Morgunblaðið - 11.01.1952, Blaðsíða 1
39. árgangur.
8. tbl. — Föstudagur 11. janúar 1952
Frentsmiðja Morgunblaðsins. |
— FÍyEng Enterprise sökk s gærdag —
„Eg hef þni ágætfl" sngði Carlsen
skipstjóri eftir 14 daga vosbúð
Ihnmæli Trcmans íorsela:
Ém smm ekki standa í
jí Eys'ásr Ek'ðnhðw®?
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter—NTB
\\ ASHINGTON, 10. jan.--------Ég mun ekki standa í vegi fyrir
Eisenhower hershöfðingja, bjóði hann sig fram við forsetakosn-
ii;garnar til næstu fjögurra ára, sagði Truman forseti á fundi er
hann átti með blaðamönnum í dag. Forsetinn tók þó fram að hann
teldi landinu betur stjórnað ef forsetinn væri demokrati heldur
en ef hann væri repúblikani.
METUR EISENHOWER ®
MlKILS I
Truman kvað ekkert því til \
fyrirstöðu að Eisenhov/er væri
við núverandi starf sitt svo lengi
sem unnt væri, og kysi hann að
takast á hendur leiðinlegt en
rotið starf frambjóðandans mætti
hann það óhindraður.
Forsetinn kvaðst nú vita að
hershöfðinginn væri repúblikani,
en sagðist lengi hafa haldið að
svo væri ekki, heldur þvert á
móti. Har.n tók þó fram að hið
mikla álit sem hann hefði á hæfi-
leikum Eisenhowers væri óbreytt
með öllu eftir sem áður. Vegna
hæfileika sinna hefði Eisen-
hower verið valinn í þá stærstu
stöðu, sem ríkisstjórnin hefði
getað fengið einum manni.
TEKUR ÞÁTT í KOSNINGA-
BARÁTTUNNI
Ekki vildi Truman segja neitt
um það hvort hann hefði í hyggju
að gefa kost á sér við forseta-
kosningarnar. Hinsvegar tók for-
setinn það fram, að hann myndi
taka virkan þátt í kosningabar-
áttunni, hvort sem Eisenhower
yrði í kjöri eða ekki og hver sem
frambjóðandi demokrata yrði.
Þýiki iogarinn
Heilsu hershöfð-
ingjans hrakar *
PARlS, 10. jan. — Tassigny,
liershöfðingi Frakka í Inó-Kína,
versnaði skyndilega í dag, en hann
liggur í sjúkrahúsi í París.
Tassigny yfirhershöfðingi er 01
árs að aldri. Ráðgert hafði verið
að hann væri í hernaðarsendinefnd
Erakka, sem nú dvelur í Banda-
ríkjunum til viðræðna við hernað-
arsérfræðinga Bandaríkjanna og
Breta. •—Reuter.
Þetta er þýzki nýsköpunartogarinn, sem Fylkir bjargaði, Buxta.
— Einkennilegt þykir það hér, hve reykháfur skipsins er stór.
Mun ekki jafnstór reykháfur hafa sézt á togara hér. — Buxta er
olíukyntur, byggður 1950. — Sjá bls. 12. — Ljósm. Mbl. ÓI. K, M.
(hurchill flýgur í dag Samkomulag og
NEW YORK 10. jan. — Churchill
forsætisráðherra dvelst nú í New
York í kunningjaheimsókn. Eftir ,
hádegi á morgun, föstudag, flýg-
ur hann til Ottawa, þar sem hann
mun ræða við forsætisráðherra
landsins og aðra stjórnmálamenn.
Hann er væntanlegur aftur til
New York í næstu viku.
NTB—Reuter.
skílningur
Þrjátíu gegn 13
SINGAPORE, 10. janúar. — Upp-
í-eisnarmenn kommúnista urðu níu
lögreglumönnum að bana og særðu
fjóra í morgun. Komust uppreisn-
aimennirnir síðan undan með
vopn hinna dauðu og særðu.
Yfirvöldin telja líklegt, að
óaldarmennirnir hafi verið
30—40 í hóp. Lokkuðu þeir
lögreglumennina afsíðis, með
því að skera á nokkrar símá-
línur, en skutu síðan á þá
úr vélbyssum.
