Tíminn - 04.05.1965, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
ÞRIÐJUDAGUR 4. maí 1965
Fimmtugur í gær:
bóndi í Árnesi
f gær varð Hermóður Guðmunds
son, bóndi í Árnesi í Aðaldal,
fimmtugur. Hann er einn hinna
•mörgu Sandsbræðra, sona Guð-
mundar Skálds Friðjónssonar og
Guðrúnar Oddsdóttur.
Flestir munu þeir bræður hafa
erft skáldgáfu föður síns; og eru
t.d. tveir þeirra þjóðþekkt skáld.
Mér er ekki kunnugt um það, að
Hermóður hafi fengizt við að
yrkja ljóð eða sernja sögur, þó að
vel geti svo verið, en hann yrkir
annað, svo að þjóðfrægt er að
verða, það er sína jörð og sitt
bú, og í félagsmálum hefur hann
kvatt sér hljóðs svo að eftir er
tekið um allt land.
Eins og rödd föður hans hljóm-
aði norðan frá Sandi, oft skörp og
óvægin og náði eyrum manna fyr-
ir sunnan, austan og vestan, heyra
menn nú frá Hermóði, og virðast
jafnvel sumir kveinka sér undan
því fyrir sunnan.
Fyrst heyrði ég Hermóðs getið
Bem hins kapþsama íþróttamanns
og ungmennafélaga. Vegna afreka
í íþróttum barst hróður hans
snemma um héraðið.
Næst berast af honum sögur um
sveitir, eftir að hann hefur ungur
staðfest ráð sitt, og er kvæntur
Jóhönnu Steingrímsdóttur, Bald-
vinssonar bónda í Nesi og þau
hafa reist nýbýlið Árnes úr Nes-
landi. Og nú fyrir það hve stór-
tækur hann er við framkvæmdir
á býli sínu. Þeim fylgja jafnvel
spár um það, að hann hlyti að
reisa sér hurðarás um öxl. með
slíkum framkvæmdahraða.
En það kemur brátt í Ijós að
þau Hjón höfðu bæði orku og
dugnað, sem samsvaraði stórhug
KOMDU NÚ AÐ
KVEÐAST Á
Hermóður Guðmundsson fyrir utan íbúðarhúisið sitt í Amesi
þeirra, og er skemmst af því að
segja að þau hafa búið hinu
mesta myndarbúi, með mikilli
ræktun, og komið vel undir sig
fótum.
Fyrir fáum árum endurbyggðu
þau íbúðarhús sitt með svo nlikl-
um glæsibrag, að frægt er víða,
og er það sem ytra dæmi um stór-
hug og reisn þeirra hjóna.
Næst getur Hermóðs að hann er
kjörinn formaður Búnaðarsam-
bands Suður-Þingeyinga, og kveð-
ur þá strax aö forustu hans fyrir
sambandinu, og fljótlega fer hann
þá að láta til sín heyra um málefni
bænda.
■Mest hefur kveðið að þeim eftir
aðrflokkur sá, er Hermóður fylgdi,
tók við stjórn U'áíidbÚnaðárrhálá í
landinu. Síðíöf- háfa '•v'érið'%érðar
ýmsar þær ráðstafanir, sem hann
gat ekki sætt sig við og taldi rang-
látar. Lét hann þá strax álit sitt
í ljós af fullri einurð og hrein-
skilni. Var þá fljótlega tekið fyrir
það að hann fengi skrif sín birt í
málgagni flokksins. Síðan hefur
Hermóður skrifað fjölda greina,
sem birzt hafa í Tímanum.
Hann mun nú óháður flokkum,
og þarf ekki að fylgja öðru en
því, sem hann telur réttast í
hverju máli.
Með málshöfðun sinni á hendur
ríkisvaldmu, vegna stofnfánasjóðs-
gjaldsins, hefur Hermóður haft
forystu um það að fá úr því skorið
hvort verið væri að fremja stjórn-
arskrárbrot á bændum. Nú standa
að þessari málssókn flest búnaðar-
sambönd landsins, en óhætt er að
fullyrða. að þarna hefur forystan
hvílt á herðum Hermóðs.
