Morgunblaðið - 22.01.1952, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.01.1952, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ - Lundúnabrjef Framh. af bls. 7 EINLÍFIÐ Á ENDA 4. janúar kom bjorgunarskip brezka flotans, Turmoil á vett- vang, en það er eitt af bezt búnu björgunarskipum veraldar. Fimm tilraunir voru gerðar til þess að festa dráttarkaðla i skipið, en mis tókust allar. Enn var ofsarok og rirkoma mikil. Var Carlseif, skip- stjóra, ókléift að dragá inn drátt- arkaðiana og festa þá einn síns liðs. Loks renndi Turmoil sér fast upp að skipinu og stýrimaður þess, Kenneíh Roger Dancy, 27 ára, frá Kent í Englandi, stökk af borðstokk Turrnoil yfir á Fly- ing Enterprise. Var það allmikið glæfrastökk, því bæði skinin veltust mjög í hafrótinu. En þar með var einlifi Carlens, skip- stjóra, lokið. Bjuggust þeir félag- ar um i káetu skipstjóra, sem var nær eini staðurinn í skipinu, sem enn varði sig. Næsta dag, 5. janúar, var veðr- ið aðeins skárra og nú tókst þeim félögum að grípa línu er skotið var frá Turmoil og festa kaðla í skipinu. Þótti þeim félögum nú heldur hækka hagur strympu. — Var nú lagt af stað áleiðis til Fal- mouth, en sú leið var nær 350 sjómílur og ferðin gekk hægt þar sem Flying Enterprise varð ekki stýrt. En veðrið tók nú óðum að iægja. Næstu fjóra daga var hald ið áfram jafnt og þétt og höfðust þeir félagar við í skipinu sem fyr. Meðan á þessum hildarle.k stóð höfðu blöð og útvarp í Bretlandi tekið til óspilltra málanna. Skip og flugvélar voru send á móti Flying Enterprise, kvikmyndir . teknar, fregnir birtar jafnt og þétt og undirbúningur hafinn í landi að taka á móti þeim fél"g- um, ef þeir kæmu heilir á húfi. Eitt Lundúnablaðið bauð foreldr- um Carlsens heim, og flugu þau frá Danmörku til Englands á kostnað blaðsins til þess að fagna syni. sínum, er hann stigi á land. Og borgarstjórinn í Falmouth | ■* undirbjó hátíðahöld. Þeim félög- um leið eftir atvikum sæmilega i skipinu, en Carlsen, skipstjóri, var mjög tekinn að þreytast, enda lítið næði til svefns meðan á óveðrinu stóð. BARÁTTUNNI LÝKUR En aðfaranótt 9. janúar gerði óveður á ný. Skömmu eftir mið- nætti slitnuðu dráttarkaðlarnir j hafrótinu og Flying Enterprise rak enn fyrir straumi og vindi. Eftir var aðeins 47 mílna leið til Falmouth. Engin tiltök voru að tengja skipin saman á nv fyr «u í dögun, ef veðrið iægði. — En hvassviðrið hélt áfram. Halli skipsins óx upp í 80 gráður. Með morgninum tók það að síga niður enn meir. Enn neitaði Carlsen, skipstjóri, að yfirgefá skip sitt. En brátt var auðsætt að hverju dró. Oveðrið hélt áfram aúan dn<? inn og næstu nótt. Skipið fyllti meir og meir. Skipstjóraklefann f'æddi og þeir félagar skriðu upp eftir höllu þilfarinu þangað söm hæst bar. Skip, sem biðu átekta allt um kring, færðu sig nær og kl. 3,10 e. h. þann 10; janúar stukku þeir félagar frá revlrháf skipsins í sjóinn og voru innbyrt- ir í Turmoil eftir nokkrar mínút- ur. Eftir þrjá stundarfjórðunga hvarf Flying Enterurise í skaut hafsins, eftir hálfs mánaðar hrakninga. Carlsen, skipstjóri og félagi hans hvíldust um borð í skipinu, en stigu á land næsta dag, þar sem þúsundir raanan biðu til þess að