Morgunblaðið - 04.01.1952, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.01.1952, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 4. janúar 1952 f 2 finns Jónssonsr og Jóhanns! lyjóSfssonar minnzS á álþlngi FTJNDIR hófust á ný í Alþingi í gær, eftir jólaleyfi þingmanna. Á fundi í sameinuðu þingi mipnt- ist Jón Pálmason forseti sam. fjings Finns Jónssonar alþm., sem lézt-Júnn 30. des. s. 1., og Jóhanns 'Eyjólfssonar frá Sveinatungu, íyrrv. þingmanns Mýramanna, er lézt 21. des. s. 1. Vottuðu þingmenn þessum tátnu mönnum virðingu sína með ■því að rísa úr sætum. Fer hér á eftir ræða Jóns Pálmasonar: Á næstsíðasta degi ársins, sem JLiðið er, hinn 30. desember, and- * aðist að heimili sínu hér í bæn- um Finnur Jónsson, alþingismað- <ur og fyrrverandi ráðherra, eftir «ærri 4 mánaða þunga legu í vsjúkrahúsi, 57 ára að aldri. Tví- yegis var gerður á honum upp- *kurður, en sjúkleikinn var þess eðlis og hafði grafið svo um ^iig, að ekki varð bót á ráðin. Finnur Jónsson fæddist á Harð ♦>ak á Sléttu 28. september 1894, ^onur Jóns bónda þar og síðar fcónda og verkamanns á Ak- «reyri, Friðfinnssonar bónda ii Barði á Akureyri og konu tians Þuríðar Sigurðardóttur fcónda í Miðkoti í Svarfaðar- <lal Jónssonar. Hann lauk gagn- íræðaprófi á Akureyri 1910 og ^erðist sama ár póstþjónn á Ak- ■vreyri. Því starfi gegndi hann til 1918, en verzlunarstörfum í .sama bæ næstu tvö árin, 1919 —1920. Þá var hann skipaður jpóstmeistari á ísafirði og hafði t>að embætti á hendi til 1932. Þeg ar á þeim árum lét hann mjög þil sín taka í stjórnmálum, at- yinnu- og félagsmálum, var kos- inn í bæjarstjórn 1921 og átti t>ar sæti í yfir 20 ár, hafði for- göngu um stofnun Samvinnufé- lags ísfirðinga, sem rekur báta- vtgerð, og var framkvæmda- jstjóri félagsins frá upphafi 1928 -og þar til hann varð ráðherra 1944. ísfirðingar kusu hann á |>ing 1933, og átti hann þar sæti til dauðadags, sat alls á 24 þing- <im. Þar var hann þegar og æ .síðan ötull málsvari þeirrar stétt- ar, sem hann var runninn úr og fcar jafnan einkum fyrir brjósti liag sjómanna og verkamanna. Vegna margháttaðrar reynslu og þekkingar í viðskiptamálum og ^kki sízt sjávarútvegsmálum varð hann sjálfkjörinn fulltrúi ilokks síns til ýmissa vandasamra -og ábyrgðarmikilla trúnaðar- istarfa á þessu sviði. Hann var íormaður Síldarútvegsnefndar í 7 ár og í stjórn Síldarverk- .smiðja ríkisins frá öndverðu, 1936, til 1946. Hann var og um langt árabil formaður sjávarút- vegsnefndar neðri deildar Al- %>ingis, sat um skeið í fjárhags- ráði og í útflutningsnefnd ríkis- ins var hann skipaður 1939. Finnig átti hann sæti í milli- þankanefnd. Hann var félags- og dómsmálaráðherra í 2. ráðu- xieyti Ólafs Thors frá 21. október 1944 til 4. febrúar 1947. Hip ■síðustu ár, frá því á öndverðu ári 1949, var hann forstjóri Inn- kaupastofnunar ríkisins. Oft átti Jhann sæti í samninganefndum <tim viðskipti við erlend ríki, og þegar íslendingar áttu fyrst full- irúa á þingi sameinuðu þjóð- ánna, var hann einn meðal þeirra. Á ísafjarðarárum sínum var hann ritstjóri Skutuls 1931 —1935. Hann átti um langt skeið áæti í stjórn Alþýðusambands ís- Iands og í stjórnum verkalýðs- félaga. , Það má