Morgunblaðið - 03.01.1952, Qupperneq 14
í M
MORGUISBLAÐIÐ
Fimmtudagur 3. janúar 1952
Framhaldssagan 34 mnniHmisirmiiiiiiiiiiniiiiiniiimnni
Herbergið á annari hæð
AUGLYSilMG nr. 13 - 1951
frá Innflutnings- og gjaldeyrisdeild fjárhagsráðs.
» Skdldsaga eftir MILDRID DAVIS iiMiiiiitiiimnu)?
Höfum við ekki orðið fyrir nógu
miklu mótlæti. Þér eruð enginn
bílstjóri. Þér hagið yður ekki eins
og bílstjóri og þér talið ekki eins
og bílstjów. Hvers vegna getið
þér ekki iátið .okkur í friði?“
„Úr því ég er ekki bílstjóri,
hvað er ég þá?“ spurði Swendsen.
Hún starði á hann. Svo leit hún
niður. „Ég veit það ekki,“ tautaði
hún. „Ég veit það ekki.“
,,Ef til vill langar yður til að
geta upp á því?“
„Hvað eigið þér við?“ Hún leit
ekki á hann.
Hann kreppti hendurnar í vös-
unum ,en engar svipbreytingar
var að sjá á andliti hans. „Spurn-
ingin er sú, vina mín, hvað þér
eigið við. Þér segið að ég sé ekki
bílstjóri. Jæja, -hvað er ég? Þér
segið að ég sé kominn hingað til
að grafast fyrir um eitthvað.
Hvað getur það verið?"
Hún var orðin náhvít í framan.
„Ég .... hvað? Ég veit það ekki.
Enginn hefur fyrir því að út-
vega sér úrklippur um alla ....
hvers vegna hafið þér þær?‘!
„Ég hef þegar sagt yður það.
Líklega hefur ekki skýringin
nægt yður. Hvernig væri að ég
spyrði yður hvaða rétt þér hafið
til að róta í mínum pjönkum?"
„Ég varð að athuga það. Þegar
ókunnugur maður maður kemur
tíl að njósna .... ég hafði fullan
rétt til þess“.
„Hvernig komust þér inn? Ég
læsti dyrunum".
Hún strauk hendinni þreytu-
lega yfir enni sér. „Við höfum
tvo lykla“.
„Það er ágætt. Jæja, ég þakka
fyrir heimsóknina, en nú lang-
ar mig til að gera hreint hérna.
Næst þegar faðir yðar kemur
venju. fremur snemma heim, þá
skal ég gefa viðvörunarmerki”.
_Hún beit í vör sér og stóð upp.
„Ég bið yður afsökunar ef ég hef
tafið yður. Og ég er viss um að
föður mínum þætti gaman að íá
að sjá þessar úrklippur".
„Ef hann er eins taugaóstyrkur
og þér, þætti honum það sjálf-
sagt“, sagði Swendsen. „Og um
leið og þér talið um það við hann,
þá ætla ég að biðja yður að minn-
ast á það frá mér að mér er það
á móti skapi að dæturnar í hús-
inu séu að róta í fötunum mín-
um“.
„Ég skal ekki ónáða yður leng-
ur“, sagði hún geghum saman
bitnar varir. I
Swendsen nuddaði hugsandi
kinnina á sér með hnefanum. —
„Hvenær flytjið þið héðan?“
spurði hann.
Hún leit snöggvast á hann en
flýtti sér að líta undan aftur.
„Faðir yðar hefur víst næstum
lokið við að ganga frá málefnum
sínum hér“, sagði hann, begar
hún svaraði ekki. Hún horfði út
um gluggann. Þegar hún sneri
sér við var andlit hennar í 1
skugga svo hann sá bað ekki.
„Hvers vegna hafið þér svo mik
inn áhuga á að vita, hverær við
förum?" spurði hún. |
Hann svaraði ekki strax, en
gekk nokkrum sinnum fram og
aftur um gólfið. Loks nam hann ,
staðar fyrir framan hana. „Jú, |
það gæti verið vegna þess að mig
langar til að vita hvenær ég missi
vinnuna“, sagði hann. Hann hafði
hendur í vösum og horfði beint
í augu hennar. „Eða það gæti
verið vegna þess að ég má ekki
til þessa hugsa að fá aldrei að
sjá yður aftur“. Hann reri fram
og aftur á tánum og horfði á
hana. Hún horfði á hann augna-
blik, en hló svo við.
,,Já, það er sennilegt '.
Hann stóð hreyfingarlaus og
hélt áfram. „Aðalgallinn á yður
er sá, að þér hafið orðið fyrir svo
mörgum og miklum vonbrigðum,
að þér trúið því ekki að nokkur
geti talað við yður í einlægni. Og
mjög svo aðlaðandi yngri systur
yðar, Kitten“.
„Hún hlýtur að hafa ákaflegan
sterkan persónuleika, svo ekki
sé meira sagt. Hún situr ein í
herberginu uppi á lofti, vill ekki
sjá neinn, kemur ekki fram, en
þó stjórnar húh öllu húsinu. Þið
sitjið öll með áhyggjusvip begar
þið eruð ekki á verði og þið lítið
öll yfir öxlina, þegar þið gangið
í gegnum dimma stofu. Og þetta
er allt eitthvað í sambandi við
hana“.
