Morgunblaðið - 26.01.1952, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.01.1952, Blaðsíða 10
! iö MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 26. jan. 1952 p’ ——Framhaldssagan 3 IIIIVI0IIIVIIVIIICIIIIIIIillllllVllltlllll9IIIIIIIIIIIVIIIIIIIIIIIIIIIIIII(fllllllltlllllllllllllllllllllllllllll - EKKI í \m\ : 11111111111111111111111111111111 ■ 11 • 1111 ■ 11 ■ ■ ■ I ■ I ■ ■ ■ ■ ■ Skáldsaga eftir GEORGE NEWTON „Auðvitað geri ég það. Ég verð enga stund að því að koma því frá“. „Við tökum að okkur uppþvott inn saman“, sagði Barry við iækn inn, en hann hristi höfuðið. „Nei, þið farið út og leitið ykkur að einhverri skemmtun strax. og við erum búin að borða. Alice veit að hún hefur bílinn til umráða. Ykkur langar sennilega til að fara eitthvert þar sem meira líf og fjör er en hér. Við Alice höfum lifað mjög rólegu iifi síðan við misstum mömmu. Alice hefði get að haldið áfram námi, en hún var kyrr heima hjá mér. Hún fórnaði sér fyrir mig“. „Ég gerði það ekki,_ pabbi“, sagði hún glaðlega. „Ég gerði bara það sem ég vildi helzt gera“. „Ég er bara að útskýra þetta fyrir Barry“. Hayden, læknir, tók af sér gleraugun og þurrk- aði af þeim. „Aðrar stúlkur eiga vinkonur og vini líka. Þú fórn- aðir öllu slíku til að vera hjá föður þínum“. „Ég kom ekki hingað til að hitta neinn nema yður .... og svo auðvitað Alice“, sagði Barry. „Hins vegar er ekki mikið um ungt fólk hérna í þorpinu", hélt Hayden, læknir, áfram. „Ungu mennirnir verða flestir að leita sér athafnasvæðis einhvers stað- ar annars staðar. Tökum til dæmis unga manninn, sem ætl- aði að koma til mín í kvöld. ...“ „Hvaða unga mann?“ spurði Alice undrandi. „Sagði ég þér ekki frá því?“ spurði faðir hennar. „Norman MacDonald ætlar að koma til að tefla við mig“. „Mac?“ „Já, ég verð að fara að æva nýjan mótspilara“. Hann sneri sér aftur að Barry. „Tökum til dæmis Norman MacDonald, fædd ur og uppalinn hér. Samt þarf hann að fara burt til að fá sér vinnu. Hann er ákaflega dugleg- ur, ungur maður og á eftir að komast í virðingarstöðu hjá Aber nathy i New Haven. En hann á heima hér. Hann er nýbúinn að kaupa gamla bæinn hans Ring kapteins". „Jæja? Égr vissi það ekki“, sagði Alice. ,.Ég hef ekki séð Mac síðan hann flutti. Hann var við- felldinn náungi. Ég man eftir því“. En hvaða máli skipti það, hvað Mac hafði verið eða var orðinn. Hún var loks ein með Barry. „Faðir þinn er ágætur“, sagði Barry. „Ég átti von á hinu versta allskonar yfirheyrslum og þess háttar“. Hann kyssti hana eftir hvert orð. „Það hlýtur að hafa verið fram komu þinni að þakka“, sagði hún. „Þú kemur svo vel fyrir sjónir". Hún hjúfraði sig við öxl hans. „Við skulum ekki tala um alvar- leg málefni". Bitur austanvindurinn ýfði fló- ann. Hún hafði ekið með Barry í níu ára gömlu bifreiðinni, sem faðir hennar átti, upp á hæðina við ströndina. Að baki þeirra færðist flóðið nær, eins og sjór- inn vildi hrifsa þau til sín. Þau sátu í faðmlögum, en gátu þó ekki útilokað ýlfrið í vindinum úr vitund sinni, eða regnið, sem byrjaði nú með miklum ákafa. „Veðrið er farið að fara í taug- arnar á mér“, sagði Barry. „Eig- um við ekki heldur að koma ein- hvers staðar inn. Það er svo langt SÍðan við höfum dansað saman“. Alice ók af stað. „Það eru mörg veitingahús á leiðinni til Pen- brook. Ég hef aldrei komið