Morgunblaðið - 22.01.1952, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.01.1952, Blaðsíða 1
Hæstu fjárlög í sögu Banda- ríkjanna á friðarfímum gjcldin áætluð 85,4 milljarðar dala. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter—NTB V'ASHINGTON, 21. janúar. — Truman hefir nú lagt fram fjár- lagafrumvarpið fyrir fjárhagsárið 1952—’53. Er þar gert ráð fyrir háerri upphæðum en nokkru sinni fyrr á friðartimum. Útgjöldin eru áætluð 85,4 milljarðar dala. Þar af er hernaðar-, efnahags- og tækniaðstoðin við vinaþjóðir Bandaríkjanna 10,5 milljarðar. U EKKIMN ER MIKIL « Útgjöld þessa frumvarps eru 14,5 milljörðum dala hærri en þéssa fjárhagsárs, þar af fara 3,6 milljarðar þessarar aukningar til hernaðar- efnahags- og tækni- hjálpar við aðrar þjóðir. Fram- ' vegis verður lögð aukin áherzla á, að sá herbúnaður, sem Vest- ua-Evrópulöndin þarfnast, verði framleiddur hjá þeim sjálfum. IIERINN SVO SKIPAÐUR Hernaðarútgjöld Bandaríkjanna sjálfra eru áætluð 51,2 milljarð-l ar dala. Er þá gert ráð fyrir, að kómið verði upp herafla, sem í sóu 143 flugfylki, landherinn 21 herfylki, í flotanum verði 3 sjó- herfylki og fjöldi vélflugna, auk herskipanna. SMÍÐI KJARNORKU- VOPNA Á fundi með fréttamönnum sagði forsetinn, að hann mundi fara fram á, að þingið veitti sér heimild til að hefja stórkostlega framleiðslu kjarnorkuvopna, sem kynni að kosta 5—6 milljarða dala á 5 árum. Stjórnmálasamband á ný BELGRAD, 21. janúar. — Til- kynnt hefur verið að fullt sam- komulag hafi náðst milli Júgó- Slafíu og Japans um að hefja við- ræður um að taka upp stjórnmála- sambandi milli ríkjanna að nýju. Áttu Júgó-Slafar frumkvæðið að þessu samkomulagi. Fyrir auslan Fjall í hlákunni nú um lielgina, voru þjóðvegir i sveitunum fyrir aust- an Fjall ruddir. í gær var bílfært orðið allt austur í Vík í Mýrdal. Fólk í sveitunum sem brýnt er- indi hefur átt liingað til Reykja-' víkur, hefir margt beðið vikum saman eftir að komast. — Þessi mynd er af bíl úr Þykkvabænum á Ieið til Reykjavíkur í gær. — Af myndinni má nokkuð marka hve traðirnar á vegunum hafa verið orðnar háar, en þegar mynd in var tekin höfðu snjóruðning- arnir lækkað mikið vegna hlák- unnar. Það snjóar á Ósló ÓSLÓARBORG, 21. janúar. — Nú snjóar ,í Ósló. Undanfarna 3—4 daga hefir verið dálítil snjókoma, svo að bæjarbúum hefur stórum létt, einkum þeim, sem undirbúa ólympsku leikana í vetraríþrótt- um. — í dag var 11 stiga frost í höfuðborginni. Nú hafa verið seldir 900 þúsund aðgöngumiðar að leikunum. Til Svíþjóðar hafa verið seldir að- göngumiðar fyrir hálfa aðra millj. norskra króna. Þess verður víða vart í lífi Ósló- arborgar, að ólympsku leikarnir eru í nánd. Á laugardag hafði Centralteatret frumsýningu á gam anleiknum „Vinterlekene“ og skop leikahúsin „Edderkoppen" og „Chat Noir“, hafa líka á prjón- unum „01ympiarevyer“. G.A. Þegar Rússar skýrgreina árás PARÍSARBORG, 21. jan. — I lögfræðinefnd Allsherjar- þingsins var í dag rædd til- laga Rússa um skýrgrein- ingu á hugtakinu árás. Kom hún undir atkvæði og var felld með 28 atkvæðum gegn 12, en 7 sátu hjá. Kunnugir segja, að skýr- greining Rússa hafi verið svo loðin, aðoftast nær hefði mátt