Morgunblaðið - 10.05.1952, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.05.1952, Blaðsíða 11
Laugardagur 11. maí 1952. 11 MORGUNBLAÐIÐ Mismiificpai'orð ism Geir- Óhagsýni í reksfri laucgu Jóhannsdóttur HINN 26. apríl s.l. andaðist í Beykjavík Geirlaug Jóhanns- dóttir fyrrverandi húsfrevja á Úlfljótsvatni í Grafningi. Hún var fædd hinn 19. nóv. 1870 á Nesjavöllum í Grafningi. For- eldrar hennar voru Jóhann bóndi á Nesjavöllum Giímsson og' kona hans Katrín Guðmundsdóttir frá Efri-Brú í Grímsnesi. Hún ólst upp með foreldrum sínum, sem ler.gst af bjuggu á Nesjavöllum og þaðan aiftist hún eftirlifandi manni sínum Kolbeiní Guð- mundssyni í Hlíð í sömu sveit hinn 30. maí 189S. Hófu þau bú- skap í Hlíð og bjuggu þar í 7 ár. Síðan fluttu þau að Úlfljótsvatni og bjuggu þar í 26 ár ágaetu búi. Norið 1929 brugðu þau búi og fluttust til Reykjavíkur og hafa átt þar heima síðan. Sex börn eignuðust þau, sern öll lifa, og eru þessi: Katrin gift Gísla Sigurðssyni kennara, Guð- mundur kvæntur Áslaugu Elías-1 clóttur, Jóhannes trésmiður kvæntur Valgerði Tómasdóttur,1 Vilborg gift Ulf Jónssyni lög- fræðingi, Þorlákur bóndi kvænt- ui’ Sigríði Gísladóttur og Arin-' björn læknir ókvæntur. Öll ætt Geirlaugar vrar sann- kallað mannval. Fer þar aiit sam- an, andlegt og líkamiegt atgerfi ásamt heilsteyptum mannkostum.! Svo var og um sjálfa hana. Verkmenningu sína hlaut hún á heimili foreldra sinna. Auk þess stundaði hún nám í skól.i þeim er síra Jens Pálsson stofn- aði og stýrði á Þingvöliurn. Nam1 hún þar ýmsar þær náxnsgrein-' ar, sem nú eru kenndar í barna- og unglingaskólum. Svo dugði henni þessi menntun vel að henni tókst að skapa heimili sem af bar um flesta hluti. Sá er þetta ritar kom í fyrsta skipti á heimili hennar veturinn 1923. Er sú koma í minni mér sem glæsilegt ævintýri og ekki þvarr ljómi þess við síðari kynni. Ég var í fylgd með prestinum. Við vorum leiddir til stofu og síðan til baðstofu. Við vorum þreyttir af langri göngu í slæmri færð. Vosklæði voru af okkur dregin og við færðir í þurrt. — Samræður voru skemmtilegar og ólíkar því sem algengast var. 3?ær snerust ekki endalaust um veðurfar, sem allir vita jafnmik- ið um eða annað þvilíkt. Heldur margvíslegan fróðleik fornan og nýjan og ýms hin andlegu vanda- mál mannlífsins. Af þeim sam- ræðum varð ég margs vísari, er ég hafði aldrei fyrr heyrt um getið. Minnisstætt er mér hve þar var hlýtt og vel lýst. Þau gæði voru víða takmörkuð í þann tíð. Alit var svo hreint og skipu- legt, að líkast var því, að jól væru að ganga í garð, og ýfir húsbúnaðinum var einhver al- gerleiki þó hann væri allur í stíl síns tíma. Hið sérkennilega við viðtökurnar þar var ekki það, sem fyrir okkur var gerí, heldur anna Herra ritstjóri! GJALDKERI Stúdentagarð- anna, Kristján A. Kristjánsson, I ritar nýlega grein hér í bhiðið, í þar sem hann gerir tilraun úil þess að sýna fram á, að eins ódýrt sé fyrir stúdenta að bua á Görð- | unum og framast sé unnt. Þrátt. fyrir það tekst honum þó ekki i að neita 'því, að það mun varla i vera ódýrara en annars staðar sæidarþokki sá er hvíldi yfir heirnilinu og hvernig allt var í té látið. Hin bjargfasta menning 1 ei blasti við í húsbúnaði og fram-' göngu fólksins, hin fyrirmann-1 lega og alúðarfulla háttvísi og! hið örugga hæli, sem gesturinn fann sig í innan veggja heimilis- ins, allt