Morgunblaðið - 16.01.1952, Síða 6
MORGUNBLAÐÍÐ
Miðvikudagur 16. jan. 1952
f B
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni GarSar Kristinsson.
Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 18.00 á mánuði, innanlands.
I lausasölu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 með Lesbók.
Borðist einn móti 600 Kínverjuxn
.....09 hlaui Viktoríukrossinn
Sjálfsefgnarábúðin er farsælnst
ÞRIR þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa fyrir skömmu lagt
fram á Alþingi þingsályktunar-
tillögu um sölu þjóð- og kirkju-
jarða. Er efni hennar það, að Al-
þingi álykti, að fela ríkisstjórn-
inni að hlutast til um, að þeim
bændum, sem búa á slíkum jörð-
um verði gefinn kostur á að fá
ábýlisjarðir sínar keyptar íyrir
fasteignamatsverð.
Flutningsmenn, sem eru þeir
Ingólfur Jónsson, Jón Pálmason
og Sigurður Ágústsson, benda á
það í greinargerð tillögunnar, að
ríkið hafi ekki getað uppfyllt
skyldur þær, sem ábúðarlögin
leggja því á herðar, t.d. um hýs-
ingu jarða sinna. Hafi ábúendur
því sjálfir orðið að vinna slíkar
framkvæmdir á eigin kostnað
enda þótt þeir hefðu ekki eignar-
rétt á jörðunum. Margvísleg önn-
ur vandkvæði væru á því fyrir
rikið, að uppfylla skyldur sinar
við þá bændur, sem á ríkisjörð-
um búa.
I greinargerðinni er einnig vak
in athygli á þeirri staðreynd, að
bændur leggja meiri áherzlu á að
bæta þær iarðir, sem þeir eiga
sjálfir, en þær, sem eru í eigu
hins opinbera. Sú stefna sé því
alröng og óheppileg frá þjóðhags-
legu sjónarmiði, að ríkið eigi
fjölda iarða, sem setnar séu af
leiguliðum. Beri því að vinna að
því að sem flestar jarðir í landinu
komist í sjálfseignarábúð.
Þessi tillaga og sá rökstuðn-
ingur, sem henni fylgir, er í
fullu samræmi við stefnu
S.iálfstæðisflokksins fyrr og
síðar. S.iálfstæðismenn hafa
jafnan talið það eitt af frum-
skilyrðunum fyrir þróttmikl-
um og blómlegum landbúnaði,
að bændurnir eigi sjálfir jarð-
irnar, en séu ekki leiguliðar,
hvorki ríkisins eða annarra.
Með því hljóti ræktartilfinn-
ingin gagnvart jörðinni að
aukast og áhuginn fyrir um-
bótum á henni að glæðast.
Þessi skoðun á áreiðanlega
djúpar rætur í sjálfum raunveru-
leikanum. Sjálfseignarábúðin er
stórum líklegri til þess en leigu-
liðabúskapurinn að stuðla að um-
bótum á jö'rðunum. Bóndinn
leggur sig meira fram um að gera
þeirri jörð til góða, sem hann á
sjálfur og afkomendur hans erfa,
en þeirri jörð, sem er eign hins
opinbera.
Einn af snörustu þáttum
manneðlisins er einmitt sá, að
vilja treysta eigin hag og ætt-
manna sinna, sjá árangurinn af
eigin starfi verða afkomendum
sínum að gagni. Þess vegna or
hvöt sjálfseignarbóndans ríkari
en leiguliðans til þess að bæta
jörð sína.
Einhver kann nú að spyrja,
hvort í því geti ekki falist hætta
að einstaklingar eigi allar jarð-
eignir i" landinu? Hvort það sé
ekki óheppilegt fyrir þjóðarheild
ina?
Engar líkur benda til þess
að svo sé. Þjóðin þarf á þrótt-
miklum landbúnaði að halda,
mikilli ræktun og aukinni
framleiðslu landbúnaðaraf-
urða. Ef sjálfeignarábúðin
skapar traustari tengsl bænd-
anna við jarðir sínar, meiri á-
huga fyrir umhótum á þeim,
í stuttu máli sagt, betri bú-
skap, þá hlýtur hún að vera
hentugri en leiguábúðin, einn-
ig fyrir þjóðarheildina.
Sósíalistaflokkar í flestum
löndum hafa barizt fyrir ríkis-
eign allra jarðeigna. Þeir telja
það skipulag líklegast til þess að
henta heildinni. En bæði okkar
reynsla og annarra hefur afsann-
að þessa kenningu gjörsamlega.
Hún á enga stoð í raunveruleik- '
anum.