fagna þeim með ræðum og veizluhöldum. Þeim bárust heilla- óskaskeyti hvaðanæva að úr ver- öldinni, og tilboðum um kaup á frásögn um þennan hálfa mánuð á sjónum rigndi yfir Carlsen, skipstjóra, frá kvikmyndafélög- um. úteáfufvrirtækium og aufflýs ingastofnunum. Ekki er vitað að hann hafi tekið neinu þeirra boða. Kvaðst hann hafa verið að reyna að bjarga skipi sínu, en ekki að vinna sér inn fé. Hins- vegar veitti hann viðtöku Danne- brogsorðu, sem Danakcnungur sendi honum. i Þriðjudagur 22. jan. 1952 Ingvar Sigurðsson Minningarorð Slasaður maður íinnst á fömum vegj INGVAR SIGURÐSSON var fæddur hér í Reykjavík 20. júlí 1885. Foreldar hans voru Sigurð- ur Magnússon kaupm. systurson- ur Jóns Hjaltalíns landlæknis og Bergl'jót Árnadóttir. Voru því al- bræður Ingvars þeir próf. Jón Hj. Sigurðsson og Magnús SigUrðsson bankastjóri. Gekk Ingvar einnig í Lærðaskólann og lauk stúdents- prófi vorið 1905. Lagði síðan um nokkur ár stund á læknisfræði við Khafnarháskóla, en varð þá að fara á heilsuhæli. Fór hann svo heim upp úr því og gaf sig einkum að skrifstofustörfum. Var um skeið hjá G. Copland þangað til það fyrirtæki hætti hér störf- um. Var síðan við bankastörf í nokur ár, en svo síðast hjá Gjald- eyris- og innflutningsnefnd og þeim stofnunum sem við tóku af henni. — Kvæntur var Ingvar Mörtu dóttur séra Einars Þórðar- sonar prests í Hofteigi, er lifir mann sinn. Börn þeirra eru íjór- ar dætur og einn sonur. Með Ingvari Sigurðssyni er fallið frá hið mesta valmenni og sérstakur gáfumaður — einn af þeim fáu, sem ól frumlegar skoð- anir og sjálfstæðar hugsanir, eink ánlega um þjóðfélagsmál og ein- skorðaði sig þá ekki við innan- landsmálin. Um skeið ritaði hann allmikið í blöð og þá oft undir dulnefni. Greinaflokkur eftir hann sem birtur var í .blaðinu Vísi undir nafninu „Örn ein- eygði“ vakti mikla athygli. Ræddi hann meðal annars varnarleysi þjóðarinnar og þörf á sterkara ríkisvaldi. Er nú þegar komið ? Ijós að hann hafði rétt að mæla í aðaldráttum og á eftir að sann- ast betur. AÐFARANÓTT sunnudagsins, klukkán um 2.30, fannst með- vitundarlaus maður á Hafnar- fjarðarvegi, skammt frá Foss-vogs kapellu. Hafði hann orðið fyrir slysi, sennilegt að bíl hafi verið ekið á hann. , Maðurinn sem heitir Eiríkur Þórðarson, Miðtúni 24, var flutt* ur í Landsspítalann. Hann hafði meiðst í baki og á höfði. Rann- sóknarlögreglan hafði ekki tekið skýrslu af mannínum í gær. — Það voru bílstjórar á leigubílum sem fundu Eirík, og gerðu þeir lögreglunni aðvart. Framii.af bls. 6 pkaut ttpp í huga míríwm yar: Héu hcfjr verið framið, andstyggilegt og villhnannlegt morð“. Við iíkamsrannsóknina, sem var yfirborðskennd m. a. vegna þess, að ljósið var mjög lélegt, sá dr. Teply enn fremur, ao fæturnir voru brotnir, sýnilega fengið högg af.hamri eða einhverju öðru. þungu verkfæri. Hendur hans báru líka merlci örvæntingarfullrar- baráttu. Aðal ritverk Ingvars var Al- ríkisstefnan, sem kom út árið 1932. Það er bók upp á rúmar 300 síður og rituð til að slá til hljóðs og skýra þá skoðun, að eina leiðin til lækningar á hinu sjúklega ástandi heimsmálanna sé sú að stefna að samstjórn allra þjóða undir einu alríkisvaldi. Lýsir hann sjálfur