Morgunblaðið - 02.02.1952, Page 3

Morgunblaðið - 02.02.1952, Page 3
Laugardagur 2. febrúar 1952 MORGUNBLAÐIÐ 3 w IViinningarofð um forsefa flslands Framh. af bls, 2 izt einkenna Svein Björnsson, er þetta þrennt: Trúin á Guð, land- ið og þjóðina. í öllum boðskap sínum til þjóð- arinnar lagði hann megináherzlu á guðstrúna — að undirstaðan að menningarlegum og siðferðisleg- tim þroska þjóðarinnar væri, að hún tryði á Guð og breytti sam- kvæmt því. I öðru lagi trúði hann á gróðr- armátt hinnar íslenzku moldar og þreyttist ekki á að brýna fyrir þjóðinni, að auka ræktun lands- ins og efla landbúnaðinn. í þriðja lagi trúði hann á fólk- ið, hina uppvaxandi æsku, fram- takssemi hennar, dugnað og þraut- seigju og að henni auðnaðist að halda svo vörð um sjálfstæði vort ■og frelsi, að vér glötuðum því aldrei. Nú er hann fallinn frá. Eftir Stendur „hnípin þjóð í vanda“. Öll þjóðin þakkar störf hins mæta manns. — Þakkar fyrir líf hans allt. Hún þakkar og forsetafrúnni, frú Georgíu Björnsson, fyrir heimar starf við hlið manns síns Forsetasetrið á Bessastöðum eins og þar var umhorfs í gær. og flytur henni og börnum þeirra alúðarfyllstu samúðarkveðjur í þeirra miklu sorg. Kristín L. Sigurðardóttir. enntamenn blessa minningu hans ÉG ÁTTI því láni að fagna, að þekkja hinn látna forseta um langt skeið ævinnar. Öllum ber saman um ljúfmennsku hans og tígulega framkomu. Sendiherra- störf hans í Danmörku voru jafnt rómuð af Dönum og Islendingum. Hann átti því erfiða starfi að gegna að vera fyrsti sendiherra Islands og miðla málum á þeim árum, eftir viðurkenningu Dana á fullveldi Islands 1918, er íslend- ingar stefndu enn fram að stofnun lýðveldis. Hann þurfti oft að eyða misskilningi Dana á málefnum ís- lands, vera sættir milli Dana og Islendinga og stuðla að bróðurhug milli beggja þjóðanna, auka gagn- kvæman skilning, en halda þó fast á málstað þjóðar sinnar. Þetta heppnaðist honum svo vel, að hann naut almennra vinsælda í Dan- mörku. En íslenzka þjóðin kunni einnig að meta hæfileika hans og fól honum æðstu völd frá 17. júní 1941 til æviloka. Það má marka af ræðu þeirri, er hann flutti, er hann íyrst var kjörinn ríkisstjóri, að hann gerði sér Ijósar skyldur sínar, er hann komst m. a. svo að orði, eftir að hafa bent á, að ríkisstjóri (og síðar forseti) er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfn- um: „Af ábyrgðarfrelsinu um stjópnarathafnir leiðir að minni skoðun það, að ríkisstjórinn vei'ð- ur að gæta þess vandlega að gera ekki neitt það í stjórnarathöfnum sínum, sem telja mættí með réttu misnotkun þessa ábyrgðarfrelsis. Hann verður og sérstaklega að gæta þess að víkja ekki af þeirri braut, sem þeim manni ber að þræða, sem falið er æðsta vald, samkvæmt viðurkenndum venjum nútímans í lýðræðisríki, þar sem þetta æðsta vald er þingbundið“. Starf hins nýja ríkisstjóra og síðar forseta var miklum vanda bundið, og hefur hann markað stjórn utanríkismála og störf for- seta með þeim ágætum, sem alþjóð er kunnugt. Verður nú auðveld- ara að feta í fótspor hans og halda því merki, er hann hefur reist. Hin langa sendiherraþjónusta hans í Danmörku þroskaði for- ystuhæfileika hans, jók þekkingu hans á utanríkisþjónustu og al- þjóðamálum og má því segja, að hann hafi verið sjálfkjörinn for- ystumaður þjóðar sinnar, er breyt- ing varð á stjórnmálasambandi Dana og Islendinga. En meira er krafizt af þjóð- kjörnum forseta en að hann kunni