Morgunblaðið - 09.01.1952, Page 7
Miðvikudagur 9. jan. 1952
MORGUNBLAÐIÐ
7
RAUNHÆFIJR STUÐIMINGUR
MEWN ER MARKMIR
VIÐ VERKA
MÁTTARSTÓLPAK
KOMMÚNISTA
RÓGUR OG LYGl
Eins og öllum landslýð er
kunnugt grundvallast starfsemi
kommúnista á rógí og lygi um
menn og málefni. Það mætti því
teljast viðburður, ef í málgagni
þeirra, ,,Þjóðvil3anum‘,, finndist
lýsing á starfsemi annara félags-
samtaka, þar sem sannleikanum
væri ekki algjörlega snúið við.
Þeir menn, sem fást við stjórn-
mál eða einhvers konar félags-
málastarfsemi, eru orðnir svo
vanir þessum bardagaaðferðum
kommúnista, að þeir eru löngu
hættir að kippa sér upp 'við það,
þó um þá birtist níðgrein í „Þjóð-
viljanum“, þar sem öllum stáð-
reyndum er snúið við. Slíkt telja
menn almennt ekki svara vert og
forsmá því. með öllu slík níðskrif.
Þó kemur það fyrir, að þessi
rógsiðja kommúnista gangi svo úr
hófi fram, að ekki verðí við henni
þagað.
Eitt slíkt dæmi birtist í „Þjóð-
viljanum“ 19. des., tmdir fyrir-
sögninni: „Óðinn þakkar".
Þar segir m.a.: „Fyrir hvað
voru mennirnir að þakka? Þeir
voru að þakka fyrir ástandið í
atvinnumálum í Reykjavík fyrir
þessi jól. A annað þúsund Reyk-
víkinga ganga nú atvínnulausar:
Óðinn þakkar.
Fjölmörg verkamannaheimili
búa við sáran skort og neyð en
jafnvel á kreppuárunum fyrir
stríð: Óðinn þakkar.
Meginhlutinn af fyrirtækjum
Reykjavíkur eru að stöðvast fyr-
ir tilverknað stjórnarvaldanna:
Óðinn þakkar.
Ihaldið ákveður að hækka út-
svörin um 18 milljónír. íhaldið
ætlar að minnka verkl'egar iram-
kvæmdir um fimmta hluta: Óð-
ínn þakkar“.
SAMÞYKKT ÓÐINS
En hver skyldi svo vera orsök-
sn til þessara fédæma lyga? Hún
er sú, að á aðalfundi m.f. Óðins,
sem haldinn var 14. des. s.l., var
m.a. rætt um atvinnumál og hið
alvarlega útlit, sem nú værí fram
undan í þeim efnum.
í því sambandi bar stjórn Óð-
ins fram tillögu, Sem samþykkt
var með samhljóða atkvæðum.
Þó að það sé ekki háttur Óðins,
að hlaupa með sínar fundarsam-
þykktir í blöðin og nota þær til
lýðskrums eða æsifregna eins og
kommúnistar iðka, skal þó brugð
ið út af vananum í þetta sinn, til
þess m.a. að sýna lesendum niður
í það hyldýpi lyga og blekkinga,
sem kommúnistar beita í mál-
flutningi sínum.
Framhaldsaðalfundur Mál-
fundafélagsir.s Óðins, haldinn í
S j álf stæðishúsinu:
Þakkar borgarstjóra ©g meiri-
hluta bæjarstjórnar fyrir að
leggja út í bæjarútgerð á þeim 8
nýsköpunartogurum, sem ekki
fengust kaupendur að í bænum,
og fyrirbyggja þar með að skipin
yrðu seld til annara landshluta.
Þessar aðgerðir hafa iryggt
hundruðum manna atvinnu við
arðbæran atvinnurekstur, og eru
þessar framkvæmdir því í fullu
samræmi við stefnu Sjálfstæðis-
flokksins í atvinnuvnálum.
Þá vill fundurinn þalcka borg-
arstjóra og atvinniimálaráðherra
fyrir forgöngu þeirra i þvi, 'ið
samkomulag hefur náðst milli út-
vegsmanna og hraðfrystihúsanna
um fiskverð og fleira, svo mögu-
leikar verða nú á, að togararnir
geti landað afla sínum sér, og
bæti þannig stórkostlega úr þvi
atvinnuleysi, sem nú gerir vart
við sig í bænum.
