Morgunblaðið - 20.03.1952, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.03.1952, Qupperneq 8
HORGUNBLAÐIB Fimmtudagur 20. marz 1952 Útg.:,H.f. Árvakur, Reyltjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 18,00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 með Lesbók. SjálfsvÖrn smáþjóðar ALLIR íslendingar munu fagna ákvörðunum þeim, sem ríkis- stjórnin hefur nú tekið í land- helgismálum okkar. Með þeim er stórt og áhrifamikið spor stigið í baráttunni fyrir verndun fiski- miðanna á landgrunninu um- hverfis landið. Eins og Ólafur Thors atvinnu- málaráðherra tók skýrt fram í útvarpsræðu sinni í gærkvöldi hafa íslendingar byggt stefnu sína í þessum málum á kröfunni um að landhelgin yrði miðuð við landgrunnið. Út frá því sjónar- mjði voru lögin um vísindalega verndun fiskimiða þess sett árið 1948. Atvinnumálaráðherra vakti hins vegar athýgli á því, að mörg líki fylgdu þessari stefnu ekki ennþá. Það hefðu íslendingar orð ið að hafa í huga við framkvæmd málsins. Það hlyti þó að glæða vonir okkar um, að áður en langt um liði auðnaðist okkur að afla stefnu okkar almennrar viður- kenningar, að nú væri svo kom- ið, að almennt væri talið að sér- hvert ríki hefði yfirráðarétt yfir auðlindum í landgrunni sínu. I framhaldi af þessum ummæl- um komst ráðherrann þannig að orði: „Og við fáum með engu móti skilið, að það sé rétt eða sanngjarnt, né heltlur verði það stutt með rökréttri hugs- un, að strandríki eigi einka- rétt á hagnýtingu auðlinda í landgrunninu, enda þótt slík- ur einkaréttur engin úrslita- áhrif hafi á afkomu íbúa þess, en að sama ríki njóti hins vegar ekki sams konar einka- réttar til hagnýtingar fiskimið anna í sjónum vfir landvrunn- inu, jafnvel þótt augljóst sé, að cll afkoma þess velti á ein- mitt þcssum rétti“. Þessi rök eru svo sterk, að óhugsandi er, að þau verði til lengdar sniðgengin, enda þótt ekki hafi verið mögulegt að hag- nýta þau til frekari aðgerða en felast í reglugerð þeirri, sem nú hefur verið gefin út. En við und- irbúning þeirra hefur verið höfð hliðsjón af niðurstöðu Haagdóms stólsins í deilu Norðmanna og Breta. Ríkisstjórn íslands hefur vand- að mjög ailan undirbúning þeirra þýðingarmiklu ákvarðana, sem nú hafa verið teknar um vernd íslenzkra fiskimiða. Nægir í því sambandj að;minnast á nokkur atriði hans. Arið 1948 voru sett lög um vísindalega verndun fiski- miða landgrunnsins. . Næsta skrefið er uppsögn samnings þess, sem Danir gerðu við Breta um íslenzka fiskveiða- landhelgi árið 1901 en með hon- um voru flóar og firðir opnaðir fyrir veiðum útlendinga og þriggja mílna landhelgi ákveðin. Samningnum var sagt upp 3. október 1949 op féll hann því úr gildi tveimur árum síðar eða 3. október 1951. Haustið 1949 fékk íslenzka sendinefndin á þingi Sameinuðu þjóðanna samþykkta tillögu um að þjóðréttarnefnd samtakanna yrði falið að rannsaka reglur þjóðarréttarins um landhelgi. Hinn 22. anríl 1950 var svo gefin út reglugerð á grundvelli landgrunnslaganna frá 1948 um verndun fiskimiða fyrir Norður- landi. Þegar málaferli Breta og Norð- manna hófust fyrir Haagdóm- Sfólnum ákváðu íslenzk stjórnar- völd að fvicnast eins vel með þeim og frekast væri unnt. I því skyni voru sendir áheyrnarfull- trúar til Haag. Þegar dómur