öll skil á hinum vandasömu störf- um þjóðhöfðingja, skyldum sínum og takmörkunum starfsins. Þjóðin óskar þess fyrst og fr.emst, að hann sé heill og sannur Islend- ingur, er starfi fyrir hagsmuni þjóðarheildarinnar og hafi brenn- andi áhuga á öllum þeim málum, er henni megi að gagni verða. Þjóðin óskar þess ennfremur, að forsetinn sé auðmjúkur í hjarta og trúaður á guðlega forsjón. Allir eru sammála um, að hinn látni forseti hafi verið gæddur þessum eiginleikum. í fyrstu ríkisstjóra- ræðu sinni komst hann m. a. svo að orði: „En framar öllu öðru lít ég á starf mitt sem þjónustu, þjónustu við heill og hag íslenzku þjóðar- innar, þjónustu við málstað ís- lendinga, hvað sem framundan kann að vera. Það er því ásetn- ingur minn að leggja fram alla krafta mína, andlega og líkam- lega, til þess að sú þjónusta megi verða landi mínu til sem mestra heilla“. Hinn látni forseti kom hverju sinni á hina árlegu háskólahátíð, meðan heilsa hans leyfði. Hann kom einnig í hóf stúdenta og hafði mikinn áhuga á öllum velferðar- málum stúdenta og háskólans. Ég ræddi stundum málefni háskólans við hann og leit hann réttilega á, að efling æðstu menntastofn- unar þjóðarinnar ætti að vera sameiginlegt áhugamál allra Is- lendinga, því að virðing alls lands- ins myndi vaxa af því og verða þjóðinni til gæfu og vegsauka. Háskóli Islands, kennarar og stúdentar, blessa minning hins látna forseta. Alexander Jóhannesson. Einlægur stuðningsmað- ur íslenzks landbúnaðar VIÐ fráfall forseta fslands,’ Sveins Björnssonar, verður mér, sem hafði af honum náin per- sónuleg kynni, eðlilega hvarflað í huganum til þeirra sólskins- daga, er hann gekk hér um á Bessastöðum, glaður og reifur, léttur í lund og hvikur í spori, með brennandi áhuga fyrir öllu, sem var að gerast, jafnt hér á staðnum sem í þjóðlífinu eða á vettvangi alþjóðamála. Minning- arnar sáekja á huganri hlýjar óg hressandi, en verða þó fljótt sökn uði blandnar, er mér verður hugs að til þess, að nú er hann horf- inn héðan og mun ekki framar ganga hér um á gróandi vordög- um og gleðjast með börnum og blómum, við geisla hækkandi sólar og angan og grósku íslenzkr ar moldar. En þannig var Sveinn Björnsson. Þó að hann vegna starfa, er hann gegndi fyrir ís- lenzku þjóðina, hefði tiltölulega fá tækifæri til að kynnast móður- moldinni og íslenzkum landbún- aði, fyrr en hann settist að hér á Bessastöðum, þá gegndi það furðu, hve glöggan og næman skilning hann hafði á búskap og flestu því, sem landbúnað varð- ar. Hann, sem- annars var að mestu uppalinn í bæ og hafði í æsku heldur litla kynningu af búskap, hefur án efa haft með- fæddan áhuga og sérstakan næm- leika fyrir öllu því, er laut að landbúnaði. Mér varð þetta betur og betur ljóst, er ég kynntist honum nánar og komst að því í samtölum við hann, að hann hafði kynnt sér mjög vel og lagt á minnið ýmsar nýjungar í landbúnaði, sem hann sá og kynntist á ferðum sínum erlendis, þá er hann gegndi þar fjarskyldum störfum. Það mun nú alþjóð kunnugt, að hann átti einna drýgstan þátt i því, að Bessastaðir voru valdir sem forsetasetur, eftir að ríkið átti kost á þeirri jörð. Ýmsir höfðu talið eðlilegt og sjálfsagt, að forsetinn sæti í Reykjavík, og ef einhver annar en hann hefði í upphafi verið valinn til ríkis- stjóra og síðan forseta, er ég óviss um, að á Bessastöðum væri nú forsetasetur. Hins vegar munu nú flestir viðurkenna, að hér hafi vel ráðizt, og er