inn í neitt þeirra. Það gæti verið gaman að reyna það“. ★ Á flestum veitingahúsunum voru hlerar fyrir gluggunum. „Casino Luigi“ var fyrsta veit- ingahúsið, sem þau komu að, sem var opið. Nokkrir bílar stóðu á rennblautu bílastæðinu fyrir ut- íin. Neonljós lýstu upp inngang- inn. Inni var hvert borð byggt inn í bás, líklega til að viðskipta- vinirnir yrðu ekki eins varir við það að veitingasalurinn var oft- ast hálf-tómur. Þau settust við borð í einum básnum og dönsuðu eftir músík- inni frá þriggja manna hljóm- svejt. Þau drukku skál hvors annars og það glitraði á demant- inn í hringnum á hendi Alice. Faðir hennar ætlaði að tilkynna trúlofunina í byrjun næstu viku. Eftir nokkra mánuði .... nánar tiltekið líklega þrjá mánuði .... mundu þau giftast. „Hvers vegna ákváðuð þið ekki giftinguna um jólin?“ hafði íaðir hennar spurt. En hver átti þá að steikja gæsina fyrir hann? Hver átti að skreyta jólatréð fyrir hann? Hún gat ekki yfirgefið hann þegar allir aðrir voru í há- tíðarskapi. Eftir jól, ákvað Alice, en fyrir áramótin. Þá mundu þau giftast. Og þau áttu framundan hamingjuríka ævi. Hvernig gat hún neitað honum um þennan stutta frest? „Hvað ert þú að hugsa um?“ spurði Barry. „Þig“. „Þú, þú, þú ert ástin mín ein“, söng stúlkan við hljóðneman vælulegri röddu. Hún var í víðu, svörtu pilsi og blússu, sem -féll niður af öxlunum. Alice þekkti andlitið, enda þótt hárið væri litað öðru vísi en þess eðlilegi litur var. Það var Dell Blackman, sem hafði horfið frá Eastbury áður en hún hafði loið við ungl- ingaskólann. Allir vissu að hún hafði átt von á barni. Enginn vissi með vissu hver var faðirinn, þó að allir hefðu þóttst geta getið þér þess til. Alice kenndi í brjóst um stúlkuna, sem söng með upp- gerðarlegum þótta fyrir áhorf- endur, sem ekki vildu hlusta. — Alice var sún eina, sem klappaði, þegar hún hætti að syngja. Dell gerði ekki aðra tilraun. En þegar hún gekk yfir gólfið heyrð ist fliss frá einu borðinu og rudda legur hlátur frá öðru. Dell kreppti hnefana og ætlaði að hreyta einhverju út úr sér, en þá kom hún auga á Alice. Alice rétti fram hendina og hún gat ekki látið eins og hún hefði ekki séð hana. „Nei, sæl og blessuð, Dell. Það er langt síðan ég hef séð þig“, sagði Alice. „Komdu og seztu hjá okkur. Ég vissi ekki að þú hefðir vinnu hér“. „Þakka þér fyrir að þú skulir kalla það vinnu", sagði Dell og hló við kuldalega. „Ég get þó að minnsta kosti borgað fyrir fæði og húsnæði. Annars bý ég bara hér, þangað til ég kemst í betri sambönd". „Gerðu svo vel og fáðu þér sæti“, sagði Alice. „Mig langar til að kynna þig fyrir....“ En hún gat ekki sagt „unnusta mín- um“. Ekki við Dell. „Mig langar til að kynna ykkur Barry“. „Jú, því ekki það?“ Hún settist og strauk hendinni yfir hárið, sem var næstum eins og silfur á litinn, „Nú, já, þetta er þá Barry“, sagði hún, eins kumpánalega og þau hefðu gengið saman í skóla. Dell sat góða stund við borðið hjá þeim og skiptist á gamanyrð- um við Barry, stundum nokkuð grófkenndum. Hún tæmdi jafn skjótt úr glasinu og hann, en dreypti ekki á því eins og Alice. Þegar þau stóðu upp til að fara, var rödd hennar orðin ógreinileg og þvögluleg. Barry sjálfur var dálítið óstöðugur á fótunum þeg- ar þau komu út í rakt næturloft- ið. — Regnið dundi á bílþakinu. — Alice ók varlega upp götuna. Eft- ir nokkra stund rauf Barry þögn- ina. „Ef einhver systra minna hefði rekist á mig þegar ég hefði verið að tala við svona flækings stelpu eins og þessa, þá hefðu þær ekki heilsað mér“. Alice horfði á veginn framund- an. „Finnst þér að ég ætti að láta eins og ég sæi hana ekki?