efni bókarinnar svo í lokakaflanum: „Fyrst hefur verið sýnt hver grundvöllur alríkisstefnunnar skuli vera, þar næst í stórum dráttum byggingu Alríkisins, þar næst sýndir kostir þessa stjórnar- fyrirkomulags í helztu atriðum ’og hver trygging það sé fyrir friði og góðri samvinnu meðal mannanna. Því næst eru taldar upp aðferðir þær, sem vænlegast- ar þvkja til að afla Alríkisstefn- unni fylgis og gera bygginguna sem traustasta. Loks eru nefndar nokkrar helztu mótbárur, sem líklegt er að fram komi gegn1 etefnunni og leitast við að benda á hver svör skuli veita til að hnekkja þeim.“ — Þessu verki Ingvars var sem vænta má tekið með nokkru tómlæti. Menn sögðu að það væri ekki nógu raunhæft. En tíminn sem liðinn er síðan þessi bók kom út hefur sannað að þar voru þó orð í tíma töluð. Síðan má segja, að um allan heim hafi menn sannfærzt um, að ein- hverskonar „alríki“ eða sam- stjórn á heiminum sé það eina sem geti bjargað honum frá glöt- un eða þeirri menningu sem byggð hefur verið upp. Drög að þessari samstjórn voru lögð með stofnun Sameinuðu þjóðanna. Og nú segja menn að ef „þriðja heimsstríðið“ kemur, verði það háð um „heimsyfirráð” — urrt það hvaða völd eigi að fá að reka smiðshöggið á stofnun hins fyrir- hugaða alríkis og stjórna því. Það má því seg.ja að viðurkenn- ingin á aðalhugsjón Ingvars Sig- urðssonar — þörfinni á samstjórn uðu heimsríki — sé nú staðreynd. Annað mál er það, í hversu rík- um mæli þetta heimsriki petur fullnægt þeim demókratísku kröf um sem Ingvar óskaði. Svo ástúðlegur sem Ingvar var í öllu dagfari og viðkvnningu, því síður þurfum við vinir hans að orðlengja um það, hve mjög við söknum hans. H. T. + KVEBJA Skírist myndin og mótast, mennirnir koma og fara. Elfunnar ber í bakka. Bilið á milli skara ----- breytir vegfarans vegi, vinanna næsta degi. brofinn björgunar- bál og skemmdar birgðir 1 PATREKSFIRÐI, 21. jan.: - Tog arinn Vilda frá Grimsby kom hingað til Patreksfjarðar í dag eftir níu sólarhringa útivist frá Englandi. Var togarinn með mölbrotinn björgunarbát, leki var kominn að lestinni og allar birgðir að mestu ónýtar. Gert verður við togarann hér, hann fær nýjan björgunarbát og annað, sem hann vanhagar um. — Gunnar. Hugsjónir háar stórar heimurinn varð að reisa. Samstillta elfa orku, alheim úr fjötrum leysa. Kærleikans vinna vegi varðveizlu næsta degi. Fækkar vinanna vali, vist skal þó eigi kvarta, þar, sem oss gafstu ylinn, orkuna úr þínu hjarta. Það er svo gott að geyma gjafirnar þínar heima. Þ. Sigurðsson. Skipafloti Vestur-Þýzkalands BONN — Skipafloti Vestur- Þýzkalands eykst nú stórum. Á árinu 1951 voru smíðuð 112 vöru- og .-farþegaskip í Vestur-Þýzka- landi, samtals 191.000 tönn. KAUPMANNAHOFN — Undan- farna 3 mánuði hafa alls 35 blöð og tímarit hætt að koma út í Dan- mörku vegna stóraukins útgáfu- kostnaðar. ffl vors 1954 FRV. um breyting á lögunum um menntaskóla varð að lögum í gær. Er efri deild hafði írv. til meðferðar var því breytt frá því er neðri deild samþykkti það, svo að frv. varð að fara aftur íil neðri deildar. Hún samþykkti svo frv. óbreytt eins og efri deild gekk frá því og var frv. síðan afgr. til ríkisstjórn- arinnar, sem lög frá Alþingi. Efni