Morgunblaðið - 16.01.1952, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.01.1952, Blaðsíða 12
Veðurúiiif í dag: Vaxandi NA-átt og víðast Iétt skýjað. 12. tbl. Miðvikudagur 16. janúar 1952. Hverfjall Sjá grein á bls. 2. & Slær í hart við bómla, er neitar að skera fé sitt Hann skemmdi bíl eflirlitsmannsins með skammbyssuskolum AUSTUR í Hrunamannahreppi hefur dregið til tíðinda. — Bóndinn ae Skipholti hefur alveg neitað að fara að lögum um niðurskurð á fjárstofni sínum. — Hefur verið reynt að fara vel að bónd.anum, en slíku hefur hann mætt með hinni mestu vonzku og gripið til hinna fáránlegustu ráða. í Árnessýslu fór niðurskurður' á fé bænda fram nú í haust, í sambandi við fjárskiptin. Bónd- inn að Skipholti, Stefán Guð- mundsson, sem á 17 kindur, neit- aði að skera þær. Á ÞORLÁKSMESSU Gekk svo fram til jóla að ár- angurslaust var hann beðinn að fara að settum fyrirmælum. Á Þorláksmessu fór eftirlitsmaður rr.eð framkvæmd niðurskurðar- ins, heim að Skipholti til fundar við Stefán bónda. SKAUT Á BÍLINN Meðan efíirlitsmaðurinn hafði þar viðdvöl, gerði Stefán sér lít- ið fyrir, tók kindabyssu sína og skaut gat á slla fjóra hjólbarða bílsins og einnig braut hann rúð- ur í honum með skothríð sinni. Eftirlitsmaöurinn varð þaðan að hverfa an pess að úr niður- skurði á kindum Stefáns bónda yrði. — Eru þær enn á lífi. — Eftirlitsmaðurinn kærði þessa árás til sýslumannsins á Sel- íossi. SLÆM FÆRÐ HAiWLAR Svo sem kunnugt er hafa verið illviðri og vegir erfiðir yfirferð- ar, frá því um jólin. Hefur yfir- valdið ekki aðhafzt í málinu, en til þess mun nú draga innan skamms, ef fært verður að Skip- holti. Mannamyndasaln Sigurjóns Ólafssonar 1 MYNliLISTASALNUM við Freyjugötu verður í dag opnuð sýning á höggmyndum eftir Sigur- jón Ólafsson. Eru þarna sýndar mannamyndir .einvörðungu, er hann hefir gert á alllöngu ára- bili. Þar er t. d. myndin af móður hans, mynd af Jóni Krabbe stjórn- arfulltrúa, frá fyrri árum og frá síðustu tímum er m. a. myndin af sr. Bjarna Jónssyni og dr. Páli Isólfssyni. Alls eru þarna hátt í 20 myndir. Geta menn af sýningu þessari kynnst þessum þætti í verkum Sig- urjóns. Margar af þessum mynd- um hans eru snilldarverk. Framfærsluvísitalan 153 slig KAUPGJALDSNEFND hefir reiknað út vísitölu framfærslu- kostnaðar í Reykjavík fyrir janúar mánuð og reyndist hún vera 153 stig, eða tveimur stigum hærri en í desember, en þá var hún 151 stig. Kauplagsvísitalan er nú 144 stig. ÁlfndnDs og brenno ó íþrótfnvellinum í kvöld EINS OG kunnugt er höfðu íþróttafélögin Ármann, Í.R. og K.R. undir'oúið álfadans og brennu, sem halda skyldi á þrettándakvöld, er. varð að rfesta vegna veðurs. En nú fer þetta fram í kvöld kl. 8. UM 80 álfar munu stíga dans með uodirleik lúðrasveitar. í hópnum eru að sjálfsögðu myndarleg konungshjón, Álfakóngur og drottning og einnig Grýla og Leppalúði. Þar að auki eru púkar og ýmiss konar annarlegir gerfingar, sem munu skemmta áhorfendum. SÖNGUR v OG FLUGELDAR Telpnakór skipaður 50 telpum mun syngja og Erlendur O. Pét- ursson, form. K. R., flytja prolog og stjórnar fjöldasöng. Eru áhorf endur beðnir að taka vel undir bæði í viðlögum álfasöngslaganna og í fjöldasöngnum. Að lokum verður svo flugeldasýning. STÓR BÁLKÖSTUR Bálkösturinn verður að þessu sinni með þeim stærstu, sem hér hafa sézt, og álfarnir dansa á svæði, sem er upplýst með marg- litum kastljósum. BÚIÐ YKKUR VEL Brýnt skal fyrir fólki, bæði börnum og fullorðnum, að búa sig vél. Fylgdu lækni sínum HAAG — Læknir var rekinn frá sjúkrahúsi í Hollandi, en hann virðist hafa verið óvenjuvinsæll, því að yfir hundrað sjúklingar fylgdu honum til sjúkrahússins, er hann fékk starfa við. Af þeim voru 20 rúmliggjandi. 