það ein sönnun þess, hve framsýnn hann var. Þegar hann fluttist að Bessastöð- um, var ástand jarðarinnar og húsanna þannig, að hér þurfti geysilegt átak, atorku, hagsýni og dugnað til að koma því öllu í það horf á skömmum tíma, að það yrði ekki þjóðinni til van- sæmdar í augum útlendra og inn- lendra gesta, sem hingað sóttu. En með sinni alkunnu háttvísi, hógværð og lempni, samfara at- orku og brennandi áhuga fyrir hverju því, sem hann tók sér fyr- ir hendur, tókst honum að koma þessu öllu í svo gott horf á skömm um tíma, að það gengur krafta- verki næst. Það mun óhætt að fullyrða, að engin menningarþjóð hefur á jafnfáum árum og með jafnlitlu erfiði og tilkostnaði komið sér upp þjóðhöfðingja- setri, sem jafnist að öllu á við Bessastaði. Ég minnist þess nú, að hanil sagði einhvern tíma við mig, að sig iðraði þess mest, að hann hefði einu sinni fyrir áeggjan vina sinna látið aðra ráða framkvæmdum, en það voru breytingar þær, sem gerðar voru á Bessastaðakirkju. Með þær var hann alla tíð mjög óánægður. Sveinn Björnsson var sérstakt snyrtimenni og hafði ákaflega glöggt auga fyrir allri umgoncni, bæði utan húss og innan. Honum — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. gramdist því oft á ferðum sínum um landið, hversu á skorti víða um alla siðfágun og menningar- brag í ytri umgengni manna, bæði í bæ og í byggð. Þessi þjóð- arlöstur okkar Islendinga, trassa- skapur og hirðuleysi í meðferð fjármuna, var eitur í hans bein- um. Honum var því alveg sérstak lega umhugað um, að öll um- gengni hér á Bessastöðum væri svo góð sem kostur var á. Hann trúði því, að með góðu fordæmi mætti hafa bætandi áhrif á aðra í þessu sem öðru. Eins og fyrr getur hafði hann ótrúlega mikinn og einlægan áhuga fyrir íslenzkum landbún- aði. Þessi áhugi hans kom meðal annars fram í því, að hann lagði allt kapp á, að hér á Bessastöðum væri rekinn búskapur af myndar- skap, eftir því sem ástæður leyfðu, og vonir hans stóðu til þess, að það gæti orðið öðrum til fyrirmyndar. Honum var líka vel ljóst, eins og Sighvati á Grund forðum, að „margs þarf búið við“, og var hann því jafnan fús til að leggja fram krafta sína við út- vegun á mörgu því, er hann taldi búinu nauðsynlegt. En mestur var þó áhugi hans' fyrir ræktun jarðarinnar og hvers konar til- raunastarfsemi. Hann vildi fá úr því skorið, hvað gæti gróið í ís- lenzkri mold við íslenzkt veður. Ég minnist þess, að tvö síðustu árin, þegar gerðar voru hér sam- anburðartilraunir með nokkur kornafbrigði, sem ekki höfðu áð- ur verið revnd hér á landi, hversu tíðgengið honum var að tilrauna- reitunum, þegar tók að líða að hausti, og hve innilega hann gladdist, er hann sá, hve sum af- brigðin voru þroskavænleg, þrátt fyrir óblítt veðurlag. Mörg þess- ara afbrigða hafði hann sjálfur útvegað erlendis frá, og var sem hann bæri fyrir þeim föðurlega umhyggju. Hann hafði einnig mikinn áhuga fyrir skógræktar- málum og lét á fyrstu árum sín- um hér planta birki í lítinn reit rétt hjá forsetasetrinu. Þessi skógrækt hefur svo verið aukin smám saman, og eru þar nú all- mörg tré, sem eru líkleg til að geta síðar teygt saman limkrón- ur sínar yfir höfðum einhverra eftirmanna hans hér á staðnum. Hér á Álftanesi hafa um lang- an aldur verið mikil landspjöll af sjávarágangi. Sveini Björnssyni var það strax ljóst, að hér þurfti stórt átak, ef koma átti í veg fyr- ir, að byggð eyddist smátt og smátt af þessum