var fallinn í málinu var hann tek- inn til gaumgæfilegrar athugun- ar og hliðsjón höfð af niðurstöðu dómstólsins við undirbúning nýrra ráðstafana íslendinga til verndar fiskimiðum sínum. Þetta er í stórum dráttum að- dragandinn að þeim ákvörðunum sem nú hafa verið teknar. Bar- átta Islendinga fyrir þeim á sér þó miklu lengri sögu. Kjarni hinnar nýju reglu- gerðar er, að dregin er grunn lína frá yztu annesjum, eyj- um og skerjum kring um landið og þvert fyrir mynni flóa og fjarða, en sjálf marka línan fjórum mílum þar fyr- ir utan. A þessu svæði eru síðan bannaðar allar botn- vörpuveiðar og dragnóta- v'eiðar, bæði íslendingum og úílendingum, en útlending- um auk þess hverskonar aðr- ar veiðar. Þessar ráðstafanir hafa í för með sér stóraukna vernd fyrir íslenzk fiskimið. Heilum flóum eins og Breiðafirði og Faxaflóa er lokað fyrir allri botnvöruveiði og öllum öðrum veiðum útlendinga. Hliðstæðar ráðstafanir fyrir Norð urlandi frá 1950 verða nú einnig virkar gagnvart þeirri þjóð, sem stærstan flota botnvörpuskipa hefur sent hingað, nefnilega Bretum. íslendingar hafa beðið þess með óþreyju að íslenzk stjórnar- völd hæfu aðfferðir í þessum mál um. Er það að vonum. En aðalatriðið er þó það, að ríkis- stjórnin hefur unnið markvíst að þeim undanfarin ár. í slíku máli skipta vikur eða mánuðir ekki öllu. Hitt er þýðingarmeira að þær ráðstafanir, sem gerðar eru, fái staðist og tryggt rétt þjóðar- innar um alla framtíð. Ólafur Thors atvinnumálaráð- herra, vék að því í lok ræðu sinn ar að margir myndu nú spyrja, hverra undirtekta sé að vænta frá öðrum þjóðum út af þessum ráðstöfunum íslendinga. Komst hann þar að orði á þessa leið: „Um það er bezt að fullyrða sem minnst á þessu stigi málsins, enda að því leyti ekki ástæða að hafa um það miklar bollalegging- ar, að íslendingar eiga um ekkert að velja í þessu máli. Sí minnk- andi afli íslenzkra skipa bregður upp svo ótvíræðri og geigvæn- legri mynd af framtíðarhorfum íslenzkra fiskiveiða, ef ekk- ert verður aðhafzt, að það er alveg óhætt að slá því föstu: 1. Að engin íslenzk ríkisstjórn er í samræmi við íslenzkan þjóð- arvilja og þjóðarhagsmuni nema hún geri ráðstafanir til að vernda íslenzk-fiskimið og 2. Að þess er enginn kostur að íslendingar fái lifað menningar- lífi í landinu sínu nema því að- eins að þær vemdunarráðstafan- ir komi að tilætluðum notum. Aðgerðir klenzkra stjórnar- valda í þessu máli eru sjálfs- vörn smáþjóðar, sem á líf sitt og frelsi að verja. Að dómi ríkisstjórnarinnar byggjast þær auk þess á lögum og rétti. í heimi samstarfs og vinar- hugs ættu Islendingar því að mega treysta því að málstaður þeirra verði skoðaður með sanngirni. Það nægir íslend- ingum. Ella er að taka því sem að höndum ber.“ Undir þessi ummæli hljóta all- ir Islendingar að taka. ustu vopn styrja TUNDURDUFLIN eru hræðileg tortímingarvopn, það þekkjum við gerst úr seinasta stríði. HÆTTULÍTIÐ SPRENGIEFNI Sprengiefnið trotíl er brætt og því helt í járnkúlurnar. Venju- lega vega tundurduflin 3—500 kg., stundum þó meira. Það er ákaflega lítil hætta að fóst við trotíl-efnið. Við getum hamrað það, skorið í það og borið að þvi eld án þess að sprenging verði í því. Sprenging verður ekki fyrr en viðeigandi hvellhetta kemur til