Morgunblaðið - 26.01.1952, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.01.1952, Blaðsíða 11
 Laugardagur 26. jan. 1952 MORGVNBLAÐIÐ 11 Félagslíi T. D. T. B. K. 'Friðrik Ólafsson te'flir fjöltefli í Edduhúsinu við Lindargötu, sunnu- daginn 27. janúar, kl. 8 síðdegis. —- öllum heimil þátttaka. Stjórnirnar. K.B.-ingar! Féiagsvistin og dansinn hefst kl. 8.30 í félagsheimilinu. KnattspyrnnfélagiS VALUR! Handknattleiksæfing að Háloga- landi i kvöld kl. 6. I. og II. flokkur kvenna. Kl. 6.50 meistara og 1. og 2. flokkur karla. — Nefndin. Handbolta- og sunddeild Ármanns Skemmtifundur í Skátaheimilinu laugardaginn 26. þ.m. kl. 8.30. Jitterbugkeppni o. fl. — Nefndin. SkíSafólk Stefánsm^ið verður á sunnudag. Farið verður laugardag kl. 14 og 18. Sunnudag kl. 10 og 13. — Brottfara staðir: Félagsheimili K.R., sími 81177; Amtmannsstígur 1, sími 4955; Skátaheimilið, sími 5484. — Afgreiðsla á Amtmannsstígi, simi 4955. — Skíðafélögin. KU L O. G. T. Linglingastúkan Unnur nr. 38 ■ Fundur á morgun kl. 10 f.h. í G. ■ T.-húsinu. Fundaréfni: Innsetning ^ embættismanna. Yngri félagarnir skemmta. Fjölsækið og komið með .. nýjá félaga. — Gæzlumenn. Díana nr. 54 Fundur á morgun i Templarahöll inni kl. 10 f.h. — Hagnefndaratriði. Félagar, fjölmennið. Gæzlumenn. Kllt^-Sfdla Minningarspjöld dvalarheimilis aldraðra sjómanna fást á eftirtöldum stöðum í Rvik: skrifstofu Sjómannadagsráðs, Gróf- inni 1, simi 80788 gengið inn frá Tryggvagötu), skrifstofu Sjómanna- félags Re.ykjavikur, Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 81—-10, Tóbaksverzlun- inni Boston, Laugaveg 8, bókaverzl- uninni Fróða, Leifsgötu 4, verzlun- inni Laugateigur, Laugateig 41, og Nesbúðinni, Nesveg 39. í Hafnar- firði hjá V. Long. Minningarspjöld Barnaspítalasjóðs Hringsins eru afgreidd i hannyrðaverzl. Refill, Aðalstræti 12 (áður verzl. Augústu Svendsen), og Bókabúð Austurbæjar, sími 4258. Holts Apótek, Langholts- veg 84, Verzl. Álafoss við Suðurlands braut, Þorsteinsbúð, Snorrabraut 61. * ‘Md fimot >ERMAH|HI ÞESSI FROSTLÖGUR GUFAR EKKI UPP • VERNDAR BIFREIÐ YÐAR ÖRUGGLEGA GEGN FROSTI • MÁ BLANDA SAMAN VIÐ ZEREX FROST- LÖG • VERÐ KR. 104.55 GALLONIÐ Atvbmnmál og Dags- Samtð! við |rjé verkamenn AUKIN VINNA VIÐ FRAMLEIÐ SLUSTÖRF Jörundur Sig urbjarnarson vinnur í Járn- steypunni h.f. Hann hefur verið ötull stuðningsmað- ur lýðræðis- sinna- í Dags brún og er nú á lista þeirra, B.-listanum. Atvinnumálin eru nú ofarlega á baugi. Hvað villt þú leggja til þeirra mála. Ég álít að leggja beri höfuð álterzlu á það, að sem flest- ir togarar leggi hér uj>p afla sinn og að tryggja beri eftir því sem föng eru á ,að hraðfrvstihúsin hafi nóg bráefni að vinna úr. Það þarf að þeina vinnuaflinu sem mest inn á þær þrautir, að starfað sé að framleiðslustörfum sem gefa sem mestan arð. Það er gleðilegt, að hinar stór- virku framkvæmdir sem iyrir- hugaðar eru í sambandi við virkj un Sogs- og byggingu áburðar- verksmiðju o. fl. munu ábyggi- lega bæta mjög atvinnuástandið á næstu mánuðum og er það furðulegt, að kommúnistar skuli leyfa sér að hamast, gegn þeirri efnahagssamvinnu við lýðræðis- þjóðarinnar sem gerir það kleift að ráðast í þessar stórfelldu fram- kvæmdir. Með sameiginlegu átaki þjóð- hollra manna er hægt að búa svo um hnútana hér á landi að at- vinnuleysinu