Morgunblaðið - 22.01.1952, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.01.1952, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 23- jan. 1952 MORGUNBLAÐIÐ Karl Strand: LUNDÚNABRÉF HÆGT er að þreyja þorrann og góuna. Þegar kemur fram undir Bræðramessu og bóndadag fer þokudrunginn yfír Lundúnaborg óðum að greiðast og nóttin að styttast. Enn er að vísu kalt :r loíti, rakasamt og snjór á næstu grösum. En þegar tíl sólar sér hlýnar furðu skjótt, þótt hlýjan sé viðsjál, horfin fyr en varir þegar fyrir sól dregur. Nokkrum undanförnum nótt- um hefir svipað til íslenzkra frostnótta norðaníands, tunglsljós og stjörnubjart, hrím á jörðu og ísaðar ufsir. SiJfurskrúð hélunn- ar er fremur sjalgæf sjón inni í Bundúnaborg, og hverfur þegar í stað þegar morgunumferðin hefst og loftið vermist. Janúar er venjulega rólegur Tnánuður í London, þegar lokið er gleðskap þrettándans -— sem stendur íslenzkum þráttánda langt að baki að fyrirferð — og áramótaútsölurnar eru um garð gengnar. Útsölurnar í helztu verzlunarhverfum borgarinnar standa hinsvegar hínum íslenzku sízt að baki um tilþríf. Furðu al- gengt er að, konur standi í bið- röðum heilar nætur, er kjara- kaupa er von að morgni og þegar kaupin hefjast hrökklast flestir karlmenn á braut fyrir Iíkamlegu og andlegu ofurefli kvennanna. Brezka þingið nýtur enn hins langa jólaleyfis og hínir nýju ráð herrar virðast hafa nóg að gera að læra hver á sina stjórnar- tauma. Flestir þeirra virðast hafa tileinkað sér þau gullnu sann- indi að fæst orð hafa minnsta á- byrgð og ekki sé skynsamlegt að tala af sér í byrjun starfsins. — Margir þeirra hafa einnig komizt að raun um að þau vandamál, sem sýndust harla auðveld írá sjónarhóli stjórnarandstöðunnar, verða þyngri í vöfum þegar þau eru lögð á eigin herðar. En slíkt hefir verið reynsla allra flokka á öllum tímum. FAGURT MAKMIÐ — EN ÓFRAMKVÆMANLEGT Frá sjónarmiði almennings hafa stjórnarskiptin valdið tiltölu lega smáum straumhvörfum í al- mennu lífi fólksins. Kol, benzín, fargjöld og matvæli hafa haldið áfram að hækka í verði, eitt af öðru, eins og á dögum hinnar gömlu, góðu verkamannastjórnar, sem fræg var á sínum tíma fyrir hækkanir. — Skömmtunarfyrir- komulagið er óbreytt, fær minni ákúrur nú hjá íhaldsblöðunum en fyr, en undír níðri viður- kenna flestir illa nauðsyn þess. Ákveðið hefir verið að rýmka um byggingarleyfi og að Ieyfa sölu þeirra húsa er bæjarfélög reisa, þó aðeins nokkurs hundraðshluta, en markmið Ihaldsflokksins um S00.000 ný hús á ári er viðurkennt bæði af hægri og vinstri mönn- um, sem fagurt markmíð, en ó- framkvæmanlegt eins og sakir standa. Sú eina vörutegund, sem lítilsháttar virðist hafa lækkað í verði er vefnaðarvara, enda ber- ast fregnir norðan úr iðnaðar- héruðunum um fullar vöru- skemmur, harðnandi samkeppni á heimsmarkaðinum og atvinnu- tregðu í iðnaðinum. Stáliðnaðurinn á æ meir í vök ítð verjast vegna hráefnisskorts og einn af starfsmönnum Ford- verksmiðjanna lýsti því yfir, við þann er þetta ritar, nú í vikunni, að janfvel- á stríðsárunum hefði \erið hægara um vik en nú. Til- kynnt hefir verið af stjórnarinn- ar hálfu, að takmörkuð verði framleiðsla á stálmunum til heim jlishalds og annarra skyldra hluta. En einmitt þegar þetta er ritað berast fregnir um það, að Churchill hafi tekizt að fá loforð fyrir einni milljón tonna stáls í Bandaríkjunum, fyrir framleíðslu yfirstandandi árs. Eftir er að sjá