Morgunblaðið - 26.02.1952, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.02.1952, Blaðsíða 6
6 M a'RGU N É LAÐ 1 Ð ÞHðjudagur 26. febrúar 1952 * © í Þ ROTTI © © © sMnpmir skutrs ntörpi fræg KÚ að VI. Vetrarólympíuleikun- Iþakklæti skilið. í næsta skipti um loknum, þar sem meðal geíum við krafizt meira af þeim. fræknustu skíðamanna heims, komu fram 11 íslenzkir skíða- rnenn, er ekki úr vegi að líta yfir getu þeirra. GÖNGUMENNIRNIR Sem kunnugt er, kepptu fjórir íslendingar í 18 km göngu. Gunn- ar Pétursson var nr. 32, Ebenezer Þórarinsson nr. 40, Jón Kristjáns- eon 45. og Oddur Pétursson 55. Norska blaðið „Sportsmanden“ birtir tíma á 75 þátttakendum í göngunni. Meðal keppendanna voru 4 menn frá hverri Norður- landaþjóð, nema Dönum. 18 KM GANGAN Okkur ber að gefa því gauifi, að Svíarnir L. Efverström og Erik Elmseter urðu nr. 58 og 56 eða á eftir öllum fslendingunum. Þýzku þátttakendurnir fjórir urðu nr. 54, 59, 64 og 65. Og af öllum þeim mörgu, sem urðu að láta í minni pokann fyrir íslend- ingunum, má nefna skíðamenn frá Austurríki, Kanada, Banda- ríkjunum, Japan, Rúmeníu og Ástralíu. En geta íslendinganna gagnvart þeim sænsku er þó at- hyglisverðust. 50 KM GANGAN í boðgöngunni urðu íslending- arnir aftarlega nr. 11 af 13 er gönguna hófu. (Voru á undan Bandaríkjamönnum). í 50 km göngunni reyndust þeir og eftir- bátar annarra þjóða, voru í 29. 30. og 33. sæti, en 36 skíðamenn hófu gönguna. Skylt er að taka fram, að þetta er í fyrsta sinn, sem íslenzkir göngumenn keppa á erlendum vettvangi og þeir koma til Noregs og keppa á stærsta vetraríþróttamóti, sem nokkru sinni hefur verið haldið. SKÍÐASTÖKK í skíðastökki keppti einn ís- lendingur. Varð hann 35. af 44 þátttakendum. Þetta mun vera í þriðja sinni, sem Ari Guðmunds- son keppir í Holmenkollen-braut- inni. RRUN í bruni karla kepptu fjórir ís- lendingar. Haukur Sigurðsson varð 49. á 3:06.0 mín., Stefán Kristjánsson 50. á 3:06.1 mín., Ásgeir Eyjólfsson 52. á 308.3 mín. og Jón Karl 54. á 3:10.1 mín. — Tími sigurvegarans varð 2:30.8 mín. 72 keppendur luku keppn- inni. Brautin var 2435 m með 300 m fallhæð. íslendingarnir duttu allir nema Haukur. — Kom það greinilega í ljós að þá vantar til- finnanlega æfingu í brum. I STÓRSVIG í stórsvigi varð HauKur fyrst- ur íslendinganna, nr. 51 á 2:57.0 rsæstur á eftir sænska meistar- anum Jon Fridriksen. Jón Karl var 57. á 3:01.5 mín. Ásgeir 63. á 3:06.4 mín. og Stefán 68. á 3:12.5 mín. — Ásgeir datt tvisvar, en hinir íslendingarnir stóðu. — Keppendur voru 82. SVIG í svigi karla stóð Ásgeir sig bezt, og sá eini ísiendinganna, sem getið hefur verið um. Varð hann 28. í röðinni og má geta þess að austurríkismaðurinn Pravda, sem varð 3. í bruninu og 2. í stórsviginu, varð næst^fc á eftir Ásgeiri. . Það er því -gpgaÁ veginn hægt að ^þgéa,' að íslendingarnir hafi farið erindisleysu til Osloar. Það er ekki hægt að keppa á stærra móti eða finna sterkari keppi- pauta. — íslenzku piltarnir eiga Norðmaðurinn Hjalmar Ander- sen vann þrenn gullverðlaun. ðjörti Baldursson varð skautameislari Akureyrar AKUREYRI, 25. febrúar. — Skautamót Akureyrar 1952 fór fram á flæðunum sunnan við Akureyri 23. og 24. þ. m. Urðu úrslit í mótinu sem hér segir: 300 m hlaup drengja (innan 14 ára): 1. Gylfi Kristjánsson 53,2 sek., 2. Kristján Árnason 56.2 sek. og 3. Sigfús Erlingsson 57.1 sek. 500 m hlaup kvenna: — 1. Edda Indriðadóttir 79,3 sek., 2. Hólm- fríður Ólafsdóttir 87,4 sek. 500 m hlaup drengja (14—16 ára): — 1. Guðlaugur