Morgunblaðið - 11.01.1952, Blaðsíða 12
Veðurúillf í dag:
Norðan stinningskaldi, skýjaS.
sumstaðar snjóél.
Libya
yngsta konungsríki veraldar.
Sjá bls. 6.
8. tbl. — Föstudagur 11. janúar 1952
Fyikir var 64 klsf. á leiðinni
með þýzka togarann
! Hann er iaiinn íimm fii 6 milij. kr. viröi
TOGARINN FYLKIR, sem hingað kom í fyrradag með þýzka tog-
a' ann Buxta frá Bremen, fer á veiðar í dag. Sjópróf fóru fram í
gærdag. — Þýzki togarinn er tveggja ára og gizka kunnugir á, að
hann sé fimm til sex milljón króna virði.
í Þjóðleikhúsinu í fyrrakvöid.
Gunnþórunn Halldórsdóttir á leiksviði Þjóðleikhússins í fyrrakvöld,
er hún á áttræðisafmæli sínu flytur þakkarræðu til áhorfenda og
meðleikenda sinna, að aflokinni sýningu á Gullna hliðinu. Þjóð-
leikhússtjóri, Guðlaugur Rósinkranz, formaður Leikfélags Reykjá-
víkur, Einar Pálsson og formaður Fél. ísl. leikara, Valur Gíslason,
fluttu leikkonunni ávörp og færðu henni veglegar blómagjafir í
tilefni afmælisins. — Skjalið sem Gunnþórunn Halldórsdóttir heldur
á, er tilnéfning hennar sem hciðursfélaga í Fél. ísl. leikara. — Áður
var hún heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur, enda meðal stofn-
enda þess og á 50 ára leikafmæli hennar var hún sæmd Fálkaorð-
unni. — Ljósm. iVIbl. Ól. K. M.
965 laxar veiddust ■ Laxá
í 9-Þing. s.l. sumar
ÁRNESI, 10. jan. — Samkvæmt veiðiskýrslu þeirri, sem gerð hefur
verið af þeim aðilum, er nú hafa veiðiréttindin í Laxá á leigu,
veiddust í ánni 965 laxar á stöng í sumar, og var meðalþungi
þeirra 6,6 kg. — Þetta er lítið eitt minni veiði en s.l. ár, en bá
veiddist 1031 lax.
-^ÓHAGSTÆTT VEIÐIVEÐUR
í gær átti Mbl. stutt samtal við
Sigurjón Stefánsson, er var skip-
stjóri á Fylki í þessari ferð.
ÞEGAR VÍRNUM VAR
KOMIÐ Á MILLI
Skipstjóranum sagðist svo frá,
að er Fylkir kom hinu nauð-
stadda skipi til hjálpar, suðvest-
ur af Vestmannaeyjum, hafi ver-
ið hvasst og stórsjór. — Línu
var skotið af byssu, en vindur
inn bar hana af leið. — Var þá
lína bundin í belg og hann lát-
inn reka að hinum þýzka togara.
Gekk skipverjum greiðlega að ná
belgnum og gekk vel að koma
trollvírnum frá Fylki á milli.
í STÓRSJÓ AÐ GARÐSKAGA
Svo var veðurofsinn mikill á
þriðjudaginn, að ekki þótti ráð-
legt að halda áfram, og var því
aðeins andæft á móti og farið
með einnar til 2ja mílna hraða.
Stórsjór var með 10 vindstigum.
— Aðfaranótt miðvikudags fór
veðurhæðin minnkandi, en stór-
sjór var allt að Garðsskaga.
GÁTU NOTAÐ VÉLINA
Þýzki togarinn gat notað vél-
ina og létt undir með Fylki.
Hann er með 90 tonn af fiski
innanborðs, en ber um 200 tonn.
Virinn milli skipanna hélt alla
leiðina. Eftir að komið var fyrir
Garðskaga, fór ferðin að sækj-
ast betur — og á miðvikudags-
kvöld, um kl. 10, var komið á
ytri höfnina. Höfðum við þá ver-
ið 64 klukkustundir á leiðinni
hingað með togarann.
Fylkir, sem fer á veiðar í dag,
mun fara á isfiskveiðar fyrir
Bretlandsmarkað.
í SLIPP í DAG
í dag verður hinn þýzki tog-
ari tekinn í Slippinn hér í Reykja
vík. Mun skipstjórinn hafa hug
á að fá sem fljótasta viðgerð, og
sigla með aflann heim sem skjót-
ast.
Jén Stefánsson sýnir
í Kaupmannshéfn
KAUPMANNAHÖFN, 10. ,ian. —
Jón Stefánsson Jistmálari opnaði
í gær málverkasýningu hjá Bruur.