öllum vera minnisstætt, þekktu Finn Jónsson, að Úann var maður mjög einarður, fylginn sér og oft hvassyrtur, en þó rökvís í málafylgju og glögg- kýnn á kjarna hvers máls. Með ikapfestu sinni, eljusemi og harð- fylgi, ,samfara góðum gáfum, hófst hann af sjálfum sér til .staðgóðrar menntunar og til for- ustu í þjóðrnálum. Jafnótrauður tók hann að lokum hinum þung- bæra sjúkdómi sínum, fylgdist með þjóðmálum og tíðindum öll- um fram til hins síðasta og lét sem ekki væri, þó að honum hlyti. að vera ljóst, að hverju fór. Þjóð og þingi má vera það harmsefni, að Finnur Jónsson er fallinn frá fyrir aldur fram. Vér skulum, samþingismenn hans, votta honum virðingu óp ástvinum hans samhryggð með því að rísa úr sætum. ---o---- Daginn eftir að hlé var gert á fundum Alþingis, eða 21. des- em’ber, andaðist hér í bænum í hárri elli Jóhann Eyjólfsson fyrr- um alþingismaður, nærri niræð- ur að aldri. Jóhann Eyjólfsson fæddist í Sveinatungu í Norðurárdal í Mýrarsýslu 13. janúar 1862 og var lengst af kenndur við þann bæ, enda rak hann þar síðar búskap um langt skeið. Foreldrar hans voru Eyjólfur bóndi í Sveina- tungu, síðar í Hvammi i Hvítár- síðu, Jóhannessonar Lunds bónda og smiðs í Gullbringum Jónssonar og kona hans Helga Guðmundsdóttir bónda á Sáms- stöðum Guðmundssonar. Jóhann naut ekki skólagöngu í æsku, en menntaðist að mestu af sjálfsdáðum og gerðist snemma námfús og bókhneigður, enda var hann vel viti borinn og skáld- mæltur sem faðir hans. Hann ólst upp í föðurgarði og var þeg- ar á ungum aldri hinn mesti dugnaðarforkur til allra verka, bæði í búi foreldra sinna og við sjóróðra, sem hann stundaði á vertíðum, 27 ára að aldri keypti hann jörðina Sveinatungu og reisti þar bú, hóf þar mikið rækt- unarstarf og aðrar umbætur, að ógleymri húsagerð. Ibúðarhús mikið úr steinsteypu reisti hann þar árið 1895, hið fyrsta af þeirri gerð hér á landi, við hinar verstu aðstæður um alla flutninga og án annarrar reynslu en þeirrar, er hann hafði af afspurn. Þótti það mikið íræði og mun braut- ryðjendastarf hans í þessu efni verða lengi minnzt. í Sveina- tungu bjó Jóhann í 26 ár, til 1915, en þá keypti hann jörðina Brautarholt í Kjalarnesi, fluttist þangað búferlum og bjó þar í 3 ár, til 1923, en þá fluttist hann til Reykjavíkur, rak þar um skeið fornsölu, en stundaði hin síðari ár bókband í heimahús- um, en þá handiðn hafði hann numið á æskuárum. Á Alþingi átti Jóhann sæti á tveim þing- um, 1914 og 1915, var þingmaður Mýramanna. Þar beitti hann sér meðal annars fyrir því, að æva- forn löggjöf allt frá dögum Giss- urar biskups ísleifssonar, um fá- tækratíund af fasteign og lausa- fé, yrði úr lögum numin og fékk því framgengt, sýndi fram á, að réttlátara væri að jafna því, er sveitarsjóðir misstu í við þá breytingu, niður á hreppsbúa eftir efnum og ástæðum. Fjöl- mörgum trúnaðarstörfunj gegndi Jóhann og í héraði, var m. a. um langt skeið hreppsnefndar- oddviti og sýslunefndarmaður. Jóhann Eyjólfsson brauzt í mörgu um ævina, enda var hann stórhuga framfaramaður og ham- hleypa að hverju sem hann gekk, fjörugur í hugsun og starfi, hrein skilinn og hreinskiptinn, góður heim að sækja og vinsæll. Með honum er til moldar genginn einn hinna umsvifamestu manna í bændastétt vorri. Ég vil biðja háttvirta þing- menn að votta minningu þessa merkismanns virðingu sína með því að rísa úr sætum. A•*-r.;»?