5menn létusl, en 142' slösuðusl í bíla- árekslrum s.l. ár Á ÁRINU 1951 lentu 1850 bif- reiðar í árekstri hér í Reykjavík og nágrenni, sem rannsóknarlög- reglan hafði afskipti af. 1 16 íil- fellum var um þrjár bifreiðar að ræða í sama árekstrinum. 40 bif- reiðar lentu þrisvar í árekstri á árinu, 14 fjórum sinnum, 2 fimm sinnum, ein sjö sinnum og ein níu sinnum. A árinu slösuðust 142 menn meira og minna og fimm af þeim biðu bana, fjórir karl- menn og ein kona. Karl- mennirnir, sem slösuðust voru 87 en konurnar 55. 24 bílstjórar, sem í árekstri lentu, voru ölvaðir eða und- ir áhrifum áfengis. Valur Gíslason hyllt- ur í Þjóðleikhúsinu í gærkveldi FRUMSÝNING Þjóðleikhússins á „Anna Christie", eftir Eugene O’Neill fór frarn í gærkveldi fyr- ir fullu húsi. Var til þessarar sýn- ingar efnt í tilefni þess að Valur Valur Gíslason í hlutverki Chris Christopherssons. Gíslason átti þann dag 50 ára afmæli og 25 ára leikafmæli. Leikhúsgestir tóku leiknum for- kunnarvel, en sérstaklega hylltu þeir þó ákaft afmælisbarnið, sem lék annað aðalhlutverk leiksins, Chris Christophersson, skipherra. Að leikslokum voru leikendur kallaðir fram hvað eftir annað og hyiltir af áhorfendum, og þá sér í lagi Valur Gíslason. Fluttu honum þar ávörp Guð- laugur Rosinkranz, bjóðleikhús- stjóri, formaður Þjóðleikhúsráðs, Vilhjálmur Þ. Gíslason og Brynj- ólfur Jóhannesson fyrir hönd Fél. ísl. leikara. Afhentu þeir honum fagrar blómakörfur og auk þess afhenti Vilhj. Þ. Gíslason honum fagran silfurbakka sem gjöf frá Þjóðleikhúsinu. Að því búnu tók Valur Gísla- son sjálfur til máls, þakkaði þau ávarpsorð, sem að honum hafði verið beint og góða vináttu og skilning, sem hann hefði notið frá fyrstu tíð bæði af hendi starfs- bræðra sinna og áhorfenda. Var auðséð og auðheýrt, að allir, sem voru viðstaddir kunnu að meta að verðleikum hina miklu leik- hæfileika Vals og hið merka starf, sem hann hefir unnið í þágu ís- lenzkrar leiklistar. Eftir leiksýninguna var Valur heiðursgestur Félags ísl. leikara í hófi í Þjóðleikhúskjallaranum. Hæslu vinningarnir í Varðarhúss- umboði í GÆR var dregið í fyrsta flokki Happdrættis Háskóla Islands, cn í honum eru 550 vinningar, sam- tals að upphæð kr. 252.500. Hæsti vinningurinn 25.000 kr., kom upp á M-miða nr. 17795. Voru þeir í umboði frú I’álínu Ármann í Varðarhúsinu. — Næst hæsti vinningurinn 10.000 kr., kom upp á %-miða, einnig í Varðarhúss- umboðinu, nr. 1083. — 5000 kr. vinningur kom á %-miða í um- boðinu í Stykkishólmi. I þessum flokki hlaut síðasti miðinn sem dreginn var út 5000 kr. auka- vinníng. Hér var um %-miða að ræða nr. 10652 og kom hann á 300 króna vinning. — Þessir miðar voru í umboðinu hjá frú Pálínu Ármann og hjá Helga Sívertsen í Austurstræti. A bls. 7 cr vinninga- skráin birt í heild. Ráðizt að Farfuglaskála og framiii þar spellvirki I Allar hurðir broinar upp og snjó rutf inn í skálann j ÞEGAR Guðmundur Bjarnason bóndi að Lögbergi kom að far* fugiaskálanum Heiðarbóli síðdegis s.l. fimmtudag, var þar ófagurt um að litast. Brotin hafði verið rúða í skálanum og allar dyr brotnar upp og skildar eftir upp á gátt. Þá hafði og allmiklu a£ snjó verið rutt þangað inn. , Eldborgin náðistá ilot í gær IJNNIÐ hefir vcrið að því undanfarna daga að ná Eld- borginni scm rak á land í Borgarncsi í