Morgunblaðið - 06.03.1952, Page 10

Morgunblaðið - 06.03.1952, Page 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 6. marz 1952 m Framhaldssagan 24 man og stundi við. „En héðan í frá látum við ekkert tefja okkur. Yið munum hefjast handa og yinna mikið og vel. Eruð þér ekki sammála mér, herra East?“ Perrin kom inn og snéri sér til IVTorey. „Það eru komnar tvær konur. Þær vilja fá að hitta Flor- ence og Violet". „Tvær konur? Eigið þér við að þær hafi komið að forstofudyr- unum?“ Perrin tók upp tvö nafnsojöid og rétti þau. ,;Ungfrú Petty og ungfrú Pond. Frá þorpinu. Þær biðja afsökupar fyrir að koma á þessum tíma, en þar sera þær áttu leið hérna fram hjá.... ‘ „Attu leið hérna fram hjá“. endurtók Morey með hæðnis- glotti. „Áttu leið fram hjá svo að þær komu upp fjallið í myrkri og byl. Það er sennilegt. Hvað vilja þær?“ „Þær eru komnar til að sækja dót frú Lacey“. „Ég held að Amos Partridge þyki þær grípa fram fyrir hend- urnar á sér“, sagði Mark. „Hann hefur lykilinn að húsi frú Morey, en hann vill ekki hleypa þessum ungfrúm inn. Þsss vegna ætla þær sennilega að reyna við yð- ur“. „En hér er ekkert“, sagði Mor- ey. „Ekki nokkur hlutur. Perrin og ég fórum yfir leifarnar. Það er bezt að lofa þeim að fara niður í eldhús og lofa þeim að sjá það .... nei, bíðum við .... hvaða ábæti fáum við í dag?“ „§>úkkulaðibúðing“. „Þá fara þær ekki í eldhúsið. Látið þær fara í barnaherbergið og gefið þeim portvín. Þær geta talað við Florrie og rannsakað leifarnar af eigum frú Lacey seinpa. . . . “ Stoneman brosti með sjálfum sér og raulaði Jagstúf. Mark og Morey sátu þegjandi. Allir voru niðuisokknir í sínar eigin hugs- anir. Mark fannst máltíðin aldrei ætla að taka enda. Bessy og Beulah drukku port- vínið úr stórum vatnsglösum, sem þær fylltu sjálfar. Þær brettu upp pilsins og vermdu vota fæt- ur sína við arineldinn. Þær voru búnar að virða allt vandlega fyr- ir sér í herberginu, allt frá prent- myndunum á úeggjunum að loð- skinninu á gólfinu fyri'r fr.aman baðherbergið og svefnherbergi barnanna handan við það. Bessy strauk hendinni yfir lítinn nátt- kjól, sem hékk á stól við arininn. „Hann verður hlýr og góður“, tautaði hún. „Og svo hafa þær heitt vatn strax og þær koma á fætur“. „Þú tautar eins og fáviti“, sagði Beulah glettnislega. „Ég svaf upp á geymsluloítinu heima hjá mér“, sagði Bessy, „og ég þurfti að brjóta ísinn af þvotta skálinni á morgnana. Pabbi var á því að það þyrfli að herða upp fólkið í þá daga, en ég verð að viðurkenna að ég gat ekki ;\éð að það hefði komið að nokkru gagni“. „Þú nýtur þess núna, sern þapn hefur sparað“, sagði yin- kona hennar. „Florie! Þarna kemur hún loksins“. Florie kom innan úr r.vefpher- berginu og tók saman fötin, sem lágu á víð og dreif um herbergið. „Seztu niður og fáðu þér sopa“, sagði Beulah. „Ég skal ekki segja fþað neinum“. ■; „Ég get það ekki“, sagði Florrie .s^Ekki enn að minnsta kosti. Ivy a'ao vera komin í rúmið klukkan sjö og nú er klukkan átta og ég er ekki nærri búin með það sem ég þarf að gera. Og hún verður , £VQ óþekJt þegar hún cr. lcngi á fótum. Ég get ekki verið á nema einum stað í einu og ég hef ekki kastað mæðinni í allan dag. Ef ekki herra East... „Er mikil fyrirhöfn að hon- um?“ spurði Beulah og hellti aft- ur í glasið sitt. „Nei, alls ekki“, sagði Florrie. „Hann bjó sjálfur um rúmið sitt í morgun. Og hann hjálpaði mér að fægja silfrið. Nei, ef allir væru eins og hann....“ Hún snyri sér við þegar hún heyrði þrusk í baðherberginu. Ivy, í- klædd morgunsloppnum einum, kom þjótandi inn og systir henn- ar. Anne, á eftir henni. „Nei, nei, hvað er nú þetta“, hróp.aði Bessy hrifin. „Þið eruð þó ekki komnar til að bjóða góða nótt aftur?“ „Hana langar til að kyssa þig“, sagði Anne. „Hún vill ekki fara upp í rúmið fyrr en hún er búir. að kvssa þig, ungfrú Petty“. Bessy Ijomaði af ánægju. Beu- lah sló niður fætinum við gólfið og Florrie stóð hjálparvana og horfði á, meðan Ivý og Bessy föðmuðust af ákafa. Perrin og Mark birtust í dlyr- unum. „Ef þið eruð komnir til að fylgja ökkur niður í stofurnar“, sagði Beulah. „Þá get ég eins sagt það strax, að við förum ekki fet“. Það var ennþá eftir lögg í flöskunni. „Seinna, kannske. Kannske komum við seinna“. „Það er ekkert eftir af dóti frú Lacey“, sagði Mark og endurtók það sem Morey hafði sagt honum. „Á ég að hjálpa yður með börn in?