Morgunblaðið - 02.02.1952, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 2. febrúar 1952
T 10
Brezki ríkiserfinginn og maður hennar eru stödd í Nairóbí í Afríku þessa dagana. Hér sjást menn
vinna að skreytingu aðalgötu borgarinnar, Dolamere Aver.ue, allt til dýrðar hjónunum.
K0NUN6LEGAR VSÐTÚKUR
íþróttagetraunir og efling vísinda
EINS og kunnugt er af íslenzk-
um blöðum og útvarpi, hefur
verið ákveðið að stofna til íþrótta
getrauna á íslandi. Fyrirmyndin
mun vera sótt til annarra Norður
landa, einkum Noregs, Það munu
vera samtök íslenzkra íþrótta-
manna, sem komið hafa fram með
hugmyndina um íþróttagetraunir
á Islandi. Ætlun þeirra mun
vera sú, að ágóðinn renni óskipt-
ur til íþróttamála. Við teljum
hinsvegar rétt og eðlilegt, að á-
góðinn skiptist milli vísinda og
íþrótta að norskri fyrirmynd. •—
Þar sem við höfum ástæðu til að
ætla, að íslenzkum almenningi sé
ekki ljóst fyrirkomulag þessara
mála í Noregi og mikilvægi get-
raunanna fyrir vísindastarfsemi
í landinu, þykir okkur rétt að
gera pokkra grein fyrir því.
ÍÞRÓTTAGETRAUNIR
í NOREGI
Forsaga málsins
Á árunum 1.930—1936 voru
gerðar nokkrar tilraunir til að
koma á fót getraunastarfsemi á
grundvelli einkaframtaks, en
yfirvöldin heftu framgang máls-
i:is.
30. desember 1945 snéri íþrótta
samband verkamanna (Arbeid-
ernes idrettsforbund) sér til fé-
lagsmálaráðuneytisins með til-
mælum um, að ráðuneytið athug-
aði, hvort gerlegt væri að stofna
til knattspyrnugetrauna undir
opinberu eftirliti, og skyldi ágóð-
inn renna til íþróttamála. — Að
fengnu áliti ýmissa aðila (t.d.
Norges landsforbund for idrett
og Statens idrettsrad) tók fálags-
rnálaráðuneytið málið upp. Lagt
var fram lagafrumvarp um mál-
ið. I frumvarpinu, eins og það
var endanlega lagt fyrir þingið,
var gert ráð fyrir, að Stórþingið J
ráðstafaði ágóðanum af getraun-
unum. Lagafrumvarp þetta var
tekið fyrir í „Odelstinget" 8. júní
1937 og fellt.
Á stríðsárunum var málið tekið
upp af þáverandi („nazistisk-
um“) yfirvöldum, og komið á 1-
þróttagetraunum, sem þó voru
lágðar niður haustið 1944. Tap
varð á starfseminni vegna and-
stöðu íþróttamanna og almenn-
ings við yfirvöldin. Andstaðan
kom p.a. fram í lítilli þátttöku í
getraúnunum.
Áð* styrjöldinni lokinni tók fé-
la^smáiaráðuneytið málið upp að
nýju, m.a. vegna tilmæla „Norg-
es idrettsforbund“ og skipaði
neírití til að athuga málið. Nefnd-
in lagði fram uppkast að lögum
um íþróttagetraunir 12. des. 1945.
Greinargerð frá Félagi
ísl. stúdenta í INioregi
Þar var gert ráð fyrir, að ágóðinn
rynni til íþróttamála eftir nánari
fyrirmælum konungs.
Um svipað leyti eða nokkru
fyrr ræddust þeir prófessor Otto
Lous Mohr (síðar rektor háskól-
ans í Osló) og Sven Oftedal, r.áð-
herra, við um íþróttagetraunirn-
ar, og þá kom fram sú hugmynd
að verja hiuta ágóðans til vísinda
starfsemi. Hugmyndin fékk sterk
an stuðning ríkisstjórnarinnar.
21. júní 1946 voru svo samþykkt
lög um iþróttagetraunir og skyldi
ágóðinn skiptast milli íþrótta og
vísinda. Um þetta segir svo í
„Stortingsmelding nr. 61“, 1951,
frá kirkju- og menntamálaráðu-
neytinu, bls. 11:
„Það er ástæða til að ætla, að
tiilagan um, að vísindalegar rann
sóknir skyldu njóta góðs af ágóða
íþróttagetraunanna, hafi átt sinn
þátt í, að ríkisstjórnin féilst á að
leggja til, að stofnað yrði til í-
þróttagetrauna og að Stórþingið
samþykkti frumvarpið með mikl-
um meirihluta 21. júní 1946“.