í>essu greinarkomi var aðeins
ætlað að vekja athygli á þessum
tímamótum í ævi bónda, sem bú-
inn er þeim kostum, sem hvern
góðan bónda prýða.
Hermóði og fjölskyldu hans
skal árnað allra heilla í framtíð-
inni. ■ I.J.
Ríkisútgáfa námsbóka og Skóla-
vörubúðin gáfu út í vetur lítið
sönglagahefti, sem ber heitið:
„Komdu nú að kveðast á‘\
Þetta er safn 25 þjóðlaga, valin
og raddsett af Jóni Þórarinssyni
tónskáldi. Sum lögin eru áður
kunn, en mörg hafa ekki áður
birzt á prenti.
Tíu fyrstu lögin eru aðeins tví-
rödduð, en hin þrírödduð. Lögin
eru fyrst og fremst ætluð barna-
kórum, en eins og höfundur tek-
ur fram, má nota þau í óbreyilri
raddsetningu fyrir kvenna- og
karlakóra.
Tví- og þríraddaður söngur get-
ur verið jafn áheyrilegur og fer-
radda söngur, en venjulega þeim
mun hreinni sem raddir eru færri.
Raddsetningar eru yfirleitt ein-
faldar. Undirröddin venjulega
nokkuð sjálfstæð, og þróun laglínu
ræður hljómsetningu. Verða því
oft „stríðir“ hljómar, sem krefjast
mikils öryggis og næmrar tón-
heyrnar.
Samstígar þríundir og önnur
„sæt“ hljómasambönd eru þarna
vandfundin. Enda falla þau miklu
síður að eðli þessara gömlu þióð-
laga.
Textar eru flestir af hinum ó-
tæmandi brunni íslenzkra hús-
ganga. Sumir eftir þekkta höf-
unda, Jónas, Bjarna, Grím, Jón
Thoroddsen og fleiri. Það er ótrú-
legt en satt, að börn atómaldar
hrífast iafn mikið af þessum ein-
földu ljóðlínum og afar þeirra og
ömmur gerðu íyrrum.
Textarnir fjalla um hin marg-
víslegustu efni, sumir léttir og
lífgandi en fleiri bera hinn þung-
lyndislega blæ, sem einkennir is-
lenzkan ljóða- og tónskáldskap.
Mikill skortur er á skemmtilög-i
um við gamansama texta, sem I
börn hafa ánægju af að læra og
syngja. Þar e,r verkefni fyrir okk-
ar snjöllu tónhöfunda að bæta úr
því.
Jón Þórarinsson er einn þeirra
manna, sem láta lítið yfir sinni
kunnáttu, en tvö af hans frum-
sömdu smálögum mun þó sérhvert
skólabarn kannast við: Fuglinn í
fjörunni og íslenzkt vögguljóð á
hörpu. Það er mikill styrkur fyrir
kennara, þegar jafn færir menn
og Jón Þórarinsson fá þeim í
hendur slík úrvalsverkefni að
vinna að.
Þessi bók, byggð á alíslenzkum
grunni, er líka spor í þá átt að
vekja virðingu ungu kynslóðar-
innar fyrir fornum menningar-
erfðum, hvort sem þær hafa verið
skráðar á skinn, eða geymzt í
minnum fólksins.
Það er afar mikilvægt fyrir
Ríkisútgáfu námsbóka og Skóla-
vörubúðina, að kennarar og for-
ráðamenn skólanna taki vel út-
gáfustarfsemi þeirra. Fjöldi nem-
enda á öllu landinu er ekki meiri
en svo, að sölumöguleikar kennsl.i
bókar eru litlir, nema kennarar
séu samtaka um að nota slíkar
bækur og skapa þörf fyrir þær í
skólastarfinu. Góðar móttökur
einnar útgáfu eru öflugasta hvatn-
ingin til að byrja sem fyrst að
vinna að þeirri næstu.
Nú munu skólastjórar vera að
ganga frá bókapöntunum fyrir
næsta skólaár. Það er von mín
að þeir notfæri sér tilboð Skóla-
vörubúðarinnar um afslátt af
verði „Komdu nú að kveðast á “,
og fái nemendum sínum og kenn-
urum þar með verkefni, sem er
sannarlega þess virði — að glíma
við.
