Tíminn - 04.05.1965, Side 7

Tíminn - 04.05.1965, Side 7
ÞINGFRETTIR ÞINGFRETTIR ÞEIÐjrUDAGUR 4. maí 1965 TÍMINN 7 LANDSVIRKJUN VIÐ BURFELL Hér fer á eftir greinargerð sú, sem fylgir frumvarpi því til laga um Landsvirkjun og virkjun Þjórs ár við Búrfell, sem lagt var fram af ríkisstjóminni á Alþingi í gær. Meginefni frumvarpsins er rakið á bls. 1: Sogið er nú fullvirkjað og fyrir dyrum stendur að virkja á nýjum stððum til að fullnægja aukningu í raforkuþörf þjóðarinnar. Raf- orkunotkunin vex svo ðrt, að hún tvöfaldast á hverjum 10 árum. Áð- ur en 10 ár eru liðin verður því að vera lokið að virkja afl til við- bótar, er nemur öllu því rafafli, sem nú er fyrir hendi í orkuverum landsins. Og þannig mun raforku- notkun halda áfram að vaxa hér á landi næstu áratugi. Til að full- nægja þessum þörfum verður að gera stærri og stærri virkjanir og er nú, að Soginu fullvirkjuðu, að þvi komið að hefja virkjun í stór- ám landsins. Að hefja virkjun í stórám lands- ins er að vísu mikið átak, en þó tæðlega meira nú en fyrsta virkj- un í Sogi var á sínum tíma. Með virkjun Ljósafoss í Sogi var stig- ið stórt skref fram á við í raf- veitumálum íslands. Með því skrefi vannst þrennt: skyndilega var leyst úr raforkuskorti, sem þá var orðinn mjög tilfinnanlegur, við það að virkja mjög miklu stærra en áður hafði verið gert, lækkaði vinnslukostaður rafork- unnar á einingu verulega og í þriðja lagi var með þessari fyrstu virkjun í Sogi mörkuð stefna í virkjunarmálum, sem entist þjóð- inni til eðlilegrar þróunar rafveitu mála um langt árabil. Með Sogs- virkjunarlögunum var því slegið föstu, að orkuverin í Sogi skyldu vinna raforku ekki einungis fyrir höfuðborgina eina, heldur fyrir öll héruð Suður- og Suðvest- urlands jafnótt og fjárhagur þjóð arinnar leyfði, að veitur yrðu lagðar um þau héruð. Þar með var lagt inn á braut samvirkjunar fyrir mörg héruð í senn. Hið sama hefur átt sér stað ann- ars staðar á landinu, svo sem með virkjun Laxár í Suður-Þingeyjar- sýslu fyrir Akureyri og héruð EKYJAFJARðAR OG Suður-Þing eyjarsýslna, enn fremur með virkj un Andakílsár fyrir Mýra- og Borgarfjarðarsýslur og Akranes- kaupstaðar, með virkjun Mjólk ánna fyrir Vestfirði og virkjun Grímsár fyrir miðbik Austurlands. Fossá í Engidal var og á sínum tíma virkjuð fyrir tvö sveitarfé- lög, ísafjarðarkaupstað og Hnífs dal. Nú eru 8 slík samveitukerfi hér á landi: 1) Suðvesturlandið, 2) Snæfellsnes, 3) Vestfirðir, 4) Steingrímsfjörður og Reykhóla- kerfið, 5) Skagafjarðar- og Húna- vatnssýslur saman, 6) Siglufjörð- ur, Ólafsfjörður og Fljótin frá Steingrímsfjörður og Reykhóla- Eyjafjarðar- og S-Þingeyjarsýsla frá Laxárvirkjun og 8) miðbik Austurlands frá Grímsárvirkjun, 12 kauptún víðs vegar um landið hafa enn hvert um sig sína eigin stöð, án tengsla við aðra. Með flestum eða öllum þessum samveitum var tilgangurinn fyrst og fremst sá, að sameinast um stærra orkuver en ella og^ á þann hátt tryggja hagkvæmari orku- vinnslu, aukið öryggi í rekstri og aukna