Óhætt er a"ð fullýrða að yfir-
gnæfandi meirihluti íslendinga
telji sjálfseignarbúskapinn heppi
legri en"'Teiguliðabúskapinn. ,—
Kommúnistar munu að vísu bíta
sig fasta í hinar úreltu og ryk- j
föllnu fræðikenningar marxis-
mans á þessu sviði sem öðrum.
En jafnvel jafnaðarmenn, sem
upphaflega voru mjög fylgjandi,
ríkiseign jarða, eru teknir að
heykjast á þeim. Hendir það nú
orðið sjaldan að Alþýðuflokks-
menn hér á landi þori að kannast
við þær.
Framsóknarflokkurinn var
lengi vel milli vita í jarðeigna-
málunum. Á því tímabili hafði
hann forystu um setningu hinnar
illræmdu 17. greinar iarðræktar-
laganna. En í henni fólst lymsku-
j leg tilraun til þess að nota at-
! orku bændastéttarinnar til þess
að láta ríkið eignast hluta i jarð-
eignum hennar. Fyrir harð-
skeytta baráttu Siálfstæðis-
manna var þetta lagaákvæði af-
numið. Var Framsóknarmönnum
þá orðin ljós almenn óvild og
andstaða bænda gegn bví.
Að öllu þessu athuguðu px
tillaga þeirra Ingólfs Jónsson-
?*•, Jóns á Akri og Sigurðar
Ágústssonar sjálfsögð og
eðlileg. Það á að selja ríkis-
jarðirnar, bændurnir eiga að
eignast þær sjálfir, landhún-
aðurinv á að bvggjast á sjálfs-
eignaráhúð. Leiguliðabúskap-
urinn á að hverfa. Það er
bióðarheildinni áreiðanlega
fyrir beztu.
Uppsapir
logarasamninga
ÞAÐ er nú kunnugt orðið að öll
félög togarasjómanna, að fjórum j
undanteknum, hafa sagt upp
kjarasamningum sínum. Miðast
uppsögnin við eins mánaðar fyrir j
vara. j
Að sinni er ekki ástæða til þess !
að gera þessar samningauppsagn-
ir ýtarlega að umtalsefni; Sam-
tök sjómanna og útgerðarmanna
munu innan skamms skipa samn-
inganefndir til viðræðna um nýja
samninga um kaup og kjör á tog-
urunum. Má öllum vera ljós nauð
j syn þess að þær gangi greiðlega
■ og að ekki"komi til rekstrarstöðv-
I unar.
Það er athyglisvert að á þeim
j tíma, sem samningum er sagt
upp, fer atvinnuleysi vaxandi í
landinu. Hraðfrystihúsin víðs veg
ar um land vantar hráefni til þess
að vinna úr. Rekstur togaraflot-
ans berst í bökkum.
Við þetta bætist svo það, að
stærsta verkalýðsfélag landsins,
Dagsbrún í Reykjavík, hefur und
ir forystu kommúnista gerzt bert
að því, að leggja stein í götu þess,
að togararnir landi afla sínum til
vinnslu i bænum.
Þetta er því miður ekki
falleg mynd. Um hana skal
ekki fjölyrt að sinni. En eng-
um hugsandi manni getur dul-
izt að með slíkum vinnubrögð-
um verður ekki bætt úr at-
vinnuskortinum. Með þeim
vcrður heldur ekki lagður
grundvöllur að bættri aðstöðu
þjóðarinnar gagnvart öðrum
erfiðleikum, sem hún á við að ,
etja, Því fer víðsfjarri.
ENSKUR hermaður stóð einn
sins liðs á hæðahrygg á Kóreu-
vígstöðvunum og barðist móti 600
kinverskum hermönnum. Hópur
eftir hóp af skrækjandi og viltum
árásarmönnum geystist fram
gegn honum, en hann sundraði
hverjum hópnum af öðrum og
sendi sömu leið til baka, og ásamt
nokkrum félögum sínum gerði
þessi enski „Samson“ gagnárás
eftir gagnárás og bjargaði heilli
sveit brezkra hermanna frá inni-
lokun og tortímingu.
Fréttin um þessa mestu hetju-
dáð Kóreustríðsins, sem ef til vill
er eitt mesta afrek einstaks her-
manns, sem mannkynssagan get-
ur um, var gerð heyrinkunn laust
fyrir áramótin, eftir að Georg
Bretakonungur hafði sæmt WiII-
iam Speakman, 24 ára gamlan
hermann frá Aktrincham í Chess
hire, Viktoriukrossinum.
William Speakman
í tilkynningunni sem fylgdi
veitingu heiðursmerkisins er af-
reki Speakmans lýst sem „hetju-
dáð, er eigi verði með orðum
Iýst“.
