Morgunblaðið - 06.03.1952, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 6. marz 1952
MORGVNBLAÐ1Ð
11
Félagslíf
B.Í.F. Farfuglar. Skemmtifundur
að V.R. Vonarstreeti 4 í kvöld
kl. 8.30 og hefst með kvikmynda-
sýningu og auk þess yerða ýms
fleiri skemmtiatriði og dans. —
Farfuglar fjölmennið og takið
með gesti.
Nefndin.
Glímudeild K. R.
Æfing í kvöld í fimleikasal
Miðbæjarbarnaskólans kl. 8 s.d.
Áríðar.di æfing.
Stjórnin.
Handknattleiksstúlkur
Ármanns!
Áríðandi æfing verður í kvöld
kl. 7,40 að Hálogalandi. Mætið
stundvíslega. — Nefndin.
tjóðdansafélag Reykjavíkur
Æfingar fyrir börn í dag á
venjulegum tíma. — Stjórnin.
Knattspyrnumenn KR!
Meistara- og l.-flokkur. Æfing
í dag kl. 8,30 að Hálogalandi. —
Nýr þjálfari. Mætið allir.
Stjórnin.
•
»■«»!£ i ■ ■■■■«■ ■ s ■ aimiTli ■ aatTífinEO
I. O. G. T.
St. Sóley nr. 242.
Félagar, munið heimsóknina
til st. 'Andvara í G.T.-húsið í
kvöld kl. 8.30. Fjölmennið.
Æ.T.
St. Víkingur nr. 104
heimsækir sti Frón í kvöld. —
Embættismenn og félagar mæti
stundvíslega.
St. Andvari nr. 265
Fundur í kvöld kl. 8,30 í GT-
húsinu.
Fundarefni: Kosið í Fanga
hjálparnefnd. Hagnefndaratriði.
Draugasaga o. fl. St. Sóley heim-
sækir. — Æ.T.
Sl. Frón nr. 227
Fundur kl. 8 í kvöld í Bindindis-
höllinni. SystrakvöUl, þær stjórna
fundi. — 1. Venjuleg fundarstörf. -—
2. Inntaka. — 3. Stúkan Víkingur
nr. 104 heinisækir. — Eftir fund:
1. Bögglauppboð, systumar beðnar
að koma með böggla. — 2. Kaffi. —
3. Dans. Bjarni Böðvarsson leikur
fyrir dansinum. Fjölmennið. Munið!
Fundurinn hefst kl. 8. — Æ.t.
Samkomw
BræSraborgarstígur 34
Samkoma í kvöld kl. 8.30. —
Arthur Gook og Jóhann Steins-
son tala. Allir velkomnir.
Minning Páls Auðans-
sonar Nikuiásarhúsani
Fíladelfía
Almenn samkoma í kvöld kl.
8.30. — Allir velkomnir.
KFUK
Stúlkur! Munið Hlíðarfundinn
í kvöld kl. 8,30. — Stjórnin.
KFUM — AD
Fundur í kvöld kl. 8,30. Séra
Þorgrímur Sigurðsson talar. —
Allir karlmenn velkomnir.
Vinna
SAUMUM karlmannabuxur og
kvensíðbuxur, einnig barna-
fatnað úr gömlu og nýju. Uppl.
á Hjallaveg 23, sími 80441.
- - m—~—■—■■—■■ » —
Hreingerningar
Vanir menn, fljót og góð vinna.
Sími 5179. — Alli.
Hreingerningar
Ábirgizt engar skemmdir. —
Pantið kl. 9—6. Sími 4784.
Þorsteinn.
Hreingerninga-
miðstöðin
Simi 6813. — Ávallt vanir menn.
Fyrsta floklts vinna.
Hreingerningastöð
bæjarins
Sími 6645, hefur fullkomnustu
tæki og varui menn til hreingerninga.
Ákvæðis- eða tímavinna.
HINN 24. nóv. sj. var jarðsettur
að Hlíðarenda í Fljótshlíð Páll
Auðunsson fyrrverandi bóndi að
Nikulásarhúsum í sömu sveit.
Páll var fæddur að Eyvindar-
Múla 13. okt. 1877. Foreldrar
hans voru Auðunn Jónsson odd-
viti og Sólveig Jónsdóttir frá.
Teigi.