LAGAAKVÆPI UM
SKIPTINGU ÁGÓÐANS
Fimmta grein laganna um í-
þróttagetraunir fjallar um skipt-
ingu ágóðans. Eftir ákvæðum um
varasjóðsframlag, greiðslu vaxta
og annars kostnaðar, segir svo:
„Árlegur hreinn ágóði skal
renna til íþróttamála og vísinda-
starfsemi eftir nánari ákvörðun
konungs, en í þessum hlutföllum:
Árlegur ágóði allt að 1 millj. kr.
rennur óskiptur til íþróttamála.
Til þeirra rennur einnig 80% á-
góðans milli 1 og 2 millj. kr„
60% ágóðans milli 2 og 3 millj.
kr., 40% ágóðans milli 3 og 4
millj. kr. og 20% af ágóða fram
yfir 4 millj. kr. Hinn hluti ágóð-
ans rennur til vísindastarfsemi".
GILDI GETRAUNANNA
FYRIR VÍSINDASTARFSEMI
íNOREGI
Af ýmsum ástæðum hófust
íþróttagetraunirnar ekki fyrr en
á árinu 1948.
Eftirfarandi tafla sýnir get-
raunaágóðann og skiptingu hans
þrjú fyrstu starfsárin (1948—
1950) í milljónum norskra króna
(sjá Stortingsmelding nr. 61 1951,
bls. 4):
’48 ’49 ’50
Ágóði......... 5 10 13
Til íþrótta .... 3 4 4,3
■Til vísinda .. 2 6 8,4
Alls hafa þannig 11,6 millj. kr.
runnið til íþrótta, en 16,4 millj.
kr. til vísindastarfsemi. Meiri-
hluti ágóðans hefur þannig runn-
ið til vísinda.
Með vaxandi þátttöku í get-
raununum eykst hlutur vísinda
meir en hlutur íþrótta. — Árið
1950 var svo komið, að skerfur
vísinda var nær tvöfaldur á við
hlut íþrótta, og engin ástæða er
til að ætla, að þátttaka fari minnk
andi í framtíðinnj.
Það þarf ekki að taka fram, að
getraunirnar eru íþróttum og vís
indum mi.kil lyftistöng hér í
landi. Hvað vísindin snertir má
segja, að fé þetta hafi á ýmsan
hátt hleypt nýju lífi í vísindaleg-
ar rannsóknir i Noregi. Stofnuð
hafa verið þrjú rannsóknaráð til
að beita sér fyrir og styðja al-
mennar vísindalegar rannsóknir,
einkum þær, sem gildi hafa fyrir
atvinnuvegi landsmanna. Þessi
ráð eru: 1. Norges teknisk-natur-
vitenskapelige forskningsrád, 2.
Norges almenvitenskapelige for-
skningsrád, 3. Norges landbruks-'
vitenskapelige forskninnsrád
Tvö síðastnefndu ráð eru starf-
rækt eingöngu fyrir getraunafé
og hið fyrstnefnda að mestu leyti.
Fyrir getraunafé hafa ráðin efnt
til margra stórmerkra rann-
sókna beint og óbeint í þágu at-
vinnuveganna og styrkt vísinda-
menn til náms og starfa. Sem
dæmi um slíkar fjáaveitingar má
t.d. taka, að fé hefur verið veitt
til þararannsókna, kjarnorku-
rannsókna, fiskir.annsókna, skóg-
ræktarrannsókna, til rannsókna
á húsdýrasjúkdómum, jarðfræði-
legra rannsókna, þjóðfélagsrann-
sókna, til ýmissa iðnaðarrann-
sókna o. s. frv.
Hér að framan hefur lauslega
verið rakið fyrirkomulag íþrótta-
getraunanna í Noregi og gildi
getraunafjársins fyrir vísinda-
starfsemi í landinu. Stuðzt hefur
verið við eftirfarandi heimildir:
Odelsingsproposisjon nr. 36 (1945
—’46); „Lov av 21. juni 1946 om
tipping i samband med idretts-
tevlinger"; Stortingsmelding nr.
Framh. á bls. 11.
Bókmennf iir:
Austurland ili
Safn austfirzkra fræða.