Þetta hagstæða tilboð mun að-
Framhald á 14. síðu.
So war es Sitte in der Re-
naissance. Ilse Loeseh. Edition
Leipzig 1964. Hg. von der
Deutschen Akademie der
Kiinste zu Beriin. 25DM.
Edition Leipzig er austur-
þýzfct bókaforlag, sem hefur
gefið út vandaðar og fremur
ódýrar bækur, einkum lista-
verkabækur og endurprentanir
handrita og frumútgáfa.
Þessi bók er um daglegt líf
manna á endurreisnartímunum
einkum siði venjur og hátterni
Höfundur styðst eingöngu við
frumheimildir. Þetta er frem-
ur öðru menningarsögulegt
verk, og er hin bezta handbók
fyrir þá, er vilja draga upp
myndir af mannilífi þessa tíma-
bils, sjónvarps- og kvikmynda-
stjórar geta notað ritið sem
handbók og einnig ieikstjórar
Myndirnar auka enn gildi bók-
arinnar, þær taka yfir 80 heil
síður. Ritið hefst á almennum
ínngangi að þessum tímum, síð
an eru kaflar um: embætti og
titla, að heilsa og kveðjast; á-
heyrn hjá konungum og furst-
um; brúðkaup og brúðkaupssiði
og aðra tyllidaga; máltíðina og
veizlur; daglegt líf stéttanna.
svipmyndir, og loks er kennsla
í mannasiðum þessara tíma.
framkomu og hegðun við viss
tækifæri og aðstæður. Höfund
ur styðst algjörlega við sam
tíma heimildir og með skemmti
legri niðurskipan efnisins fæst
mjög skýr og góð mynd af
hegðun manna og háttemi á
þessu tímabili. Bókaskrár
fylgja ritinu, svo og registur
og tímatalstafla. Bókin er mjög
smekfclega útgefin.
Advis Pour Dresser Une Bibl-
ietheque, par G. Naudá. VEB
Sdition Leipzig 1963. 19.50 DM.
Gabriel Naudé (1600-1653)
las læknisfræði og heimspeki.
og á námsárum sínum gekk
hann í þjónustu, Henri de
Mesme. Hann starfar við bóka
safn hans í Padua og lýkur
jafnframt námi í námsgreinum
sínum. í stað þess að stunda
þær starfar hann sem bóka
vörður hjá Bagni kardinála,
og síðar hjá Barberini kardí-
nála. Richelieu skipar hann
hókavörð sinn 1642, en þeirra
samvinna varð ekki löng, þar
eð Riehelieu deyr sama ár
Mazarin erfir Naudé og hlaut
þar farsælan arf eftir forvera
sinn. Hið mikla safn1 Mazarins
var að öðrum þræði svo vand
að fyrir tilverknað Naudé. Þetta
safn telur 40 þúsund bindi rétt
fyrir 1650. Við fali Mazarins
tvístrast hið mikla safn, sem þá
var opið fræðimönnum. Naudé
reyndi hvað hann gat til að
koma í veg fyrir tvístran þess
en án árangurs Síðan gengur
hann í þjónustu Kristinar Svía-
drottningar, en kunni ekki við
þá þjóð Svía og tovaddi það
land án saknaðar, þegar Maza-
rin kalaði hann aftur í sína
þjónustu 1653. En sú þjónusta
varð skammæ. Naudé sálaðist
sama ár.
Þessi bók hefur gert höfund
sinn ódauðlegan. Hún kom
fyrst 6t 1627 og er þetta ná-
tovæm endurprentun fyrstu út-
gáfu. Þetta er eitt með fyrstu
ritum um bófcfræði og bóka-
söfnun. Höfundur hefur nofck-
uð aðra afstöðu til hókasöfnun-
ar en þá tíðkaðist. Hann vildi,
að stærri söfn væru opnuð
fræðimönnum til afnota, en
væru ekki lokaðar gersemar,
sem enga gleddi aðra en eig.
endur sína. Þetta var í stíl við
húmanismann, sem þá lífgaði
og glæddi menntir og vísindi.