Á HÆÐ 217
Bardaginn átti sér stað að
morgni dags 4. nóvember. Speak-
man hafði þá verið lánaður til
annars herfylkis, „The King own
Scottish Borderers“, en Speak-
man er meðlimur í hinu fræga
herfylki „The Black Watch“.
Hann lá á hæð 217, þegar Kín-
veriarnir geystust fram.
Árásin var svo öflug að brezku
hersveitirnar urðu að hörfa og
ensk sveit á hægra varnararmi
var innikróuð.
Flokkur Speakmans fékk skip-
un um að hörfa, en hann fékk
nokkra félaga sína til að vera eft-
ir með sér og verjast. Hann hafði
notað síðustu tímana fyrir árás-
ina til að safna eins miklu af
handsprengjum og hann komst
yfir og þegar Kínverjabylgjan
nálgaðist hrópaði hann: „Látum
þá nú hafa það, sem þeir eiga
skilið“.
í fjórar stundir stóð Speakman
á hæðartoppinum og varpaði
handsprengjum að óvinunum án
afláts. Þegar þeir hörfuðu fyllti
hann vasa sína og belti af sprengj
um og fylgdi þeim eftir. Tugir
þeirra létu lífið •— og Speakman
særðist af sprengjubroti en hann
neitaði að leita aðstoðar læknis,
unz félagar hans tóku hann með
valdi til læknisaðgerðar.
HLJÓP FRÁ LÆKNINUM
Læknir bjó um sár hans og
gerði boð eftir sjúkramönn-
um. Flytja átti Speakman í
sjúkrahús, þrátt fyrir mótmæli
hans. En þegar læknirinn vék
sér frá eitt augnablik hljóp
Speakman á brott og aftur til
orrustusvæðisins, hlóð á sig
því sem hann gat borið af
handsprengjum og hóf aftur
bardagann við ofureflið.
Félagar hans, fimm að tölu,
voru nú fallnir en einn hélt
hann ótrauður áfram og að því
kom að hann hafði skapað svo
mikinn ótta meðal árásarmann
anna að hinni innikróuðu
ensku sveit tókst að brjótast
úr umsátinni. Og þegar hann
hafði varpað sinni síðustu
handsprengju kastaði hann
nokkrum hnullungssteinum á
eftir hinum flýjandi Kinverj-
um.
Speakman liggur nú á siúkra-
húsi í Tokíó. Hann lætur lítið yfir
afreki sínu, en hefur sagt enskum
blaðamönnum, „að þetta sé gömul
og góð orrusta".
Annað segir hann ekki um af-
rekið. En ensku blöðin hylla
hann, sum með þversíðufyrirsögn
um á forsíðu og kalla hann „hetju
þjóðarinnar“.
KROSSLEGÐU FINGURNA
Speakman var í Kóreu r.em
sjálfboðaliði. Fyrir ári síðan var
hann ásamt herdeild sinni í Þýzka
landi, en líkaði illa að vera i her-
námsliði og bað um að vera flutt-
ur til Kóreu. „Ég hafði ekki hug-
mynd um hvar Kórea var“, sagði
hann, „en ég hafði heyrt að brezki
herinn berðist þar og það var
nóg“.
Þegar fregnin um hetjudáð
þessa enska hermanns barzt til
móður hans, sem er hreingerning
arkona, grét hún og sagði: „Hann
var alltaf svo góður drengur, on
1 ég vissi ekki að hann væri svona
mikill bardagamaður".
I Samtímis fékk hún bréf frá
svni sínum sem sagði: „.. ég hefi
óvænta fregn að færa þér. Ef allt
gengur að óskum, kem ég heim í
marz. Krosslegðu nú fingurna fyr
ir mig“.
VILL VERA HERMAÐUlt
* Veglegar móttökur eru undir-
búnar fyrir komu hetjunnar heim
til litla sveitaþorpsins, þar sem
meðal annars gamlir félagar hins
fræga skozka herfylkis haldá
Speakman veizlu.
Speakman hefur verið at-
vinnuhermaöur frá því hann
var 17 ára. Þegar hann gekk í
herinn hlaut hann viðurnefnið
„Stóri Bill“ því hann er tveir
metrar á hæð. Heimkoma hans
í marz markar engan veginn
endi á hermennsku hans. Hann
er hermaður af lífi og sá og
þráir að komast aftur þangað
sem líf er í tuskunum. Frá því
hann var 14 ára gamall hefur
hann aðeins átt eina ósk: að
vera hermaður. Og það er
hann.
