Morgunblaðið - 13.02.1952, Side 1

Morgunblaðið - 13.02.1952, Side 1
39. árgangur. 35. tbl. — Miðvikudagur 13. febrúar 1952. Prentsmiðja Morgunblaðsins. STJORIM ALIS MAHERS 'iTALIN VÖLT í STSSI Bretar fundu vopn á Súez-eiði í gær Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter—NTB KAÍRÓ 12. febr. — Forsætisráðherra Egyptalands kallaði stjórn sína saman til fundar í dag mjög óvænt. Að loknum fundi gaf h;:nn í skyn að svo gæti farið að þing yrði rofið, þar sem flokkur Náhas Pasha, Wafd-flokkurinn, hefur meirihluta. Kunnugir menn telja í Kaíró, að komið hafi til ósamkomulags meðal stuðnings- minna hinnar nýju stjórnar, sem tók við völdum fyrir atbeina Farúks konungs. Lautílæphaldi BRÚSSEL, 12. febr. — Fulltrúa- deild belgiska þingsins beið lægra hlut í atkvæðagreiðslu, sem fram fór í dag um ályktunartillögu, þar sem Baidvin konungur og stjórn van Houttes voru gagn- rýnd íyrir þá ákvörðun konungs- ins að verða ekki sjálfur við- staddur útför Georgs VI. Breta- konungs, heldur senda Albert prins í sinn stað. NAUÐSYN GÓÐRAR < S. IMVINNU Ali Maher sagði að loknum fundi, að rætt hefði verið almennt um aðsteðjandi vandmál. Þegar óvenjulegt ástand ríkti væru ó- venjulegir fundir bein afleiðing þess. Lagði hann áherzlu á nauð- syn þess að gott samkomulag væri með stjórninni og þinginu. GÁLGAFRESTUR Utanríkisráðherrann í stjórn Nahas Pasha, sem talinn er „sterkur maður" í flokknum, sagði í öag, að Wafd-flokkur- inn mundi styðja stjórnina a.m.k. unz séð verður hvernig forsætisráðherrann hyggst taka á málum gagnvart Eng- lendingum. Amr Pasha, sem verður full- trúi Farúks við útför Georgs VI. mun gagna.á fund Edens, utan- ríkisráðherra í Lundúnum og er talið að utanríkisráðuneytið þar sé mjög hlynt óformlegum við- ræðum um Súez-málið. VOPNALEIT A Súez-eiði gerðu brezkar her- sveitir vopnaleit í þorpi einu með þeim árangri að 23 heimagerðar sprengjur fundust í húsi einu. Nokkrir menn voru handteknir. Frá Port Said berast þær fregnir, að egypzkir verkamenn séu nú smám saman að hverfa til vinnu sinnar á ný. Bretar hafa enn látið lausa 12 hjálparlögreglumenn og 38 ó- breytta borgara, sem handteknir voru i átökunum á dögunum. Gegn kynþáttahatri. LUNDÚNUM — Nýlega var stofnaður í Lundúnum félags- skapur til að berjast gegn kyn- þáttafordómum. Stofnandi var 77 ára gömul systir Attlees fyrr- verandi forsætisráðherra. Svisslendingar aðvara flugu- menn kom- múnista ÞESS hefur orðið vart í Sviss, að leppríki Rússa hafi í vax- andi mæli notað landið, sem eins konar bækistöð fyrir njósnabrölt og moldvörpustarf semi kommúnista í Vestur- Evrópu. Svissneska stjórnin hefur í tilefni af þessu nýver- ið snúið sér til viðkomandi aðila og bent á, að mannrán og aðrar villimannlegar að- farir í sambandi við njósna- starfsemi þessara ríkja verði ekki þolaðar í landinu fram- vegis. Hefur svissneska stjórnin liótað að gera landrækan fjölda starfsmanna við sendi- ráð leppríkjanna og nákvæmu eftirliti með bankainnistæð- um þeirra. Verkfall kommúnista fór j algerlega út um þúfiir 1 W Bardagar við Renault-verksmiðjurnar Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter—NTB PARÍS 12. febniar. — Verkalýðssamband kommúnista boðaði í dað til sólarhrings allsherjarverkfalls í