sögunnar. Efnafræðingar hafa þó komizt að raun um, að þetta sprengiefni og önnur sama flokks geta tekið breytingum með aldrinum og orð- ið hættuleg, Þó eru þessar breyt- ingar sjaldgæfar. Sprengingarn- ar miklu í skipasmíðastöð danska flotans, sem urðu í Holmen í vet- ur, hafa líklega stafað af þessum breytingum sprengiefnisins. FALIN A BOTNINUM Fyrstu tundurduflunum var beitt í bandaríkska frelsisstríðinu 1776—’77. Síðan þá hefir stærð tundurduflanna jafnt og þétt auk- izt. Jafnframt hefir tundurútbun- aður þeirra tekið miklum fram- förum og verið gerður flóknari. Helztu tegundirnar eru nu snertitundurdufl, sem springa við árekstur, segulmögnuð tunduvdufl og hljóðbylgjudufl. Auk þessara þriggja aðaltegunda ei'u fjöimörg afbrigði. Snertiduflið er ven.ju- lega svo gert, að í það er hengd- ur stjóri, svo að það mari nokkra metra undir vatnsskorpunni. Á hinum tveimur tegundunum er venjulega nokkru dýpra. Við Danmörku, þar sem dýpið er 10—20 metrar, liggja þau venjulega á botninum. Þó að kjöl skipsins beri hjá tundurduflinu í margra metra fjarlægð, þá verður sprenging, sem getur kostoð margia mánaða viðgerð, þegar bezt gegnir. Sýningu Snorra lýkur á morgun „ORRI“ í Morgunblaðinu 16. marz: „.... Sýningin er lærdómsrík og er Snorri Arinbjarnar meiri málari en margan mun hafa grunað“. Bjarni Guðmundsson í Vísi 13. marz: .... Elztu myndirnar eru til- raunir 10 ára snáða til að Ijá hug- myndum sínum form. Yngstu myndirnar eru fullkomin lista- verk, sem hafa að geyma alla kunnáttu, skaphöfn og fegurðat- skynjun miðaldra manns, sem hefur helgað ævi sína óskipta leitinni að fegurð og tjáningu hennar ....“. H. J. G. í Tímanum 14. marz: „.... Svipurinn er hreinn og norrænn, byggingin sterk, litii'n- ir skýrir en látlausir, vinnu- brögðin sannfærandi, andrúms- loftið klassískt, tengsl mynd- rænunnar og undirstraumsins einlæg". Björn Th. Björnsson í Þjóð- viljanum 16. marz: „.... Og fyrir mitt leyti verð ég að gera þá játningu, að af- mælissýning Snorra Arinbjarnar, sem nú er haldin kemur mér mjög á óvart. Reyndar gekk ég þess ekki dulinn, að Snorri væri góður málari, en hitt veit ég ekki fyrr en nú, að hann er einn af öndvegislistamönnum okkar.“ Sýningunni lýkur á morgun. Spieisgieíiiið í þeim er |ié meiniaust i umgengni Þegar tundurduflið hefir ver- ið gert óvirkt, er það allsendis hættulaust. TUNDURDUFL SLITUR UPP Tundurduflin eru búin maig- víslegum öryggisútbúnaði. Engin hætta á að vera af þeim fyrr en þau eru komin á tiltekið dýpi. Þannig ættu þau að verða óvirk aftur, þegar þau slítur laus frá legustjóranum eða eru veidd upp. En ekki er hægt að sjá við skelj- um óg ýmsum sjávargróðri og sjávardýrum, .sem setjast á tund- urduflin, svo að öryggisútbúnað- urinn verður óvirkur. Þessi smá- dýr og jurtir hafa kostað marga menn lífið. Sérfræðingar leggja mikið kapp á að smíða tundurdufl, sem óvín- imir eiga bágt með að slæða upp. Sum eru búin út með tækjum, sðm ónýta slæðingarútbúnaðinn og sprengja hann. Hljóðbylgjudufl geta verið svo úr garði gerð, að þau séu ónæm fyrir sumum hljóðáhrifum. Þanníg er ekki hægt að gabba þau méð þeim tækjum, sem tundurdufía- slæðarar draga gegnum vatnið, heldur springur það ekki fyrr en tundurduflaslæðarinn er sjálfur i netinu. Segulmögnuð