Páll ólst upp með föður sín-
um að Eyvindar-Múla og átti þar
heimili til ársins 1907. Á því ári
kvæntist hann ágætri konu sem
lifir mann sinn, Sigríði Guð-
mundsdóttur frá Gafli í Flóa. Þau
byrjuðu þegar búskap að Niku-
lásarhúsum og bjuggu þar til
ársins 1937. Þau hjónin eignuðust
7 mannvænleg börn og eru 4
þeirra á lífi. Auðunn, Guðmund-
ur, Sólveig og Steinunn. Árið
sem Páll hætti búskap giftist
Auðunn sonur hans og tók við
jörðinni. Veitti hann með aðstoð
konu sinnar gömlu hjónunum að-
hlynningu og skjól.
Þegar Hekla gaus kom þykkt
vikurlag yfir innanverða Fljóts-
hlíð. Leit þannig út um tíma að
stór hluti Fljótshlíðar ætti að
hljóta sömu örlög og Þjórsárdal-
ur, að eyðast með öllu vegna
vikurs og ösku úr Heklu. En sem
betur fór snérist allt til betri
vegar. Mikill hluti vikursins og
öskunnar hvarf og skemmdirnar
urðu mun minni en nokkurn gat
grunað, sem séð hafði þetta land-
svæði fyrst eftir gosið.
Jörðin Nikulásarhús er land-
lítil og mátti ekkert missa af hin-
um takmörkuðu gæðum, til þess
að þar gæti talist lífvænlegt fyrir
stóra fjölskyldu.
Þetta gerðu þeir feðgar sér
ljóst og tóku nú að leita fyrir sér
eftir annari jörð. Fyrst var litast
um í Fljótshlíðinni. Þar vildi
fjölskyldan helzt eiga heima. En
þar var engin jörð fáanleg. Var
þá leitað víðar um Rangárþing,
en þar var þá engin sæmileg jörð
laus til ábúðar. Varð því úr að
jörðin Bakki í Ölfusi varð fyrir
valinu. Var það með nokkrum
söknuði að Fljótshlíðin var. yfir-
gefin og flutt búferlum i aðra
sýslu. Mun söknuður Páls hafa
verið meiri en menn hugðu, því
hann var dulur skapfestumaður
og lét ekki mikið á því bera, þótt
hann fyndi sársauka og söknuð
í sinni. En vel leið honum á hinu
nýja heimili að öðru leyti. Páll
sagði eitt sinn að það væru sínar
mestu ánægjustundir að koma
austur í Fljótshlíð. Tryggð hans
við átthagana var í samræmi við
líf hans allt. Skapfesta, trú
mennska og drengskapur var
uppistaðan í starfi hans og lífs-
baráttu alla tíð.
Páll var greindur maður, minn
ugur vel og kunni vel að meta
þær breytingar og umbætur, sem
orðið hafa síðustu árin. Hann
mundi gamla tímann eins og
hann var í köldum veruleikanum.
Hann mundi þá tíma þegar engin
brú var á vötnunum, engin veg-
arspotti, ekkert ökutæki, enginn
sími, ekkert rafmagn. Hann
mundi þann tíma, þegar hin frum
stæðustu handverkfæri voru not-
uð til alls og engin vél var hér
þekkt til þess að létta störfin.
Páll mundi þegar margir háðu
harða og oft að því er virtist von-
Fundið
Lindarpenni
fundinn. — Sími 5562.
Kaup-Sola
Fermingarkjóll
til sölu á Reynimel 25 A. Slmi
2453.
6H FELRG
HREiNGERNiNGAMftNNA
Hreingerningar
Pantið í tima. Guðmnnilur Húlni,
Sími 5133. — ___
litla baráttu gegn hungri og
kulda — við frumstæð og fátæk-
leg skilyrði.
Vegna þess hversu vel hann
mundi gamla tímann kunni hann
betur en margir aðrir að meta
þær miklu framfarir, sem fólk á
nú við að búa. Þess vegna var
Páll bjartsýnn og sá góða mögu-
leika til bjargar fyrir sig og sína.
Vonleysi og óánægja var honum
ekki að skapi. Taldi hann það;
ómaklegt fyrir þá kynslóð, sem
nýtur framfara og þæginda að
vera vonlaus og óánægð, þar sem
lífsbaráttan væri mun léttari nú
en hún áður var og fyrir það
ættu allir að vera þakklátir.