Rasmussen í Bredgade, að við-
stöddum fjölda gesta.
Leo Swane, forstjóri listasafns
danska ríkisins, keypti blómamynd
til handa listasafninu og Sigurður
Nordal, sendiherra, festi kaup á
annari mynd listmálarans.
—Páll.
Fjöpr löskuð skip
HÉR í Reykjavíkurhöfn eru :aú
fjögur erlend skip, sem orðið hafa
fyrir sjósköðum í veðrunum und
anfarið.
Þrjú skipanna eru brezk, tveir
línuveiðarar og einn togari. Ann-
an línuveiðarann kom Þór með,
en hinn kom í fylgd með öðru
brezku skipi. Hafði þessi línu-
veiðari fengið á sig sjó og laskazt.
Togarinn kom hingað inn í gær,
og lagðist að Grófarbryggju.
Hann hafði fengið brotsjó á sig.,
suðvestur af Vestmannaeyjum.
Hafði sjórinn stórskemmt radar
tækið, brotið annan björgunarbát
inn og sjór hafði komizt í neyzlu-
vatnið. Fjórða skipið er svo þýzki
togarinn Buxta, sem Fylkir
bjargaði í hafi.
Lílið ijón
SEYÐISFIRÐI, fimmtudag. — í
fyrrinótt og fram eftir degi i gær,
var hér norðan fárviðri. Tjón
varð þó ekki verulegt. Þó fuku
járnplötur af húsum, og vélskip-
ið Víking sleit frá bryggju og rak
norður yfir höfnina og í land, en
mun ekki vera mikið skemmt.
Hnefastórir steinar
fuku
VEÐRIÐ, sem gekk yfir Reyð-
arfjörð í fyrradag, er með verstu
veðrum, sem þar hafa komið. -—
Var veðurhæðin svo mikil, að
vindhviðurnar rifu upp úr fjör-
unni hnefastóra steina og feykti
þeim langar leiðir. — Flutninga-
skipið Reyk.janes, sem slitnaði frá
bryggju, og rak upp í f.jöru, komst
á flot af eigin rammieik í gær-
morgun.
Þar í þorpinu tók þak af hús-
þökum og veðurofsinn hvolfdi
stórum bílum, en minni bílar fuku
til. Mjög mikið af rúðum brotn-
aði. Þrjátiu metra hátt mastur
ritsímans þar eyðilagðist. •— í
hænsnabúi cinu í Reyðarfirði,
svipti vindurinn upp hurðinni og
30 varphænur úr því týndust. —
Rafmagnið bilaði og sitthvað ann-
að gekk úr skorðum og var fyrir
skemmdum af völdum fárviðrisins.
MANILA: — Eldgos og storm-
sveipar hafa undanfarið kostað
1.714 Filipseyinga lífið og gert
yfir 100,000 heimilislausa. For-
seti eyjanna hefur beint þeim til-
mælum til annarra þjóða að þær
veiti aðstoð vegna hörmunganna,
sem dunið hafa yfir þjóð hans.
Er þetta talin góð veiði, þegar
tekið er tillit til þess, hvað sum-
arið var óhagstætt til stanga-
veiði í Laxá vegna veðurfars og
hins mikla vatnsmagns árinnar
um bezta stangaveiðitímann,
enda töldu veiðimenn mikinn lax
í ánni.
Þetta er 11. árið í röð, sem
Laxá er leigð út til stangaveiði
og hefur laxgengdin farið vax-
andi frá ári til árs síðan neta- og
kistuveiði var hætt í ánni, þótt
nokkuð sé stangaveiði misjöfn
eftir árum.
VERNDUN LAXASTOFNSINS
Hafa þeir bændur, sem mestra
hagsmuna eiga að gæta í sam-
bandi við laxveiðina bundizt
frjálsum samtökum til þess að
vernda laxastofninn gegn fyrri
rányrkju og leggja mikla áherzlu
á algjöra friðun gotlaxins, enda
hefur stangaveiði ekki farið fram
eftir 1. september mörg undan-
farin ár. — H. G.
Hagsfæður
verzlunarjöfnuður
LONDON — Fyrstu ellefu mánuði
síðast liðins árs var vöruskipta-
jöfnuður Nýja Sjálands hagstæð-
ur um rúm 20 milljón pund. Þriðj-
ungur þessa hagnaðar er af vevzl-
un við Bandaríkin.
Hafísjahar náigasf !
sigiingaleiðina !
SVO virðist sem nokkur íshroði
sé kominn upp að Vestfjörðum
og norður af Horni. — Hinsveg-
ar er ekki að sjá af fregnum sem
borizt hafa, hverskonar ís þetta
sé, enda er skyggni slæmt þar.