Jafnhliða skorar íundurinn r
borgarstjóra og fulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins í bæjarsfjórn nð
gera allt, sem * þeirra valdi
stendur, til þess að fvrirbvggia,
að atvinnuleysi nái að festa ræt-
ur sínpn hSr j hænum.
Þá vill fundurinn skora á borg-
arstjóra og meirihluta bæjar-
Félagið berst nsðuz'irslssftarf*
remi kommúnista cns iær bakkk
eu" 4 j
hins vinnandl fóiks AÐGEEÐI!t
RÍKISSKATTAR HÆKKA
EN BÆRINN KEFUR
ÚTSVÖRIN EIN
Við erum nú þessa dagana að
súpa seyðið af því á margvísleg-
an hátt: Hver atvinnugreinin af
annari dregur saman ntarfsemi
sína eða hættir alveg. Þeim íjölg-
ar því ört, sem missa atvinnuna
Eftir Friðleif E. Friðrikcco^
stjórnar að sjá til þess, þegar
gengið Verður frá fjárhagsáætlun
bæjarins fyrir næsta ár, að ekki
verði dregið úr fjárframlögum iil
verklegra framkvæmda frá því
sem nú er. En þess í stað verði
sá liður íjárhagsáætlunarinnar
hækkaður a.m.k. um þá upphæð,
sem dýrtíðaraukningunni nemur.
Fundurinn varar mjög eindreg
ið við afleiðingum þess að bjóða
út vissa hluti af bæjarvinnunni
og bendir á, að með því fyrir-
komulagi mundi margt af beim
mönnum, sem nú vinna hjá bæn-
um, missa atvinnu sína.
Sterkar líkur eru þó fyrir því,
að bærinn yrði samt að s.iá stór-
um hluta þeirra fyrir einhverju
lífsframfæri í annari mynd, og
mundi þá sá hagnaður, sem e. t.
v. yrði á pappírnum fljótlega
hverfa.
Það er skoðun fundarins, að
verkstjórn og vinnuafköst al-
mennt séu sízt lakari hiá bænum
en gerist og eengur hjá öðrum
atvinnurekendum, og því sé ekk-
ert fvrir hendi, sem réttlæti að
bjóða þessa vinnu út. Hins vegar
telur fundurinn, að athugandi
væri, hvort ekki sé hæet að
lækka kostnað við verkfræðinga-
skrifstofur bæjarins, með breyttu.
skpiulagi.
FUNDARSAMÞYKKTIN
BEINIST GEGN
ATVINNULEYSINU
Þessi fundarsamþykkt skýrir
sjg sjálf og sýnir og sannar, að
Óðins-menn eru velvakandi íyrir
því, sem gerist í atvinnumálum,
og munu eftirleiðis, sem hingað
til, vinna að því eftir megni að
atvinnuleysið, með öllu því böli.
sem því er samfara, nái ekki að
festa hér rætur sínar á ný.
Eins og fundarsamþykktin ber
með sér. er hún fyrst og fremst
miðuð við, að fram undan var af-
greiðsla á fjárhagsáætlun bæj-
arins fyrir árið 1952.
En áður hafði Óðinn gert ýms-
ar samþykktir um aðrar greinar
atvinnulífsins og komið þeim á
framfæri við hlutaðeigandi aðiia.
Það er ófrávíkjanleg skoðun
Óðins-manna, að því aðeins sé
hægt að útrýma atvinnulevsinu,
að einstaklingsfrarntakið sé auk-
ið og eflt og því gert kleift að
stunda hallalausan atvinnurekst-
Friðleifur I. Friðriksson.
GENGI ÓÐINS FER
VAXANDI
Kommúnistar hafa á undanförn
um árum, hvað ofan i annað ráð-
ist á Óðinn með froðufellandi
heift og borið hann öllum þeim
óhróðri og níði, sem þeirra ljóti
orðaforði orkar, án þess þó að
Óðinn hafi svo mikið sem virt þá
svars.
Þrátt fyrir þetta streyma verka
menn, sjómenn og aðrir launþeg-
ar inn í Óðinn. Það er aldrei hald
inn svo félagsfundur að ekki
liggi fyrir fleiri eða færri inn-
tökubeiðnir og meðlimatalan
skiptir hundruðum.