Þessi bók er .mikið raritet í
fyrstu útgáfu og mjög eftirsótt
af bókasöfnurum, sem eitt
fyrsta rit um bóikasöfnun og
einnig vegna höfundarins, sem
var ágætur bókamaður og bóka-
safnari. Það hefur verið vel
vandað til þessarar útgáfu, og
fylgir greinargóður eftirmáli
á þýzku. frönsku, ensku og rúss-
nesku. Band bókarinnar er ein
falt og smekklegt.
No Longer Than a Sigh.
Anne Philipe. Translated from
the Freneh by Oomelia Schaeff
er. Michael Josepb. 1964. 16s.
Þetta er átalkanleg bók. Gér-
ard Philipe var einn fremsti
franskra leikara. Hann veikist
snögglega og deyr. Þetta var
mikið áfall fyrir alla hina
mörgu aðdáendur hans, þeim
gekk erfiðlega að trúa því, að
hann væri dáinn, í blóma lífs-
ins. Ekíkja hans skrifar þessa
bók um hina bitru reynslu að
skiljast við þann, sem maður
ann. Hún lýsir reynslu sinni
og sorg með einföldum orðum,
án allra óþarfa umbúða og án
tilfinningavæmni og tilrauna
til þess að nærast á sorg sinni.
Hann veikist snögglega og eftir
uppskurð er hann dauðadæmd-
ur. Hún telur honum trú um.
að hann muni ná heilsu á ný.
Hann deyr. Þá er öllu lokið fyr
ir henni, en hún leitar ekki
huggunar í trú á annað líf, og
hún er of heiðarleg gagnvart
sjálfri sér og lífinu til að
fremja sjálfsmorð eða brjála
líf sitt með sjúklegum ímyndun
um. Hún reynir áð skilja ást-
ina. og þær kenndir. sem bundu
þau og dauðann, sem sfcildi þau
að. Hún reynir að huggast við
minningar um þann tíma. sem
þau nutust og með því að dá
lífið sjálft þetta stórkostlega
kraftaverk og undrunarefni.
Hún skrifar þessa bók af stakri
hófsemi. bókin er mettuð tign-
um dapurieika og laus við alla
sjálfslýgi og sjálfsblekkingar.
sem eru svo oft samfara sorgar-
tjáningum.
The glass Island. The Story
Tristan da Cunha. Naney Hose-
good. Hodder and Stoughton
1964. 21s.
Þessi eyja hefur verið nokkurt
umræðuefni undanfarið vegna
náttúruhamfara, brottflutnings
íbúanna og heimflutnings
þeirra. íbúarnir kusu að lokum
að hverfa til fremur frum-
stæðra lifnaðarhátta og erfiðis
heldur en að taka sér bólfestu
í gróskumeira landi við þægindi
og öryggi. Eyja þessi liggur í
úíhafinu, fjarri allri mennskri
byggð. Hún var numin af ensk-
um soldáta ásamt nokkrum
hans nótum. Mannlíf þróaðist
á eynni og mannlegt þjóðfélag
mótaðist þar án mikilla tengsla
við umheiminn. Hér bjó fólk að
sínu, undi við hlutskipti sitt
og hirti Htt um umbrot og flóns-
gull hringiðunnar. Svo neyðist
þetta fólk að flýja eyna vegna
eldgangs, Viðbrögðum þess við
breyttar aðstæður er vel lýst
af höfundi. það finnur ekki
yndi og frið í hinum nýju heim-
kynnum og kýs heldur einfald
leikann og erfiðið en marg-
breytni. þægindi og öryggi vel-
ferðarríkisins Það vill heim
Höfundur. sem hefur feng-
izt við blaðamennsku. fékk mik
inn áhuga á örlögum eyjafólks
og setti saman sína fyrstu bók
um eyna og íbúa hennar. Bókin
er læsileg og henni fylgja
nokkrar góðar ljósmyndir, höf
segir byggingar- og byggðasögu
eyjarinnar og lýsir lífemismáta
og lifsviðhorfum eyjarskeggja
og útlegð þeirra í velferðarrík
inu. sem þeim fannst fátt um
V ! i
• l