Morgunblaðið - 26.01.1952, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.01.1952, Blaðsíða 12
VeðurúiHf í daq: Þykknar upp með vaxandi S- átt. Snjókoma og síðan rigning 21. tbl. — Laugardagur 26. janúar 1952 Síðusfu ævidagar Forseta fslands. Sjá grein á bls. 2. Forsætisráðherra, forseti sam- einaðs Alþingis og forseti hæsta- réttar fara mú forsetavald Nýr forsefi kjörinn innan eins árs SAMKVÆMT stjórnarskrá hins íslenzka lýðveldis skulu forsætis-! ráðherra, forseti sameinaðs Alþingis og forseti hæstaréttar, fara! með forsetavald ef forseti lýðveldisins fellur frá eða getur ekki i gegnt störfum vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðrum ástæð-! um. — Við lát Sveins Björnssonar hafa því þeir Steingrímur Stein- þórsson forsætisráðhcrra, Jón Pálmason forseti sameinaðs Alþing- is og Jón Ásbjörnsson forseti hæstaréttar, íekið við forsetavaldi. — f stjórnarskránni er einnig kveðið á um það, að forseti Alþingis í Sendiherrar erlendra ríkja voffa samúð skuii stjórna fundum handhafa forsetavalds. þeirra í milli ræður meirihluti. Ef ágreiningur er FORSETAKOSNINGAR INNAN ÁRS Ef forseti lýðveldisins deyr eða lætur af störfum áður en kjör- tímabili hang er lokið skal kjósa nýjan forsetatil fjögurraára .Sam kvæmt lögum nr. 36 12. febrúar 1945 um framboð og kjör forseta íslands er svo kveðið á, að ef for seti deyi eða láti áf störfum áður en kjörtíma hans er lokið skuli innan árs kjósa nýjan forseta. Akveður forsætisráðherra þá kjördag. Fimm vikum fyrir kjör- dag skal framboðum til forseta- kjörs hafa verið skilað í hendur dómsmálaráðuneytinu ásamt nægilegri tölu meðmælanda. FORSETI SJÁLFKJÖRINN Ef aðeins einn maður hefur verið í kjöri til forsetaembætt- isins er hann réttkjörinn forseti án atkvæðagreiðslu, enda íull- nægi hann þá kjörgengisskilyrð- um. Gefur hæstiréttur þá út kjör- bréf handa honum þegar að lokn- um framboðsfresti. Eins og kunnugt er hafa al- mennar forsetakosningar aldrei farið hér fram. Árin 1941, 1942 og 1943 var Sveinn Björnsson kjörinn ríkisstjóri af Aiþingi. Hinn 17. júní árið 1944 kaus Al- þingi hann til forsetaembættis til eins árs. Árin 1945 og 1949 skvldi hins veéar fara fram bjóð- kjör forseta. En Sveinn Björns- son varð í bæði skiptin sjálfkjör- inn. Erfiðlega pngur að ná Laxfossi ú! EKKI TÓKST í gærdag, á þriðja degi björgunartilraunanna við Laxfoss, að ná honum út af strandinu. Það hefur reynzt mest- um erfiðleikum bundið að ná skutnum upp, en sem kunnugt er hallast Laxfoss mikið á aftur- stefnið. Mun sá halli vera um 40 gráður. Vaiðskipið Þór hefur-reynt að lyfta skutnum upp með vírum, en þeir hafa slitnað í sundur við átökin. Er miklu erfiðara við þetta að eiga en í fljótu bragði virðist. — Á flóði í dag, mun enn verða reynt og með styrkt- um vírum. Stórstreymt er í dag, en á sunndaginn mun mestur straumur verða. Veðurstofan skýrði blaðinu svo frá í gær- kvöldi, að horfur væru á að í dag myndi þykkna upp með sunnan kalda. \ --------------------- Verður áburð- arverksmið]an í Gufunesl! Á FUNDI síjórnar áburðar- verksmiðjunnar í gær var enn rætt um staðarval verksmiðj- unnar. Skýrði Ingólfur Jóns- son alþingismaður, sem á sæti í stjórn hennar, blaðinu frá því, að líklegsst væri nú að verksmiðjan yrði reist í Gufu- nesi. Hefur bæjarstjórn Reykjavíkur gert kost á þeim stað fyrir verksmiðjuna en Gufunes er eign bæjarins. Ingólfur Jónsson skýrði blaðinu svo frá, þegar það leit aði tíðinda hjá honum um þessi mál, að verksmiðjustjórn in teldi að rýmra athafna- svæði væri í Gufunesí en á Ártúnshöfða. Ennfremur benti allt til þess að hafnarskilyrði væri þar miklu betri. Mun á næstunni fara fram rann- sókn á þeim. Verður fullnað- arákvörðun um staðarval tek- in að henni lokinni. FULLTRÚARÁÐ ÓÐINS er bcðið að mæta í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins kl. 1 í dag til að aðstoða við kosn- ingarnar í Dagsbrún. Sendiherrar erlendra ríkja og forstöðumenn erlendu sendiráðanna í Reykjavík gengu laust fyrifi hádegi í gær á fund utanríkisráðherra og vottuðu honum samúð sína í tilefni af fráfalli forseta ís» lands, herra Sveins Björnssonar. — Mynd þessi er tekin af hinum erlendu fulltrúum fyrir utan stjórnarráðshúsið í gærmorgun. Þeir eru, talið frá vinstri: Torgeir