>,AuA^ i»t/. * Nýjar vélflugur LÚNDÚNUM: — Árið 1951 voru reyndar í Bretlandi 20 nýjar teg- undir vélfluga. Unnið er nú að því á Ítalíu að brjóta niður mikið land, sem áður hefir verið óræktað. Eru notaðaí til þess stórvirkar vélar, eins og meðfylgjandi my nd sýnir. — Land þetta er ætlað jarðnæðislausum bændum. Siórvirkar iandbúnaðarvéJar Hver er maðurinn?-Svör MARGlR höfðu gaman að myndagetrauninni Hver er maðurinn? stm birtist í jólablaði Morgunblaðsins. Sumir hafa þó kvartað yfir því, að hún hafi verið full erfið og kann svo að vera. Við-valið var reynt að taka með fulltrúa sem flestra landa eða landahópa, eri jafnframt með hliðsjón af þeim viðburðum, sem mest hefur gætt í heimsfréttum ársins 1951, og kann það að hafa valdið nokkru um. Mennirnir voru þessir: 1. Warren Austin, fulltrúi Bandaríkjanna hjá Samein- uðu þjóðunum. 2. Talal, hinn nýi konungur Transjordaníu, sonur Ab- dullah konungs, sem myrtur var á s.l. ári. 3. Einar Gerhardsen, fyrrv. forsætisráðherra Neregs, sem sagði af sér mjög óvænt fyrir skömmu. 4. Mao Tse Tung, forseti Kína. 5. Syngman Rhee, forseti Suð- ur-Kóreu. 6. Dalai Lama, þjóðhöfðingi Tíbets, sem kommúnistar lögðu undir sig nýlega. 7. Ridgway, yfirhershöfðingi Sameinuðu þjóðanna í Kóreu. 8. Dr. Louis Padilla Nervo, forseti Allsherjarþings S. Þ. 9. Anna Pauker, utanríkisráð- herra Rúmeníu. 10. Omar Bradley, formaður SAIGON — Áreiðanlegar fregnir frá aðalstöðvum kommúniskra uppreisnarmanna í Indo-Kína, herma aó þar fari jiú fram víð- tæk hreinsun innan flokksins. Ho Chi-minh, sem verið hefur for- seti ríkismyndar þeirrar, er kommúnistar hafa stofnað í norð urhluta landsins og formaður mið stjórnar fiokksins hefur nú verið sviptur síðarnefnda starfinu og gerður að heita má valdalaus. Það eru flugumenn frá Moskvu, sem eru undirrót þessara athafna. OF ÞJÓÐERNISSINNAÐUR Það hefur verið fundið að stjórnarstefnu Ho Chi-minhs að hún væri of þjóðernissinnuð og gæti of lítinn gaum að hinum al- þjóðlega kommúnisma. Það sem hér er að gerast, er aðeins einn liður í þeirri ailsherjar hreinsun- arherferð, sem nú er hafin um allan hinn kommúniska Éeiirt. í Póllandi bíður fyrrverandi aðstoð arforsætisráðherra "Wladyslaw Gomúlka dóms fyrir nákvæmlega sömu afbrot og eitt aðal ákæru efnið á hendur Slansky hinum tékkneska er Títóismi eða of mikl ar Þjóðernislegar tilhneigingar. herforingjaráðs Bandaríkj- anna. 11. William Faulkner, banda- ríski Nóbelsverðlaunarithöf- undurinn. 12. De Gasperi, forsætisráðherra Ítalíu. 13. Jules Moch, fulltrúi Frakka hjá S. Þ. 14. Richard Butler, fjármálaráð- herra Breta. 15. Jakob Malik, fulltrúi Rússa í Öryggisráðinu. 16. Mossadeq, forsætisráðherra Persíu. 17. Mustafa E1 Nahas Pasha, forsætisráðh. Egyptalands. 18. Klement Gottvald, forseti Tékkóslóvakíu. 