Morgunblaðið - 20.03.1952, Page 14

Morgunblaðið - 20.03.1952, Page 14
MORGUNBLAÐIB Fimxntudagur 20, marz 1952 EFTIR HILDU LAWRENCE vj. Framhaldssagan 36 „í húsinu? Já, en hvaða máli getur það skipt?“ „Ég veit það ekki. En mér finnst það hljóti að skipta máli“. „En Violet. Hún er þó sprell- lifandi ennþá. Hún hefur oft Ver- ið þarna áður hjá Davenport". „Violet er ágæt, en hún stígur ekki í vitið og það bjargar henni“. „Hvar mundum við vera látn- ar sofa?“ „Hjá Violet. Er þetta ekki sam- þykkt, Beulah?“ „Jú .... en Mark, þú virðist hafa mikinn áhuga á þessu máli. Ég veit að þú ert ráðinn hjá Stoneman, en fyrir hvern gerir þú þetta?“ „Fyrir sjálfan mig, því að ég hef meðfædda löngun til að þjóna réttvísinni. Það eru ekki aðeins lögregluþjónar, sem gera það. Hversdagslegt fólks eins og við, gérir það líka, þegar það finnur köllun til þess. Við getum prísað okkur sæl, ef þetta mál upplýsist. Ef ekki, þá getur það orðið okkur hættulegt. Ég vil ekki gabba ykkur. Þetta getur orðið hættulegt verkefni. En ef við höfum vakandi auga me|5 öllu, sem fram fer, getur okkur tekist að finna morðingja Flor- rie“. -1 Beulah stóð upp og tók saman diskana. „Ég læt þá í vaskinn. Uppþvotturinn getur beðið; Bessy, farðu upp og sæktu tösk- una þína. Ég kem á eftir“. Mark beið við arininn á meðan þær tóku saman föggur sínar. Þegar þær komu niður ferð- búnar, hver með sína tösku, slökkti hann í arninum og þau fóru öll út. . v Á leiðinni upp hlíðina sagði Bessy: „Ég veit ekki hvað frarti-' tíðin ber í skauti sínu, en ég vpna að það verði ekkert þungbært. Af einhverjum ástæðum get ég ekki hætt að hugsa um vesaliiigs konuna“. - r. . _. „Hvaða konu?“ spurði Mafk. „Frú Morey. Ég sá hana á stöð- inni, daginn sem þau komu. — Hún var svo sorgmædd og miður sín, að mig langaði til að gráta fyrir hana. Amma mín hafði mynd í stofunni hjá séf af kottú-, sem hékk utan í klettum. Hún minnir mig á hana. Ég sárkenni í brjósti um hana“. Mark tók undir handlegg henn ar. „Eitt skaltu muna, Bessy'1, sagði hann. „Þú mátt ekki fara að kenna í brjóáti um néinn í þessum leik fyrr en síðasti þátt- urinn er leikinn.^Það gæti farið svo, að þú hefðir valið ranga per“ sónu“. 8. kafli. Violet opnaði dyrnar áður en Mark gafst ráðrúm til að taka- upp lykilinn. Hún var guðs fegin sagði hún, þegar hún frétti að Bessy og Beulah ætluðu að hjálpa henni með börnin og enn fegn- ari varð hún, þégar- hún -heyrði’ að þær ættu að sofa inni hjá henni. „Ég hef skörung undir kodd- anum mínum á næturnar“, sagði hún. „En mér er víst óhætt að fara með hann niður í eldhúsið aftur, úr því þið eruð komnar“. Mark spurði hvort nokkuð hefði skeð síðan hann fór, en ailt var tíðindalaust.. V-jolet. þafði. komið börnunum möglunarlaust í rúmið. Violet hafðí sagt þeim að l’lorrie hefði farið á sjúkra- hús jtil að láta taka úr sér botn- langann. Perrin hafðj sagt henni að segja það. Og hann hafði kom ið S nafni lögreglunnar og hirt við að koma fyrir þriðja rúminu í herbergí Violetar. „Hafið þið þá allt hér sem þið þurfið á að halda?“ spurði Morey. „Þér hafið ekki gleymt neinu, Violet?“ „Nei“. „Jæja, ég fer þá. Við Stone- man ætluðum að tefla í kvöld“. „Hvar er hann?“ spurði Mark. „Hanh ‘læsti sig inni um leið og hann heyrði, að þér héfðuð faíáð.-niður eftir til þorpsins. -— Honum fiftnst líklega honum vera óhætt að koma út núna, úr þVl þér éruð kominn. Hvað ætlið þér að gera í kvöld, East?“ ',,Ég krtla ’áð spjalla við gömlu konurnar, ef yður er það ekki á móti-skapi?'“ Morey fór _aftur upp til Bessy pg Be.ulah. „Ég bið ykkur afsök- unar, en mér láðist að taka það fram yið ykkur hve vænt okkur þykir öllum það, að þið ætlið að hjálpa okkur. Þetta eru erfiðið Ttímar hjá-okkur. Frú Morey mun talá við lykkur í fyrramálið, Get ég sent nokkuð upp til ykkar? Hréssingu, kannski?