Morgunblaðið - 26.01.1952, Síða 1

Morgunblaðið - 26.01.1952, Síða 1
rr 39. árgangur. 21. tbl. — Laugardagur 26. janúar 1952 Prentsmiðja Morgunblaðsins. ] Eí • » andaðist a nótt föstudags kl. 3930 var hjartaslag LESENDUM Morgunblaðsins er þegar kunnug’t, er þetta blað berst þeim í hendur, að forseti landsins, herra Sveinn Björnsson, er látinn. I l ( i> I '| e- Forsætisráðherra, Steingrímur Steinþórs- son, tilkynnti þjóðinni andlát hans í hádegis útvarpinu í gær með svofelldum orðum: Góðir íslendingar! Eg flyt íslenzku þjóðinni sorgarfregn. Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, andaðist í Reykjavík klukkan hálf fjögur í nótt. I Forsetinn hafði fyrir skömmu gengið undir uppskurð erlendis og virtist á góðum batavegi, en að vonum ínáttfarinn eftir mikla og hættulega aðgerð. Þegar ég átti tal við forsetann í fyrradag, glaðan og hressan í anda, g’runaði mig sízt, að sá fundur yrði okkar síðasti, enda lét hann í Ijós Von um, þð þreytan mundi hverfa með vori og hækkandi sól, svo að hann gæti þá tekið til starfa fyrir land sitt og þjóð með endurnýjuðum kröftum. íslenzka þjóðin mun jafnan minnast hinsi mikilhæfa, góðviljaða og hugljúfa forseta BÍns með virðingu og þökk og' meta að verð- teikum störf hans í þágu lands og lýðs bæði meðan hann gegndi vandasömu sendiherra- bmbætti um langt skeið og eins, er hamt hiótaði og markaði stöðu hins íslenzka þjóð- höfðingja sem fyrsti forseti hins íslenzkq lýðveldis. í dag sýnir þjóðin samúð sína með því að störf í skrifstofum og verzlunum bæði hjá' einstaklingum og ríkisfyrirtækjxun eru felld niður frá hádegi og hvers konar samkom- um aflýst og skólum lokað. i Hugur vor beinist sérstaklega í dag til forsetafrúarinnar, Georgíu Björnsson, og) barna og annarra vandamanna forsetahjón- anna með hluttekningarkveðjum. Vér íslendingar munum ávallt minnasí hins fyrsta forseta íslenzka lýðveldisins, herra Sveins Björnssonar, með miklu þakk- læti og óblandinni virðingu. Guð blessj hann og alla ástvini hans Forsefi hefir lengi verið heiisuveill SÍÐUSTU þrjú eða fjögur ár var alþjóð kunnugt að forseti gekk ekki heill til skógar. Hvað eftir annað lá hann þungt haldinn og varð að hætta við ýms áform sir. er honum var hugleikið að kæmust fram, sakir þess að lækn- ar fyrirskipuðu honum að halda kyrru fyrir og forðast áreynslu sem mest hann mátti. Eins og læknar hans hafa áð- ur skýrt frá fór hann til Eng- lands á síðast liðnu hausti til þess að leita sér lækninga við þrálátri meinsemd. Er hann kom hingað heim skömmu fyrir jól i vetur, hafði Morgunblaðið stutt samtal við hann, þar sem hann lét hið bezta yfir því, að hann hefði fengið góðan bata. Síðan það vitnaðist um miðjan þennan mánuð, að hann hefði enn orðið að leita sjúkrahúsvistar sér til heilsubótar og hressingar, má segja að þjóðin hafi verið á milli vonar og ótta um heilsu hans. En honum var jafnan lítið um það gefið, að miklar fréttir bær- ust um líðan hans og krankleika, svo að almenningur hefur ekki átt þess kost að fylgjast með líð- an hans frá degi til dags, sem menn þó gjarnan hefðu óskað eftir. skyldi hefjast í skólum, bárust óskir um að kennsla yrði látin íiiður falla. Samtímis var ákveð- ið að verzlunum og skrifstofum yrði lokað og lögð voru niður störf á vinnustöðvum, ýmist frá morgni eða frá hádegi. Útvarps- sendingar féllu niður frá því að forsætisráðherra hafði flutt þjóð- inni andlátsfregn forseta þar til ldukkan 8 um kvöldið. Fiaug sem eldur í úm Um fótaferðatíma í gærmorg- un flaug andlátsfregn forsetans eins og eldur í sinu um Reykja- víkurbæ og út um land, eftir því sem talsamband var opnað. Brátt drúptu sorgarfánar á hverri stöng um allan Reykja- víkurbæ og eins mún hafa verið um allt land, svo til jafn snemtna og fregnin barst út. Um það leyti, sem kennsla Kyrrlátur dagur í Reykjavík Dagurinn í gær var cvenju heiður og bjartur, eins og menn óska sér frá gamalli tíð á Páls- messu. Lognið og sólskinið eftir langvarandi rosa, hefði gert mönnum létt í geði undir venju- legum kringumstæðum. En kyrrð in í bæjarlífinu undirstrikaði al- vöruþungann í hugum Reykvík- inga þennan dag. Veikindcskýrsla læknanna Forsetaritara barst í gær eftirfarandi tilkynning frá læknum forseta: „Forseti Islands, herra Sveinn Björnsson, andaðist í nótt í sjúkrahúsi á 71. aldurs- ári. Forsetinn varð bráðkvadd- ur. Banamein hans var hjarta- slag. Forsetinn hafði dvalið í sjúkrahúsi frá 15. þ. m., og áformað var, að hann færi heim að Bessastöðum á morgun, laug ardag, þar eð hann virtist á batavegi. Klukkan rúmlega 3 í nótt fékk forseti skyndilega kvöl í brjóstið. Hann missti fljótlega meðvitund og andað- ist um klukkan 3,30. Sá sjúkdómur, er dró forseta til dauða, átti sér alllangan að- draganda. Árið 1947 var íram- kvæmd skurðaðgerð á honunt vegna stækkunar á blöðruháls- kirtli og kom hún að haldi urh nokkurt skeið. En upp úr þessu tók að bergj á hjartasjúkdómi hjá forseta, einkum þó árið 1949 og síðan, Hafa verið mismikil brögð að hjartasjúkdómnum, én haml hefur þó aldrei batnað til fulls, Á síðastliðnu hausti hafði sjúkdómurinn í blöðruháls- kirtli að nýju færst í það horf, að eigi þótti annað tiltækilegt, en freista skurðaðgerðar í ann- að sinn. Var hún framkvæmd í Lundúnum í októbermánuði s. 1. og tókst í sjálfu sár vel, En eftir heimkomuna var þ5 ljóst, að forseti hafði hvergi nærri náð sér eftir aðgerðina, en hjartað var veilt fyrir eina og áður segir og seinkaði þaði bata. Framlr. á bls. 2 J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.