„Hún hefur gert sjálfa sig að
skugga. Einhvers staðar er leikið
á píanó, gluggatjaid er dregið íil
hliðar og fóik veit að hún er þar.
En hún er eins og í þoku og ekki
raunveruleg.
„Hvers konar vef hefur hún
eiginléga flækt ykkur í? Hvað
hefur hún gert úr því hún getur
haft slík áhrif á svona marga?
Það getur verið að mér komi
þetta ekkert við, en allt frá því
ég var krakki hef ég ekki þolað
að horfa á minnimáttar vera sleg-
„Þegið þér!“ Hann bagnaði og
starði á hana undrandi yfir ákaí-
anum í rödd hennar, Varir henn-
ar titruðu af reiði. Hún rétti fram
hendina og ýtti honum til hliðar.
„Ég er orðin dauð þreytt á yð-
ur og þessum kenningum yðar.
Þér eruð alltaf að reyna að gera
eitthvað leyndardómsfullt við
okkur. Þér talið eins og það sé
einhvers konar .... einhvers kon
ar köngurló í húsinu. Ég get sagt
yður að þetta er ekki annað en
tómur hugarburður. Og eina á-
stæðan fyrir því að þér spyrjið
að því, hvenær við förum er sú
að þér viljið haga njósnastarf-
seminni eftir því“.
Hann vék til hliðar þegar hún
stikaði yfir gólfið og fram að
dyrunum. Hann heyrði hratt fóta
tak hennar í stiganum. Svo hætti
það skyndilega.
„Og gleymið ekki skónum yð-
ar, Sherlock“, kallaði hún upp.
Svo fjarlægðist fótatak hennar út
bílskúrinn og dyrnar lokuðust.
1. KAFLI.
Seinna saraa dag.
Hiida gekk hratt upp götuna,
heim að húsinu. Fótatak hennar
bergmálaði á harð-frosinni jörð-
inni. Hún hringdi dyrabjöllunni.
Dyrnar opnuðust hljóðlega, en
fyrst í stað sá hún engan fyrir
innan. Hún hikaði og starði á
dyrnar eins og þær hefðu opnast
af sjálfu sér. Svo birtist andiit
Weymuller við dyrastafinn. „Er
nokkuð að, ungfrú Hilda?“
„Þér .... þér voruð í felum?“
„Felum, ungfrú Hilda. Ég stóð
aðeins í skjóli .fyrir kuldanum.
Eg vissi að það voruð þér“.
Hún gekk fram hjá honum og
forðaðist forvitrtislegt augnaráð
hans. Hún gekk inn í hálfdimma
setustofuna. Fótatak hennar
heyrðist ekki í þykku gólfábreið-
unni. Hún opnaði dyrnar inn í
bókaherbergið. Þar var heldur
enginn. Hún hljóp til baka. —
„Weymuller!“ kaliaði hún.
Rödd hennar bergmálaði í hús-
inu. Borðstofudyrnar opnuðust
og þjónninn kom fram.
„Hvar er móðir mín?“ spurði
hún. Rödd hennar var óþolinmóð.
Hann lyfti brúnum, kuldaleg-
ur á svip og gaf sér góðan tíma
til að svara. „Ég veit það ekki,
ungfrú Hilda“.
Hilda stundi við. „Hvað eigið
þér við? Vitið það ekki? Er hún
heima eða er hún ekki heima?“
„Nú, þér vilduð vita, hvort hún
væri heima. Nei, hún er ekki
heima, en hvar hún er, veit ég
ekki“.
„Ég bað ekki um kennslutíma
í enskri málfræði, Weymuller.
Mig langaði bara til að vita hvar
móðir mín er og þér vissuð vel,
hvað ég átti við. Hvar er' systir
mín?“
„I herberginu sinu, eins og
venjulega, býst ég við“.
Hilda tók um handriðið og
gekk upp stigann. Hún gekk
beint inn í herbergi Doru án þess
að berja að dyrum. Það var mann
laust. Hún beit í neðri vörina,
gekk fram aftur og hallaði sér
yfir handriðið.
„Weymuiler!“ Hróp hennar
bergmálaði víða í húsinu, svo að
næstum mátti heyra gluggarúð-
urnar titra. Á eftir fylgdi aðeins
löng þögn.
Iíún hallaði sér lengra til að
0 ö
ARNALESBOK
'JJlcwuzúlaðsíns 1
Ævintýri Mikka 191.
Veikgeðja risisaaa
Eftir Andrew Gladwin
Mikki batt nú „Víkingaskipið“ við bakkann og fylgdi litla
manninum upp á runnvaxið landið. Þeir gengu um stund
í gegnum skóg, en loks komu.þeir út úr honum og við þeim
blasti höll risans.
Það var kastalahöll mjög stór, byggð úr grænum og rauð-
um steini með sterkum múrum. Allt umhveríis var virkis-
skurður og yíir hann lá fellibrú.