Baldursson 59,0 sek., 2. Ingólfur Ármannsson 76,5 sek. 500 m hlaup karla: — i. Þor- valdur Snæbjörnsson 51,8 sek., 2. Hjalti Þorsteinsson 52,3 sek. og 3. Björn Baldursson 55,7 sek. 1500 m hlaup kvenna: — 1. Edda Indriðadóttir 4.24,9 mín., 2. Hólmfríður Ólafsdóttir 4.47,2 mín. 1500 m hlaup drengja (14—16 ára): — 1. Guðlaugur Baldurs- son 3.48,9 mín. og 2. Ingólfur Ármannsson 4.00,0 mín. 1500 m. hlaup karla: — 1. Þor- valdur Snæbjörnsson 3.37,6 mín., 2. Björn Baldursson 3.40,6 mín. og 3. Hjalti Þorsteinsson 3.47,6 mín. 3000 m hlaup kvenna: — 1. Edda Indriðadóttir 7.34,5 mín., (ísl. met). I 3000 m hlaup drengja (14—16 ára): — 1. Guðlaugur Baldursson ___________Framh. á bls. 12. Norcgur híaut itesi stigá unum NORÐMENN urðu sigursæl- astir á Vetrar-Ólympíuleikun- um, sem lauk s.l. sunnudag. Sex efstu löndin urðu: 1. Noregur . . . .. . 104,5 2. U. S. A. . . . . . 77,5 3. Finnland ... 63 4. Austurríki ... 54 5. Þýzkáland ... 41,5 6. Svíþjóð ... 29 Enska knattspyrnan YFIRLEITT fóru leikar í 3. um- ferð bikarkeppninnar ensku eins og fvrir hafði verið spáð, 3. deild- arliðin féllu út, og þau liðin, sem [ mestar líkur eru taldar á að sigri að lokum. komust, erfið'eikalaust í gegn. Sigur Blackburns yfir West Brimwich kom ekki á óvart eftir frammistöðu liðsins í líg- unni og bikarkeppninni síðustu 13 vikurnar. Um 280 þús. sáu þessa 8 leiki, en svo vildi til, að þau lið, sem hafa stærri vellina, urðu að leika ■ að heiman, en þau ráða yfír völl- um með helmingi stærri áhorf- endasvæðum en heimaliðin. Arse | nal bauð Leyton að leika á High- bury en 3. deildarliðið kaus að leika heima fyrir 33.000 áhorf- endum. A.rsenal tryggði sér sig- urinn strax í fyrri hálfleik með 2 mörkum og bætti því 3. við í síðari hálfleik, er Leyton varð , það á að missa knöttinn fyrir ,fætur innherja Arsenal, sem !skoraði. Annars lét Arsenal sér nægja að leika með hálfum hraða og bíða eftir að blásið yrði af. Southend hafði töluverða yfir- burði yfir Sheffield United, sem vegna smáleiks og hörku og ó- vægni andstæðinganna fékk aldrei í fyrri hálfleik tíma til að ná tökum á leiknum. í hléi var bersýnilega ákveðið að breyta til og nota langar send- ingar og árangurinn var ekki lengi að koma í ljós, strax á 1. mín., tókst h.úth. að jafna mark Southends frá 27. mín., og stund- arfjórðungi síðar tryggði Sheffi- eld Utd sér sæti í 6. umf. Leik- urinn var sérstaklega skemmti- legur og tvísýnn frá fyrsta til hlns síðasta, mörkin voru sífellt í hættu, upphlaupin gengu á víxl og á síðustu mín. skall hurð nærri hælum hjá báðum, er mark verðirnir björguðu hver um sig mjög vel. Aðeins eitt mark var skorað í leik Swansea og Newcastle, gerði það v.úth. Newcastle eftir 40 mín., eftir látlausa sókn Swan- sea, sem fékk tækifæri eftir tæki færi en mistókst alltaf, og það sama endurtók sig eftir hlé, en allt kom fyrir ekki. Flest upp- hlaupin brotnuðu á vörn New- castle, miðfrv. Brennan og mark- v. Simpson, sem lék í brezka lið- inu á Olympíuleikunum 1948. Portsmouth skoraði hjá Don- caster strax eftir % mín., og hafði allan leikinn öll tök á leiknum, sem endaði með 4—0. í siðari hálfleik færðist mikil harka í leikinn og varð dómar- ,inn að vísa fyrirliða Doncaster jút fyrir háskaleik. Leikur Barnleys gegn Liver- pool var einnig allharður á köfl- jum, en einnig skemmtilegur og l.vel leikinn. Barnley skoraði á 2. Imín. en á næstu 7 mín. tókst [markverði þess nauðulega að ,bjarga 3 þrumuskotum frá h.