Þessi þróun er að gera komm-
únista örvita. Þeir siá skrifað á
veggina hvað koma skal.
Nú þe<*ar hafa þeir m.a. fyrir
tilstilli Óðins misst yfirtökin í
heildarsamtökum _ verkalýðsins,
Alþýðusambandi Islands, og beir
hafa af sömu ástæðu misst stjórn
á Fulltrúafáði verkalýðsfélag-
anna í Reykiavík og þróunin held
ur áfram, Eleiri og fleiri félög
losa sig við þessa neikvæðu for-
yztu óg kjósa Siálfstæðismenn,
til að veita málum sínum forsjá.
Þá að Óðinn hafi ekki hátt um
sig og geri frekar líUð t>l að
kynna starfsemi sína ÚTÁVIÐ,
þá hefur það SAMT EKKI íarið
fram Iijá verkamönnum og öðr-
um iaunþegum, að þeir eiga Óðni
margt gott upp að unna. Það er
líka má!a sannazt, að Óðinn Iæt-
ur sér ekkert óviðkomandi, seni
RAUNVERULEGA getur orðið
til þess að bæta afkomu þeirra,
scm við lökust iijar búa.
Það er sama hvort um er að
ræða atvinnumál, kaupgjaldsmál,
húsnæðismál, eða annað. Óðinn,
setur sér alltaf sama MARKMID J
— að líta með raunsæi á eðli
hiutanna, og gera síðan það eitt
í hverju máli, s”m JÁKVÆÐ-
ASTA þýðingu hefur íil úrbóta.
Til dæmis hefur Óðinn nnnið ;
markvisst. að úrbótum í húsnæðis !
málum. Á landsfundi Sjálfstæðis
fjokksins 1948, fluttu fulltrúar
Óðins tillögu, sem samþykkt var,
um að frístundavinna verka-
manna við að koma sér upp íbúð-
um, SKYLDI EKIÍI SKATT-
LÖGÐ.
Gunnar Thorodtlsen, borgar-
stjóri, Jóhann Hafstein. alþm,. og
Sigurður Bjarnason, alþm., íóku
málið að sér og báru það fram
til sigurs á Alþingi.
Þá hefur Óðinn átt ríkan þátt
í að hafizt var handa um bygg-
ingu Bústaðavegshúsanna og að
verkamönnum yrði séð fyrir lóð-
um, þar sem þeir gætu sjálfir
unnið við að koma sér upp eigin
íbúð.
Menn geta svo borið saman,
j hvort hafi verið heilladrýgra :ryr-
j ir húsnæðisleysingja, vinnubrögð
I Óðins, eða orðagjálfur kommún-
ista.
Þegar kaupgjaldsmál eru til
umræðu, leggja kommúnistar á
það höfuð-áherzlu, að telja
verkamönnum trú um, að hlut-
verk Óðins sé að vera á móti
verkamönnum í kjarabaráttu
þeirra. Þó að svona fjarstæðu-
kenndar áróðurslygar séu langt
frá því að vera svara verðar, þá
tel ég rétt að skýra með fám orð-
um viðhorf Óðins í þeim málum.
AUKIN HLUTDEILÐ
í ÞJÓÐARTEKJUNUM
Óðins-menn telja eðlilegt og
sjálfsagt að verkamenn og aðrir
launþegar fái aukna hlutdeild í
þjóðartekjunum, þegar fram-
leiðsluafköstin aukast eða útfiutn
ingsvörur hækka í verði.
Ilins vegar hefur Óðinn ævin-
lega varaö við þeirri bættu, sem
í því felst, að hækka kaup í
krónutali samkvæmt vísitölu, þeg
ar verð innfluttrar vöru stígur
án tilsvaranái verðhækkunar á
útflutningsvörum þjóðariimar og
bent á, að slík þróun HLYTI að
Ieiða til atvinnuleysis og gengis-
Iækkunar.
Og reynslan hefur nú þegar
fært okkur heim sanninn um
I það, að þessi skcðun Óðins-
manna ER RÉTT, hvað svo sem
1 blekkingarvaðli kommúnista líð-
ur. —
Stjórn Óðins, talið frá vinstri: Hróbjartur Lút srsson, Stefán Gunnlaugsson, gjaldkeri, Friðleif-
r I. Friðriksson, ritari, Sveinbjörn Hanncsson, formaður, Sveinn Sveinsson, varaformaður, Valdimar
etiísson og Angantýr Guðjónsson. — (I.jósm. Mbl.: Ól. K. M.)
og bætast í atvinnuleysingjahóp-
'inn.