Ef ekki er um samfellda ísbreiðu
að ræða, þá telja kunnugir að
ísinn muni nú í norðaustan átt-
inni lóna aftur frá landinu.
I gærdag bárust fregnir um að
hafís væri kominn mjög nálægt
siglingaleið á Isafjarðardjúpi.
Jakar á stangli voru skammt frá
landi í Látravík.
Farþegi í sfrætis- !
vagni meiðisl '
FARÞEGI í strætisvagni, Sigvaldi
Jónsson, Snorrabraut 42, slasað-
ist á hendi í Sogamýra-strætis-
vagni í gærdag, er þumalfingur
hins var á milli stafs og hurðar,
Þetta var í ferð vagnsins frá
Lækjartorgi á hádegi. Mikil þröng
var í bílnum. — Á viðkomustaðn-
um við Frakkastíg var vængja-
hurð fyrir farþegana að fara út
um, opnuð, og er bílstjórinn lok-
aði henni, en þetta er sjálfvirk
hurð, var Sigvaldi á milli stafg
og hurðar. Festist þumalfingúrinu
á milli og hlaut hann slæmani
skurð, er skar sundur liðpokanrj
og náði sárið að beini.
Bílstjórinn kom manninurrí
strax til hjálpar, en hann fór
þarna úr vagninum og til læknis.
Slík slys sem þetta hafa orðið
nokkur í vetur og er ástæða til að
brýna fyrir fólki að gæta sín. ,
------------------ |
! gær fennii
í traðirnar
1 GÆRDAG var norðan hvass-
viðri hér í nærsveitum og frost
nokkurt og skafrenningur. — í
gærkvöldi, er Morgunbl. átti sím-
tal við Selfoss, hafði víða fennt
svo í traðirnar á vegum oystra,
að illfært var sums staðar.
Á Krýsuvíkurleiðinni var t. d.
orðið svo snjóþungt á veginurrí
við Hlíðarenda,, sem er vestastí
bærinn i Ölfusi, að bílar urðu að
fara utan vegarans á nokkrunt
kafla — en einnig þessi kafli var
orðinn mjög þungur og erfiðuu*
yfirferðar í gærkvöldi. — Með
áframhaldandi hvassviðri, var tal-
ið líklegt, að Krýsuvíkurleiðin og
aðrir vegir eystra myndu verðá
ófærir víða. Er því hætt við, að
mjólkurflutningar geti orðið erf-
iðleikum bundnir í dag.
Fjárhagsáæflun Ákureyrar
hljóÖar uppá 10,8 millj. kr.
Útsvörin nema 8,7 millj. kr.
AKUREYRI, 10. jan. — Fjárhagsáætlun Akureyrar fyrir árið 1951
var samþykkt á fundi bæjarstjórnar s.l. þriðjudag, við síðari um-
ræðu. Niðurstöðutölur tekju- og gjaldamegin urðu 10.8 millj. kr.
Útsvör áætluð 8.7 millj. kr., sem er allmikið hærri upphæð en i
fyrra, en þá voru útsvör við niðurjöfnun 7,235,340 kr.
Helztu gjaldaliðir á áætluninni
eru þessir: Stjórn kaupstaðarins
kr. 538,100, löggæzla 449,600,
þrifnaður, svo sem snjómokstur
gatna og sorphreinsun 570,000,
framfærzlumál 755,000, framlag
til fjórðungssjúkrahúss 500.000,
grjótmulningur 370.000, fasteign-
ír 515.000, heilbrigðismál 155,400,
eldvarnir 166,700, reksturhalli
sjúkrahússins 250.000, til nýbygg-
ingar við sundstæðið 200.000.
Framlag til byggingarlánasjóðs
200.000, til slökkvistöðvarbygging
ar 200.000, lán til Laxárvirkjunar
500.000, lán til flugvallarins
160.000, til verkamannabústaða
175.400, vegir og byggingarmál
1.364.000, lýðtrygging og lýðhjálp
1.410.000, menntamál 1.058.900,
til brúargerðar á Glerá 100.000,
til eftirlaunasjóðs (framlag)
125.000, vegna atvinnubóta haust
ið 1951 kr. 120.000, til iþrótta-
valla 100.000. Óvænt og óviss
útgjöld 150.000. Tekjuliðir: skatt-
ar af fasteignum 299.000 tekjur af
fasteignum 250.000. Endurgreidd
ir fátækrastyrkir 170.000, sæta-
gjald kvikmyndahúsa 20.000, lán-
taka 500.000, ýmsar tekjur 812.500
og útsvör 8.729.900. H. Vald.
OSLÓARBORG, 9. jan. — Hafizt
verður senn handa um smíði
þang- og þaraverksmiðju x Norð-
ur-Noregi. Á hún að framleiða
þangmél. til að byrja með.