NTB-Reuter.
Sextánda stjórnin
lælur á standa sfanda
PARÍS 10. jan. — Menn eru nl-
mennt ekki bjartsýnir um lausn
frönsku stjórnarkreppunnar. Hin
ir svartsýnustu telja að minnst
tvær vikur muni líða unz takast
muni að mynda starfhæfa stjórn,
sem jafnframt verði hin 16. sem
mynduð er frá stríðslokum.
Auriol bíður nú svars G.
Bidaults, sem nú gerir sína til-
raun eftir að þremur öðrum
stjórnmálamönnum hefur ýmist
mistekist eða þeir neitað án nokk
urrar tilraunar. — NTB—Reuter.
WASHINGTON 10. jan. —
Anthony Eden og Acheson komu
tvívegis saman í dag til fundar.
Ræddu þeir einkum um málefni
varðandi Mið-Austurlönd og hin
fjarlægari Austurlönd. Ríkti hið
bezta samkomulag og skilningur
á báðum þessum fundumrMeðal
þeirra er viðstaddir voru, var
John Foster Dulles ráðgjafi í
bandaríska utanríkisráðuneytinu.
— NTB—Reuter.
Enn eiil tiilelli
gin og
WESTHEIM 10. janúar. — Nýtt
tilfelli af gin- og klaufaveiki hef-
ur fundizt í Vestheim í Noregi.
Gripið hefur verið til allra var-
úðarráðstafana og m. a. verið
slátrað öllum búpeningi á bænum,
10 nautgripum, 16 svínum svo og
hænsnum, hefur verið slátrað.
NTB
Algert strand í Panmunjom
Danir viðurkenna
Libyu
KAUPMANNAHÖFN, 10. jan. —
Danmörk hefur viðurkennt Libyu
sem sjálfstætt ríki. Ole Björn
Kiaft, utanríkisráðherra, sendi
forsætis- og utanríkisráðherra
landsins heillaóskaskeyti dönsku
ríldsstjórnarinnar. NTB
TOKIO, 10. jan. — Viðræð-
urnar í Panmunjom eru nú
í algeru strandi og á það við
samningaviðræður beggja
undirnefndanna. I vopnahlés
nefndinni stendur allt fast
vegna ósamkomulags um
flugvallavandamálið. Kom-
múnistar vilja ekki falla frá
þeim óskum sínum, að fá að
úyg"ja °g lagfæra íiugvelli
sína meðan á vopnahléi
stendur. Þetta vilja fullírú-
Einkaskeyti til Mbl.
frá NTB — Reuter.
LONDON 10. jan. — Baráítu’
Carlsens skipstjóra á Flying
Enterprise við náttúruöflin
ar S. Þ. ekki samþykkja.
I fangaskiptanefndinni er og
stór og mikill þröskuldur
milli skoðana fulltrúanna.
Samkvæmt frásögn Ibby
flotaforingja, virðast komm-
únistarnir ekkert óttast eins
mikið og fangaskipti, þar
sem fangarnir sjálfir fá að
ráða því, hvort þeir vilja
hverfa heim til sín cða ekki.
A vígstöðvunum hefur allt
verið rólegt.
lauk í gær með sigri beggja.
Bandaríska kaupfarið liggur á
hafsbotni en Carlsen og félaga
hans Dancy var bjargað um
borð í dráttarbátinn Turmoil.
Síðustu mínútur viðureignar-
innar voru þrungnar spenningi.
Sýna það Ijósar en lengri frásagn
ir skeyta bandaríska tundurspill-
isins Willard Keith, sem send
voru út um heiminn, þar sem
milljónir manna fylgdust með
hetjulegri baráttu tvímenning-
anna um borð.
SIÍEYTI WILLARD KEITII
Kl. 14:12 Mörg skip eru nú
nálægt skipsflakinu reiðubúin
til hjálpar ef þörf krefur.
