Morgunblaðið - 09.01.1952, Page 11
Miðvikudagur 9. jan. 1952
MORGVNBLAÐIÐ
11 \
Markmið Oðins
.........
Fjelogslíf
Handknatlleiksstiilkur Þróttar!
Æfing verður i Austurbæjarskóla
í dag frá 7,50—8,40. Ái'íðandi að
allar mæti. — Stjórnin.
Knattspyrnfélagið Þróttur!
- Kvikmyndasýning fyrir yngri fé-
laga kl. 6 i dag. Grinmyndir og fl.
Sýning fyrir eldri félaga kl. 9. —
Sýnd verður aftur, vegna fjólda á-
skoranna, jólamynd félagsins, stór-
inyndin Konungur Konunganna.
Æfisaga Jesú Krists. — Stjói-nin.
ÞKÓTTARAR!
Einmenningskeppnin í bridge
liefst annað kvöld, fimmtudag, kl.
8.15 i UMFG skálanum, Grimsstaða
holti. Þátttaka tilkynnist 'í Sveins-
búð og Pöntunarfélaginu, Gríins-
stað.aliolti og KRON, Serkjafirði.
Stjórnin.
ÞRÓTTARAR! Jólatrésskeinmtun
sem halda átti 5. janúar, verður
baldin .augardaginn 12. janúar kl. 4
'i UMFG-skálanum á Grimsstaða-
holti. Skemmtiatriði: Kórsöngur. —
Jólasveinn. — Kvikmynd og fl. —
Jólatrésskemmtun fyrir fullorðna
liefst kl. 9.
K.R. — Knattspyrnumenn!
Æfingar i Austurbæjarskólanum
kvöld kl. 8.40—9.30, 3. fl. karla. Kl.
9.30—10-20, 2. fl. karla.
K.K. — handknattleiksdeildin!
Æfingar í kvöld .að Hálogalandi.
Kl. 6,50—7.20 III. flokkur karla. —
KI. 7,20—7,55 kvennflckkur. —
Kl. 7,55—8,30 kapplið meistara og
II. fl. karla. — Mjög ánðandi að
allir flokkar mæti vel. — Þjálfarinn
VÍKirSGUR. Handknattleiksnienn!
Mjög áriðandi æfing í kvöld kl.
9—10 að Hálogalandi fyrir III. fl.
Mætið vel og stundvislega. Takið
með ykkur nýja félaga.
Þjálfarinn.
Fiihleikamenn K.R.!
Æfing í kvöld k'l. 8 ! iþróttahúsi
Háskólans, — Mætið allir.
Þjálfarinn.
Samkomur
K. F. U. M. og K.
Jólatrésfagnaður fyrir yngstu börn
félagsfólks verður haldinn í hitsi fé-
laganna fimmtudaginn 10. jan. kl.
4 e.h. Aðgöngumiðar verða seldir í
húsinu kl. 4—7 í dag.
Fíladelfía!
A'imenn samkoma að Herjólfsgötu
8, Hafnarfirði kl. 8.30. — Allir vel-
komnir.
TWaTrr
Sl. Minerva nr. 172
Fundur i kvöld kl. 8.30. Kosning
og innsetning emibættismanna. —
Minnst áramótanna. — Æ.t.
St. Einingin nr. 14
Fundur i kvöld kl. 8.30. Innsetn-
ifig em'bættismanna. — Kosin fjár-
málanefnd. Félagsvist spiluð að
loknum fundi. — Æ.t.
Fnndið
pARKER-penni
héfur fundist. Vitjist títhlíð 12.
Tapað
l íiið stálkvenCr
tapaðist i gærdag frá kexverk-
smiðjunni Esju að Kassagerðinni og
niður i bæ. Finnandi vinsaml. skili
þvi Stórhol 29, I. hæð.
.....••■■...........
Kaup-Salo
Minningarspjöld 4
Barnaspítalasjóðs Hringslna
eru afgreidd i hannyrðaversl. Refill,
Aðalstræti 12 (áður versl. Augústu
Svendsen), og Bókabúð Austurbæjer,
limi 4258.
Framh. af bls. 7
KOMMÚNISTUM ILLA VIÐ
GUNNAR tHORODDSEN
Jafnhliða fyrrnefndum b'el.k-
ingum kommúnista, leggja þeir
sérsíaka rækt við að rægja og
níða Gunnar Thoroadsen, borgar
stjóra, þann manninn, sem allra
manna bezt í þeirri stöðu hefur
unnið að því, leynt og Ijóst, að
sem blómlegast avtinnulíf geti
ríkt hér í bænum.
