Tíminn - 04.05.1965, Page 1

Tíminn - 04.05.1965, Page 1
HANDBOK VERZLUNARMANMA A’SKRIFTARSÍMI 16688 16688 16688 HANDBOK VERZLUNAR MANNA ÁSKRIFTARSÍMI 16688 16688 16688 98. tbl. — Þriðjudagur 4. maí 1965 — 49. árg. Stjórnarfrumvarpið um Búrfellsvirkjun komið í TK—Reykjavík, mánudag Ríkisstjórnin laigði í dag fram á Alþingi frumvarp það sem hún hefur boðað um heimild til virkj nnar Þjórsár Við Búrfell. Nefinist frumvanpið: Frumvarp til laga um Landsvirkjun. Kveður frum- varpið á um stofnun fyrirtækis, er nefnist Landsvirkjun og á að taka við af Sogsvirkjunarstjórn og taka við öllum eignum hennar og túr- Vildu mink TK—Reykjavík, mánudag. Atkvæðagreiðsla um minka- frumvarpið fór fram eftir 2. um- ræðu í neðri deild Alþingis í dag. Fór frarn nafnakall um til- lögu Benedikts Gröndals um að vísa málinu til ríkisstjómarinnar, þ.e. svæfa .það. Var tillagan felld með 22 atkv. gegn 13. Frumvarps greinin var samþykkt með 21:9 og frumvarpið samþykkt til 3. umr. með 22:11. Þrátt fyrir þessi úrslit má telja ólíklegt að frumvarpið verði að lögum á þessu þingi. Fáir dagar eru til þingsslita og frumvarpið á eftir að fara í gegn um eina umræðu í neðri deild og þrjár í efri deild og vinnst vart tími til að ljúka afgreiðslu þess. Þeir sem greiddu frávísunartil- lögu Benedikts Gröndals atkvæði voru þessir: Ágúst Þorvaldsson, Eðvarð Sigurðsson, Benedikt Gröndal, Björn Fr. Björnsson, Ey- steinn Jónsson, Vilhjálmur Hjálm arsson, Sigurður Jóhannesson, • Gylfi Þ. Gíslason, Rannibal Valdij marsson, Lúðvík Jósefsson, Ragn ar Arnalds, Sigurvin Einarsson ogj Skúli Guðmundsson. Aðrir deildar! menn voru tillögunni andvigir — (þ. e. hlynntir frumvarpinu) að| undanskildum tveim sem ekki' greiddu atkvæði. Þrír voru fjar-! verandi. j bínustöð Reykjavíkurborgar við EHiðaár jafnframt því sem hún tekur við öllum vatnsréttindum og réttindum ríkisins og Reykja víkurborgar til virkjana í Sogi og í Þjórsá við Búrfell. Skal Lands virkjun heimilt að reisa allt að 210 þús. kílóvatta orkuver við Búrfell, sem reist yrði í áföngum. Stjórn Landsvirkjunar skal skipuð sjö mönnum. Alþingi kýs þrjá stjórnarmenn og borgarstjórn Reykjavíkur þrjá en þessir aðilar skipa hinn sjöunda í sameiningu og skal hann formaður. Stjórn þessi skal ákveða heildsöluverð á raforku og skal verðið við það miðað, „að eðlilegur afrakstur fá- ist af því fjármagni, sem á hverj um tíma er bundið í rekstri fyrir tækisins. Einnig skal að því stefnt að fyrirtækið skili nægilegum greiðsluafgangi til þess að það geti jafnan með eitVn fjármagni og hæfilegum lántökum tryggt notendum sínum næga raforku." Um orkusölusamninga til langs tíma segir svo: „Til orkusölusamn inga til langs tíma við iðjufyijir- tæki, sem nota meira en 100 millj ónir kílóvattstunda á ári þarf Landsvirkjun leyfi ráðherra þess er fer með raforkumál. Slíkir samningar mega ekki að dómi ráðherra valda hærra raforkuverði til almenningsrafveitna en ella hefði orðið.“ Fella skal niður aðflutnings- gjöld, söluskatt af efni, tækjum og vélum til virkjunarinnar og til dísilstöðva hennar og undanskilin skal hún sköttum og útsvörum. Ríkissjóði er heimilt að lána Lands virkjun 100 milljónir króna þeg ar virkjun við Búrfell hefst og heimilt er ríkisstjórninni að ábyrgjast lán eða taka lán allt að 1204 milljónum króna. Þá segir, að eigendum Laxár- virkjunar sé heimilt að ákveða, að Laxárvirkjun sameinist Lands- virkjun. Frumvarpinu fylgir ítar- leg greinargerð og fimm fylgis- skjöl um virkjunarmál og virkj- unarrannsóknir Raforkumála- stjórnar og bandaríska verkfræði- firmanns Harza. VERKFALLS- BANNIÐ AÐ LÖGUM TK, Alf.-Reykjavík, mánud. Frumvarp ríkisstjórnar- innar um bann við verkfalli flugmanna og gerðardóm til úrskurðar um kaúp þeirra og kjör var afgreitt sem lög frá Alþingi síðdegis í dag. Var frumvarpið samþykkt með atkvæðum þingmanna stjórnarflokkanna gegn at- kvæðum stjórnarandstöðu- þingmanna. Björn Pálsson greiddi ekki atkvæði. 2. umræðu um gerðar- dómsfrumvarpið lauk um miðnætti 30. apríl og frum- Framh á bls. 2- Þannig var umhorfs á slysstaðnum á sunnudaginn. Bandarískir hermenn stóðu tryggan vörð við flakið, og voru komnir með skúr og Ijósavél á staðinn, enda auðveit að komast þangað eftir nýja Keflavíkurveginum. Stélið, heillegasti hluti þyrlunnar er á mlðri myndinni, en til vinstri er flaklð brunnlð, og þar hjá liggur annað skrúfublaðið. (Tímamynd K.J.). 5 BANDARÍKJAMENN FARAST í Þ YRLUSL YSIÁ STRANDARHEIÐI .1 HM-Reykja'VÍ'k, mánudag. | menn fórust er þyrilvængja sem Það sviplega slys varð s. 1. laug þeir voru í, hrapaði til jarðar ardagskvöld að fimm Bandaríkja- við nýja Keflavíkurveginn. Fimm menningarnir voru á heimleið úr könnunarferð frá bækistöð hers- ins í Hvalfirði. í vélinni var næst ' .. ^ ... Rðbert R. Sparks Arthur E. House Clinton L. Tuttle John Brink æðsti maður vallarins Capt. Ro- bert R. Sparks, og yfirmaður landgönguliðs flotans á íslandi, Lt. Col. Arthur E. House. Flugslysið bar mjög skyndilega að höndum, og mun flugmönnun- um ekki hafa gefizt tími til að kalla í Keflavíkurvöll og tilkynna neyðarástand. Það var um klukk an sjö á laugardagskvöldið sem Hafnarfjarðarlögreglunni barst fyrsta tilkynningin um slysið, sem skeði í Strandarheiðinni fyrir ofan bæinn Landakot, sem er á Vatns leysuströndinni. Sá sem fyrstur tilkynnti slysið vissi ekki hvers eðlis það var, en Hafnarfjarðar- lögreglan fór þegar á staðinn, auk þess sem sjúkrabíll var einn ig sendur. Þrír ungir piltar voru sjónarvottar að slysinu, og er við tal við þá á öðrum stað í blaðinu. Framh. á bls. 2.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.