möguleika til fjáröflunar. Með því að tengja saman umdæmi fleiri en eins sveitarfélags og sýslufélaga fékkst stærri orku- markaður og skapaðist um leið möguleiki til stærri virkjunar með þar af leiðandi hagkvæmarí orku- vinnslu. Af þeim samveitusvæðum, sem að framan eru nefnd, eru Suð- vesturlandið og orkuveitusvæði Laxárvirkjunarinnar langstærst. Samanlagt afl orkuvera á þessum tveimur orkuveitusvæðum eru nú 125.000 kw og orkuvinnsla þeirra um 600 millj. kWst. á ári. Þetta er meira en 90% af allri raforku- vinnslu landsins í heild. Áður en tíu ár eru liðin mun afl- og orku- þörf þessara svæða hafa vaxið um 100% ,og verður því þá að vera búið að virkja yfir 100 þús. kW til viðbótar og orkuvinnslan að hafa aukizt um aðrar 600 millj. kWst., enda þótt engin stóriðja kæmi. upp á þeim tíma. Þannig er jafnmikil aukning framundan á næstu 10 árum og verið hefur á þeim 30 árum, sem liðin eru, síðan undirbúningur hófst að fyrstu virkjunum Sogsins. Jafnframt er vert að gera sér grein fyrir, að á næstu 30 árum mun orkuþörfin meir en 5 fald- ast. Á þeim tíma mun óhjákvæmi- lega þurfa að virkja meir en % millj. kW til að fullnægja þörf- um íbúanna á þessum orkuveitu- svæðum. Hér er um nýtt þróunarstig að ræða og verður nú mögulegt og jafnframt nauðsynlegt að fram- kvæma enn aflmeiri virkjanir en áður, með þeim kostum, sem það hefur í för með sér. Til þeirra virkjunarfram- kvæmda, sem framundan eru, þarf mikið fjármagn og verður að sjálf sögðu að sækja megnið af því fjármagni til erlendra lánastofn- ana. Miklu máli mun því skipta, að það fyrirtæki, sem kemur virkj ununum upp á þær og rekur, sé fjárhagslega traust og þannig rek- ið, að það njóti þess lánstrausts, sem því er nauðsyn að hafa. Megintilgangur þess að stofna til landsvirkjunar er sá, að skapa skilyrði til aflmikilla virkjana í stórám landsins, tryggja með því í senn næga raforku í landinu og lágan vinnslukostanð orkunnar. Því aflmeiri, sem virkjunin er, því lægra er að jafnaði vinnslu- verðið. Aflmiklar virkjanir þurfa tilsvarandi meiri markað fyrir orkuna. Á orkuveitusvæðum Sogsvirkj- unar og Laxárvirkjunar fer nú fram eins og áður er getið, meir en 90% af allri raforkunotkun þjóðarinnar. Raforkunotkun ann- arra landshluta er lítil og það verður að fara eftir því, hvað rétt- lætanlegt reynist af kostnaðar- ástæðum á hverjum tíma, hve ört þeir landshlutar verða tengdir við Landsvirkjun. En sú tenging er þeim meira í hag en Landsvirkj- un sjálfri, Rikisstjórnin hefur rætt við með eigendur sína að Sogsvirkjun og Laxárvirkjun, Reykjavíkurborg og Akpreyrarkaupstað, um sameign- arfélag allra þriggja aðilanna um Landsvirkjun. Meðeigandi Laxár- virkjunar, Akureyrarkaupstaður, hefur svarað því til, að hann sé ekki tilbúinn að ganga að sinni í félag við ríkið og Reykjavíkurborg um Landsvirkjun, en óskar þó jafnframt eftir því, að eiga þess kost, að gerast meðeigandi að Landsvirkjun síðar. Samkomulag hefur hins vegar náðst milli ríkisstjórnarinnar og stjórnar Reykjavíkurborgar