óveðrinu 5. þm., aftur á flot. Var það verk ýmsum erfið lcikum bundið, en síðdegis í gær tókst að ná skipinu á flot. Stjórnaði Kristján Gísla son, járnsmiður, því verki. Skemmdir á Eldborginni munu sáralitlar. Raflækjum slolið í fyrrinóll I FYRRINÓTT var innbrots- þjófnaður framinn í raftækja- verzlunina Rafmagn h.f. að Vest- urgötu 10. — Var þar stolið ein- um borðlampa, einni ryksugu, tveim vöflujárnum, einni brauð- rist og tveim strokjárnum. Auk þess var stolið milli 10—20 krón- um x skiptimynt. Xrabbameln algeng- asta banameinið í SlÐASTA Fréttabréfi um heil- brigðismál er þess getið að krabba- mein sé orðið algengast allra bana- meina hér á landi. Árið 1949 dóu 140 manns hér á landi úr krabba- meini. Er það svipað hlutfall og hjá Noiðmönnum, en þar létuzt af völdum krabbameins 137 manns árið 1946. Á Spáni dóu 69 manns árið 1947. Eru þessar tölur miðað- ar við 100,000 manns. Fasteignamatsfrum- varpið úr sögunni á þessu þingi MIKLAR umræður hafa spunnizt um frv. fjármálaráðherra um endurskoðun fasteignamatsins, en ef það yrði að lögum myndi það hafa í för með sér stórhækkun á opinberum gjöldum. í gær fór fram atkvæðagreiðsla í neðri deild um málið og kom fyrst til atkvæða tillaga frá Jóhanni Haf- stein um að vísa málinu frá með rökstuddri dagskrá, þar sem ráð- gert væri að heildarendurskoðun skattalaganna færi fram á þessu ári -og þá eðlilegt að taka afstöðu til þessa máls samhliða þeirri endurskoðun. — Þessari tillögu greiddu atkvæði allir viðstaddir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins. — Framsóknar- menn allir og kommúnistar voru á móti og var tillagan felld með 16 atkv. gegn 17. Tillaga Áka Jt kobssonar um að vísa frv. frá var aftur á móti samþykkt með 12 atkvæðum gegn 11. Er frv. þannig úr sögunni á þessu þingi. ■' Meðai annars höfðu tvöfaldar dyr, sem liggja út á svalir við skálann, og negldar eru aftur að vetrinum til, verið rifnar upp. Húsgögn voru ekki brotin og ekki skemmd að öðru leyti en því, sem bleytan af snjónum hafði orsakað. i NÝ FÖR í SNJÓNUM Greinilegt virtist, að verknaður þessi hafði verið framinn þá uirt daginn, þar sem förin í sijónum voru alveg ný. Ef þessa hefði ekki orðið vart svo fljótt, sem raun varð á, er ekki ósenniiegt, að skálinn héfði stórskemmst í ofviðrum þeim, sem verið hafa undanfarna daga, en Guðmundur bóndi að Lögbergi negldi allar dyr aftur og kom þannig í veg fyrir meira tjón. /1 ÓSKILJANLEGUR ' j VERKNAÐUR Heimildarmaður blaðsins sagði að grunur léKí á, áð unglingar, sem vitað væri úbn að farið hefði á skíði þenhan dag upp að Lög- bergi, hefðu framið þennan óskilj anlega verknað. Einnig mun fiug- maður, sem flaug þarna yfir um dsginn, hafa tekið eftir ungling- um við skálann. En slík fram- koma sem þessi er furðuleg, hver sem í hlut á. , -------------------- I Áhafnir ilugvélanna bólusettar I í FRÉTTABRÉFI um heilbrigðis- mál er skýrt frá því, að hér á landi hafi í fyrsta sinni verifi bólusett við hinni ægilegu drep- sótt: Gulu sóttinni, sem lækna- vísindin hafa nú sigrazt á, en í gamla daga stráfelldi þessi sótt fólk þar sem hún kom upp. Þeir sem hér hafa verið bólu- settir fyrir þessum sjúkdómi er starfsfólk Flugfélags Islands, því að áhafnir flugvéla, sem eiga vott á að fljúga um allar heimsálfuiv eru öruggari um heilsu sína með því að vera bólusetta við þessari skæðu veiki. Bóluefnið kom flug- leiðis á tveim dögum hingað frá Ozwaldo Cruz-stofnuninni í Rio de Janeiro. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.