úth. Liverpool. Liverpool var án 2 j landsliðsframvarða sinna en jhafði þó í fullu tré við Burnleý júti á vellinum, þrándur í götu j upphlaupanna var miðframvörð- !ur Burnleys, sem „domineraði“ á miðjum vallarhelmingi lieima- liðsins. Burney bætti öðru við um miðjan síðari hálfleikinn. Swindon skoraði á 3. mín. hjá Luton og hugðist halda því með að verja markið með öllu liði sínu, en á 44. mín. tókst Luton að koma marki og bætti síðan 2 við eftir hlé. Eini jafnteflisleikurinn var milli Leeds og Chelsea og þótti hann með fádæmum lélegur. Lið- in skoruðu sitt hvort markið eft- ir um 35 mín. en verða að leika að nýju á miðvikudag. í I. deild sigraði Tottenham Preston 1—0 og Sunderland sigr- aði 0—3. í IT. deild sigraði Coventry Rotherham 0—1 og Southamp- íon Leicester 2—0. Norðmaðurinn Hallgeir Brenden, sem vann 18 km gönguna. IMorðmenin hrepptu gull- io og siltrið i stokkmu Ari Ouðmundsson vítrð 35. HUNDRAÐ og fimmtíu þúsund áhorfendur höfðu safnazt saman við Holmenkollenstökkbrautina kl. 1.30 eftir hádegi á sunnudaginn. Hátíðabragur var yfir öllu og konungurinn, sem nýkominn er heim frá London, var hylltur með níföldu húrrahrópi eftir að honum hafði verið heilsað með hinum venjulega konungssöng. í fylgd með konungi voru Olaf ríkiserfingi, Harald prins og Ragnhild prinsessa. SÍÐARI UMFERÐ RÉÐI ÚRSLITUM Um gullið varð hörð barátta milli Norðmannanna Arnfinn Bergmanns og Thorbjörn Falk- angers. Eftir fyrri umferðina hafði Falkanger forystuna, en báðir stukku þeir jafnlangt — 68 m. í síðari umferð tókst Arn- finn að tryggja sér sigurinn með jafnlöngu stökki, en Thorbjörn náði hins vegar ekki eins löngu stöJvki og í fyrri umferð. ÚRSLITIN Einn af beztu stökkmönnum Þýzkalands féll í síðari umferð og eyðilagði með því sína mögu- leika til verðlauna. Á sömu leið fór einnig fyrir hinum fræga austurríska stökkmanni Josef Bradel. Helztu úrslit urðu þessi: 1. Arnfinn Bergmann, Noregi, 226 stig. Finninn Veikki Kakulinen vann 50 km gönguna. j 2. Thorbjörn Falkangen, Noregi, I- 221V2 stig. 3. Karl Hallström, Svíþjcð, 219% stig. 4. Halvor Næs, Noregi. 5. Brotscher, Þýzkalandi, 216% stig. 6. Arne Hoel, Noregi, 215 stig. Síðan komu stökkmenn frá þessum þjóðum: Finnlandi, Þýzka landi, Finnalndi, Þýzkalandi, Sví þjóð og í 12 sæti voru stökkmenn frá Bandaríkj unum og Finnlandi. Ari Guðmundsson frá Siglu firði var eini íslenzki þátttak- andinn í stökkkeppninni. — , \ arð hann 35. í röðinni, en 1 keppendur voru alls 44 frá 13 j þjóðum. GEKK FLJÓTT OG VEL Dómarar voru fimm talsins. Lægsta og hæsta stíleinkunirnar voru ekki teknar með. Fram- kvæmdin gekk mjög vel og voru stig hvcrs keppanda tilkynnt jafn óðum í útvarpí. Fyrri umferðinni lauk á 25 mínútum og sú síðari tók svipaðan tíma. Það er varla nokkrum vafa undiromið að þetta er einhver mesta íþróttahátíð, sem fram hef- ur farið nokkru rinni. PYRJAÐI ÞEIGGJA ÁEA Á SKÍRUM | Arnfinn Bergmann er 23 ára að aldri. Plann sigraði í unglinga- | flokki á Holmenkallen-mótinu 11948 og hefur á s.l. ári unnið jfjölda sigra. Að sjálfsögðu varð jhann að koma að hljóðnemanum I að keppninni lokinni og þar sagð- j ist honum svo f rá að hann hefði komið heim til Noregs frá Kan- ada til þess að taka þátt í úrtöku- keppninni fyrir Olympíuleikana. Hann sagðist hafa stundað skiða- íþróttina frá því hann var 3 ára gamall, en þá fór hann á skíði með föður sínum. Móðir hans var meðal áhorfenda og kom einnig fram í útvarpinu. Var hún að vonum stolt yfir afreki sonar síns. — G.A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.