Gefið út fyrir Sögusjóð
Austfirðinga. — Norðri,
Akureyri 1951.
ÞETTA nýja bindi geymir mest
part þætti um einstaka menn og
viðburði, sannsögulega í aðal-
dráttum. Efnisskráin er þessi: —
Papeyjar-saga og Papeyinga, eft-
ir Halldór Stefánsson, fyrrv.
alþm. og forstjóra og Eirík Sig-
urðsson, kennara. — Þættir um
menn og viðburði, eftir Halldór
Stefánsson. — Sagnaþættir, eftir
Sigmund Matthíasson Long. —
Tveir þættir um Fljótsdalshérað,
eftir Björn Þorkelsson frá Hnef-
ilsdal. — Þáttur af Hermanni
Jónssyni í Firði, eftir Sigurð Vil-
hjálmsson. — Þáttur af Þórði
Eiríkssyni frá Vattarnesi, eftir
Bjarna Sigurðsson frá Eskifirði.
— Þáttur af Steindóri Hinriks-
syni á Dalhúsum, eftir Sigurð
Baldvinsson, póstmeistara.
Svo mjög, sem merin unna ís-
lenzkum þjóðfræðum, má ætla
að mörgum þyki fengur í þessari
bók, því að þar er ýmsan
skemmtilegan fróðleik að finna.
í Papeyjarþætti er bæði lýsing
á eynni og landsnytjum þar, sem
og frásögn frá ábúendum fyrr og
síðar eftir því sem heimildir ná
til. — í þættinum um menn og
viðburði kennir ýmsra grasa.
Eftirtektarverð er frásögnin um
Sesselju Loftsdóttur á Egilsstöð-
um og morðmál það, er höfðað
var gegn henni og byggt á grun-
semd einni. Sýnir sú saga ber-
lega hversu varhugavert er að
byggja ákærur á lausum orð-
rómi, sem alinn er oft af per-
sónulegum illvilja gegn mönn-
um, sem geta átt erfitt með að
hrinda af sér sökum þótt ósannar
séu. Á þetta reyndar jafnt við um
ómerkjlegt slúður, sem þyngri
sakargiftir og sannast daglega. —
í hjnum ýmsu þáttum þessa
bindis munu margir Austfirðing-
ar finna frásagnir af gömlum
ættingjum og sömuleiðis sjá þar
fróðleik um ýmsa menn, sem oft
er á minnst þar eystra, svo sem
Jón almáttuga, Ólaf kunningja,
Hans og Gísla Wíum, Pétur
jökul, Hermann í Firði o. s. frv.
Mætti hér helzt finna að því að
sumra staða og manna er of laus-
lega minnst í bók, sem eflaust
verður notuð sem heimildarrit.
Eitt sem íslendingar eru afar
kröfuharðir um, er það að fá að
vita full deili á mönnum, s<=m
þeir sjá eða heyra nefnda. Ut-
varpið, sem annars marg endur-
tekur stöðu Churc.hills og ann-
arra heimsþekktra manna, sem
nefndir eru daglega, fæst varla
til að nefna annað en nafnið
tómt á þeim íslenzkum mönnum,
sem þar koma við sögu og hafa
eitthvað efni að flytja.
Það er öðru nær en að alltaf sé
á svo vísan að róa um upplýsing-
ar, eins og þegar maður, sem var
að lesa hina skemmtilegu þætti
Björns Þorkellssonar, spurði mig
m.a. hver hann væri þessi Jónas
Benediktsson, sem nefndur er
þar tvisvar og tilfærð vísa eftir,
en annars engin deilí sögð á. Ur
þessu átti ég auðvelt með að leysa
og sagði honum að Jónas hefði
verið sonur Benedikts, póstaf-
greiðslumanns á Höfða, hálfbróð
ur föður míns. Hafi Jónas verið
föðurbróðir Jóns Þórarinssonar,
tónlistastjóra útvarpsins og móð-
urbróðir Benedikts rithöfundar
frá Hofteigi. Lærði Jónas bú-
fræði á Eiðaskóla og þess vegna
var það hann ■ ásamt hinum
tveimur öðrum Eiðamönnum var
fenginn til að annast jarðabótar-
störf í Hjaltastaðaþinghá.
í þessu sambandi hefði nú hin-
um greinagóða og ritfæra höf-
undi þessara þátta gefizt tæki-
færi til að minnast á þá tilraun
til eflingar jarðræktar og bændn
menntunar, sem hafin var með
stofnun búnaðarskólans á Eiðum.
