Morgunblaðið - 04.03.1952, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.03.1952, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. marz 1952 Framhaldssagan 22 Hún gekk á undan þeim og leit við og við yfir öxlina eins og til að fullvissa sig um að þeir kæmu. Perrin var nú komin til þeirra. „Ég sá að frú Morey hljóp út“, sagði hann við Morey. „Takið við börnunum“, sagði Morey stuttur í spuna. Mark og Morey héldu. áfram upp að húsinu. Einu-sinni stöldr- uðu þeir við og litu við. Perrin var að bursta snjóinn af Ivy-og binda á hana húfuna. „Þessi náungi er natinn við börnin eins _og kvenmaður", sagði Morey. „Ég skil ekki hvern ig konan mín getur þolað hann“. „Hefur nokkuð nýtt komið fram í máli frú Lacey?“ spurði Mark eftir nokkra þögn. „Það hefur verið gengið frá q!1u“, sagði Morey. „Jarðarför in á að vera eftir tvo daga. Eg sá hana ekki. Það er búið að loka kistunni. Ég reyndi að ganga svo frá eins og ég vissi að Daveport vildi, en kunningjar og vensla- fólk hennar vildu ekki að ég kæmi þar nálægt". Þeir voru komnir upp á pall- inn fyrir framan stofurnar og Morey opnaði dyrnar. „Þessar dyr eru læstar á næturna. Hefur nokkur haft hugsun á því að láta yður fá húslykil?" „Nei. Ég hef ekki þurft á lykli að halda“. „Ég skal láta yður fá lykil. Nei, hvað er þetta?“ Hann tók bréfmiða sem lá á borðinu í anddyrinu. „Það er til yðar. Skrifað með kvenhönd. Það er ef til vill bezt að ég láti yður fá lykil strax“. Mark^ stakk miðanum í vasa sinn. „Ég ætla að fara upp til Stoneman", sagði hann. — Hann opnaði ekki bréfið fyrr en hann var kopiinn upp í herbergið sitt. Það var frá Violet. Amos hafði hringt og beðið um að þeim skila boðum yrði komið til Marks að hann ætti pakka á stöðinni. — Hann gæti komið og sótt hann einhvern tímann í kvöld eða á morgun. Hann vissi að hann mundi ekki hafa fengið neinn pakka, því hann hafði ekki látið neinn vita, hvert hann hefði far- ið. Amos var bara varkár af ein- hverjum ástæðum. Hann mundi komast fljótlega að því. : Stoneman kom innan úr her- bergi sínu. Hann néri saman hcndunum og var hinn kátasti. - „Sjáum til, piltur mimC „Yð- ur hefur tekist að fá roða í kinn- arnar“, sagði hann glaðlega. Af einhverjum ástæðum varð Mark illa við þessa kátínu. — „Mér sýnist þér líka vera hress“ sagði hann þurrlega. „Og það er ekki lítil breyting til batnaðar frá bví í gær“. ' „Ég hef verið veikur í marga daga, og í gærkveldi var ég satt að segja svo skelfdur, að ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Ég hélt að heimurinn væri að farast og ég fann ekki tennurnar mínar“. Hann hló við. „En nú hef ég feng ið góða hvíld. Og ég vona að þér hafið líka hvílst?“ „Nei, það hef ég ekki“. Stoneman varð alvarlegur á svipinn. „Ég veit það“, sagði hann. „Þetta var hræðilegt, og það er ekki nema eðlilegt að slíkt hafi áhrif á menn. Það sýnir að eins og þér eruð hjartagóður og kunnið að nota heilann. En þér gerðuð allt sem þér gátuð til að hjálpa. Það er um garð gengið nú og þér verðið að reyna að gleyma“. „Já. É" hef þjálfun. Ekkert fær að koma á milli mín og starfs míns“. „Sama er að segja um mitt starf“, ságði Mark. „Þess vegna verður mér ekkert um þegar ég er settur í aðra stöðu. Ég hef ó- stjórnlega löngun til að reyna mig sem leynilögreglumann aft- ur“. „Ég hélt að við hefðum komið okkur saman um að minnast ekki á það .... þessi mistök mín, á ég við. En ef svo er, þá er ef til yill bezt fyrir yður að fara.... “ Nei, Mark var það sízt að skapi að fara nú frá Crestwood. Stone- man var ekki hræddur lengur. Það var auðséð að það sem hann hafði verið hræddur við. hafði verið fjarlægt. Gat það hafa ver- ið frú Lacey? „Ég bið afsökunar“, sagði hann auðmjúkur. „Ég vil gjarnan halda þessu starfi hjá yður .... Satt að segja þarf ég á því að halda“. „Jæja, jæja“, sagði Stoneman ánægður. „Þá skulum við gleyma þessu öllu. Auðvitað verðið þér kyrr. Og við skulum gleyma hinu fyrra í lífi yðar .... það er ekki fallegt að vinna sér fyrir lífsviðurværi með því að hnýs- ast í einkamál annarra. Og þó skal ég vera sanngjarn við yður. Ef ég verð brenndur lifandi í rúminu mínu, þá megifi þér vera eins forvitinn og yður sýnist". Mark hló við. „Ég skal vera það“, sagði hann. „Klukkan er orðin fjögur, herra Stoneman. Viljið þér byria vinnu núna?“ „Nei, nei. Á morgun. Það er nógur tími á morgun", „Ef yður er þá sama....