— En hvað þetta er fallegur kastali, sagði Mikki.
— O, hann er allur að hrynja og ekkert hugsað um að
halda honum við, svaraði gamli maðurinn. — Allt í kalda-
koli.
Járnhurðin stóra var hálf opin. Þar var enginn vörður
við. í hallargarðinum var allt á kafi í fölnuðum laufum og
öðru rusli, bréfsneplum og tuskum. Það var eins og þetta
væri yfirgeíin eyðihöll, svo tómleg var hún öll.
— Enginn á verði frekar en vant er, muldraði félagi Mikka.!
Hann ýtti á dyrabjölluna, sem glamraði og hringingin berg- .
málaði í tómum göngunum, en enginn svaraði. Hann hringdi
aftur og aftur, en enginn kom til dyra. |
Allt í kaldakoli, muldraði gamli maðurinn. — Það er þýð-
ingarlaust að bíða lengur. Fylgdu mér inn.
Hann gekk nú á undan Mikka um dyrnar inn í hinn vold- ;
uga forsal. Salurinn var mjög langur og breiðux og minnsta :
kosti 10 metrar upp í loft á honum. j
— Ribbaldi risi hlýtur að ý.era mjög hávaxinn, hvíslaði
■- . - ■ b ,, . .
Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. septem-
ber 1947, um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreif-
ingu og afhendingu vara hefur verið ákveðið að úthluta
skuli nýjum skömmtunarseðli, er gildi frá 1. janúar 1952.
Nefnist harin „Fyrsti skömmtunarseðiil 1952“, prentaður
á hvítan pappír með svörtum og rauðum lit. Gildir hann
samkvæmt því, sem hér segir:
Reitirnir: Smjörlíki 1—5 (báðir meðtaldir gildi fyrir
500 grömmum af smjörlíki, hver reitur. Reitir
þessir gilda til og með 31. marz 1952.
Reitirnir: SKAMMTUR 1, 1952 og SKAMMTUR 2, 1952
gildi hvor um sig fyrir 500 grömmum af
smjöri. Skammtareitir þessir gilda til og með
31. marz 1952.
„Fyrsti skömmíunarseðill 1952“ afhendist aðeins gegn
því, að úthlutunarstjórum sé samtímis skilað stofni af
„Fjórða skömmtunarscðli 1951“, með árituðu nafni og
heimilisfangi, svo og fæðingardegi og ári, eins og form
hans segir til um.
Ákveðið hefur verið að Skammtur 11,1951 og Skammí-
ur 12, 1951, af „Þriðja skömmtunarseðli 1951“ skuli báðir
halda gildi sínu til loka janúar mánaðar 1952, og fást á
því tímabili 500 g. af smjöri út á hvorn slíkan skammta-
reit.
Geymið vandlega skammta 3 og 4 af þessum Fyrsta
skömmtunarseðli 1952, ef til þess kæmi, að þeim yrði
gefið gildi síðar.
Reykjavik, 31. desember 1951.
INNFLUTNINGS- OG
GJALDEYRISDEILD FJÁRHAGSRÁÐS
Það tilkynnist hér með að ég undirrituð hefi selt frú
Jóhönnu Blöndal Guðmundsdóttur og frk. Ólínu Jóns-
dóttur, Hárgreiðslustofuna Piróla, Grettisgötu 31, og
vænti ég þess að heiðraðir viðskiptavinir láti þær njóta
viðskiptanna framvegis.
Virðingarfyllst,
Reykjavík, 1. janúar 1952.
Sigurbjörg Jónsdóttir.
Samkv. framansögðu tilk. hér með að við undirritaðar
höfum keypt Hárgreiðslustofuna Piróla, Grettisgötu 31, af
frk. Sigurbjörgu Jónsdóttur, og væntum við þess að
heiðraðir viðskiptavinir láti okkur njóta viðskiptanna
eftirleiðis. — Við munum leggja áherzlu á fljóta og góða
afgreiðslu.
Virðingarfyllst,
Reykjavík, 1. janúar 1952.
Jóhanna Blöndal Guðmundsdóttir Ólína Jónsdóttir
Barmahlíð 38 Hólmgarði 10
(Hanna) (Ollý)
Plynioiitii 1942
minni gerðin, til sölu. Hefur alltaf verið í einkaeign,
með nýrri vél og að öllu leyti í I. fL standi. Til sýnis á
Laugarnesveg 69, sími 80724 frá kl. 1 í dag.
Til leig
Salir, hentugir fyrir iðnað, skrifstofur eða veizluhöld. —*
Lysthafendur sendi nöfn sín og heimilisfang, í loku’ðu
umslagi á afgr. blaðsins sem fyrst, merkt: „Salir—613“.
Vélritun
Opinbera stofnun vautar vélritunarstúlku. — Um-
sóknir með uppl. sendist afgr. blaðsins fyrir föstudags-
kvöld merkt: Vélritun — 598“.
t
«■»>■ Mf»iiiIII>T«|,»fíttrfJúLttl. 11