19. Erik Eriksen, forsætisráð- herra Dana. 20. Kim II Sung, forseti Norður- Kóreu. TRUONG CHING Eftirmaður Ho Chi-minh heitir Truong Ching, 43 ára gamall tryggur Stalíndýrkandi. Verður nú hafin undir forustu hans víð- tæk hreinsun þjóðernislega sinn- aðra afla innan flokksdeildanna. Ekki hefur þó enn fengizt stað- festing á þeirri fregn, að Ho Chi- minh hafi verið fjarlægður með annarlegum hætti. Styrjaldarrekstur kommúnista í Indó-Kína hefur ekki gengið að óskum að undanförnu og hefur óánægja mjög tekið að gera vart við sig meðal hermanna á upp- reisnarliðinu. Malaría, blóð- kreppusótt og hverskyns fár herj ar nú liðið og skortur er á öllum nauðsynjum, fæðu, klæðum og lyfjum. Baráttukjarkurinn er þrotinn og hermenn famir að gera sér ljóst tilgangsleysi upp- reisnarinnar með þeim afleiðing- um að þeir hlauþast undan merkj Um í stórhópum. Liðhlaupar hafa upplýst að matarskarnmtur hermannanna hafi verið minnkaður nýlega í 200 gr. af hrísgrjónum á dag, sem er aðeins fimmti hluti. þgss, sem talizt getúí lágmarks skammtuv. Jólatrésfagnaður ! í Keflavík i KEFLAVÍK, 3. janúar. — Eins og undanfarin ár fór fram jólatrés- fagnaður fyrir börn í Keflavík og Njarðvíkum hinn 27. des. Fyrir fagnaðinum stóðu Ung- mennafélag Keflavíkur og Rauðt kross Bandaríkjanna fyrir hönd hermannanna sem dvelja á Kefla víkurflugvelli. Önnuðust Ung- mennafélagar um allan undirbún ing í húsi sínu, en Bandaríkja- menn gáfu sælgæti og gjafapakka Nær 1200 börn sóttu skemmt- unina, sem hófst klukkan 13.30 qgj var skipt í 4 aldursflokka og stóS yfir til miðnættis. Skemmtanirnar fóru allar mjög vel og ánægjulega fram, jólasvein ar léku og dönsuðu við börnin og gáfu þeim gjafir. — Annar jóla- sveinninn var Ingvar Guðmunda son, kennari en hinn .Tón Ás- mundsson, Vestur-íslendingur frá’ varnarliðinu á flugvellinum.Þótti börnunum gaman að þeim, enda komu þeir færandi hendi. Yfirmaður varnarliðsins, Gen* eral Mac Gaw, kom í óvænta heimsókn til tveggja yngstu ald ursflokkanna og flutti jólaóskii’ frá börnunum í sínu heimalandi, sem sendu iólaglaðning til barn- anna hér í Keflavík. Einnig mælti hann nokkur orð til þeirra full- orðnu, sem með börnunum voru. Hershöfðingjanum þótti mjög ánægjulegt að koma á jóla- skemmtunina, því siálfur á hanrj barna-börn heima hjá sér. Sama er að segja um nokkra aðra varn- arliðsmenn sem litu inn á jóla- faenaðinn. Þeir sem mest unnu að uodir- búningi jóJafagnaðarins ásamf! Unemennafélögunum voru þeir William Anderson, fvrir Rauða' Krossinn og Howard Watson og Josef Tillotson fyrir hermennina. Keflavíkur- og Njarðvíkurbörrf eru afar þakklát fvrir þessa ióla- hátíð og þann velvilja og hlvhug, sem nábúarnir á flugvellinutn hafa sýnt þeim undanfarin ár. Það er saklaus og skiljanleg skemmtun manna sem dvelja fiarri heimilum sínum, að gleðja börn á jólunum. Og eiga þeir og Ungmennafélagið allar beztrf þakkir skilið fyrir veglegan jóla« fagnað — Hsi.__________ j. Bandaríkjamenn ætla ekki að búa fil ey í Allanlshafinu WASHINGTON, ^3. jau, mælgndi Ba.ndaríJcjastjórnai' neit< aði í dag þeim ummælum þýzka blaðs, að Bandaríkjamenn hafi i hyggju áð hua til ey út'i í Atlants- hafinu. Átti að sögn blaðsins afS ráðagt í þetta ve(k til að auðveldai f!r.jfsumgöngur. iÍRmtter-NTB. j Hreinsun í liði kommúnista í Indó-Kína Fæðuskorlur og sjúkdómar þjá uppreisnarmenn Ho (hi-minh of þjóðernissinnaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.