hvort Ford fær áð smíða úr þvj varahluta í læknabífreiðar, eða hvort það fer r vélbyssur. Churchill og Eden sitja á rclr- rjL'ægfara breytingar á stjórnmálasviðinu • Carlsen Skipstjóri keppir við stjórnmála- mennina um forsíðufréttir dagblaðanna IN6LAND | ' 5 * VerSur (jögurra millj, kréna hraðfrystihös reisf á Ákureyri Akureyri, 21. janúar. [ AÐ UNDANFÖRNU hefur verið á Akureyri starfandi nefnd, kosin af bæjarstjórn, til að athuga um byggingu og starfrækslu hrað- frystihúss í sambandi við togaraútgerðina hér. | Nefndin hefur nú lokið störf- um og skilar áliti sínu til bæjar- stjórnarinnar. Hefur hún fengið Gísla Her- mannsson verkfræðing, til að gera áætlun um byggingar og rekstur hraðfrystihússins. Bygg- ingarkostnaður er áætlaður 4,2 milljónir króna og er sú bygg- ing 7000 ferm. Áætlað er að húsið sé starfrækt í 100 daga á ári. Framleiðsla þess verði 90 tonn á dag miðað við fulla vinnslu, eða úr 9000 tonnum. — Mundi þá rekstur hraðfrystihúss- ins bera sig vel enda gefa nokk- uð á annað hundrað þúsund kr. ' í rekstrarhagnað, miðað við rtú- verandi verðlag. j Nefndin hefur orðið algjörlega sammála og leggur til að unnið verði að framkvæmdum, enda. muni slíkt fyrirtæki hafa mjög aukið öryggi fyrir atvinnulíf bæjarins og tryggja verulega rekstrarafkomu togaranna og Krossanesverksmiðj unnar. I Nefndina skipuðu Friðjón Skarphéðinsson bæjarfógeti, Haukur Olafsson frystihússtjóri, . Tryggvi Helgason bæjarfúlltrúi, Helgi Pálsson bæjarfulltrúi og ev | hann formaður nefndarinnar. H. Vald/ 31. des. yfirgáfu farþegar og skipshöfn „Flying Enterprise" að Carlsen skipstjóra undanskildum. Skipið rak undan stormi til 4. jan., að „Turmoil“ tókst að koma dráttartaugum í það. 8. janúar slitnaði svo taugin og „Flying Enterprise“ rak nú í áttina að Frakklandsströndum, þar til skipið sökk. stólum vestan hafs eins og kunn- ugt ef, en að frádreginni ofan- greindri fregn hefir furðu lítið verið látið uppi um árangur "ar- arinnar. — Attlee gekk einnig á til fyrir hálfum mánuði er hann tók að bjóða höfuðskepnunum birginn. Fyrri hluti fund Trumans stuttu áður en hann tapaði völdum, og síðan Churchill fór hafa blöð beggja flokka gert sér all titt um hæfi- leika hvers forsætisráðherra fyrir sig til slíkra ferða. Minna þær umræður á norrænan mannjöfn- uð. SKÆÐUR KEPPINAUTUR En síðasta hálfan mánuðinn hafa stjórnmálamenn og aðrir vettvangsmenn átt skæðan keppi naut á forsíðum Lundúnablað- anna. Sá keppinautur er danskur skipstjóri á sökkvandi skipi úti á Atlantshafi, öllum ókunnur þar Kcnr.cth Ðancy stýrimaður. 1 Þann 27. desember var amer- ískt skip, Flying Enterprise, 6711 smálestir á leið frá Hamborg með I vörufarm og nokkra farþega. — Skipstjóri var Kurt Carlsen, fædd ur í Danmörku, en til heimilis í | Ameríku. Um 300 sjómílur suð- vestur af Irlandi skall á aftaka- | veður, eitt hið versta, sem komið • hefir á þessum slóðum um ára- tugi. Þeir er staddir voru úti á Atlantshafi þennan dag telja að ölduhæðin hafi verið um 60 fet. Þegar óveðrið stóð sem hæst sprakk byrðingur skipsins á móts við yfirbyggingu og sjór féll inn í lestar. Carlsen, skipstjóri, sendi þegar út neyðarmerki og tók stefnu suður á bógánn, þar sem annarra skipa var helzt von. — j Næsta dag ágerðist lekinn og skip ið tók að hallast allt að 30 gráð- j ur, og lét ekki að stjórn. Brátt , komu önnur skip á vettvang og ; að morgni þess 29. desember ákvað skipstjóri að láta