“ spurði Perrin Florrie. „Stundum gegna þau betur ef karlmaður á í hlpt“. Florrie kink- aði kolli. Hann tók Ivy upp og bar hgna inp í svefnherbergið. Anne fylgdi á eítir, ásamt Florr- ie. — Bessy hclHi í glasið sitt því sem eftir var í flöskunni. „Þessi ná- ungi hefur yúmmísóla á skónum sínum“, sagði hún. „Það hef ég líka“, sagði Mark. „Þegar þið eruð tilbúnað til að fara heim, skal ég með ánægju fylgja ykkur“. „Hvaða vitleysa", sagði Beulah. „Við komumst hingað upp eftir; hjálparlaust og _ við komumst. eins heim aftur. Ég sá að háung- inn þarna var að gefa Florrie hýrt auga. Mér líkar það ekki. Ég vil að hún giftist góðum sveitamanni. Hún er ákaflega greind s.túlka og ég gæti vel trú- að henni til að senda mér svíns- læri_ á hverjum páskum“. „Á ég að segja ykkur hvað Ivy hefur um hálsinn?“ sagði Bessy. „Hún hefur lítinn kross, sem er alsettur demöntum, ósviknum demöntum“. „Þarna kemur Florrie“, sagði Beulah. „Hvað er nú að þér? Ég sé að þú hefur verið að gráta. Hvar er maðurinn?“ Florrie settist niður. „Hann fór út hinum megin. Svei mér þá, ég held varla að það sé þess virði að fá svona hátt kaup. Nú fæ ég ekki einu sinni að sofa á næt- urna“. „Hvað er nú að, Florrie?" spurði Mark. „Frú Morey. Hún hefur fengið annað kast. Hún vill að ég sofi á bekknum inni hjá henni í nótt. Það er ómögulegt að sofa nokkuð að ráði á þessum bekkjum. Og ég sem hlakkaði svo til að sofa vel í nótt“. Hún reyndi að brosa. „Þér vitið að Morey vill ekki að við séum í gamla herberginu. — Hann hefur látið okkur fá stórt herbergi hérna uppi á lofti, sem ætlað er fyrir gesti. Það eru silki- ábreiður á rúmunum og rósótt gluggatjöld. „Þú verður að halda fast við þinn rétt“, sagði Beulah. „Auð- vitað verður þú að fá að sofa á næturna. Hvað gengur að kven- manninum?“ „Taugar og aftur taugar. Hún hefur staðið við gluggann í allan dag og horft á ekki neitt. Það er ichelin hjólbarðar og slöngur fyrirliggjandi í eftirtöldum stærðum: 600x16 — 700x16 — 32x6 — 34x7 — 825x20. Íbúð óskast keypt Vil kaupa nýtízku 4ra herbergja íbúð. — Útborgun 250 þús. krónur. — Tilboð merkt: „Nýtízku íbúð — 201“, leggist inn á afgr. Ivlbl. fyrir kl. 12 á laugardag. ■ ••■■■■■■■■■■■■ . .................................. ■■«■■■■■■ Hafnarfjörhur Húseignin Hverfisgata 23C í Hafnarfirði, er til sölu, ef viðunandi tilboð fæst. Uppl. gefur Guðmundur Þor- láksson, sími 9356. | BÍLL óskast til kaups ; Yfirbyggður vörubill, nýlegur eða nýr óskast til ■ ^ : kaups. Upplýsingar í síma 6581. Húseigendur! Ung, reglusöm, barnlaus hjón óska eftir 2—3 her- bergja íbúð 14. maí. — Leggið tilboð inn á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir mánudagskvöld merkt: „Farmaður 1952“ — 214. - Klukkur Traustar ldukkur á hóflegu verði. Veljið klukkuna mcð ljónsmerkinu fyrir heimilisklukku Merkið er trygging fyrir traustleik og gæðum. Við tökum úr og klukkur til viðgerðar. Sendum gegn póstkröfu. ilmi Siqinunilfflon Skdrlpripaverzlun ' Krossviður — Þilplötur Stórkostleg verðlækkun BIRKIKKOSSVIÐUR: 3—25 m/m. allar stærðir. GABOON-PLÖTUR: 12—25 m/m. ÞILPLÖTUK (Wallboards, Masonit og Tex-gerðir). Afgreiðsla af lager í Finnlandi, eða hér eftir samkomulagi. Einkaumhoðsmenn á íslandi fyrir WILIIELM SCHAUMAN A/B. JYVÁSKYLÁ (Stærstu krossviðarverksmiðjur í Evrópu) J4c annes f^oróteinóóon Símar 2812 og 3333 — Laugavegi 35 &Ca. Nú fæ ég ferskt bragð í munninn og hreinar tennur, er ég nota ) Colgate tannkrem Því að tannlæknirinn sagði mér: COLGATE tannkrem myndar sérstaka froðu. Hreinsar allar matar- örður er hafa fests milli tannanna. Colgate held- ur munninum hreinum, tönnunum hvítum, og varnar tannskemmdum. Nú fáanlegt í nýjum, stórum túbum. l_.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.