fara í kringum hana, svo að hún hefði orðið allsendis haldlaus. Þeir, sem greiddu atkvæði gegn tillögunni, gerðu svo grein fyrir afstöðu sinni, að hún væri engan veginn tæm- andi. I annan staO væri hún svo losaraleg, að eftir henni mætta kalla stríðsyfirlýsingu Breta á hendur Þjóðverjum árás. Reuter-NTB (hurchill varð innkulsa NEW YORK, 21. janúar. — Þær yiðtökur, sem Churchill voru bún- ar í New York, hafa orðið að falla niður vegna lasleika forsætisráð- jierrans. Hefur hann illa kvefazt, en hyggst engu að síður sigla heim með Queen Mary á þriðjudaginn. ____________Reuter-NTB Rússar þvælasf enn fyrir friðarsamningum LUNDÚNUM, 21. janúar. Stjórn- málamenn í Lundúnum hafa litla trú á, að viðræður um friðarsamn- inga við Austurríki geti hafizt aft- ur að sinni. Málaleitan Vestur- veldanna þessu viðvíkjandi hafa Rússar nú svarað iifbð vifilengjum. Blóðugir bardagar í kirkju- garðinum í Ismailia í gær Ibn Saud kvað hafa borið fram sáfta- 1 lillögu í deilu Brela og Egypia. j Salah el Din Pasha, utanríkis- ráðherra Egyptalands. Dðuðadómar í Júgó-Slafíu BELGRAD, 21. janúar. — 1 dag voru þrír Júgó-Slafar af albönsk- um ættum dæmdir til dauða. Voru þeir úr óldarflokki, er hefur unn- ið gegn hagsmunum ríkisins. — Tuttugu aðrir úr flokknum voru dæmdir í 20 til 25 ára fangelsi. Vinslri armurlnn rciður Japönum LUNDÚNUM, 21. janúar. Vinstri armur brezka Verkamannaaflokks ins bar í dag fram ályktunartill. í neðri málstofunni, þar sem gert er ráð fyrir afnámi laganna um viðurkenning Breta á japönsku friðarsamningunum. Er tillagan í raun og veru andmæli gegn, að Japanir ætla að stofna til stjórn- málasambands við stjórnina á Formósu. Eins og kunnugt er, viðurkenna Bretar hana ekki framar, heldur kommúnistastjórnina í Peping. -^TILLAGA í 4 ATRIÐUM I Arabiskt blað hefur skýrt frá því, að Ibn Saud hafi lagt fyrir. egypzka konunginn og forsætis- ráðherrann, áætlun til lausnar deilunni við Breta. Áætlunin ei' fjórum atriðum. Segir blaðið, að þau séu þessi: 1) Brezkar her- sveitir verði burt af Súezeiði, 2)] eining Egýptalands og Súdang hljóti viðurkenningu, 3) Banda- I | ríkin búi 30 þúsund manna eg- ypzkt lið vopnum, Egyptum að kostnaðarlausu, 4) Egyptar ger- J ist aðilar að varnarsamtökum fyr- ,ir löndin við» austanvert Miðjarð- arhaf. Blaðið segir, að í Bandaríkj- unum sé litið á tillögurnar, senj traustan grundvöll til lausnac deilumálunum. i Einbeittur náungi Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter—NTB LUNDÚNUM OG ISMAILIA, 21. janúar. — Ibn Saud, konungur Saudi-Arabíu, kvað hafa lagt fram tillögu til lausnar deilu Breta og Egypta. Brezkir stjórnmálamenn athuga nú tillögu þessa afi miklum áhuga. Frétzt hefir eftir ábyrgum aðilum, að hún verðii rædd ásamt tillögum þeim, er forsætisráðherra íraks bar fram, e>* , hann dvaldist í Lundúnum í nóvember. Það er tillögunum sam- j eiginlegt, að í þeim er gert ráð fyrir málamiðlun milli Vesturveld- anna og Arabaríkjanna í varnamálefnum landanna við austanvert Miðjarðarhaf. , Hermdarverk og fjárkúgun kommúnisfa í Indó-Kína # Vítisvélar springa víðs vegar í Saigon. BARIZT I KIRKJU- ) GARÐINUM Ekki var tíðindalaust á Súez- eiði í dag. Sló í bardaga milli brezkra hersveita og Egypta, meðan gerð var húsrannsókn í Arabahverfinu í Ismailia. Egypt- ar leituðu skjóls bak við legstein- ana í kirkjugarði í hverfinu, ert Bretar umkringdu kirkjugarðinn, drápu fimm og tóku ellefu manns fanga. Tveir brezkir hermenn voru drepnir. — Bretar fundui nokkuð af vopnum. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter—NTB SAIGON, 21. janúar. — Kommúnistar hófu grimmilegt gagnáhlaup í dag um 60 km suðvestan Hanoi. Eftir harða orrustu var því hrund- ið. Segja Frakkar, að kommúnistar hafi goldið mikið afhroð á liði. — Suðaustan Hanoi halda frönsku herirnir áfram sókn á hendur kommúnistum, sem búizt hafa um í þremur víggirtum bæjum. SEX VITISVELAR < SAMTÍMIS Yfirvöldin í Indó-Kína óttast, að kommúnistar muni nú auka hermdarverk sín. í dag sprungu 6 vítisvélar af þeirra völdum 'í höfuðborginni, Saigon. • Sprengjurnar voru festar við reiðhjól, sem stóðu fyrir utan aðallögreglustöðina, aðal- bækistöðvar frönsku öryggis- lögreglunnar og aðrar opin- berar stofnanir. Allar urðu sprengingarnar á 5 mínútum. Yfir 30 menn særðust. „VERNDARGJALD“ KOMMÚNISTA Lögreglan telur, að kommún- istar ætli að grípa til gömlu fjár- kúgunaraðierðarinnar, hræða fólk til að greiða sérstakan vernd arskatt. í desember voru 30 manns handteknir fyrir að eiga þátt í hermdarverkum í Saigon og hræða fólk til að greiða fé fyrir „vernd“. Hyggur lögreglan, að þeim hafi tekizt að kúga af fólki einar 10 milljónir ísl. króna árin 1949 og 1950'. ÖLDUNGADEILDIN HEIDRAR KARLSEN | WASHINGTON, 21. janúar. — 1 j öldungadeild Bandaríkjanna var j samþykkt gerð í dag, þar sem I lof er borið á Kurt Karlsen, skip- Istjórann af „Flying Enterprise“, ,fyrir að flýja ekki skip sitt fyrr |en hann átti einskis annars úr- kosti. Segir í samþykktinni, að Karl- sen hafi sýnt afrek, er sé til fyrir- myndar á marga lund, Adenauer sifur fund um Evrópuherinn BONN, 21. janúar. — Næsti fund- ur ríkjanna sex, er skapa kjarna Evrópuhersins fyrirhugaða, koma saman til fundar 26. janúar. •— Adenauer, forsætisráðherra og Scheffer, fjármálaráðheri'a, sækja fundinn af hálfu Vestur-Þýzka- lands. Hann verður haldinn í Par- ísaiborg. Reuter-NTB ÓRÓI í ALEXANDRÍU 1 Kairó kom ekki til neinna’ óspekkta í dag, en í Alexandríu varð að skjóta á stúdenta, sem' reyndu að stofna til æsinga. HópaK þeirra sundruðust, er lögreglan skaut viðvörunarskotum upp í loftið. I NUNNA DREPIN Vj Á LAUGARDAGINN Lík bandarísku nunnunnar, serrt drepin var á laugardag, var í dag flutt í kaþólsku kirkjuna í Ismail- ía. Jarðarförin verður á morgun, þriðjudag. Utanrikisráðherra landsins hef- ur lofað sendiherra Bandaríkj- anna, að fram skuli fara rannsókit til að fá úr því skorið, hvernig á morði nunnunnar hafi staðið. Síldin slærri og leilari en í fyrra 1 BJÖRGVIN, 21. janúar. — Til- kynnt er í Noregi, að fyrsta veiði- dag síldarvertíðarinnar, fimmtu- daginn 17. jan., hafi veiðst 5,150 hl. Á föstudag veiddust 1,850 hl. Lítur út fyrir að síldin sé bæðl stærri og feitari en sú síld, er veiddist í upphafi vertíðar í fyrra, Fitumagnið erxLÚ l-þ5%, en 1-3,5%'- þá. NTB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.