Morgunblaðið - 04.03.1952, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.03.1952, Qupperneq 8
6 UORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. marz 1952 Útg.: H.f. Árvatur, ReykjavUt. Framkv.stj.: SLgfúa Jónsson. Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árnl Óla, sími 3045. Auglýsingar: Áml GarOar Kristlnsson. Ritstjóm, auglýslngar og aígreiOsla: Austurstræti 8. — Sími 1000. Askriftargjald kr. 18,00 & m&nuði, Innanlands. t lausasölu 1 krónu elntakiO. Kx. 1,25 meO Lesbók. Eftir Lissabon fundinn SKÝRSLA sú, sem Bjarni Bene- diktssson utanríkisráðherra hefur gefið um meðferð mála á fundi. Atlantshafsráðsins í Lissabon ber greinilega með sér að störfum þessara þýðingarmiklu samtaka til verndar heimsfriðnum miðar all verulega áfram. Á þessum fundi voru gerðar ýmsar mikil- vægar ályktanir um starfshætti beirra og varnarundirbúning hinna vestrænu lýðræðisþjóða. Utanríkisráðherrann telur að hin merkasta þeirra hafi verið samþykktin um varnarsamtök Evrópu. í þessum samtökum taka þátt sex lönd, Frakkland, Vestur- Þýzkaland, Ítalía, Holland, Belgía og Luxembourg. Er hér um að ræða myndun hins svokall aða Evrópuhers, sem verið hefur í deiglunni nær tvö ár. Margir erfiðleikar hafa verið á að sam- ræma sjónarmið hinna ýmsu þátt tökuríkja um stofnun þessara varnarsamtaka. Veldur rótgróin tortryggni Frakka í garð Þjóð- verja þar mestu um. Hvað eftir annað hafa blossað upp deilur um skipulag og yfirstjórn hins vænt anlega Evrópuhers. Frakkar hafa umfram allt viljað setja undi’r þann leka að sjálfstætt þýzkt her- veldi yrði til að nýju. Endur- vopnun Þýzkalands hefur því stöðugt sætt mikilli gagnrýni í Frákklandi. En þess augljósari, sem sú staðreynd hefur orðið, að varnir Evrópu verða ekki tryggð- ar án þátttöku Vestur-Þýzka- lands, þess lengra hefur undir- búningur Evrópuhersins þokast áleiðis. En endurvopnun hins vestur-þýzka lýðveldis hefur nú verið samþykkt. Vestur-Þýzka- land er nú orðið aðili að varnar- samtökum Evrópu samkvæmt ályktun Lissabon fundarins. Má af því ráða, hversu mikilvægt hin ar vestrænu þjóðir telja, að Vest- ur-Evrópa standi sameinuð gegn árásarhættunni úr austri. Með þessu skipulagi er gert ráð fyrir að sama árangri verði og náð og með beinni þátttöku Þjóðverja í sjálfu Atlantshafsbandalaginu. En Þjóðver jar höfðu sett það, sem eitt af skilyrðunum fyrir aðild að stofnun Evrópuhersins að þeim yrði veitt iimganga í þau samtök. Þeir leggja, mikla áherzlu á, að á þá verði litið sem jafn réttháa aðilja öðrum vestrænum lýðræðisþjóðum. Fyllsta ástæða er til þess að fagna vaxandi þátttöku Þjóð- verja í vörnum Vestur-Evrópu. í hinu vestur-þýzka lýðveMi búa tæplega 50 millj. manna. Án þátt töku þeirra í varnarráðstaöfunum lýðræðisþjóðanna hefði mikið Ekarð 'orðið í þær. Endurreisn Vestur-Þýzkalands hefur gengið undra fljótt. Iðnaður landsins og atvinnulífið yfirleitt hefur risið úr kaldakoli á þeim skamma tíma sem liðinn er síðan að styrjöld- inni lauk. Á ýmsum sviðum hefur framleiðslan náð svipuðu marki og fyrir stríð. Heilar borgir hafa verið endurbyggðar og efnahags- lífið komist á traustan grundvö’l., Er talið að Vestur-Þýzkaland sé nú þegar orðið eitt efnalega bezt stæða ríki Evrópu. Þjóðverjar hafa unnið að upp- byggingu lands síns og atvinnu- vega af dæmafáum dugnaði og kjarki. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur að aðild Þýzkalands að varnarsamtök- um Evrópu hefur stórkostlega þýðingu fyrir aukið öryggi lýð ræðisþjóðanna. Þessvegna ber mjög að fagna þeim ákvörðun- um, sem Lissabon-fundurinn tók um þessi mál. Ýmsir erfiðleikar kunna að vísu að vera á því ennþá, að sam ræma sjónarmiðin og koma sam eiginlegum varnaraðgerðum á fastan grundvöll. En heiMarstefn an hefur verið mörkuð og í skjóli hennar mun verða unnið að því að treysta samvinhu hinna sex meginlandsríkja um öryggismál sín og samband þeirra við Atlants hafsbandalagið. Af öðrum mikilvægum ályktun um Lissabon-fundarins má nefna ákvörðunina um að efnahags- samvinnan á grundvelli Marshall laganna breytist í samvinnu til verndar öryogi aðildarríkjanna. Bjarni Benediktsson utanríkis ráðherra komst m. a. þannig að orði í lok skýrslu sinnar: „— Með nægri árvekni, at- orku og samvinnu vonast að- iljar til að hægt sé að koma } veg fyrir ófrið og treysta því einnig, að þeir tímar muni koma, að ekki þurfi að eyða jafnmikilli orku og nú til varna, heldur geti menn í vax- andi mæli beint krÖftunum að samvinnu um önnur efni til velfarnaðar fyrir þjóðir sín- ar og til framfara öllum til heilla“. Undir þessi ummæli ráðherr- ans er rík ástæða til þess að taka. Hinar vestrænu þjóðir þrá fyrst og fremst frið til þess að byggja upp þjóðfélög sín og skapa sér góð og örugg lífskjör. Takmark Atlantshafsbandalagsins er það eitt, að greiða götu þeirra til þess að njóta öryggis út á við og inn á við. „Ætfjarðarvinir" KOMMÚNISTAR hér á fslandi tala með miklum fjálgleik um „ættjarðarvinina“, sem undanfar- ið hafa verið fyrir rétti í Grikk- landi. En hvað skyldi þessum mönnum hafa verið gefið að sök? Þeir eru fyrst og fremst ákærð- ir fyrir njósnir í þágu erlends her veldis. Þeir hafa unnið að því að koma fregnum um varnir Grikk- lands til rússnesku herstjóroar- innar. Þeir hafa ennfremur stað- ið fyrir morðum og misþyrming- um, barnáránum og öðrum álíka verkum. Þetta eru nú „ættjarðar- vinir“ í lagi. Með því að taka upp hanzkann fyrir njósnara og leiguþý Rússa í Grikklandi hefur fimmtaher- deildin hér á landi í raun réttri opinberað afstöðu sína til þess- ara athafna í öllum löndum. Hún hefur gert afstöðu sænsku land- ráðamannanna, sem njósnað hafa fyrir Rússa að sinni afstöðu. En HiMing Anderson taldi það skyldu sína gagnvart heimsfriðn- um og ennfremur gagnvart sinni eigin þjóð, að svíkja hana og senda Rússum upplýsingar um landvarnir Svía. Fimmtaherdeild in hér á landi hefur nú sæmt hann ásamt grísku landráðamönnunum nafnbót „ættjarðarvinar'M! Hér eftir þarf enginn að ganga þess dulinn, hvað komm únistar telja að felist í orðinu „ættjarðarvinur“. Það er að njósna fyrir Rússa, svíkja sitt eigið land en ganga erinda er- lendrar ofbeldisklíku. 