verði bægt frá dyr- um. En það verður ekki gert með áþyrgðarlausu skrumi pólitískra loddara heldur raunhæfum að- gerðum til heilbrigðrar uppbygg- ingar. og þá deilu, sem nú er í uppsigl- ingu. Þeir etja öðrum félögum út í verkfall og ætlast til að sjó- menn og verkamenn á öðrum stöðum vinni verkföllin, en sjálf- ir vilja þeir hafa allt sitt á þurru ©g- segjast svo þorga það kaup, sem síðar verði um samið að verkföllunum loknum. Þetta er sama aðferðin eins og 5 Rússlandi nema í miklu smærri Stíl, þ. e. a. s. verkaiýðssamtökin eru notuö sem áróðurstæki Kommúnistaflokksins, en eru gerð með öllu áhrifalaus í kjara- haráttunni. Hvað mundu kommúnistar segja ef einhver félög lýðræðis- sinna skærust svona úr leik í kaupdeilum eins og gert hefur verið á Norðfirði. Ætli það héti ekki svik í munni kommúnista. Dagsbrúnarmenn mega ekki láta það henda sig oftar að kommúnistar sigri í kosn- ingum vegna afskiptaleysis þeirra. Allir þeir, er vilja sterk og óháð verkalýðssamtök snúast gegn kommúnistum í þessum kosningum og styðja B-Iistann. Rafmagnstak Álagstakmörkun dagana 26. mörkun jan.—2. febrúar frá kl. 10,45—12,15. Laugardag 26. jan. 3. hluti. Sunnudag, 27. jan. 4. hluti. Mánudag 28. jan. 5. hluti. Þriðjudag 29. jan. 1. hluti. Miðvikúdag 30. jan. 2. hluti. Fimmtudag 31. jan. 3. hluti. Föstudag 1. febrúar 4. hluti. /, Laugardag 2. febrúar 5. hluti. Vegna mikillar notkunar síðdegis, má búast við því að takmarka þurfi rafmagn þá einnig og ef til þess kemur, verða hverfin tckin út eins og hér segir kl. 17,45—19,15: Laugardag 26. jan. 1. hluti. Sunnudag 27. jan. 2. hluti. Mánudag 28. jan. 3. hluti. Þriðjudag 29. jan. 4. hluti. Miðvikudag 30. jan. 5. hluti. Fimmtudag 31. jan. 1. hluti. Föstudag 1. febrúar 2. hluti. Laugardag 2. febrúar 3. hluti. Straumurinn verður rofinn skv. þessu þegar og að svo S miklu leyti sem þörf krefur. SOGSVIRKJUNIN AUKIÐ ATVINNUÖRYGGI Laugaveg 166. 1 SVIK KOMMUNISTA I VEIÍK ALÝB SS AMTÖKUM Sigurður E. Jónsson hefur verið félagi í Dagsbrún síðan 1938. Hann hef- ur starfað mik- ið að ýmsum félagsmálum og nýtur mikils trausts allra þeirra sem til hans þekkja. — Sigurður er í varaformanns- sæti á B-listan- um í Dagsbrún. — Það er sagt, að kommúnist- arnir í stjórn Dagsbrúnar beri sig illa í sambandi við þessar kosningar og búist við því að tapa fylgi. Hvað vilt þú segja um það? — Um úrslit kosninga er alltaf erfitt að spá, en eitt er víst, að mikill fjöldi Dagsbrúnarmanna er mjög óánægður með stjórn félagsins og það af eðlilegum ástæðum. Stjórnin hefur alger- lega brugðizt þeim skyldum sín- um, að líta eftir aðbúð verka- manna á vinnustöðum og að gæta réttar þeirra. Starfsmenn félags- ins hafa verið í pólitísku snuddi fyrir kommúnistaflokkinn og sett það verkefni ofar öllu öðru. Einnig hefur það komið greini- i lega í ljós á ýmsum tímum að | kommúnistar í raun og veru láta ; sig hagsmunamál verkamanna jengu skipta, en vilja aðeins nota , verkalýðsfélögin sem áróðurs- , tæki í þágu hinnar kommúnist- isku niðurrifsstefnu. Á Norðfirði þar sem kommún- istar stjórna bæði verkalýðssam- tökunum og mörgum atvinnu- fyrirtækjum láta þei'r aldrei koma til vinnustöðvunar, sam- anbcr sjómannaverkfallið 1950 Axel Sigurðs son hefur ver- ið félagi í Dagsbrún milli tuttugu og þrjá tíu ár og þekk- ir manna