Páll var einlægur trúmaður og
mun það hafa mótað skap hans
og gert hann sterkan og öruggan.
Það var föst venja Páls að heim
sækja Fljótshlíðina haust og vor
ár hvert. Nú hefir hann farið sína
hinztu ferð í Fljótshlíð, þar sem
honum hefir verið búinn hvílu-
staður við hlið horfinna frænda
og vina. I. J.
Kveðja frá gömlum Fljótshlíðing :
Um langa æfi lundar þjáll
lífs í heiðurs sessi.
Sóma maður sýndist Páll
sjálfur guð þið blessi.
Þinn er heimur þér indæll.
Þess ég óska og beiði.
Vinur góði vert þú sæll
veg þinn Drottinn greiði.
ICartöfltfi-
upptökuvél
Ný Arvika kartöfluvél til
sölu ásamt útbúnaði. Til-
boð merkt: „218“ sendist
Mbl. fyrir 9. marz.
Timbur
Notað timbur til sölu, um
500 fet battingar, og 300
fet klæðning, tveir gólf-
flekar I%x2% m. ásamt
þremur gluggum. Tilboð
óskast lögð inn á afgr.
blaðsins fyrir hádegi á
laugardag merkt: „Vel út-
lítandi — 210“.
KYNIMIIMG
Öska að kynnast vönduðum,
einhleypum manni um fimm-
tugt, sem vildi eignast gott
heimili. Glaðlyndi og reglu-
semi áskilin. Uppl., heiniilis-
fang og simanúmer leggist á
afgreiðsluna merkt: „Hag-
kvæmt — 205“.
Bókamarkaðurinn
á Frakkastíg 16 er í fullum
gangi. Hundruð eftirsóttra
og eigulegra bóka seldar fyr-
ir hálfvirði og þaðan af
minna. — Aldrei hefur bóka
mönnum gefizt eins gott tæki
færi og nú til að eignast góð-
ar bækur fyrir gjafverð. —•
Sími 3664. —•
Utgerðarmenn
Fiskkuupm
Tilboð óskast í leigu á eignum H.F. Sviða (áður
Akurgerði) í Hafnarfirði: Skrifstofuhúsnæði, fisk-
verkunarhús, og plan, þurrkhús og fiskreitar.
Nánari upplýsingar gefa
Stefán Jónsson í síma 1486, eða
Hilmar Garðars, síma 3411, Reykjavík.
Vegna jarðarEa&ur
verður skrifstofum vorum og heildsölu lokað allan daginn
á morgun (föstudag 7. marz).
SLATURFELAG SUÐURLANDS
Vegna jarðaríarar
verður lokað á morgun, föstudaginn 7. marz, frá kl. 11
f. h. til kl. 4 e. h.
Itfatardeliffln
Hafnarstræti 5.
Matarbúðin
Laugavcg 42.
KJötfcútuin
Skólavörðustíg 22.
Kjötbúð §úlv&lfla
Sóivallagövu 9.
t * >U Cr £ Vá
*&. &&£***&&
Litli drengurinn okkar
RAGNAR KRISTINN
andaðist 4. marz.
Unnur Þórðardóttir, Arngrímur Guðjónsson.
Konan mín,
GUÐBJÖRG ELÍSABET EINARSDÓTTIR,
andaðist í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði í gær.
Fyrir mína hönd og annara ástvina,
Þóroddur Gissurarson.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
INGUNNAR STEFÁNSDÓTTUR
frá Geldingalæk.
Synir og tengdadætur.
Jarðarfarar- og minningarathöfn um þá:
BENEDIKT KRISTJÁNSSON
i MARVIN ÁGÚSTSSON
" TT ERLEND PÁLSSON
GUÐMUND KR. GESTSSON
VERNHARÐ EGGERTSSON
SIGURÐ GUNNAR GUNNLAUGSSON og
GUÐMUND SIGURÐSSON
sem fórust með m.s. Eyfirðingi við Orkneyjar, mánudag-
inn 11. febrúar, fer fram frá Dómkirkjunni, fimmtudag-
inn 6. marz kl. 14,30. — Húskveðjuathöfn hefst frá heimili
Benedikts Kriatjánssonar, Skipasundi 19 kl. 13,30. — At-
höfninni í kirkjunni verður útvarpað.
Fyrir hönd aðstandenda
f Njáll Gunnlaugsson.