tundurdufl og hljóðbylgjutundurdufl eru sum þannig, að þau springa ekki fyrsta sinni, sem siglt er yfir þau. Þess munu dæmi, að slik dufl hafi ekki sprungið fyrr en í 11. sinn. TUNDURDUFLUNUM LAGT Á tundurduflasvæðum er dufl- unum venjulega lagt með 100 — 150 metra millibili. Til að beltið sé nokkurn veginn öruggt, verður það að vera sett fjórum röðum. Tegundunum er blandað saman, svo að enn örðugra verði að brjót- ast gegnum það. En vitaskuld má allt af komast gegnum þessi belti, ef menn vilja leggja hvað eina í sölurnar. Þannig má til að mynda rjúfa skarð í beltið með þvi að senda tóm skip yfir það. Þá get- ur einmitt komið sér vel að hafa lagt tundurduflum, sem sprmga ekki í fyrstu atrennu. VQÍvokondi akrifar: DAISICGA UnZOTJ Góðs viti IDAG er 20. marz. Þá er jafn- dægri á vor, nótt og dagur jafnlöng. Eftir tíðinni, eins og hún hefir yfirleitt verið í marz, gæti verið áliðnara vetrar. .... góðs viti Einhver vorhugur hefir líklega fylgt auglýsingunni, þar sem til- greind voru á annað hundrað sumarblómafræ, sem á boðstól- um væru. Verður hún að teljast góðs viti, þó að varla spryngi út fíflar undir bæjarveggnum að sinni. Leiði, sem fáir þekkja. VIÐ norðausturhorn líkhússins, sem var í gamla kirkjugarð- inum við Suðurgötu, en þar serh nú er vel gert klukkuport, er leiði girt hárri járngirðingu. Fáir, sem ganga þarna um, vita, hver þar hvílir, því að engin áletrun er til leiðbeiningar. Það má kanhski segja, þegar þessum áfanga er náð og menn bafa lagzt til hinztu hvildar, að þá sé jafnt á komið með öllum og flestum sé sama, þó að þúfan sín týnist, ef ekki er eitthvað annað, sem heldur minningu þeirra á lofti. 0 Girðingin þarf viðhald G vegna lítillætis síns og Ijúflyndis hér í lífi, mundi sá, sem hvílir í áminnztum reit ekki gera kröfu til, að merm legðu fram fé eða fyrirhöfn til að auglýsa nafn hans þarna eða á annan hátt sýna legstað hans viðeiagndi sóma, enda þarf þess raunar ekki, til þess að nafn hans geymist, en gleymist ekki, því að þarna er jarðsettur Sveinbjörn Sveinbjörnsson, tónskáld. Fyrir allmörgum árum eða í atvinnumálaráðherratíð Haraldar Guðmundssonar í kringum 1936 fékk ég því til leiðar komið fyrir áeggjan Halldórs sál. Hallgríms- sonar, klæðskerameistara, að girðing sú, sem er um leiðið, var sett upp af Landsmiðjunni. Nú hefir hún staðið af sér mörg og stór veður liðinna ára og hlíft leiði tónskáldsins við átroðningi. En girðingin er nú mjög illa far- in og þyrfti nauðsynlega að hreinsa hana og mála í vor. Hvað hyggst Tónlistar- félagið fyrir? ÞAÐ verður að sjást, hvar leg- staður þess mannsins er, sem gaf okkur lagið við þjóðsönginn, minna má það ekki vera. Það er eins og mig minni, að Tónlistarfélagið hafi eitthvað hugsað sér í sambandi við leg- stað Sveinbjarnar Sveinbjörns- sonar, og á meðan það ræður við sig, hvernig það á að haga sínuin meiri háttar framkvæmdum svo sem að reisa veglegan minnis- varða á legstað tónskáldsins, vildi ég leyfa mér að vekja at- hygli þess á því, sem þarna þarf að gera nú þegar, og ég hefi bent á hér að framan. Sjá þeir góðu menn, sem að Tónlistarfélaginu standa, sér ekki fært að láta framkvæma það nú með vorinu? * Kjartan Ólafsson, brunavörður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.