Ríkið r.ækkar á okkur skattana
um tugi milljóna til þess að geta
staðið undir sínúm rekstri án
tekjuhalla á :"járlögunum.
Og bæjarsjóðurinn, sem onga
tekjustofna hefur aðra en út-
svörin, verður nú að seilast enn
dýpra í okkar félitlu pyngju til
að forða atvinnurekstri bæjarins
frá stórkostlegum samdrætti.
Þessi þróun leiðir svo af sér
hækkaða kauplagsvísitölu, sem
aftur leiðir af sér hækkað vöru-
verð og hækkaða skatta, og sí-
aukin samdrátt í atvinnulífinu.
KOMMÚNISTAR BERJAST
FYRIR GENGISLÆKKUN
Sé ekki spyrnt við fótum, hlýt-
ur þessi vítahringur að enda með
algjöru fjárhagslegu hruni og ó-
lýsanlegum hörmungum fyrir hin
ar vinnandi stéttir í landinu.
En er það ekki einmitt það,
sem kommúnistar óska eftir? Er
ekki neyðarástand og algert öng-
þveiti í atvinnu- og fjármálalífi
þjóðarinnar sá jarðvegur, sem
kommúnistar telja sér nauðsyn-
legan að settu marki. Margt
bendir til að svo sé.
í hvert sinn, sem tilraun er
gerð til að stöðva þessa óheilla
þróun, rísa þeir upp og öskra:
Gagnráðstafanir!!! — Það eru því
engin undur þó að þeir hatist við
Óðinn og hans jákvæðu stefnu í
þessum málum.
Þegar atvinnuleysi er farið að
gera vart við sig hjá verkamönn-
um og öðrum launþegum, veina
kommúnistar og reyna að telja at
vinnuleysingjunum trú um, að
það séu þeir, sem berjast skeleggj
ast fyrir hagsmunum þeirra og
nota þá oftast til þess svo fárán-
legar þlekkingar, að undrun sæt-
ir, að verkamenn skuli láta bjóða
sér upp á siíkt.
HEIMTA ATVINNU OG
GJALDGETAN SÉ MINNKUÐ
Eitt nýjasta dæmið er í sam-
bandi við fjárhagsáætlun bæjar-
ins fyrir árið 1952. „Þjóðviljinn“
blæs sig út dag eftir dag í nafni
atvinnuleysingjanna, og krefst
þess annars vegar að verklegar
framkvæmdir séu stórauknar frá
því, sem nú er, en hins vegar, að
.útsvörin séu látin standa í stað
eða jafnvel lækkuð(!)
Þó er kommúnistum ekki síður
en öðrum það fyllilega Ijóst, að
leini tekjustofninn, sem bærinn
ihefur til að halda uppi atvinnu-
framkvæmdum, eruútsvörin.Þeir
vita líka að um helmingur af út-
svarstekjum bæjarins fara í lög-
boðin gjöld, svo að engu verður
þar um þokað og að um 35 millj.
fóru á s.l. ári í greiðslu vinnu-
launa.
Það ætti því að vera hverjum
heilvita manni ljóst, að cf ekki á
að draga stóríega úr atvinnu-
framkvæmdum bæjarins frá því,
sem nú er, þá verða útsvörin að
hækka um það, sem dýrtíðar-
aukningunni nemur.
Þrátt fyrir þetta ætlast komm-
únistar til, að verkamenn trúi
því, að hægt sé að gsra tvennt í
ecnn, auka atvinnuna og lækka
útsvörin.
Hitt er svo annað.mál, hversu
fólk lengi rís undir hinum sí-
auknu álögum úr öllum áttum og
flestum sanngjörnum mönnum,
hvar í flokki, sem þeir standa,
ætti nú að fara að verða það
ljóst, að hjá því verður ckki
kftmizt að bæjar- og sveitarfélög-
um verði séð fyrir floiri tekju-
stofnum en útsvörunum einum,
ef þau í framtíðinni eiga að vera
hlutverki sínu vaxin.
Framh. á bls. 11-