunum þó ekki verið lokað til
friðsamlegrar lausnar vandamál-
anna. r
★
Um þá nýársósk Ólafs Tfcors
að íslendingum takist á næst-
unni að víkka landhelgi sína,
hlýtur öll þjóðin að vera sam-
mála. Þar er um að ræða hags-
munamál, sem ætíi að vera
hafið upp yfir allar deilur og
dægurbaráttu.
Á það ber ekki að draga
neina dul að vonir okkar um
árangur í barátfunni fyrir
víkkun landhelginnar hafa
glæðst mjög við sigutf Norð-
manna í deilunni við Breta.
Alþjóðlegur dómstóll hefur
viðurkennt rétt ákveðinnar
þjóðar til þess að víkka land-
helgina fyrir nokkrum hluta
strandlengju sinnar. Af því
hlýtur að leiða, að aðrar þjóð-
ir, sem hliðstæðra hagsmuna
eiga að gæta, geti framkvæmt
svipaðar ráðstafanir.
Auðsætt er af ummælum
brezkra blaða, að þau gera ráð
fyrir því að íslendingar muni
hagnýta sér úrskurð Haagdóm-
stólsins til þess að halda áfram
að framkvæma þá stefnu, sem
þeir mörkuðu með setningu reglu
gerðarinnar um vernd fiskimið-
anna fyrir Norðurlandi. Telja
þau dóminn mikið áfall fyrir
brezka útgerð og engan veginn
séð fyrir, hverjar afleiðingar
hans kunni að verða.
Nýlega var haldin í Belgrad
ráðstefna gamalla hermanna.
Aledal þátttakenda var handar-
íski flugmaðurinn Joseph Gol-
dyn. Danskur ritstjóri átti tal
[ við hann á ráðstefnunni. Saga
Goldyn birtist í Berlingske Aft-
| enavis og er hér lauslega þýdd.
! —o—
BJARTAN og fagran sclskins-
dag í marzmánuði 1945 hóf sveit
amerískra sprengjuflugvéia sig
til flugs frá flugvelli einum í Ev-
rópu. Sveitin hafði fengið þá fyr-
irskipun að losa farm sinn yfir
olíuhreinsunarstöðvum í ausíur-
ríska smábænum Mcssbier-
baum.
Affermirgin gekk samkvæmt
áætlun, en í hinu bjarta veðri
voru flugvélarnar auðvelt skot-
mark loftvarnabyssuskyttunum á
jörðu niðri. Margar þeirra hurfu
því ekki til baka en aðrar kom-
ust þó aftur til bækistöðvanna
sumar allmikið laskaðar og með
látna og særða menn irman-
borðs.
Undir þá nýársósk formanns
Sjálfstæðisflokksins, að íslend-
ingum megi lánast að temja sér,
að taka skynsamlega því, sem
að höndum ber, er að lokum á-
stæða til þess að taka. Framhjá
þeirri staðreynd verður ekki
gengið, að ekkert þjóðfélag er
svo fullkomið, að starf og barátta
fólksins beri ekki misjafnlega
góðan árangur á ýmsum tímum.
En einstaklingarnir verða að
kunna að mæta hinum erfiðu
tímum, ekki síður en þeim góðu.
Þeir mega ekki æðrast þó á móti
blási. ■
íslenzka þjóðin hefur mest-
an hluta ævi sinnar lifað við
þröngan kost. Hún hefur brot-
izt frá sárri fátækt til nokk- j
urra bjargálna.
Hún hefur nú betri mögu-
leika til þess en nokkru sinni
fyrr að bjarga sér og lifa góðu
lífi í landi sínu. Þess vegna
má hún ekki láta stundar- j
andbyr dreifa kröftum sínum '
um of. Hún má ekki láta hat-
rammar innbyrðis deilur Iama
mótstöðuþrek sitt. Henni ber
þvert á móti að taka erfið-
leikunum af manndómi og
festu. Ef hún gerir það mun
hún sigrast á þeim og halda
áíram að skapa sér öryggi um
afkomu sína og bætta aðstöðu
til þess að lifa menningarlífi
í landi sínu.
Þetta verðum við að gera
okkur Ijóst. Á því að flestum
einstaklingum íakist það,
veltur framtíðarhagur þessar-
ar þjóðar.
Joseph Goldyn.
Hér hefst sagan um Joseph
Goldyn, eins og hún var sögð
af honum sjálfum.