Forsetakosningar
PANAMA — í maímánuði n.k.
fara fram forsetakosningar í Pan-
ama í Mið-Ameríku. 5 stjórn-
málaflokkar hafa lýst stuðningi
sínum við José A. Remon ofursta,
fyrrverandi lögreglustjóra í Pan-
ama.
Velvokandi skrifar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Vanhugsað flan.
ÞAÐ þótti í frásögur færandi,
að um helgina komst ungt
skíðafólk í hann svo krappan fyr-
ir neðan Kolviðarhól, að það
hefði ekki allt náð til bæjar, að
minnsta kosti ekki í bráð, ef því
hefði ekki borizt hjálp.
Það er út af fyrir sig, að íjölda
æskufólks skortir nú gersamlega
allt úthald og þol. Ekki verður
því kennt um það, en til skamms
tíma hefði tápleysið samt þótt
rýra manngildið allverulega.
Ekki er hægt að ætlast til, að
fólk, sem aldrei hefir unnið erfið
isvinnu, aldrei reynt á sig til
muna og aldrei breytt fang við
náttúruöflin (nema úr bæjardyr-
unum út í bíl eða milli húsa), ég
segi, að af því verði ekki heimtað
harðfengi og vaskleikur. — Skal
tekið fram, að þessu er ekki beint
til sexmenninganna við Kolviðar-
hól sérstaklega, enda er mér
ókunnugt um hagi þeirra.
Misbrestirnir gætu
orðið þverbrestir.
EN önnur hlið þessa máls þyrfti
að fettir væru í hana fing-
urnir. Sá barnaskapur að ana út
í óvissuna með fárviðrisveðurspá
og öskubyl yfir sér vofandi er
hreint ekki vanzalaus. Það er
fífldirfska, og hún er allt af til
hnjóðs.
Sýnkt og heilagt er brýnt fyrir
fólki að gefa gaum veðurfregn-
um og veðurútliti, klæðast vel,
gera engin glappaskot, þegar hald
ið er til fjalla. Stoðar þó ekki hót.
Er það af sljóleika eða hvað?
Dregið innan skamms.
KÆRI Velvakandi. Mig langar
til að biðja þig að koma á
framfæri fyrir mig eftirfarandi.
Síðastliðinn vetur og sumar voru
seldir happdrættismiðar í happ-
drætti, er Samband blandaðra
kóra efndi til og var aðalvinn-
ingurinn vélfluga.
1 í þessu happdrætti átti að
draga hinn 20. júní,-en sá dagur
leið óáreittur að þessu leyti.
Seinna meir, þá var komið fram
í júlí eða ágúst, var auglýst, að
vélflugan yrði til sýnis almenn-
ingi og þá yrði dregið innan
skamms, hefir líklega átt að vera
að þetta yrði dregið til skammar
fyrir félagið. A. m, k. hefir ekki
verið dregið enn, svo að ég viti
til. Eða ef svo er, hver er þá vinn-
ingurinn?.
Með vinsemd. S.J.
Frétt ársins.
ÞETTA bréf var ritað á Akur-
eyri 11. þ.m., og því ekki von,
að bréfritarinn vissi, að dregið
var einmitt daginn áður.
Ef fréttin (sem fleiri spurðu eft
ir á seinasta ári en nokkurri ann-
arri), skyldi hafa farið fram hjá
einhverjum, þá er hennar að leita
í Morgunblaðinu á sunnudaginn,
fyrir ofan hann Markús.
(Piber Cup-vélflugan, sem
fjöldinn hefir beðið eftir, kom á
miða 2234).
Nokkrum fréttum
mætti lauma að
hlustendum
KÆRI Velvakandi. Ég er einn
þeirra, sem sviptur var raf-
magninu á sunnudaginn og er við
engan að sakast um það nema í
mesta lagi skaparann.
En fyrir bragðið varð ég af
fréttum útvarpsins kl. 20 og 22,
og þótti mér illt. Vitaskuld var
ég ekki sá eini, heldur urðu þús-
undir manna fyrir því sama
vegna rafmagnsskömmtunarinn-
ar.
Þér þykir þetta ef til vill ekki
mikil missa, en það er nú einu
sinni orðinn vani að hlýða á frétt-
irnar.
Þætti mér síður en svo til of
mikils mælzt, þó að fréttaágrip
væri lesið einu sinni milli dans-
laganna, þegar hallæri ríkir í raf-.
magnsmálunum eins og oft að
undapförnu.
Nú, og þó áð enkin séu dans-
lögin á rúmhelgum, þá væru þeir
vísir til að lauma nokkrum frétt-
um að okkur aukalega fyrir dag-
skrárlok, því að oft heldur dag-
skráín áfram eftir tíufréttirnar.
Óskar“, ,