Frakklandi, til að mótmæla þeirri ákvörðun dómsmálaráðuneytisins, að banna allar hópgöngur og útifundi, sem halda átti til minningar um Parísaruppþotið 12. febrúar 1934. Verkfallsboð kommúnista fékk litlar undirtektin verkamanna, en á einum stað kom til blóðugra átaka milli komm* únista og lögreglumanna. Moch vi!l frest PARÍS, 12. febr. — Umræðum var haldið áfram í franska þing- inu í dag um Schuman-áætlunina og Evrópuhérinn. Jules Moch, fyrr verandi landvarnaráðherra, sem er fulltrúi Frakka í afvopnunarnefnd inni, fór þess á leit að frestað yrði öllum ákvörðunum um Evrópu herinn til 1. júní, til þess að af- vopnunarnefnd S. Þ. fengi tæki- færi til að hefja starf sitt í þágu friðar og afvopnunar áður en slík vígbúnaðarsamþykkt yrði gerð. — Faure forsætisráðherra og Bid- ault landvarnaráðherra taka til máls áður en til atkvæðagreiðslu kemur. -—Reuter-NTB. JEAN VAN HOUTTE forsætisráðherra Belgíu Við atkvæðagreiðslu um íillög- una sameinuðust vinstri flokk- arnir og frjálslyndir gegn stjórn- inni með þeim afleiðingum, að til- lagan var samþykkt með 91 atkv. gegn 84. Telja jafnaðarmenn, sem jafnan hafa verið andstæð- ingar Leópolds, fyrrum konungs, að ákvörðun Baldvins sé runnin undan rifjum hans. Að lokinni atkvæðagreiðslu kvaddi forsætisráðherrann sér hljóðs og sagði, að ekki gæti verið um að ræða, að Baldvin konungur færi til Lundúna, þar sem honum hefði aldrei verið boðið þangað í opinbera heimsókn. Kvað hann sam- þykkt þessarar tillögu ekki þurfa að fela í sér vantraust á stjórnina og mundi hann því ekki biðjast lausnar. I mótmælaskyni við þá skoðun forsætisráðherrans gengu stjórn- arandstæðingar af fundi. — Reuter-NTB. Tugir þúsunda kvöddu konunginn LUNDÚNUM 12. febrúar. — Yfir 50 þúsund manns gengu fram hjá líki Georgs VI. Bretakonungs í dag, þar sem það liggur í West- minster Hall. Á tímabili var sexföld biðröð næstum kílómeter að lengd fyrir utan. 9000 hermenn standa heiðurs- vörð á götum Lundúnaborgar á ! föstudag, þegar lík konungs verð- ur flutt til járnbrautarstöðvar- innar. Um leið og líkfylgdin leggur af stað frá Westminster Hall mun Big Ben klukkan byrja að slá með mínútu millibili 56 högg til minningar um konung- inn. I Tilkynnt hefur verið í Lund- únum að öll flugumferð verði stöðvuð innan vissra takmarka yfir borginni meðan líkfylgdin fer um göturnar. — Reuter-NTB. Víðfækt eiturlyfjasmygl í Bandaríkjunum NÝLEGA komst upp um eitt btórfelldasta eiturlyfjasmygl í sögu San Fransiskó-borgar. — Veittu tollverðir því athygli að mikið barst af gömlum tíma- ritum frá Hong Kong til manns að nafni John R. Brown. Þótti þeim þetta grunsamlegt og við rannsókn kom í ljós að inni í hverju hefti hafði verið skorið út holrúm og komið fyrir heróín-hylkjum. Tóku tollverð- ir í sina vörzlu yfir 500.000 'daia virði af eiturlyfinu, og er það verðmætasti smyglvarning- ur sem um getur í sögu borg- arinnar. 1 því skyni að hafa hendur í hári smyglaranna voru timaritin afhent viðtakanda, sem þegar var handtekinn, er hann veitti þeim viðtöku. Þeg- ar til kom reyndist Bröwn að- eins vera milliliður og gat hann litlar upplýsingar veitt aðrar en þær, að óþekktur aðili hefði greitt honum 100 dali fyr- ir hverja sendingu sem hann kom áleiðis. Sagði hann að smyglstarfsemi þessi hefði ver- ið rekin með árangri undan- farna mánuði. — Eiturlyfja- neyzla unglinga er eitt alvarleg asta vandamálið, sem heil- brigðisyfirvöld eiga nú við að etja í Bandaríkjunum. Heróín er talið eitt hættulegasta eitur- lyfið. Nehru mælir gegn ofbeldi NÝJU DELHI, 12.