— Eins og svo margir aðrir
aldist ég upp í stórborg. Fædd-
ist í Chicago árið 1925 og ung-
dómsár mín voru í engu frábrugð
in æskuárum milljóna annara
drengja, sagði Goldyn. Skóla-
gangan var eins og skólaganga
alltaf er. Frístundunum eyddum
við á íþróttavöllum eða í k’/ik-
myndahúsum með vinstúlkum
okkar, og ófriður og stríð voru
óþekkt hugtök meðal okkar. En
í marzmánuði 1944, var ég, 19 ára
gamall, kvaddur í herinn, erfiðar
æfingar tóku við og síðan var
flugsveitin flutt til Evrópu.
Við fórum ýmsar ferðir inn yfir
Þýzkaland, en ég slapp alltaf —
þar til fararinnar til Moosbier-
baum. Sem vélbyssuskytta í nefi
flugvélarinnar var ég óvarinn fyr-
ir kúlubrotum frá loftvarnabyss-
unum. Þau hittu mig og ég missti
meðvitundina.
EILÍFT MYRKUR
Þegar ég vaknaði til lífsins lá
ég í sjúkrahúsrúmi og fékk innan
stundar að vita, að það myrkur,
sem í kringum mig væri, myndi
vara allt til loka lífs míns.
Ótal sinnum á næstu mánuðum
var ég gripinn algeru vonleysi. —
Stundum heltók hug minn reiði
til þess, er gefið hafði mér s.jón
mína til þess eins — að mér virtist
— að svipta mig henni aftur.
En smám saman tók bilið milli
mín og lífsins að minnka aftur.
Ég lærði aftur að ganga, lærði að
sitja við borð og matast hjálpar-
laust og lærði að þroska hæfileika
annarra skilningarvita. Ég lærði
aftur að lesa, gekk á háskóla og
lauk þaðan prófi. Síðan hef ég
haldið áfram lærdóminum og von-
ast til þess, að geta innan skamms
lokið magisterprófi og fcyrja
kennslu í ensku.
Ég þekki það af reynslu, að
blindir menn hugsa á annan veg
en þeir, sem sjá. Ég er þakklátur,
þakklátur fyrir að vera fengið í
henctur hlutverk sem ég get leyst,
að fá að vinna að einhverju mál
efni með öðrum fyrir aðra, cins
og ég hef reynt að gera innan
félagssamtaka blindra manna og
samtaka gamalla hermanna.
Þessi störf, er ég hef unnið
síðan ég varð blindur, hafa orð-
ið til þess, að vekja mig til um-
hugsunar unr, að á sama hátt
og ég varð fyrir óhappinu, hafa
sprengjurnar, sem við vörpuð-
um niður, einnig krafizt fórn-
arlamba. Loks tók ég ákvörð-
un um að fara til Moosbier-
baum, leita uppi einhvern
þeirra, er líkt var á komið og
mér og skýra honum frá því,
að ég, sem með sprengjuvarp-
inu hefði aðeins gert skyldu
mína, bæðist fyrirgefningar eins
og ég hefði fyrirgefið loftvarna-
skyttunum.
Ég fór til Austurríkis, þar
sem ég hafði uppi á ungri
stúlku, sem í sprengjukastinu
I hafði misst annað augað, auk
j þess, sem annar fótur hennar
stórskaddaðist. Hún leið enn
! þungar kvalir af völdum slyss-
ins.
| Við tókumst í hendur og
gleymdum íortíðinni.
HÆGT ER AÐ SKAPA FRIÐ
Þetta er ef vil vill ómerkileg
saga, en mér fannst sem að með
þessu hefði ég gert mitt til þess
að skapa nýja framtíð og nýjan
frið. Ég trúi því, að ef mennirnir
fást til þess að rétta hvor öðrum
höndina yfir landamærin og fást
til að talast við komi aldrei til
ófriðar. Þetta gildir einnig um
hina rússnesku þjóð. Ef við aðeins
lcæmumst í samband við hana
og gætum fullvisað hana um að
leiðtogar hennar ljúga, er þeir
segja henni, að við viljum stríð.