Kl. 14:16 Skipsfíakið hefur
nú 80° slagsíðu, en flýtur þó
enn allvel. Carlsen og Dency
Þýzkir dríðsiangar
enn í haldi
hjá Rússum
FRANKFURT, 10. ianúar. —
Martin Niemöller, hinn þýzki
kennimaður hefur nýlokið heim-
sókn til Moskvu. Meðan hann
dvaldist þar, bauðst hann til taka
sér bólfestu í Sovétríkjunum og
annast um þýzku stríðsfangana,
sem stöðugt vænta þess að verða
sleppt, en rússnesku yfirvöldin
höfnuðu boði hans.
í dag gaf kennimaðurinn út
skýrslu um hina sex daga heim-
sókn sína til Rússlands.
NTB-Reuter.
SaltfHkúfffutningur
Norðmanna
KRISTIANSUND — Samkvæmt
skýrslu sambands norskra salt-
fisksútflytjenda, nam saltfisksút-
flutningur Norðmanna árið 1951
49.197.070 kg., og hefur útflutn-
ingurinn ekki orðið jafn mikill á
einu ári frá stríðslokum. •—NTB
Heiimirægur
Carlsen skipstjóri sefur fran|
undir hádegið í dag, eftir lang-
varandi vökur. Hann var hress í
gær og nú bíða hans veglegar
móttökur.
hafa góða handfestu utan á
stjórnborðhlið brúarinnar.
Kl. 14:20 Sjór gengur nú
inn í reykháf kaupskipsins.
Turmoil og Dezterous (amer-
rískur tundurspillir) hafa fært
sig nær, alveg upp að skips-
flakinu.
Kl. 14:27 Carlsen og Dency
hafa varpað sér í sjóinn vel
búnir björgunarbeltum.
Og f jórum mínútum síðar kom
tilkynning um að þeim tvímenn-
ingunum hefði verið bjargað um
borð í Turmoil. Þá var og tekið
fram að aílur fremri hluti Flying
Enterprise væri undir vatnsyfir-
borði og brotsjóirnir gengu yfir
afturhluta þess. Ekki getur hjá
því farið, sagði Ioftskeytamaður-
inn, að flakið sökkvi innan fárra
mínútna. Þó liðu 36 mín. þar til
þa ðreis upp á endann og hvarf
fljótt í öldurótið, um 41.5 mílu
austur af Falmouth.
Carlsen og Dency voru óþjak-
aðir. Gengu þeir undir þiljur og
höfðu fataskipti, en síðan átti
Carlsen tal við foreldra sína er
bíða hans í Falmouth, gegnum
talstöð skipsins. Hann vildi þó
sem minnst segja annað en það að
hann hefði það ágætt.
í 13 sólarhringa hefur alheimur
inn fylgst með hetjulegum bar-
daga Carlsens skipstjóra til að
bjarga skipi sínu. Einn var hann
í rúma 6 sólarhringa en þá tókst
Dency stýrimanni að hoppa af
Turmoil til hans. Allt virtist ætla
að enda vel, cn náttúruöflin
gerðu aftur strik í reikninginn.
Og svo fór sem fór, en hetjudáð
skipstjórans mun lengi í minnum
höfð.
Þegar Turmoil
kom til
Falmouth
Sjá frétt á bls. 8.
Enn er sljórnar- j
kreppa í Belgíu
BRUSSEL 10. jan. — Ekki er enn
séð fyrir endann á stjórnarkrepp
unni í Belgíu. Fyrrverandi for-
sætisráðherra, Eyskens, er, sam-
kvæmt góðum heimildum til-
nefndur sem líklegasti maðurinn
til að mynda nýja stjórn, en um
það verður ekki vitað með vissu
fyrr en konungurinn gefur út
tilkynningu sína. — NTB-Reuter.
HrylEilegf !
morð 5
HELSINGFORS 10. jan. — Eitt
hryllilegasta morð sem framið
hefur verið í Helsingfors var
framið aðfaranótt l'immtudags.
Fannst höfuðkúpa af manneskju
utan húsagarðs nokkurs og 350
metrum undan höfuðlaust lík. Á
líkinu voru för eftir 60 hnífstung-
ur.
Lögreglan hefur ekki komizt að
því hver hin myrta manneskja
er. — NTB.