* febr. — Nehru, forsætisráðherra Ind- lands, sagði í dag, að Indverjar mundu aldrei grína til þess óynd- isúrræðis, að knýja fram lausn í Kasmírdeilunni með vopnavaldi. Tilefni þessara ummæla var sú skoðun, sem fram hafði komið frá einum fyrrverandi ráðherra, að tímabært væri að beita nvium aðferðum til að frelsa þann hluta Kasmírs, sem nú er á valdi Pak- istans. Við höfum lafft Kasmír- deiluna fvrir Öryggisráðið og við virðum bá grundvallarreglu, að Sameinuðu þióðirnar eigi að ráða slíkum málum t'l Jykta. — Enda þótt þeir atburðir gerðust á vettvangi S.Þ.. sem eklri væru Indverium að skaDÍ, mundi s’íkt engin áhrif hafa á þessa skoðuu okkar. sagði Nehru. Hann lagði áherzlu á, að íbúar þeirra lands- svæða, sem Pakistan hefði sölsað undir sig ættu sjálfir að taka á- kvörðun um framtíð lands síns. — Reuter-NTB. 100 kommúnisfar ?éilu PANMUNJOM 12. febr. — Kyrrð in sem ríkt hefur á vígstöðvun- um að undanförnu var í dag rof- in, er kommúnistar gerðu skyndi- áhlaup af talsverðri hörku. 8. herinn hefur tilkynnt, að 100 kommúnistar hafi fallið í viður- eigninni og fjölmargir særzt. ) Við samningaborðið hafa komm únistar boðað nýjar tillögur um I verkefni væntanlegrar ráðstefnu stjórnmálamanna, sem ráða á Kóreum|lunum til friðsamlegra j VIÐ RENAULT- VERKSMIÐJURNAR Kommúnistar bjuggu um sig í dag viff Renault-verksmiffj- urnar og höfffu viffaff aff sér grjóti og járnarusli, til að beita, ef til átaka kæmi. — Þegar lögreglan kom á vett- vang létu þeir dynja á hennl járnbúta og hnullunga, meff þeim afleiðingum að fjöldi lög reglumanna hlaut áverka. —■ Síóð bardaginn í margar klukkustundir áður en ró komst á, en þá höfðu 12 lög- regluþjónar særzt alvarlega og 40 hlotiff minni háttar meiffsl. A sjötta hundrað lögreglu- þjóna tók þátt í bardögun- um. Rúmlega 50 menn voru handteknir. FÓR ÚT UM ÞÚFUR Segja má að verkfall kommún- ista hafi algerlega farið út um þúfur og mættu flestir verka- ménn til vinnu sinnar eins og ekkert hefði i skorizt, enda var athafnalíf að heita má með eðli- legum hætti í Frakklandi. Verkalýðssambönd .iafnaðar- marnia oe kaþólskra tóku ekki þátt í verkfallsboðinu og lýstu sig andvíg því þegar í byrjun. lykta. Reuter-NTB. Útflutningur Breia LUNDÚNUM, 12. febr. — Úí- flutningur Breta nam í s. 1. mán- uði 250.000.000 sterlingspunda, og er það 6% meira en meðal mán- aðarútflutningur á árinu sem leið. Innflutningur nam 340 milljóti sterlingspunda. Reyndisf ekki vera Bormann Þýzkur nýnazisti þóttist fyrir skömmu hafa hitt Martin Bormann í Fransiskus-klaustri í Rómaborg og tekið af honum mvnd þá, ei? hér birtist (t. h.). Talsmaður munkareglunnar vísaði þó algerlega a bug þeirri staðhæfingu, að þetta væri Bormann. Myndin til vinstri sýnir Bormann á velgengnisárum hans í Þýzkalandi þegar hann var staðgengill Hitlers. Bormann var dæmdur til dauða —« in absentia — í stríðsglæparéttarhöldunum í Nilrhberg. j \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.