“ Hann rétti honum miðann. „Það er frá þvottahúsinu. Ég bað húsráðand- ann minn að senda mér þvottinn hingað“. „Léleg skrift“, sagði Stoneman. „Já, þér megið fara“. Mark gekk hægt frá húsinu, en um leið og hann var kominn úr augsýn, tók hann til fótanna nið- ur. brekkuna. 5. kafli. Amos stóð á stöðvarpallinum þegar Mark kom. „Sá yður koma“, sagði hann. „Ég er búinn að læsa svo við getum farið strax“. Amos gekk rakleitt inn á lítinn stíg, sem lá á bak við stöðina. „Þér vissuð auðvitað að það var enginn pakki“, sagði hann. „Já, ég vissi það. En hvert er- um við að fara? Ég get ekki verið lengi í burtu“. „Ég get það heldur ekki siálf- ur“, sagði Amos. „Það kemur lest inn eftir fjórar mínútur....“ „En....“ „Hún stoppar ekki. Hlustið nú á mig. Ég var heima hjá Ruthie áðan. Ég var að taka fram fötin, sem á að færa hana í. Hún hafjði ákveðið það allt fyrirfram. Ég sagði yður að ég hefði lykil að húsinu. Ég vissi hvar fötin voru vegna þess að hún sýndi mér það síðast þegar hún fékk þunglyndis kastið. Ég vildi heldur ekki að ókunnugir færu að róta í dótinu hennar“. „Eðlilega ekki“. „Ef hún hefur ánafnað beim eitthvað, þá skulu þeir fá það frá yfirvöldunum. Jæja, þegar ég tók hvítu sokkana upp úr skúffunni, þá rakst ég á pillur, sem Cumm- ings, læknir, gaf henni til að deyfa verkina, ef hún gat ekki I sofið. Svefnpillur. Hún tók’bara , eina eða tvær. Ég veit það. Jæja, flaskan er núna næstum tóm. Svo ..... bíðum við, hérna er húsið“. Þeir voru komnir að litlu, hvítu húsi, umgirt lágum runnum. ,,Birki“, sagði Amos og stakk lyklinum í skráargatið. „Og það eru verðlaunakjúklingar í hænsnahúsinu á bak við. Ég á þá núna“. Hann ræskti sig. „Gerið svo vel að ganga inn“. Þeir gengu í gegn um litla for- stofu og komu inn í setustofu. Það var hálf dimmt þar inni. — Amos kveikti á eldspýtu og bar Austurferðir f rá Steindóri Til skíðaskála Hveragerði Oaglegor í Selfoss Eyrarbakka Sfokkseyrar ferðir JJi^reJaó töL Hteinclóró Sérleyfissími: 1585. ARNÁLESBÓK jXlcrgimblaíisiit$ 1 ÆVINTÝRI MIKKA IV. Gáraldi Eítir Andrew Gladwin 23. lakkrísborði eftir af þeim sex, sem Mikki hafði upphaf- lega átt. Hinir meðlimir leitarflokksins voru allir ókomnir úr leit- inni, allir mjög vonsviknir yfir því, að hafa ekki fundið Gíaraldann. Prófessorinn gekk hratt fram og aftur í garð- inum, órós í skapi og kvíðafullur. Almenn gleði og fögnuð- ur brauzt út hjá mönnum, þegar Mikki kom með Gíraldann í bandi á eftir sér. Þeir þyrptust í kringum Mikki og lustu upp fagnaðarópum. Mikki varð auðvitað svolítið hreykinn svona innra með sér. — Kæri drengur minn, sagði prófessorinn og hrissti báð- ar hendur Mikka í einu. Hann var í mikilli geðshræringu, en ákaflega glaður yfir endurheimt Gíraldans. — Ég óska þér innilega til hamingju með þeta afreksverk þitt. Hvernig get ég nógsamlega þakkað þér fyrir þetta. Allur heimurinn skal fá að vita þetta. Síðar verður þú að segja mér hvernig og hvar þú fannst minn kæra félaga Gíraldann — en þó ekki núna — klukkuna vantar aðeins tíu mínútur í fjögur — Gestirnir koma bráðlega. Þeir höfðu rétt lokið við að binda Gíraldann örugglega, þegar hinit væntanlegu dýrafræðingar komu. Það voru fimm menn, sem báru það allir með sér að vera mjög lærðir. Eftir að hafa skipzt á kveðjum við prófessor Árbakka og óskað honum innilega til hamingju, þá röðuðu þeir sér upp fyrir framan búrið og störðu hátíðlegir á svip á hið sjaldgæfa dýr f?á Œíþet. Þetta voru alit rosknir menn og reyndir dýra- fræðingar, en Mikka var það samt ljóst, að Gíraldinn gerði Höfum til afgreiðsh strax: RÚDIJGLER 2ja, 3ja og 4ra m/m þykktir. 5 og 6 m/m væntanlegt bráðlega. GRÓÐURH1J8AGLER, í stærðum 45x60, 50x50 og 40x60 cm, ORALGLER, enskt, í ýmsum mjög fallegum litum. f2 Útvegum gegn nauðsynlegum leyfum: THERIHOPHAIME, tvöfalda rúðuglerið xneð loftrúmi á milli. BÚÐARRIJÐliGLER, og allskonar slípuð gler í ýmsum þykktum. ÖRYGGISGLER, í bíla slípuð og öslípuð. LBTAÐ GLER, í ýmsum litum og þykktum. HAMRAD GLER, fjölbreytt munstur. VÍRGLER, ýmsar gerðir. VEGGJ AGLER, ýmsar gerðir og stærðir. Öllum fyrirspurnum um kanp á allskonar gleri greiðlega svarað á skrifstofu okkar. d^ert ^JCriótjánóioyi &> CJo. L.fí. Sími 1400 v> i ta ■ ■ ■ «i ■ ■ • ■ i ■ ■ ■ ■ ■ ii ■ ■ ■■ i ■rii ■ ■ ii ■ (i ■) a ■ i r< io inmni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.