1 þess- ari þokkalegu iðju felst, að áliti kommúnista, hin sanna „ættjarðarvinátta“. Hvað finnst íslenzku þjóð- inni um slíka „ættjarðarvini“? hríð helir Kla-Klux-Klon á JóSagflensið fa'á 1865 er nú affur bEóðug aBvara BANDARlSKA ríkislögreglan hefir nú hafið herferð gegn Ku- Klux-Klan, þá hörðustu hríð, sem þessi félagsskapur hefur sætt lengi. Oft hefur hann verið við glæpi riðinn og orðaður er hann við rán og morð. HÚÐSTRÝKINGIN í SKÓGINUM Ástæðu þess, að lögreglan hefst handa nú, má rekja til aðfara- nætur 7. októbers í haust, er leið. Tugur dulbúinna Klan-félaga sótti þá Bent Grainger og Dorothy Martin heim. Á fleygiferð var þeim ekið að heiman, en þau búa í Fair Bluff. Á afskekktum stað úti í skógi voru bílarnir stöðv- aðir. Foringi Klan-félaganna sakaði fónarlömbin um spillt líferni, og því næst dundu höggin á Grainger, en á milli var hann neyddur til að biðjast fyrir, en tímenningarn- ir sungu sálma. Síðan var Dorothy líka húðstrýkt. Þegar hún loks var leidd í annan bílinn aftur, lét hún sér um munn fara niðrandi orð um Klan-félagið, svo að refsing- unni var haldið áfram. NÝTT LÍF í KLAN- FÉLAGINU Við lögreglurannsókn kom í ljós, að glæpafélagið hafði haldið úti óaldarflokki í Norður-Karólínu undanfarna mánuði og urðu bæði hvítir menn og svartir fyrir barð- inu á honum. FórnarlömbunUm var gefinn siðgæðisskortur að sök, þau sökuð um að fara sjaldan í kirkju, hefðu drukkið sig ölvuð og fleira. Venjulegast var refs- ingin húðstrýkingin, eina svert- ingjakonu hafði óaMarflokkurinn snoðklippt. Á þremur dögum lét lögreglan fram fara allsherjarhúsrannsókn í héraðinu, og hafði’ tekið tíu manns höndum. Voru átta þeirra bændur og landbúnaðarverka- menn, en tveir voru fyrrverandi lögreglustjórar. Á heimili annars þeirra fann lögreglan Klan-serki, tvær skammbyssur og keyri. Mönnum kann ef til vill að koma spænskt fyrir sjónir, að endilega skuli hafizt handa til að uppræta Klan-félagsskapinn vegna atburðanna í Fair Bluff. — Ástæðan er sú, að auk þess sem árásarmennirnir vérða sakaðir um misþyrmingar og athafnir ,sem eru hættulegar ríkisvaMinu, er hægt að kæra þá fyrir brot á Lindbergh-lögunum svo kölluðu, sem heimila dauðarefsingu. GAMANIÐ ÞAÐ VARÐ í MEIRA LAGI GRÁTT Menn héldu, að Ku-Klux-Klan væri úr sögunni í Bandaríkjunum, en þar sem misþyrmingar á Gyð- ingum, svertingjum og annað álíka þokkalegt athæfi virtist eiga rætur að rekja til félagsskapar þeirra, þá einréð ríkislögreglan að hefjast handa. Um jólin 1865 afréðu sex her- menn, sem komnir voru heim úr her Suðurríkjanna, að halda fé- lagsskapnum áfram og bindast leynilögum samtökum. Einn sex- menninganna, sem kunni grísku, lagði til, að félagið tæki upp nafn- ið Kuklos, hringur, og æxlaðist núverandi nafn frá því orði. — Leyndardómsfullar reglur voru samdar og serkimir saumaðir og félagarnir skemmtu sér konung- lega, þar til þeir uppgötvuðu, að leynifundir í'é'Iagsins, sem fóru fram kringum brennandi króss á berum hólum úti í skógi, skútu svertingjunum skel í bringu. Framh. á bls. 12. Lögreglumenn í kuflum Ku-Iílux-Klan-manna. Halda á keyrinu, sem notað var í Fair Bluff. Velvokandi skriíar: ÚB DAGLEGA LÍFINU Á fjölfarnasta þjóðvegi landsins ÞÚSUNDUM saman fara menn daglega með strætisvögnum milli Hafnarfjarðar og Reykja- víkur, sumir á hverjum degi vegna atvinnu sinnar. Hér er bréf frá einum þeirra. „Þeir Hafnfirðingar og aðrir, sem stunda atvinnu sína í Reykja vík