Morgunblaðið - 26.02.1952, Qupperneq 16
Veðurútiif í dag:
Hæg breytileg átt. Rigning
eða súltl öðru hvoru.
46. tbl. — Þriðjudagur 26. febrúar 1952.
LSF OG HEflSA
þriðja grein P.V.G. Kolka á
blaðsíðu 9.
Oldruð kona léll niður
stign og beið buno
ÓVENJULEGT tlauðaslys varð hér í bsenum í gærkvöldi. Fullorðin
bona, Valgerður StefánSdóttir, féll niður stiga og beið samstundis
hana af. Þetta gerðist heima hjá henni, Flókagctu 33.
Valgerður mun hafa komið®-
heim til sín nokkru fyrir klukkan
6 í gærkvöldi, en hún bjó ásamt
manni sínum, Brynjólfi Björg-
úlfssyni, í kjallara hússins.
í KJALLARASTIGANUM
Af einhverjum ástæðum mun
hún ekki hafa haft lykil sinn að
forstoíudyrum íbúðarinnar með-
ferðis. Hún fór því upp á hæðina
og ætlaði úr forstofunni þar, nið-
ur í kjallarann.
FANNST TÆPLEGA KLST.
SÍÐAR
Þetta er vitað síðast um ferðir
frú Valgerðar. En nokkru fyrir
klukkan sjö, er heimilisfólk
hennar kom heim, fannst hún
liggjandi í gólfinu fyrir neðan
gtigann, sem liggur af hæðinni
niður í kjallárann. Mjög hafði þá
blætt úr vitum hennar.
HAFÐI LÁTIZT SAMSTUNDIS
Valgerður var þegar flutt í
Landsspítalann, en við læknis-
rannsókn kom í ljós, að hún hafði
hlotið svo mikið höfuðhögg, er
hún féll niður stigann, að það
varð henni að bana samstundis.
Valgerður Stefánsdóttir var 73
ára að aldri.
Úfflulningur hafinn
á íslenzkum plasi-
vörum
PLASTIC h.f. í Reykjavík hefur
nýlega selt talsvert magn af
skápa- og skúffuhandföngum með
læsingu til Danmerkur og verið
er að vinna að samningi um sölu
á sömu vörum til Noregs.
Þessi útflutningur er árangur
af ferð hr. Robert Bendixen, sem
nýlega hefur tekið við fram-
kvæmdastjórn hjá Plastic m.f.,
til Norðurlandanna og Þýzka-
lands i því skyni að athuga um
sölumöguleika á framleiðsluvör-
um fyrirtækisins og leita fyrii;
sér um kaup á hentugum og ódýr
um mótum, sem notuð eru við
framleiðslu á plastvörum. Fram-
leiðslan þótti hvarvetna vönduð
og smekkleg og væri t. d. hægt
að selja mikið magn af þessum
vörum í Þýzkalandi ef verðið
væri samkeppnisfært þar.
Piastic h.f. var stofnað árið
1946 og hefur síðan framleitt
margskonar nytsamar vörur úr
plasti, sem hafa verið seldar hér
á landi og líkað vel.
Skáihollsvika
Slúdentafélap
Akraness
AKRANESI, 25. febr. —*- Stúdenta
félag Akraness hélt Skálholtsvöku
í Akraneskirkju s. 1. sunnudag.
Aðalræðuna flutti prófessor Sig-
urbjöm Einarsson. Lesnir voru af
ýmsum úr stúdentafélaginu þætt-
ir úr sögu Skálholts, bæði úr ka-
þólskum og lúterskum sið. Kirkju-
kór söng og Einar Sturluson
óperusöngvari söng einsöng. Vak-
an var vel sótt. ru#
Stúdentafélag Akraness var
stofnað 17. júnt 1947. Fyrsti for-
maður þess var Ólafur Finsen,
fyrrverandi héraðslæknir. Núver-
andi stjórn skipa: Sveinn Finns-
son, bæjarstjóri, formaður, sr. Jón
M. Guðjónsson, ritari og dr. Árni
Árnason gjaidkeri.
Hér getur að Hta sumardvalarheimilið í Laugarási, scm RKÍ lætur
reisa og taka mun til starfa á sumri komanda.
Barnaheimilið í laugarási
lekur li! starfa næsta sumar
HIÐ VEGLEGA sumardvalarheimili fyrir börn, sem -Rauði kross
íslands hefur um alllangt skeið haft í smíðum austur í Laugarási
í Biskupstungum, mun verða fullgert á sumri komanda. Þar eiga
120 börn að geta e-ytt sumarleyfi sínu, í hinu fegursta umhverfi,
við hinn bezta aðbúnað.