í rógi kommúnista um borgar-
stjórann kcmur greinilega fram
ÓTTI ÞEIRRA við sívaxancii vin-
sældir hans meðal verkamanna.
Og það er ekki að ástæðulausu.
Þegar líða tók á síðastliðið sum
ar og sjáanlegt var að síldin
mundi að verulegu leyti bregð-
ast eitt árið enn og það ásamt
fleiru verða til þess að þröngt
yrði fyrir um atvinnu í vetur,
gekk borgarstjóri í það að reyna
að koma á samkomulagi milli út-
vegsmanna og hraðfrystihúsanna
um fiskverð o. fl„ svo að hægt
yrði að landa fiski hér og
skapa með því aukna atvinnu í
bænum.
Kommúnistar komust að þessu
af tilviljun skömmu áður en sam-
komulagið var endanlega gert.
Þá rjúka þeir upp til handa og
fóta og kalla saman fund í „Dags
brún“ og létu hann samþykkja
áskorun á borgarstjórann, að
vinna nú að því, að samkomulag
milli fyrrnefndra aðila náist.
Með þessari tillögu segjast
kommúnistar hafa átt frumkvæð
ið að þessu máli. En sannleikur-
inn er sá, að hún kom nokkrum
vikum eftir að borgarstjóri var
byrjaður að vinna að því, og hún
og aðrir tilburðir kommúnista
höfðu ekki hin minnstu áhrif í
þá átt að samkomulag náðist.
En svona og þessu líkt eru
vinnubrögð kommúnista í at-
vinnuleysismálunum, rógur og
níð um þá menn, sem af einlægni
vinna að jákvæðum úrbótum. En
skefjalaust hól um þá menn, sem
ekkert gera nema glamra um
þessi mál, ef þeir aðeins eru
kommúnistar.
ATVINNULEYSIÐ ER BÖL
Atvinnuleysi er átakanlegt
böl, hverjir svo sem fyrir því
verða. Það er öllum til tjóns, en
engum til góðs, þó að kommún-
istar reyni að telja fáfróðum sál-
um trú um slíka fjarstæðu.
Það er þjóðfélagsleg skylda að
gera allt, sem í mannlegu valdi
stendur, til að bægja atvinnu-
leysisvofunni frá dyrum þeirra
manna, sem þurfa vinnu og vilja
vinna.
Slíkt verður bezt gert með því
að allir leggist á eitt, með að hlúa
að einstaklingsframtakinu og að
gera öllum heilbrigðum atvinnu-
rekstri, sem hægast fyrir með
starfrækslu sína.
Óðins-mönnum hefur alltaf ver
ið Ijós þessi staðreynd og haga
starfsgmi sinni samkvæmt því.
Þess végna geta þeir af heilum
hug þakkað hverjum þeim, sem
með starfi sínu sluðiar að því að
atvinnuvegir landsmanna geti
gengið truflanalaust.
Jafnhliða fordæma Óðins-
menn þá niðurrifs- og skemmdar
starfsemi, sem kommúnistar
beita í atvinnumálunum, sem öll
miðar að því að hér skapist jarð-
vegur fyrir þá stjórnarhætti, sem
ríkja austan járntjaldsins. þar,
sem verkamenn og aðrir eru
sviptir einföldustu mannréttind-
um, svo sem að velja sér eða
skipta um vinnustað.
Þar eru frjáls verkalýðsfélög
raunvcrulega ekki til. Þar er
verkamönnum bannað að beita
verkföllum eða öðrum aðgerðum
til þess að fá kjörin bætt, þó
vitað sé að þar búa þcir við lægri
laun og lakari kjör miðað við
yfirstéttirnar, en vitað er til aþ
þekkist hjá lýðfrjálsum þjóðum.
Þar verða verkamenn að ganga
með vinnubók upp á vasann, þar
sem skal rita allt, sem út á þá er
hægt að setja. Komi þeir nokkr-
um mínútum of seint í vinnuna,
þó að fyrir lasleika sé, getur svo
i'arið, að þeir lendi í fangavinnu-
búðum.
Gegn- sliku þjóðskipulagi, sem
kommúnistar aðhyllast, berjast
ekki aðeins Óðins-menn heltíur
og allir Sjálfstæðismenn og allir
sannir íslentíingar.
Friðleifur í. Friðriksson.
- Kosningarnar
í Indlandi
Framh.af bls. 6
Pakistan mikið vandamál, ‘sem
mikið er rætt í kosningabarátt-
unni og þar er ríkisstjórnin í
vörn.