eru sem kunnugt er mjög háðir ferðum áætlunarvagnanna á milli þessara staða. Eg er einn þeirra og langar mig þess vegna að leggja nokkur orð í belg. Ég stakk upp á því í Daglega lífinu fyrir um ári, að strætis- vagnarnir hefðu áfangastað sinn á móts við Iðnskólann, en ekki við Fríkirkjuna. Færði ég nokk- ur rök fyrir þessu — en þar eð þessi tillaga mín féll ekki í þann jarðveg, er ég hafði kosið, langar mig að árétta hana örfáum orð- um. Fyrir framan Iðnskóh KOSTURINN við það, að áa unarbílarnir hafi áfangas við Iðnskólann er auðsær. Fy og fremst er staðurinn mi! nær Miðbænum og í öðru lagi er heldur ó.viðkunnanlegt að hafa endastöð við kirkjuna. Ekki meir um það.. Ég þykist vita, að fyrrnefnt fyrirkomulag sé ekki forráða- mönnum Landleiða h.f. að kenna. Því er slegið fram, að gatan sé ekki nógu breið fyrir vagnana, en það er að mínu viti ekki rétt. Þarna er einstefnuakstur, og það eitt er nóg til að sýna yfirburði staðarins. . Ég vona að þessu verði kippt í lag hið allra fyrsta. Allir þeir, er ég hef talað við — og skipta þeir orðið hundruðum — eru sammála mér, að staðurinn á móts við Iðnskólann sé heppilegri áfangastaður en við Fríkirkjuna. Landleiðamenn ættu að vinna að því, að fá þessu breytt til hins betra, með því uppfylla þeir ósk- ir farþeganna. ■ Nokkur orð um bifreiðirnar og bílstjórana ÞAÐ ERU flestir sammála u að sænsku vagnarnir s miklu heppilegri á Rvík-Hafn; fjarðarleiðinni en þeir tékknesku (Skodá). Bæði eru þeir miklu hlýrri og hávaðaminni, og einn stór kostur er, að viðtæki er í öðrum þeirra. Ættu forráðamenn fyrirtækisins að vinna að því að setja viðtæki í vagnana •— að minnsta kosti í þann nýjasta. — Um bifreiðastjórana get ég verið stuttorður. Þeir eru að mínum dómi vel sínu starfi vaxnir — flestir. Ágætir ökumenn, kurteis- ir og liprir við farþegana. Það sama gildir um stúlkurnar. — Hafnfirðingur“. Barnaguðsþjónustur í kvikmyndasal VELVAKANDI. Mig langar að biðja þig fyrir eftirfarandi línur. Hvernig stendur á því, að Dómkirkjuprestarnir hafa barna- guðsþjónustur í einu af kvik- myndahúsum bæjarins á sunnu- dögum? Virðist mér og fleirum viðkunnanlegra að þær væru haldnar í kirkjunni. Með því mundu börnin venjast á að koma í guðshús, og sennilega halda því áfram, er þau eltust og þroskuðust. Kvikmyndahúsin virðast sannarlega nógu sótt fyr- ir. Síra Friðrik heitinn Hallgríms- son hélt barnaguðsþjónustur í Dómkirkjunni kl. 2 á sunnudög- um, á þeim tíma eru aðrar mess- ur ekki sungnar í henni. Og ekki fór leynt, að foreldrar voru hon- um mjög þakklátir. Þvottahúsið og Snorri Sturluson UR ÞVÍ að ég er á annað borð setzt við skriftir, langar mig að venda mínu kvæði í kross og snúa mér að öðru. Hvernig stendur á því, að blöð- in birta athugasemdarlaust til- kynningu um, að búið sé að setja upp þvottahús,^ sem nefnt er „Snorralaug“? Ég hélt satt að segja, að hún ætti ekkert erindi til Reykjavíkur. Ég get engan veg ínn skilið, að nauður hafi rekið til að velja þessu fyrirtæki svo veglegt heiti. — M.T.“. Þeir munu ærið margir, sem éiga bágt með að setja þvottahús- ið það arna í samband við Snorra Sturluson og mannvirki hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.