Sumardvalarheimili þetta hef- — Sennilegt er að Reyjyavíkur-
ur verið Rauða krossi íslands æði deild RKÍ muni annast rekstur
kostnaðarsöm stofnun. Þegar hef- heimilisins, en hversu það hefur
ur úr sjóði RKÍ verið varið til átt erfitt uppdráttar er vegna
dvalarheimilisins 900 þús. kr. fjárskorts sem fyrr segir, svo og
vegna hinnar ört vaxandi dýr-
Sigurður G. Sigurðs-
son endurkos-
inn form. Húrara-
iélagsins
lírslitakeppnin í
Gslfer-mótinu hafin
UNDANFARIÐ hefir Gilfcr-mót-
ið í skák staðið hér yfir og var
keppt þar í tveimur riðlum. Þrír
efstu menn í hvorum riðli keppa
síþan til úrslita um íitilinn „Skák-
meistari Reykjavíkur 1952“.
Keppninni í riðiinum lauk s. 1.
sunnudag. Á A-riðli urðu eftir:
Haukur Sveinsson með 1 vinn-
inga og Eggert Gilfer og Bjami
Magnússon með 3% vinning hvor.
— í B-riðil urðu efstir: Benóný
Benediktsson með 5 vinninga og
Lárus Johnsen og Sigurgeir Gísla-
son með 4 vinninga hvor.
Fyrsta umferðin í úrglitákeppn-
inni var tefjd j gáirkveldi, en ^ar
ekki Ipkið, er blaðið for í prentun.
AÐALFUNDUR Múrarafélags
Reykjavíkur var haldinn í gær-
kveldi.
Við stjðrnarkjör kom aðeins
fram einn listi. Er stjóm félags-
ins nú þannig skipuð:
Sigurður Guðmann Sigurðsson,
form., Jón G. S. Jónsson, vara-
formaður, Ásmundur J. Jóhanns-
son, ritari, Guðjón Benediktsson,
gjaldkeri félagssjóðs og Júlíus G.
Loftsson gjaldkeri styrktarsjóða.
Varastjóm: Pétur Þorgeirssm,
Þorsteinn Einarsson og Guð-
brandur Guðjónsson. Trúnaðar-
mannaráð: Pétur Þorgeirsson, Ein
ar Jónsson, Ástráður Þórðarson,
Svavar Vémundsson, Þorsteinn
Löwe og Matthías .Tónsson.
Eggert G. Þorsteinsson og Þórð-
ur Þórðarson er áttu sæti í frá-
farandi stjóm báðust undan end-
urkosningu.
I , . |
GOÐ HUS OG GOÐUR
HÚSBÚNAÐUR
Heimili þetta er í níu sam-
byggðum timburhúsum, af ame-J
rískri gerð, sem ríkið gaf RKÍ, en1
húsunum fylgir allmikill og góð- I
ur húsbúnaður. Eru húsin hin'
vönduðustu. En þau verða öll1
hituð upp með hveravatni, og
raflýst frá dieselrafstöð, er þeim
fylgir.
RÍKI OG BÆR STYRKJA
í fyrravor, er RKÍ hafði ekki
meiri peninga til að láta í heim-
ilið, og hafði stofnað til skulda,
lét ríkissjóður í það 250 þús. kr.
— og nú fyrir skemmstu lét
Reykjavíkurbær 125 þús. kr. til
heimilisins. — Enn vantar all-
mikið fé til þess að fullgera heim-
ilið, en ráðamenn RKÍ eru von-
góðir um að merkjasöludaðurinn
á morgun muni færa drjúgar
tekjur ,svo hægt verði að ljúka
við smíði þessa sumardvalarheim
ilis á sumri komanda.
Ríkissjóður hefur vegna hins
óvissa ástands í heimsmálunum,
talið rétt að smíði heimilisins
væri flýtt, því slíkt afdrep gæti
verið nauðsynlegt.
REYKJAVÍKURDEILDIN
REKUR ÞAÐ
Sumardvalarheimili þetta er
fjárfrekasta fyrirtækið, sem RKI
hefur lagt út í. Það er fyrsta
barnaheimilið, sem hann byggir.
tíðar.
Götunöínum breytt.
BELGRAD — Júgóslavar hafa
byeytl götunöfnunum í Belgrad,
sem rakin verða til Rússlands,
Stalinsgata og Rauðahersbólvarð
ur heita nú Makedóníugata og
Eyltir.garbólva: Cur.
Safnað handa Isafold
hinni hollenzku
SAFNAÐ hefir verið fé meðal
hermanna og starfsmanna á
Keflavíkurflugvelli handa hol-
lenzku stúlkunni, sem fæddist þar
fyrir skömmu, þegar foreldrar
hennar voru á leið vestur um haf.
Alls hafa nú safnazt um 362 dal-
ir, er voru afhentir Oomen, föður
stúlkunnar í dag. Fjölskyldan
dvelst nú í gistihúsi flugvallarins.