laganna er á þá leið, að ráðherra getur, að fengnum tillög um hlutaðeigandi skólastjórnar, heimilað, að við menntaskólana starfi óskipt miðskóladeild til vorsins 1954. ? NOSEK OG CLEMENTIS Á VETTVANG Líkið var flutt aftur í íbúð Masaryks, og þangað fylgdi dr. Teply bví. Rétt áður en hann gekk inn í húsið sá hann stóran, svartan bíl renna upp að því. Út úr. honum komu þeir Vaclov Nosek, innan- ríkisráðherra og yfirmaður leyni- lögreglunnar, og Vladimir Clem- entis, er seinna varð utanríkis- ráðherra, en situr nú í fangelsi. Þeir flýttu sér í lyftuna og kom- úst í íbúð Masaryks á undan Teply. Fleiri skinn á boð- stólum en fyrr KAUPMANNAHÖFN, 21. jan. — Á alþjóða grávörumarkaðinum í Kaupmannahöfn í dag og á morg- un, eru á boðstólum 130 þúsund minkaskinn og 6000 silfurrefa- skinn. Er þetta mesti skinna- markaður, sem nokkru sinni hef- ,ur verið haldinn. Markaðinn sækja kaupendur frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakk landi, Ítalíu og Vestur-Þýzkalandi. NTB LEYNDARDOMSFULL IIEIMSÓKN TIL HINS DAUÐA Þegar hann kom inn í íbúðina, voru þeir, sem á undan fóru, í óða önn að færa allt til betri veg- ar og afmá ummerki hins æðis- lega bardaga, sem hafði verið háð- ur þar inni. Teppin voru færð úr stað, húsgögnum velt, stólfætur brotnir frá, einkum var allt á tjá og tundri í svefnherbergi Mása- rýks. Þegar lögreglumennirnir höfðu lagað dálitið til í.rúminu, var líkið lagt þar. Nosek gekk að ghigg- anum, starði út og sagði alvar- legur í bragði: „Sjálfsmorð“. Þeg- ar dr. Tepsy hreyfði mótbárum, skipaði ráðherrann honum að hverfa til vinnustofu Masaryks og biða þar. Tuttugu mínútum seinna kom einhver maður með handklEeði á handleggnum, hvíslaði nokkrum orðum að Clementis og Nosek og gekk í áttina til svefnherbergisins. Þegar lögreglumaður ætlaði að varna honum inngöngu, hratt sá aðkomni honum til hliðar og sagðí hrottalega: „Verið þér ekki að gera yður merlcilegan, maður minn, ég fer þessa leið“. Þessi ókunni maður dvaldist hálftíma einn inni hjá líkinu, því næst kallaði Nosek alla i íbúðinr.i saman og lét þá sverja, að þeir hefðu hvorki séð né heyrt neitt markvert. IIMIIIHIIIIiaMIIIIIIIINMIMI Markús: £ & & 1) Raggi Þæistinguna. í óleyfi. getur ekki Hann tekur staðizt bílinn 2) — Heyrðu, bannaði pabbi þinn þér ekki að keyra bíl í einn mánuð. — Kemur ekki málinu við. 3) — Sjáðu, nú ætla ég að taka þessa b.. ég komi að. tveimur hjólum -6111 >■ t ,1 » t J : V l ■51. « \ i ; I. ,í .1 w t í H I 1 'I I .11 - - Mí .“í Öi ; riui v / . AHRIFANNA GÆTIR Þremur mánuðum eftir dauða Masax-yks, dó dr. Tepsy í skrif- stofu sinni í aðalbækistöðvum lög- reglunnar. Látið var heita, að hann hefði gefið sjálfum sér ranga innspýtingu. Og mönnum verður að spyrja: Hafði vitund Clementis um atburðina 10. marz ekki einhver áhrif á örlög bans seinna meir? Það hefir óreiðan- lega ekki verið neinum hollt, þeg- ar frá leið, að vita of mikið um atburðina í utanríkisráðuneytinu. Eftir þessa yfirlýsingu Sulz- feergers má gera ráð fyrir, að skýrsla dr. Teplys verði birt í heild. Eftir Ed Doddf< u svo hratt, að við veginn á 4 I t » • I I • I II « f II II IMt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.