um að mynda sem fyrst, að fengnu sam- þykki Alþingis, félag um Lands- virkjun, þótt Laxárvirkjun verði ekiki aðíli að henni að sinni.' Jafn framt mæla þessir aðilar með því að Laxárvirkjunin geti síðar sam- einazt Landsvirk.iuninni. Frumvarp þetta til laga um Landsvirkjun er samið með hlið- sjón af niðurstöðum af þessum viðræðum við meðeigendur ríkis- ins að Sogsvirkjun og Laxárvirkj- un. Þegar er Landsvirkjun hefur verið stofnuð mun hún verða að hefjast handa við hið fyrsta virkj- unarverkefni til að fullnægja aukn ingu orkuþarfa á Suður- og Suð- vesturlandi, svo og orkuþörf í öðr- um landshlutum eftir því sem áætlanir sýna að hagkvæmt verð- ur að veita raforku milli lands- hluta. Undanfarin 15—20 ár hafa far- ið fram ítarlegar rannsóknir á vatnsafli landsins og verið gerðar áætlanir um virkjanir á ýmsum stöðum. Með frumvarpi þessu er prentuð greinargerð um rannsókn ir til undirbúnings virkjana á Suð- vesturlandi og Norðurlandi, sem raforkumálastjóri tók saman í október 1964. Vísast til þeirrar greinargerðar. Þá hafa verið gerð- ar áætlanir um, hver muni verða vöxtur í raforkuþörf í ýmsum landshlutum, miðað við áætlaða fólksfjölgun í landinu og við eðli- lega aukningu í atvinnuvegum þjóðarinnar, sem nú eru þekktir. Loks hafa verið í athugun nú um nokkurt skeið möguleikar á því, að hér yrði komið upp stóriðju, sem svo er nefnd, þ.e.a.s. iðnaði, sem krefst mjög mikillar raforku til framleiðslu sinnar. Er hér um að ræða aluminíumvinnslu, enda er það eini iðnaðurinn, af þessu tagi, sem vitað er um, að til mála getur komið að koma hér upp sem stendur. Umræður hafa farið fram við svissneska fyrirtækið Swiss Aluminium og hefur það áhuga á því að fá leyfi til þess að reisa og reka aluminíumverk- smiðju og semja við íslenzkan raforkuframleiðanda um kaup á miklu magni af raforku til alum iniumvinnslunnar. Er rætt um verksmiðju, er framleiði 60 000 tonn á ári- og myndi hún til þess þurfa árlega tæplega 1000 millj. kWst. Til þess að mæta í senn vax- andi þörfum raforku til almennra nota í landinu og þörfum slíkrar aluminiumverksmiðju, þykir bezt henta að velja til virkjunar fallið í Þjórsá við Búrfell og gera þar í nokikrum áföngum orkuver er verði 210 000 kW að afli og geti framleitt kringum 1700 milljónir kWst á ári til þeirra nota. Sam- tals munu þá Sogsvirkjun og Búr- fellsvirkjun geta framleitt rúm- lega 2200 milljónir kWst á ári. Miðað við þá áætlun, sem gerð hefur verið um aukningu á raf- orkuþörf til almennra nota á Suður- og Suðvesturlandi ásamt raforkunotkun umræddrar alumín iumverksmiðju, mun þessi virkj un vera fullnýtt einhvem tíma á árunum 1975—76. Komi hins vegar ekki til þess, að aluminium verksmiðja eða annar orkufrekur iðnaður rísi hér upp á þeím tíma, getur afl virkjunarinnar enzt tölu vert lengur. Fyrir þessu er nánar gert grein í „Samanburði á nokkrum virkjunarkostum fyrir Súðvesturland“, dags. apríl 1965, sem tekin hefur verið saman á vegum raforkumálastjóra og prent aður er með frumvarpi