bezt aðbúð og kjör verkamanna. — HVAÐ telur þú vera mesta hagsmunamál verkamanna, eins og málum er háttað nú? — Ég held, að það, sem skipti mestu máli fyrir verkamenn al- mennt, sé að þeir hafi stöðuga vinnu. Fjölskyldumaður má helzt ekki vera vinnulaus einn dag, ef hann á að geta framfleytt fjölskyldu sinni á mannsæmandi hátt. Einnig er það sannazt mál, að frá sjónarmiði heildarinnar er ekkert háskalegra, en einmitt það, að þeir, sem vilja vinna fái ekki vinnu. Það hefur nokkuð verið gert af hálfu þcss opinbera, til að bæta úr því atvinnuleysi, sem nú ríkir, enda var þess full þörf, en eins og kunnugt er hefur árferðið ver- ið með alversta móti og af þeim ástæðum verið erfiðar um vinnu heldur en oft áður. Hvað vilt þú segja í sam- bandi við kosningarnar í Dags- brún? _ -— Ég held, að flestir verka- menn, sem eru ekki starblindir af pólitísku ofstæki séu orðnir •þreyttir á forustu kommúnista í félaginu. Það er staðreynd, að stjórn félágsins hefur vanrækt félagsstörfin á mörgum sviðum og að því er virðist, er það helzt um kosningar, sem kommúnistar láta til sín heyra um kjaramálin, en aðeins .í orði, en ekki í verki. Það vær.i því full ástæða til að skipta um^tjórn í félaginu: B-listinn er skipaður mönnum, sem eru kunnugir kjörum verka- manna og eru líklegir til þess að vinna að þéirra liagsmunamál- um án þess' að láta pólitíska dutílunga ráð,a gerðum sínum. Ég vil því eindrégið hvetja Dags- brúnarmenn til öflugs stuðnings við B-lsstann og væníi þess að með sameiginlegu átaki megi hnekkja áhrifum kommúnista í félaginu til mikilla hagsbóta fyrir alla verkamenn. BARI — 1 ítölsku borginni Bari láu 30.000 af 200.000 íbúum riím- ( fastir í skæðri inflúenzu fyrir, skömmu. UBLMM& frá Afeniglsveírziuai rslcisius Fyrir hendi eru nú ilmvötn þau og kölnarvötn frá Spáni, er ekki náðu heim fyrir jól. Frá Dana S/A., Bareelona: Ilmvötn: Tabu, glaðsið 110 kr. og 180 kr. Emir 90,00 og 140,00 kr. Kali 175,00, Canoe 180,00, Brindis 175,00, Todavia 115,00. Kölnarvötnin: Tabu 1/16 lítra 55,00, 1/8 1. 75,00. Emir 1/8 1. 75,00. Canoe 1/8 1. 100,00. Brindis 1/8 1. 75,00. Todavia 1/8 1. 85,00. Frá Myrurgia S/A., Barcelona: Ilmvötnin Maja 56 og 115 kr. glasið. Maderas de Oriente 165,00. Kölnarvörnin Maja 1/16 1. 40,00, sama 1/8 1. 65,00. Maderas 1/16 1. 40,00, sama 1/8 1. 70,00. „1916“ 1/16 1. 32.00. _Frá Antonio Puig y Cia, Barcelona: Umvatnið Gitana, glasið 100,00. Kölnarvatnið Gitana 70,00. Aqua La- vanda 35,00. — Tilgreint verð cr smásöluverð. Pantanir afgreiddar í þeirri röð, sem þær berast. ^yúíencf iáuerzliA^ n i i tómá !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*! ' Útför mannsins míns PÁLS ÞÓRARINSSONAR frá Hhífsdal, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. jan. kl. 1,30 e. h. — Athöfninni verður útvarpað. —■ Blóm afbeðin. — Þeir, sem vildu minnast hins látna, vinsamlegast beðnir að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Jensína Jensdóttir. Alúðar þákkir vottum við öllum þeim er auðsýndu okk- ur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og bróður BJÖ3RNS BOGASONAR, bókbindara. Gunnþóla Björnsdóttir, Kristján Gamalíclsson, Kristín A. Björnsdóttir, Ólafur G. Grímsson, Klemcns Björnsson, Þórdís Bogadóttir, , Jóhanna Bogadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.