orsökum. Hann lét því gera áætlanir og teikning- ar af ós Bessastaðatjarnar, en hún eyðir nú landi níu bændabýla á nesinu. Framkvæmd þessa verks dróst þó á langinn um nokkurt árabil af fjárhagslegum örðug- leikum og fleiri ástæðum, þar til nú á síðasta alþingi, að samþykkt var fjárveiting til þessa verks, mest megnis fyrir ötula baráttu hans fyrir málinu. Það væri þvi honum eflaust kærkominn og verðugur minnisvarði, að vel og myndarlega yrði að verki þessu unnið. Ég mun ekki rekja hér nánar, það sem hinn látni forseti hefur unnið fyrir íslenzkan landbúnað, enda svo kunnugt, að ástæðulaust er að telja það upp nú, aðeins bæta þvi við, að íslenzkur land- búnaður væri nú kominn miklu lengra á veg á þroskabrautinni, ef Sveinn Björnsson hefði getað helgað honum allt sitt ævistarf og andans krafta. Öll íslenzka þjóðin syrgir nú jfyrsta forseta hins endurreista lýðveldis. En við, sem áttum þvl láni að fagna að kynnast honum í daglegu starfi, gleði og sorg, söknum hans auk þess sem góðs manns og trausts vinar, sem alltaf var viðbúinn að rétta hjálpar- hönd, hver sem í hlut átti, manns sem hafði óbilandi trú á landi sínu og þjóð, eins og sjá má af orðum þeim, er hann viðhafði í síðasta ávarpi sínu „hvort tveggja er gott, landið og fólkið“. Þetta voru hans kveðjuorð til íslenzku þjóðarinnar og fóstur- jarðarinnar. Jóhann Jónasson . Sýndi verkalýðssamtökun um vinsemd og skilning í DAG drýpur íslenzka þjóðin höfði og kveður ástsælan forseta lýðveldisins, Svein Björnsson, í hinzta sinn. Með fráfalli hans er höggvið þeð skarð í þjóðarmeiðinn, sem vandfyllt mun verða, því hann var að allra dómi, er til þekktu, einn sá mesti mannkostamaður, sem okkar þjóð hefur alið, og æfi ferill hans bæði margbrotinn og undraverður. Þctt okkur íslendingum greini á um margt og sé það tamt að deila, þá ættum við þó að geta orðið sammála um það, að æfin- týri gengur það næst, hversu ís- lenzku þjóðinni hefur tekizt á skömmum tíma að vinna sig upp úr ósjálfstæðri, lítt þekktri og blásnauðri þjóð, í sjálfstætt ríki, með jafnréttisaðstöðu í samtök- um frjálsra þjóða, sendiherra og fulltrúa hjá mörgum menningar- þjóðum heims og risavaxnar áætl anir og framkvæmdir á nær öll- um sviðum þjóðlífsins. Þegar svo athugað er, að þessi mikla breyting hefur aðallega gerzt á s., 1. 35 árum, þá má það öllum Ijóst vera, sem kynnt hafa sér hin fjölþættu störf Sveins Björnssonar, að þau eru eitt ó- slitið ívaf þeirrar miklu framþró- unar, sem að framan greinir. Það verður vandfundin sú stétt í þjóðfélaginu, sem ekki stendur í meiri eða minni þakkarskuld við hinn látna forseta vorn. Verkalýðssamtökin hófu göngu sína hér um líkt leyti og Sveinn Björnsson byrjaði starf sitt sem lögfræðingur. Á uppvaxtarárum samtakanna áttu þau oft við mikla og margháttaða erfiðleika að etja, sem stundum leiddu til þess, að leita varð lögfræðilegrar aðstoðar. Sveinn Björnsson sýndi samtökum verkamanna fljótt vin- semd og skilning. Var því oft leit- að til hans, þegar vanda bar að liöndum, enda hélzt pslitin vin- 'átta og trúnaðarsamband milli hans og verkalýðssamtakanna á meðan hann gegndi lögfræði- störfum. Þá standa verkamenn og raun- ar þjóðin öll í mikilli þakkar- skuld við Svein Björnsson fyrir það mikla brautryðjendastayf, sem hann vann á árunum frá 1907 til 1920, með því að beita sér fyrir og stofnsetja fjölda- Framh. á bls. 5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.