Hversvegna skildum við, sem vit
um gerla hvað stríð þýðir, sem
höfum beðið óbætanlegt tjón af
völdum stríðsins, hversvegna
skyldum við æskja stríðs, sem
aldrei hefur sigur í för með sér,
heldur aðeins fórnir og nafnlausar
þjáningar. Við megum aldrei
þreytast á að endurtaka þetta og
á allan hátt að reyna að segja
hinni rússnesku þjóð, að þetta er
okkar alvara.
Framh. á bls. 11.
Velvakandi skrifar:
ÚE DAGLEGA LÍFINU
Meðtalið verð
varahluta og efnis
I'TTVARPSNOTANDI á Akra-
J nesi hefir orðið.
Kæri Velvakandi. Þú birtir fyr
ir mig í vetur smágrein um við-
gerðarkostnað útvarpstækja.
Út af því hefir einn af starfs-
mönnum Viðgerðarstofu Ríkisút-
varpsins gefið mér eftirfarandi
upplýsingar og óskað birtingar á
þeim.
Viðgerðarmaðurinn segir, að í
þeim kostnaði, er ég tilgreindi,
hafi verið fólgið verð varahluta
og annars efnis til viðgerðar og
nemi það oft Vx—V2 kostnaðar.
Halli varð á
Akranesferðinni
STYRKUR er ekki veittur til
viðgerðarferða við Faxaflóa,
heldur aðeins til hinna, sem
lengra eru farr.ar. Er tímakaupið
krv 30,00, en ekki kr. 35,00.
I bréfi mínu fyrr i vetur gat ég
þess, að meðalkostnaður við þau
60 útvarpstæki, sem viðgerðar-
mennirnir hafi gert við hér á
Akranesi, hafi verið kr. 100.00.
Engu að síður varð halli á ferð-
inni.
Telur viðgerðarmaðurinn þó
vinnast betur í þessum ferðum út
á land en í viðgerðarstofurn í
Reykjavík. — Útvarpsnotandi11.
Bréf frá svörtum sauði.
ÍTÆRI Velvakandi. Líklega er
»- þér kunnugt um, að bindindis
félög skólaæskunnar hafa nú fært
út kvíarnar og tekið upp baráttu
gegn reykingum skólafólks.
Ég er þér að segja einn af
svörtu sauðunum, og varð því
heldur en ekki glaður, þegar ég
rakst nýlega á viðtal við tíræðan
Austurríkismann í erlendu blaði.
Oldungurinn var eir,s og lög
gera ráð fyrir inntur eftir hverju
hann þakkaði þennan háa aldur,
og var svar hans eitthvað á þessa
leið:
Vísbending til tíræðra
íslendinga og eldri.
¥jAÐ er af því að ég hef reykt
svo mikið tóbak um dagana.
Ég heí slyndrulaust reykt píjpu
| frá því í æsku, og því hefur lækn
ir aldrei komið inn fyrir mínar
dyr.
Ég tók að reykja í laumi
þriggja ára og frá 14 ára aldri
hef ég daglega reykt frá því ég
kom á fætur og þar til ég gekk
til rekkju. Ég á það hinu góða
austurríska tóbaki að þakka, að
ég varð svo gamall".
Þarna var gamlinginn séður,
því að daginn eftir sendi tóbaks-
einkasalan, — því að þeir hafa*
tóbakseinkasölu eins og við —
honum heiðursgjöf, 10 kg. af reyk
tóbaki og vindlum.
Þetta gæti líka verið vísbend-
ing til okkar öldunga.
Rakósý lokaði
„Bláu stjörnunni“.
FVAKÓSÝ hinn aimáttki í Ung-
verjalandi hefur skipað að
loka „Bláu stiömu" beirra Ung-
verjanna vegna stórmóðgunar við
alþýðulýðveldið.
„Bláa stjarnan" sýndi smáleik-
þátt, þar sem saman eru komnir
sex menn. Sá, sem er fvrir þeim
félögum, ávarnar >>ina fimm svo
felldum orðum: Við skulum nú
útkljá þetta mái okkar í sam-
ræmi við bið aippra frelsi, er við
njótum hér í lanrli. Þeir, sem eru
andvígir tillö^u minni, setjist, en
hinir standi, sem pru henni sam-
þykkir. .... T’fti- nokkra þögn
bætir hann við: Fa sé, að allir
fallast á tillögu mína, úr því að
enginn sezt.
Þá sprakk nú bPðran, og áhorf
endur veltust um í hlátri. Það
var nefnilega engir.n stóll á svið-
inu.