þessu. Þar er sett fram áætlun um raforku þörf á Suður- og Suðvesturlandi næstu 10—20 árin bæð5 án og með umræddri aluminlumverksmiðju. f þeirri greinargerð er gerður samanburður nokkurra virkjunar- kosta og athugað í hverju tilviki, hve ört muni þurfa að virkja, hver fjárfestíngin er og hverjar eru líkur um fjárhagslega afkomu ýmist með eða án aluminiumverk smiðju. Áætlanir voru gerðar um virkj un Dettifoss með það fyrir aug- um að orka úr þeim fossi kynni að verða notuð til aluminiumvinnsl unar. Á vegum Stóriðjunefndar var gerður samanburður á virkj un Þjórsár við Búrfell og Jökuls ár við Dettifoss með raforku- vinnslu fyrir aluminiumbræðslu fyrir augum. Stóriðjunefnd gerði einnig samanburð á þeim tveim möguleikum annars vegar að sala raforku til aluminiumverksmiðju yrði takmörkuð við 30 000 tonna •'erksmiðju og hins vegar að sam ið yrði um sölu orku í helmingi stærri eða 60 000 tonna verk- smiðju. f bréfi verkfræðingafirmans Harza Engineering Company Int ernational til raforkumálastjóra, dags. 24. apríl 1965, er í stuttu máli gerð grein fyrir áætlun þeirra um virkju Þjórsár við Búrfell. Bréfið er prentað með frumvarpinu í íslenzkri þýðingu. Tóbkasauglýs- ingar bannaðar TK-Reykjavík, mánudag. Neðri deild Alþingis samþykkti I dag frumvarp um bann gegn hvers konar tóbaksauglýsingum með 17 atkvæðum gegn 12, að af- lokinni 2. umræðu málsins. Frum- varp þetta hefur hlotic samþykki í efri deild og má búast við að það verði að lögum á þessu þingi. SÁU ÞYRLUNA Framh. af bls. 16. hraustu pilta, sem ekki víla fyr ir sér að hjóla til Keflavíkur og til baka á einum degi, og hafa gefið þá beztu lýsingu á þyrlu- hrapi sem bandarísku rannsókn armennirnir hafa nokkru sinni fengið. TÓMAS KARLSSON RITAR Á ÞINGPALLI Mishermi var hér á siðunni í frásögn af ræðu Einairs Agústsson- ar um skuldabréfaútboð ríkisstjórnarinnar og frumvarpið um verð- tryggingu fjárskuldbindinga í þvi sambandi. Sagði Einar, að hann skyldi frumvanpið svo, að Viðskiptabönkum og sparisjóðum yrði heimilt að taka við öllu sparifé til verðtryggingar með vísitöluákvæð- um án þess að það yrði bundið tilákveðins tíma. ★★ Felldar voru í neðri deild í gær breytingartillögur frá Halldóri E. Sigurðssyni um að hækka laun ljósmæðra um 50% frá því, sem gert er ráð fyrir í frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Voru breytingartil- lögur Ilalldórs felldar með 16 atkvæðum gegn 15 og samþykkt ó- beytt til efri deildar. Niðurstaða allra þessara at- hugana hefur orðið sú, að rétt þyk ir að leggja til að heimilað verði að ráðast í allt að 210000 kW virkj un í Þjórsá við Búrfell og eru af þeirri ástæðu heimildarákvæði til þeirrar virkjunar felld inn í frumvarpið.“ FLJUGUM ÞRIÐJUDAGA FIMMTUDAGA LAUGARDAGA FRÁ RVÍK KL. 9.30 FRÁ NORÐFIRÐI KL. 12 F L U G S Ý N SÍMAR: 18410 18823 BÍLA OG BÚVÉLA SALAN PILTAR EFÞID EIGID UNUUSTUNA VÁ Á tO HRIN0ANA / /tds/suxrf 6 V hringar afgr°»dd'!r samdæau Sendum jrr land.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.