farþega | og skipshöfn yfirgefa skipið. — Bátum varð ekki við komið vegna óveðurs svo farþegar og skips- höfn stukku útbyrðis í björgun- arbeltum, tveir og tveir, og voru síðan dregnir upp úr siónum og bjargað um borð í tvö amerísk skip. Velktust sumir í sjónum um klukkustund. - Þegar hér var komið sögu hall- aðist Flying Enterprise um 60 gráður og flatti enn meir í storm- hviðunum. Þrátt fyrir það þóttist Carlsen, skipstjóri, öruggur um það að skipið mundi ekki sökkva ! | fyrst um sinn og ákvað að sitja meðan sætt væri. Neitaði hann að yfirgefa skipið hversu :"ast, sem að honum var lagt og be’ð átp'-ta aleinn í skipinu, sem nú hrakti st’órnlaust fyrir vindi og báru. Loftshoytatæki hafði hann off hélt uppi stöðugu sambandi við önnur skin, sem héldu sig í nácrenninu. Á gamlársdag var veður enn hið versta og engin tök á freka'ri b’örf?ur’araðe'Prð”m, 1. janúar s^otaði veðrinu nokknð nn aðeins um stundarsakír. >Taesta rTac(. 9 i”núar. vensnpði þafi á rvý. TTm þetta Tpvti tóku rnfblöður Garlsenc miöv að ^anga til þurrð- ar, en þó ei“i meira en svo að baiin o-pt ót’.’írsett gef’ð í sb’’r. rð skipið m”ndi Psnn nkki -fi-rífn ftry pn b-nð Pt-Wj fm?ii /J—nrriQ til þpfnnr. 'RpVbrrðj sVinsina ”ar nm b°tta lm’ti 35 míbm á dag. Þ°nnan d°g kom amnníqVJ Vnr. skjn p i’pítvpnrr .Tpbri "W. Wp’-’Vc^ oCT tókst skinshöfn þess að skióta linu vfir ti1 Carlsens bann 3. ian. Og koma til hars matvæbim á b'>nn hátt. Hafði barm bá iifað síðustu dagana á stórri iólaköku einni saman, bví forðabúr skips- ins var á kafi í sjó. Framh. á bls. 8 Erf itt samband við Málmey Dráffur á að hægf sé að koma falsföðinni þangað HOFSÓSI, 14. jan.: — Málmeyjarbruninn er ennþá í fersku minni, og vandamál þeirra Málmeyinga er ennþá á dagskrá fólksins. — Nú eru liðnar um tvær vikur síðan hægt var að hafa samband við mennina tvo, sem gæta fjárins. Sífelldir rosar og brim. Ekki ec þó ástæða til að óttast um þá ennþá, því nægilegur matur og annar útbúnaður var fluttur til þeirra um leið og skúrinn var settur upp. Talstöð, sem setja átti upp k eynni liggur á Hofsósi ennþá. Er beðið eftir stund, sem hægt yrði að skjótast með hana. Ekki vil ég fullyrða, hvort bændurnir flytja fram aftur til veru, en taldar eru þó líkur til að svo verði ekki. UMHLEYPINGA-TÍÐ Tíðarfar hefir verið mjög um- hleypingasamt, sííelldir stormar en frekar snjólítið. Um jólin og fram yfir nýárið var gott bíl- færi, hvert sem farið var, en nú undanfarna daga hefir þó nokk- uð spillst færi vegna snjóa. í laugardagsveðrinu 5. þ. nj. urðu furðu litlar skemmdir. Tveir bátar á Hofsósi brotnuðu þó nokkuð, þegar veðrið feykti þeim til. Þetta mun hafa verið éitt mesta veður, sem menn muna hér. i GOTT HEILSUFAR Heilsufar á mönnum og mál- lcysingjum er yfirleitt gott. Seg- ir héraðslæknir mér, að engir teljandi kvillar gangi um liérað- ið, hafi jólin því verið honum óvenju róleg, honum og öðrum til ánægju. — B. * — Aburðarverksmiðjam Framh. af bls. 2 staða sem taka á móti áburðinum út um land. GEYMSLURSPRENGDAR INN í KLETTINN Blaðið hefir heyrt að áformað sé að geymsluhús verksmiðjunn- ar verði sprengd inn í klettana sunnanvert við Grafarvoginn. En blaðið hefir ekki heyrt hvernig hugsað er fyrir því, að þezsar geymslur verði svo nálægt bryggj um þarna eða hafnarmannvirkj- um að ferming skipa verði sem allra auðvelust að unnt er. Ártúnshöfði og nágrenni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.