þetta gerði heimilið frá- bært. Þa'ð bar þess vott að þar ríkti húsíreyja, sem var starfi sínu, vel vaxin og lá í engu á liði sínu. Jörðin Úlfljótsvatn er í miðri sveit. Þar var kirkjustaður, þing- staður og bréfhirðing. Húsbónd- inn var rn. a. hreppstjóri, sýslu- nefiidarmaður, í sveitarstjórn og auk þess hinn vitrasti og ráð- svinnasti maður um hvað, sem til var leitað. Allt þetta leidöi tii þc-ss að heimili þeirra hjóna var rniðstoð alls félagslífs sveitarinn- ar. Húsakostur var þar betri en víðast annars staðar og því varð það heimili sjálfkjörinn gististað- úr lángíerðamanna. Oft dvöldust þar bæði veiðimenn og útlend- ingar. Gestagangur er eins og kunnugt er einhver hin mesta truflun í vinnubrögðum hvers heimilis. En svo var dugnaður og stjórnsemi Geirlaugar mikiJ, að aldrei gekk úr skorðum regla og prýði heimilisi.ns. Bætti hún þó þeirri vinnu, er að gestagangi laut, ofan á önnur störf sín, sem venja var að liúsfreyjur hefðu sjálfar á hendi. | Geirlaug var frið sýnum, gagn- merk í orðum og athöfnum. — Ákveðin í skoðunum og sagði meiningu sína afdráttarlaust, ef lienni þótti við þurfa.Brigðmælgi og lausung var henni jafnt móti skapi og sóðaskapur eða hirðu- leýsi. Hún var slejót í hreyfing- tm, fJjót að hugsa og jafnan við- búin að gefa grunduð svör án þess að þurfa langan umhugsun- arfrest. Hún var glöð í lund og móðir ágæt. Með Geirlaugu ér hniginn einn ágætur fulltrúi eldri kynslóðarinnar. í S. P. hér í bæ, og var það þó meg- inlilutverle Garðanr.a í upphafi að ! veita studentum hlunnindi í hús- næði og vistakaupum. Þessu hlutverki gegna Garð- arnar varla nú sem skyldi, og þar sem Kr. Ivr. Jiefur sarht talið, að svo væri, slial bent á nokkur at- íiði í rekstri þeirra sem tvímæla- laust :nættu betur :'ara. Það hefur verið svo í vetur, að allmargir stúdentar, þeir sem á Görðunum búa, hafa svelt sig að nokkru, neitað sér um eina cða tvær máltíðir á dag, eftir atvik- um. ÁstæCurnar til þessa neyð- arúrræðis '.ru fvssr. í fyrsta .lagi f járskortur margra stúdenta og í öðru lagi það, hve fæðið á Görðunum hefur verið litt iostætt. Enn aðrir þeirra hafa af þeir.i sökum leitað til íæðiskaupa út um bæinn, en gengið fram hjá matsölu stúdenta. ,Af þessu er aug'ljóst að brýna nauðsyn ber tii þess að hafa allan viðurgerning seldan við svo lágu verði sem framast er unnt, þegar svo mjög hefur harðnað á dalnum meðal efnalítilla stúdenta. Lauslega áætlað er kostnaður- inn við Garðsdvöl á mánuði hverj- um þessi: Fæði........ 750 kr. Húsnæði .... 250 kr. Þjónusta .... 150 kr. Jörðin Ytri-Hóll í Vestur Landeyjum, Rangár- vallasýslu er til sölu nú þegar. Tún og engjai* véltækar. Jörðin er vel hýst. Semja ber við eiganda, Magnús Andrésson, eða Friðrik Friðriksson, Miðkoti, Þykkvabæ. : Auglýsing um dætlunarflugferðir l Samgöngumálaráðuneytið hefur ákveðið samkvæmt : heimild í 3. gr. laga nr. 119, 28. desembej:. 19:5Q„ að jgýfi j ráðuneytisins þurfi að starfrækja áættuntýflúgfei^ir j milli íslands og annarra landa. : Er því óheifnilD að hef ja slíkar férðir' éðö h&id'á; þéim : uppi, nema leyfi ráðuneytisins komi til. • Samgöngumálaráðuneytið, 5. maí 1952. Samtals .... 