“ „Ég er bara að segja þér hvers konar manneskja hún er“, sagði Barry. „Þú ert allt of góð fyrir hana“. „Ég veit að það hefur farið illa fyrir henni“, sagði Alice. Snöggv ast hikaði hún, en svo hugsaði hún me ðsér að það gerði ekkert til þó að hún segði Barry það, tilvonandi eiginmanni sínum. — Hann mundi hvort sem er fá að vita allt sem hún vissi. nannmnin Ævintýri ftfikka BSI. Veikgeðja arisinn Eítir Andrew Gladv/in 28. hann grúfði sig yfir landabréfið af risalandi, sem Toggi hafði fundið í bréfakörfunni. Risinn benti á helztu árnar og læk- ina í landinu og sýndi Mikka hvernig hann vildi láta haga orustunni. En Mikki sá að árnar voru allar heldur litlar, raunar aðeins smásprænur og það var óhugsandi að nokkur herskip gætu siglt um þær. En Mikki lét á engu bera. Risinn merkti við með blýanti á landabréfið, hvernig hann vildi láta niðurskipa flotadeildunum og það leið ekki á löngu þar til hann hafði gersigrað Fumbul hertoga í ímynduðu stríði á landabréfinu. '■ í öllum ákafanum missti risinn blýantinn niður á gólfið. Mikki beygði sig niður til að taka hann upp. Svo rétti hann risanum blýantinn. Þá varð hann þess var, að risinn horfði með undarlegri grunsemd á hann. j — Hvað er að? spurði Mikki. — Ha? Ertu ef til vill örvhentur? öskraði risinn og var óðamála. Þá tók Mikki eftir því að hann hafði alveg óvart tekið blýantinn upp með vinstri hendi. — Nei, ég er alls ekki örvhentur, svaraði Mikki, — en ég get notað báðar hendur. Risinn ygldi sig ennþá meir. — Það er stórglæpur að vera örvhentur í mínu ríki. Það liggur við því lífstíðarfangelsi. En það sem meira er, nú veit ég hver þú ert, kunningi. Þú ert ekkert annað en njósnari. Það er það sem þú ert! Njósn-| ari, svikari, landráðamaður. * (frexxrojKJiMJUMUKiíJi Sökum andláfs FORSETA ÍSLANDS Hr. Sveins Björnssonar er afmœlis- hátíð félagsins frestað til n.k. laugar- dags 2. febrúar Verzt unarmanttaf'e K? '! ULfcur Fustdiir i B»deild mánudaginn 28. þ. m. að Hverfisgötu 21, kl. 1 e. h. FUNDAREFNI: Atvinnuhorfur og önnur mál. STJÓRNIN Hafnarfjörhur Vegna eftirlits og viðgerðar á háspennulínu frá Elliða- ánum til Hafnarf jarðar, verður Hafnarfjörður og nágrenni væntanlega straumlaust í dag og á morgun (laugardag og sunnudag), kl. 1—4 e. h., ef veður leyfir viðgerð. Vajireita Vlajruu'jiarciat' Borgarbílstöðin Hafnarstræti 21. — Sími 81991 —átta nítján níu einn. Beint samband við bílasíma, — Austurbær: við Blöndu- hlíð 2, sími 6727. — Vesturbær: Horni Hringbrautar og Bræðraborgarstígs, sími 5449. Ný námskcið í ENSKU og ÞÝZKU byrja um næstu mánaðamót. — Uppl. daglega kl. 3—6 Sími 4895. MÁLASKÓLINN MÍMIR Túngötu 5, II. hæð. Byggingaverk’ fræðingur óskast Bæjarstjórn Akureyrar óskar eftir að ráða bygginga- verkfræðing er annist lóðaskráritun og önnur störf er honum kunna að verða falin. Jafnframt verði hann slökkviliðsstjóri bæjarins. Umsóknir sendist skrifstofu bæjarstjóra fyrir 10. febr. n. k. — Staðan veitist frá 1. marz 1952. Bæjarstjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.