Anderssen-Rysst, sendiherra Norð- manna, Henri Voillery, sendiherra Frakka, Leif Öhrvall sendifulltrúi Svía, Valentin Poroshenkov, sendifulltrúi Sovétríkjanna, Henning Stoffrégen, sendifulltrúi Dana, John D. Greenway, sendiherra Breta og Morris N. Hughes, sendifulltrúi Bandaríkjanna. — (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) , Oagsbrúniiriélagar, vinnið öftnl- lep ai sigri B-listans Kosning hefst í dag a Garðskaga opmið fil afnola á morgun HIN nýja miðunarstöð á Garð- skaga verður opnuð til afnota fyr- ir sjófarendur á morgun. Full- trúar frá Slysavarnardeildunum á Suðurnesjum, Hafnarfirði og Reykjavík, verða viðstaddir ásamt vitamálastjóra og fulltrúa lands- símastjóra. Miðunarstöðin hefir verið reynd og virðist í alla staði hin bezta. Er með stöð þessari mikilvægum áfanga náð í öryggismálum ,sjó- farenda á þessum slóðum. Samþykktu fjárlagafrumvarp TÓKÍÓ — Hernámsstjórnir Vest- urveldanna hafa samþykkt fjár- lagafrumvarp Japans fyrir þetta ár. Hljóðar það um 2.366.000.000 dali, þar af 636.000.000 til land- varna og kostnaðar vegna heims- Síyrjaldarinnar s.öustu. I Sérstök deild innan Dags- brúnar réttlætismál hafn- arverkamanna A FÁUM stöðum hefur vanræksla Dagsbrúnarstjórnarinnar komið harðar niður en á hafnarverkamönnum. Stjórn félagsins hefur í einu og öllu sniðgengið það að gæta hagsmuna þeirra og hefur neitað að vinna að þeirra aðal áhugamáli, sem er að stofnuð verði sérstök deild innan félagsins ,sem fari með sérmál hafnarverka- Á Dagsbrúnarfundinum á fimmtudagskvöld ætluðu komm únistar að ærast, er Sveinn Sveinsson bar fram fyrir hönd B-listans, tillögu þess efnis. an óskar effir vltnumHe mlu8u Þdr að “116gunnl yr<“ Rannsóknarlögregl- KOMIÐ hefir í Ijós við rannsókn á hinu hörmulega slysi á Lauga- veginum í fyrradag, að tvær fólks- bifreiðar stóðu norðanmegin göt- unnar rétt við slysstaðinn. Rannsóknarlögreglan óskar eft- ir að hafa tal af bílstjórum þess- ara bifreiða og ennfremur sjón- arvotta, sem voru þeim megin götunnar. vísað til stjórnarinnar, sem þýð- ir, að ekkert verður gert í þessu mikla nauðsynjamáli hafnar- verkamanna, ef sömu menn fara með stjórn Dagsbrúnar áfram. Þcir hafnarverkamenn, sem vilja koma þessu máli fram, ættu því að styðja að kosn- ingu B-listans og tryggja með því, að stjórn Dagsbrúnar haldi ekki áfram að traðka á rétíi þeirra. í DAG og á morgun fer fram stjórnarkosning i Verkamannafélag- inu Dagsbrún. Kosningin hefst kl. 2 síðd. i dag og stendur til kl. 10 í kvöld. Á morgun verður kosið frá kl. 10 árd. til kl. 11 síðd. o® er þá kosningunni lokið. Kosið verður i skrifstofu Dagsbrúnar | Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Þrír listar eru í kjöri: A-listi kommúnista. B-listi, sem er borint* fram og studdur af Sjálfstæðismönnum og öðrum lýðræðissinnun* og C-listi Alþýðuflokksmanna. j Eins og kunnugt er hafa komrn^ únistar farið með stjórn í Dags- brún í mörg ár. Þeir hafa gert félagið að kommúniskri hjálendu og notað það sem áróðurstæki fyrir þá upplausnarstefnu sem þeir reka í þjóðlífinu. Hagsmuna máí yerkamanna hafa þeir látið sig litlu skipta og þá aðeins í orði og þá helzt um kosningar. FYLGISTAP KOMMÚNISTA Leppmennska kommúnista í utanríkismálum og svik þeirra í verkalýðshreyfingunni hafa leitt til þess að fylgi þeirra hefur stöð ugt farið minnkandi. Þeir töp- uðu valdaaðstöðu sinni í Alþýðu- sambandinu og Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna og stjórnum fjölmargra fjölmennra og öflugra verkalýðsfélaga. Það má segja að Dagsbrún sé þeirra síðasta vígi. ENGINN HLUTLAUS Það er staðreynt að kommún- istar hafa haldið Dagsbrún oft vegna afskiptaleysis verkamanna. Hundruð lýðræðissinna í félag- inu hafa setið heima og látið X B-LISIINN LISTI Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Dags- brún er B-listinn. Stuðnings- menn B-listans eru beðnir að kjósa sem fyrst í dag. Munið X B-listinn. kosningar afskiptalausar. Slíkt má ekki koma fyrir oftar. Allir þeir Dagsbrúnarmenn sem eru andstæðir hinni kommúnisku nið urrifsstefnu verða að mæta á kjörstað og greiða B.-listanunl atkvæði. Sigur hans er sigur Dagsbrúnarmanna í baráttu þeirra fyrir betri kjörum og auknu atvinnuöryggi. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.