ÓÁNÆG.TA MEÐ
STJÓRNINA
En óánægjan með stjórnina
stafar einkum af því að mikið
vantar á að lífsskilyrði almenn-
ings séu á borð við það sem
þjóðernissinnar lofuðu er Iandið
varð sjálfstætt. Þau hafa þvert
á móti versnað og er ásamt lífs-
skilyrðum í Kína skipað á bekk
með þeim verstu, sem sögur fara
af. Jafnvel negrarnir í frum-
skógum Afríku lifa betra lífi, því
þeir hafa þó nægju sína að borða.
Ætla mætti að þessar aðstæður
samfara hinni miklu fátækt
lantísins efnahagslega séð gefi
kommúnismaiTum byr undir
báða vængi.
En svo virðist þó ekki raunin,
ef til vill vegna þess hve djúpar
I rætur trúmálin hafa fest meðal
þjóðarinnar.
En burt séð frá því hefur
stjórn landsins ekki gert sig seka
um þær sömu skyssur og urðu
Chiang Kai-shek að falli í Kína.
1 Jarðeignum víðsvegar um landið
hefur verið skipt milli bænda og
viðreisn er mikil. íbúar landsins
haía komizt á þá skoðun að
stjórnin geri það sem í hennar
valdi stendur. Þessvegna eru lík-
urnar miklar fyrir því að hún
verði endurkjörin.
Skrifstofumaður i
■
■
Stór fyrirtæki óskar eftir skrifstofumanni. Um- I
sóknir, sem tilgreini menntun og fyrri störf ásamt j
meðmælum ef til eru sendist afgreiðslu blaðsins ;
fyrir 12. þ. mán. merkt: ,,Skrifstofumaður“—658.
Ungur, reglusamur maður, sem unnið hefur við út- |
, ■
gerð og verzlun hér og erlendis, oska reftir atvmnu |
annað hvort hér eða úti á landi.
Tilboð sendist blaðinu merkt: ,,Fr.amtíð 1952“— j
657, fyrir 15. þ. mán. I
BORGARBÍLSTÖÐIN
Vanti yður leigubíl þá hringið í síma
81991
átta nítján níu einn.
BORÖARBÍLSTÖÐIN
■ ■
• ■
■
■ a
Úthlutun
I listamunnnstyrks j
: 5
; 3
; Þeir, §em æskja þess að njóta styrks af fé því, sem ■
; veitt er á fjárlögum 1952 til styrktar skáldum, jj
■ ... *
rithöfundum og listamönnum, skulu senda um- 2
sóknir sínar til skrifstofu Alþingis, fyrir 27. þcssa
; mánaðar.
• « uuimHujumuMU ........... mmmo «
j ^
| Skrifstofu- og lagerpláss I
■
í eða sem næst Miðbænum óskast til leigu.
Tilboð sendist afgr. Morgbl. fyrir 12. þ. mán. merkt: 5
5 „Skrifstofa og lager —655“.
: :
< •
.«««............
.........................
; í
Plötuupptaka
; Mjög vönduð tæki til plötuupptöku til sölu.
■ *
S Góð verzlunarsambönd erlendist geta fylgt. — Her
* J
j er tækifæri fyfir þann, er óskar eftir að skapa sér ör- ;
Í ugga framtíðaratvinnu. — Tilboð sendist Morgunblað-
1 inu fyrir föstudaginn 18. jan. merkt: „35.000.00“ —662. :
Maðurinn minn,
EINAR EINARSSON,
andaðist að heimili sínu, Rauðarárstíg 30, þriðjudaginn
8. þessa mánaðar.
Fyrir mína hönd, barna og tengdabarna.
Guðríður Guðmundsdóttir.
Maðurinn minn og faðir okkar,
STEINN JÓNSSON,
andaðist í Landakotsspítala 6. þ. mán.
Þorbjörg Þorbjarnardóttir,
Ingibjörg Steinsdóttir og Steinþór Steinsson.
ELÍN ÞÓRÐARDÓTTIR
frá Ballará lézt 8. þ. m. að heimili sínu, Víðimel 29.
Börn og tengdabörn.
Bróðir minn
SIGURÐUR HALLDÓRSSON
trésmíðameistári, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni,
föstudaginn 11. janúar. Athöfnin hefst með húskveðju að
heimili hins látna, Þingholtsstræti 7, kl. 1.30.
Blóm afbeðin. Þeir sem óska að minnast hans eru
beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess.
Guðmundur Halldórsson.