Hafi honum hinsvegar verið þessi
nýja stefna miður hugstæð, hefði
hann þó sennilega getað gefið
skýringar á því vegna hvers þessi
búnaðarskóli varð að berjast við
andróður og íhald allt frá stofn-
un sinni, 1883 og til þess er hann
fékkst lagður niður 1918. En þá
varð hann að víkja fyrir skóla
eftir kaupstaðafyrirmynd með
engu búnaðarnámi.
Ef til vill reynir sá, er kynni
að rita þátt búnaðarskólans á
Eiðum, að finna ástæðurnar til
þess að eitt helzta búnaðarhérað
landsins skyldi ekki geta lært
að óska neinnar sérmenntunar í
sinni atvinnugrein, svo margir
mætir meijn, sem þc fórnuðu
kröftum sínum til að vekja áhuga
fyrir aukinni þekkingu á þessu
sviði.
Síðasti þátturinn í bókinni, af
Steindóri á Dalhúsum, eftir Sig-
urð Baldvinsson, er að ýmsu leyti
sérstæður, enda er hér eigi að-
eins um að ræða samtíðarmann,
heldur og góðan vin höfundar,
sem alltaf sá í gegn um leikara-
gervi Steindórs. Hin skemmtilega
og rétta mynd af „þeim gamla í
Kaldadar', sem Sigurði hefur tek
izt að ná, hefur sérstakt bók-
menntagildi fyrir það, að hún á
einnig við svo marga íslenzka
hæfileikamenn, sem ekki hafa
lært önnur úrræði en að grípa til
flöskunnar, til að geta brotizt út
úr fásinni lognmollunnar og
lífgað upp í kring um sig. Stein-
dór sýndi að hann kunni vel að
laga sjg eftir aðstæðum. Hann
átti kirkjusókn að Eiðum og kom
þar og oft í öðrum erindum. En
þar var ha.nn hinn prúðmannleg-
asti og aldrei með nein drykkju-
læti. Á Seyðisfirði voru kröfurn-
ar aðrar og reyndi Steindór eftir
beztu getu að fullnægja þeim
jafnvel þótt þurbrjósta væri,
epda varð mönnum þá brátt Ijóst
að vélin þyrfti smurning. — Af
þessu má sjá, að atferli vín-
hneigðra manna, annarra en
sjúkra delírista, fer mjög eftir
því hvað að þeim snýr í umhverfi
þeirra og til hvers er af þeim
ætlazt. Erlendis sýna þeir sig t.d.
sjaldan, þar sem þeir vita sig
óvelkomna.
Þess munu margir óska, að fram
hald verði á útgáfu Safns aust-
firzkra fræða, þótt nú sé fajlinn
frá einn aðalhvatamaður þessa
fyrirtækis, sem var Sigurður
Baldvinsson.
H.J.
------------------- i
Sendiherraskipfi í
Tékkóslóvakíu — ’
10 vararæðisnieiin
skipaðir *
SKIPT hefur verið um Sendiherra
IsJands í Tckkóslóvakíu. Hefur
Bjarni Ásgeirsson sendiherra í
Osló var skipaður í það embætti.
— Þá hafa verið skipaðir 10 vara-
i'æðismenn fyrir ísland vestur í
Bandaríkjunum og Kanada.
Hinn látni forseti landsins,
Sveinn Björnsson, skipaði þann 3.
jan. s .1. Bjarna Ásgeirsson í
sendiherraembættið í Tékkóslóva-
kíu í stað Péturs Benediktssonar
sendiherra í París. Hann hefur
verið sendiherra íslands í Tékkó-
slóvakíu með aðsetri í París síðan
löndin fyrst skiptúst á sendiherr-
um, skömmu eftir heimsstyrjöld-
ina.
Hinir nýskipuðu vararæðismenn
eru: Dr. Stefán Einarsson í
Baltimore, dr. Richard Beck I
Grand Forks, Stanley Th. Ólafs-
son í Los Angeles, Björn Björns-
son í Minneapolis, James Marsh
í Philadelphia, Bandi G. Skúlason
í Portland, Steingrímur 0. Thor-
láksson í San Francisco og Berke-
ley, Lorentz H. Thorláksson, Van-
couver, W. H. Warren í Halifax
og Karl Frederick í Seattle.