Enn verður hans
leilað
NOKKRIR bílstjórar frá B.S.R.-
stöðinni, fóru í gær austur að
Hlíðarvatni, til að athuga um að-
stæður við að hefja enn skipulega
leit að Sigurgeir heitnum Guð-
jónssyni, er viiltist frá bílum er
fluttu verkamenn frá Sogsvhkj-
uninni.
Bílstjórarnir töldu enn svo n.ik-
inn snjó í öllum lautum, að til-
gangslaust væri sem stendur að
hefja slíka leit.
. K. I. LEITAR TIL
ALMEMMIMGS Á MORGIJM
A MORGUN, öskudaginn, er
fjáröflunardagur Rauða kross
íslands. í flestum kaupstöðum
landsins mun þann dag fara
fram sala á merkjum Rauða
kross Islands, til stuðnings við
þau málefni er hann lætur til
sín taka í þágu lands og lýðs.
Hefúr R.K.Í. ýmislegt á prjón-
unum í því efni.
Hér í Reykjavík mun
Reykjavíkurdeildin sjá um
merkjasöluna. Er þess vænzt
að foreldrar hvetji börn sín
til þess að selja merki RKÍ
þennan dag, en þá verður frí
í öllum skólum. Deildin býður
öllum börnum sem selja merki
til kvikmyndasýningar á
sunnudaginn kemur.
Til þeirra framkvæmda, sem
í ráði er að hefja við fyrstu
hentugleika, þarf mikið fé. —
Meðal annars til kaupa á
nauðsynlegum hjálpar- og
hjúkrunargögnum, sem höfð
væru til taks ef hættulegar
farsóttir berast til landsins
eða ef til styrjaldar drægi.
Deild RKÍ hér í Reykjavík
hefur fyrir skömmu keypt tvo
sjúkrabíla og Ioks hefur fé-
lagið með höndum sumar-
dvalir fyrir Reykjavíkurbörn,
en á vegum hennaar dvöidust
200 börn í fyrrasumar á barna
heimilum.
í Rauða kross deildinni hér
í Reykjavík eru nú 2000
félagsmenn. Nauðsynlegt er
að auka félagatöluna stórlega,
helzt tífalda hana, á næstu
árum, segja stjórnendur henn-
ar. A bls. 2 er ávarp til bæj-
arbúa írá Reykjavíkurdeild-
inni.
Myndasýning úr
Eldlandsferð Sturlu |
Friðrikssonar
STURLA FRIÐRIKSSON,. magi-
ster, flutti í gærkvöldi fyrirlest-
ur um ferð sína i fyrravetur suð-
ur til Eldlandsins. En þangað fór
hann.sem kunnugt er, í erindum
Skógræktar ríkisins til að sáfna
þar fræi af álitlegum trjátegund-
um, sem iíkindi eru til að gett
þrifizt hérlendis.
Hafði hann meðferðis þaðan
sunnan að fjölda ágætra mynda
er hann sýndi í gær, er gefa
mönnum glögga hugmynd um
hvernig umhorfs er þar syðra.
En þar er einkennilega stórbrotið
landslag og gróðurfarið með sé.r-
kennilegum svip. Myndir hafði
hann og til sýnis af sérkennileg-
um íbúum landsins.
Af frásögn hans og myndum
fengu áheyrendurnir nokkra hug
mynd um hversu lífskjörin ertt
erfið þarna á ýmsan hátt. En skóg
ar eru þarna'tálsverðir og furðu
stórvaxnir og þéttir með köflum.
en veðurskýrslur svna að loftslag
er bar svipað oe á Islandi.
Enn verður lítið um það dæmfi
hverrúg tekst, að ala hér uoo af
fræi því, sem Sturla hafði heim
með sér, nytjavið. Reynslan
verður að leiða það í ljós.
SamúSarkveðja for-
seia ísraelsþings
RÆÐISMAÐUR Islands í Tel-
Aviv, herra F. Naschitz, gekk í
dag á fund Jóns Pálmasonar, for-
seta sameinaðs Alþingis, og flutti
honum samúðarkveðjur forseta,
þingsins í Israel vegna andláts
herra Sveins Björnssonar forsetA
íslands.
(Frá skrifstofu Alþingis). i
Skógrækfarmyndin
send lil Akureyrar
Á SUNNUDAGINN var norska
skógræktarmyndin „Skógurinn arf
leifð vor“, sýnd í þriðja og síð-
asta skipti í Tjarnarbíói við prýði-
lega aðsókn. i
Nú verður myndin send ýmsumi
skógræktarfélögum úti á landi til
sýningar. Mun hún fyrst fara tií
Akureyrar og verður væntanlegal
sýnd þar á sunnudaginn kemur.
— u’^2