Tíminn - 04.05.1965, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.05.1965, Blaðsíða 16
98. tbl. — Þriðjudagur 4. mai 1965 — 49. árg. VILL BEINA ADILD FÆREY- INGA AÐ NORÐURLANDARAÐI Aðils-Khöfn, mánudag. Færeyski jafnaðarmaðurinn Pet- er Mohr Dam hefur tekið upp við- ræður við dönsku ríkisstjómina um þrjú atriði í sambandi við stöðu Færeyja. Fer hann fram á, að fáni Færeyja verði viðurkennd ur sem sérstakur þjóðfáni í öðr- um ríkjum, að gefin verði út færeysk frímerki og að Færeyjar fái sinn eiginn fulltrúa í Norður- landaráð. Alvarleg sundrung ríkir nú inn an samsteypustjórnar Færeyja, og er hugsanlegt að til aukakosninga komi. Erlendur Patursson hefur lent í andstöðu við hínn stjórnar- flokkinn m. a. í sambandi við upp bætur til útgerðarinnar. Kvöldskemmtun FUF í Súlnasal FUF i Reykjavík efnir til kvöld skemmtunar 'i fiúlnasal Hótel Sögu næstkomandi fimmtudags. kvöld. Meðal skemmtiatriða má nefna spurningakeppni milli yngri manna og eldri. Taka þátt í henni þrír fulltrúar frá Félagi ungra Framsóknarmanna og þrír frá Framsókinarfélagi Reykjavíkur. Hlutlausir aðilar sjá um fram- kvæmd keppninnar. Ingvar Gísla- son alþingismaður mun semja spurningarnar og verður dómari, en keppnisstjóri verður Sigurður Jóhannessoin formaður Félags ungra Framsóknarmanna á Akur- eyri. Þá mun Jón Gunnlaugsson fara með skemmtiþátt og fram fer verðlaunaafhending til sigur- vegara í bridge-mótum FUF Dans verður stiginn til kl. 1 eftir miðnætti. Boðsmiðar á skemmtun ina eru afgreiddir i skrifstofu Framsóknarflokksins að Tjarnar- götu 26, sími 16066. Stjóm FUF. Hádegisklúbburinn kemur saman annað kvöld, mið- vikudag, kl. 7 síðdegis í Glaum- bæ uppi. Landsstjórnin hefur nýlega lagt fram lagafrumvarp um víðtækar breytingar á heimastjómarlögun Framh. á bls. I Tmáí EJ—Reykjavík, mánudag 1. maí-hátíðarhöld voru víða um land á laugardaginn, og voru útifundir haldnir m. a. í Reykjavík og Hafnarfirði. Gott veður var og fundarsókn því nokkuð góð. í Reykjavík hófust hátíðar- höldin kl. 2 með kröfugöngu frá Iðnó og var gengið um nokkrar götur bæjarins, en staðnæmzt á Lækjartorgi. Lúðrasveit lék fyrir göngunni og á útifundinum, en þar héldu ræður Guðmundur J. Guðmnds son og Éggert G. Þorsteinsson. Fundarstj var Óskar Hallgrímss f Hafnarfirði hófst kröfugang an kl. rúmlega 1.30 og var gengið undir fánum að Fisk- iðjuveri Bæjarútgerðarinnar en þar var haldinn útifundur. Ræðurnar á fundinum fluttu þeir Hannibal Valdimarsson, forseti ASÍ, og Gðjón B. Bandvinsson, ritari BSRB. Myndin hér til hliðai var tekin, þegar kröfugangan kom niður Bankastr. - Tímam. KJ. Sáu KJ—Reykjavík, mánudag. Piltamir þrír, Guðbjöm Jóns son, Bjami Sverrisson og Hörð ur Vilhjálmsson, sem sáu þyrluna hrapa á laugardags- kvöldið, vora nýkomnir sunnan af Keflavíkurflugvelli úr yfir- heyrslum þegar fréttamaður Peter Mohr Dam ræðír við dönsku stjórnina: þyriuna hrapa Tímans hitti þá að máli inn I Efstasundi þar sem þeir eiga allir heima. Þeir era fjórtán og fimmtán ára gamlir, og stunda allir nám í Langholts- skólanum. — Þið hafið verið • stöðug um yfirheyrslum í allan dag? — Já, segir Bjarni, og mað ur er næstum kominn með höf uðverk af öllum spurningunum þeirra. Við fórum sðureftir i dag, og það voru tveir hópar sem yfirheyrðu okkur. Tveir menn sem spurðu okkur um tæknileg atriði. en hinir tveir sem spurðu meira almennra spurninga. — Við vorum mest yfirheyrð ir á staðnum þar sem við vor um þegar við sáum þyrluna hrapa. Þar var þyrla af sömu gerð látin fljúga 5 eða sex sinn um vfir og við vorum látnir segja hvernig þyrlan sem fórst hagaði sér. — Og hvernig var það? — Ja, við sáum hana koma fljúgandi á móti okkur þar sem við vorum hjólandi, og skyndi lega stöðvaðist mótorinn. Við störðum á þyrluna og sáum hana mjög greinilega, þvi hún var svo nálægt okkur. Rétt eftir að mótorinn stöðvaðist bognuðu sipaðarnir á stóra hreyflinum upp, þannig að þeir mynduðu eins og V. Þeg ar þyrlan átti svo eftir að falla eins og 1/4 af hæðinni til jarð ar fór annar spaðinn af, og stuttu á eftir féll sjálf þyrlan með miklum dynk í vegkant inn, og mikill eldur og dökkur reykur gaus strax upp i flak inu. Fyrst þegar hún var að byrja að hrapa, sveif hún svo lítið, en síðan skrúfaðis! hún niður og lenti um fimm hundr uð metra frá okkur á vegkant inum. Guðbjöra hjólaði strax í áttina til Hafnarfjarðar, til þess að ná i hjálp. og mætti bá bíl sem var á nýja Kefla víkurveginum þeim hluta sem ekki er búið að steypa. Við Bjarni og Höitöur, fóru strax að flakinu sem var eitt eldhaf, Frá vinstri á myndinni eru: Guðbjöra Jónsson, Bjarni Sverris- son og Hörður Vilhjálmsson. (Tímamynd K.J.). en þó sáum við annan flug* manninn þar sem hann var fremst í vélinni látinn. Tveir einkabílar komu brátt á stað inn, og síðan eftir litla stund sjúkrabíll úr Hafnarfirði, lög- regla og slökkvilið þaðan, og lögreglan frá Keflavíkurflug- velli. Eftir skamma stund var farið með okkur til Hafnarfjarð ar, þar sem lögreglan tók af okkur skýrslu. — Á hvaða ferðalagi voru þið þarna suðurfrá? — Við vorum i hjólatúr. Fór um úr Reykjavík 10 minútur fyrir tvö á laugardaginn og hjóluðum til Keflavíkur. Þaðan fórum við svo klukkan hálf sex heim á leið. Og fórum nýja veginn þvi það er miklu styttri leið, en vegurinn er dálítið stórgrýttur til að hjóla á. Ef við hefðum kannsld lagt af stað fimm mínútum seinna úr Keflavík. hefðum við mátt vara okkur á að fá ekki þyrl una á okkur, þvi luVi steyptist svo fljótt. Þar með er lokið samtalinu við þessa brjá greinargóðu og Framhald á 7. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.