“ „Nei“, sagði Mark. „Ég kem rtiður ár~eftir. Ef ekki, þá ætla ég áð biðja yður að senda Stoneman snemma upp. Hann þarf á hvíld- inni að halda“. Mórey kinkaði kolli og fór út. Violet fór að hamast við að ,búa- úpp rúmin. „Ég skal hjálpa ykkur, að koma dótinu fyrir í skápnúm", sagði hún. ■ -Mark notaði tækifærið. „Violet, þú hjálpar ungfrú Petty á meðan ég tala við ungfrú Pond eins- ,lega“. Hann fór með Beulah út á gangínn og þau settust á bekkinn í gluggakistunni, hinum megin við tröppurnar, þar sem öruggt var um _ að enginn heyrði til þeirra. „Ég verð að segja þér allt að létta“, sagði hann, „vegna þéss áð ég get ekki verið nógu hreinskilinn við neinn annan. Ég vona að ég hafi valíð rétt og þú getir þagað yfir leyndarmáli?" ' Hún horfði rannsakandi á hann. „Svo sannarlega, sem allt er hreint í pokahorninu þínu, þá skal ég þegja“, sagði hún. Hann sagði henni því alla sög- una og byrjaði á fyrsta bréfiiiu, sem hann hafði fengið frá Stone- man. „Og þar sem ég hafði ékk- ert annað að gera einmitt þá, þá tók ép við því. Bæði fyrir for- vitnissakir og svo vildi ég gjarn- an fá tilbreytingu. En strax og ég kom hingað fann ég að ekki var allt með feldu. Stoneman var hræddur við eitthvað. Frú Lacey var blátt áfram á barmi örvingl- unar. Florrie leið auðsjáanlega ekki vel. Perrin var of hátiðlegur og frú Morey fárveik andlega. Violet var eina heilbrigða sájin.’ Jafnvel Morey var ekki eins kát-. ur og hann sýndist á yfirborðinu.1 En það, sem ég hafði þó mestar ( áhyggjur af, var litla stúlkan, Anne. Hún var ekki eins og barn eiga að sér að vera. Þess vegna var ég kyrr. Og svo þekkir þú, hvernig sagan hefur gengið til“. I „Á hverju eigum við að býrjá?", spurði Beulah. „Við setjum upp stálþráð, }2g tók hann með mér, en lét éngan vita af því. Vildi ekki gera mig að athlægi að ástæðulausú. Ég faldi hann í skáp hérna á gang- inum. Nú er tími til kominn að taka hann fram. En spurningin er bara, hvar við eigum að setja hann upp“. „Hvernig væri að setja hann upp í herbergi frú Morey? Þaðan stjórnar hún heimilinu og það koma allir til að tala við hana. Og við hliðina á herbergi henn- ar er lítið saumaherbergi og dyr úr því inn til barnanna, og úr dyrunum fram á ganginn er hægt að fylgjast með því hver fer inn til hennar. Og þá er hægt að vita hvenær við eigum að hlusta“. „Þetta virðist upplagt. Nú verðum við bara að ganga frá smáatriðum og undirbúa. Egvona að þú takir þér það ekki of nærri að liggja á hleri?“ Veitingastofa í GRINDAVÍK TIL SÖLU Skipti á íbúð í Reykjavík æskilcg. NÝJA FASTEIGNASALAN Hafnarstræti 19. Sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e. h. 81546. Hús óskast Vil kaupa 5—6 herbergja íbúð eða hús í smíðum. Mikil útborgun. Þeir, sem viija sinna þessu, leggi nöfn sín og síma- númer á afgr. blaðsins merkt: HÚS—370. 4 herbergja íbúð með húsgögnum, síma og heimilistækjum til leigu. —• tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir laugardag merkt: „Ný íbúð — 365“, I . ) :• (t t ’ V ' «-f i’*«avr ÞVOTTAVELIN f yrirligg jandi HÚN ER ALGERLEGA SJÁLFVIRK Leggur í bleyti — Þvær Þrískolar og vindur — allt án þess að dýfa hendi í vatn. Verð með söluskatti kr^ 6.502,50 EINS ÁRS ÁBYRGÐ MEKZÆ MF. SKOLAVORÐUSTIG 3 SIMl 1275 T ækifæriskaup Fjölbreytf úrval af kvenskóm VERÐ: kr. 70,00 og 95,00 3JJ ur - AUSTURSTRÆTI 10. Nú fæ ég FERSKT BRAGÐ í munninn og HREINAR TENNUR, er ég nota Colgate tannkrem Því tannlækn- irinn sagði mér: Colgate tannkrem myndar sérstæða froðu. Hreins- I ar allar matarörður er hafa festst milli tannanna. ] Heldur munninum hreinu m, tönnunum hvítum, varo ! ar tannskemmdum. Nii fáanlegt l nýjum stórum túbuml > d.l V. A • *■“' i 1^,1.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.