1150 kr. Það skiptir ekki máli í þessu sambandi þótt viðurgerningur hafi áður verið ódýrari, það vissu all- ir, og er það engin málsbót fyrir aúverandi verðlag. Um mötuneyti stúdenta er anr,- ars þaö að segja, að fæðiskostn aður þar er e.t.v. nokkiu lægri en sums staðar annars staðar, on jafnframt mundi fæði það, sem framreitt er þar, hvergi boðlegt á opinberum matsölustað. Gjald- kerinn er að furða sig á því, hvers vegna stúdentum hefir svo mjög f.ækkað í mötuneytinu nú undan- íarið. Það skyldi þó aldrei stafa af gæðum fæöisins? Það er vafalaust og viðurkennd regla, að í jafn stóru mötuneyti, þar sem á annað hundrað manns eru fæðisþegai' cr langsamlega hentngast að hafa karlmann sem bryta, er stjórni matargerðinni og sjái um inn- kaupin, en ekki erlenda konu, ó- kunna öllum staðháttum og inn- kaupum sem nú. Karlmenn hafa jafnan þótt ráð- deildarsamari og bruðlminni, þar sem nýtingin skiptir höfuðmáli. — Furðulegt er og, að ekki skuli hafa verið tekin upp í mötuneyt- inu sú sjálfsagða regla, að láta .fæðiskort, er keypt séu fyrirfram gilda sem ávísanir út á hverja máltíð, en það fyrirkomulag tíðk- ast víðast í mötuneytum hér í bænum. 1 því felst mikill sparn- aður, enda opinbert leyndarmál, að fleiri og færri borða eina og eina máltíð'á Garði nú, án þess að greiða hana og fæðisreikning- ,ana, enn annárra verður að strika út. Enn er það, að mötuneytið þarf ekki að greiða húsaleigu né leigu fyrir áhöld, sem greidd hafa verið jl.iðui'. fyrir löngu síðan. Auk þess afgreiða fitúdentai* sig' s.jálfil- \ið matborðið og sparast iramTeiðslu- gtúlknahald alveg með því móti. l 'Þefesi atriðí eru élla itíjög stór útgjaldaliður og er því óskiljan- Iegt að fæðið skuli ekki vera að i, Framh. á bls. 12. INGUNN Élín Jónsdóttir var fædd að Steinnesi í Þingi í Húna- vatnssýslu 10. maí 1852. Foreldr- ar hennar voru Jón Jónsson pró- fastur og kona hans Elín Einars- dóttir frá Skógum undir Eyja- fjöllum. Systkinin í Steinnesi voru þessi: Elísabet Ragnhildur, Jón Einar, Valgerður Þórunn, Steingrímur, Ingunn Elín og Sig- ríður Karitas. Jón prófastur and- aðist 2,-júní 1862. Steingrímur var þá 12 ára, Ingunn 10 ára og Sig- ríður 8 ára. Steingrímur var þá tekinn í fóstur af föðurbróður sínum Halldóri Jónssyni prófasti að Hofi í Vopnafirði, sem setti hann til mennta jafnt og syni sina. Hin systkinin voru öll með móður sinni, en hún flutti að Hofi í Vatnsdal og var þar eitt ár, en flutti þá að Leysingjastöðum í Þingi og bjó þar til 1871. En það ár giftist Elísabet Ragnhildur Ólafi Sigvaldasyni, sem þá var settur læknir í Barðasírandar- sýslu og settust að í Bæ i Króks- firði í Reykhólasveit. ÖIl fjöl- skvlda Elísabetar fluttist með þeim að Bæ, og fleira fólk að norðan. Ólafur læknir var ?nik- iS göfugmenni, og þess munu fá dæmi að reynast tengdafólki rínu eins og har.n gerði. Heimiiið í Bæ var alltaf fjölmennt og margt þar af ungu fólki. Árið 1874 var Steingrímur bróð ir Ingunnar vígður til Garpsdals- prestakalls, hann var þá tæpra 24 ára og ókvæntur. Ingu.nn fór með honum að Garpsdal og stóð fyrir búi hans þar til hann giftist 1877 Guðrúnu dóttur Ólafs pró- fasts Johnsen að Stað á Reykia- nesi. Ingunn fór þá aftur að Bæ og var þar þangað til hún giftist sumarið 1886 Sigvalda Blöndal verzlunarstjóra á Sauðárkróki. Sigvaldi var sonur Benedikts Biöndal umboðsmanns í Hvammi í Vatnsdal og konu hans, Mar- grétar Sigvaldadóttur, systur Ólaís læknis í Bæ. Veizlan var í Bæ og var rausnarleg', eins og allar veizlur e-r þar voru haldnar. Stór skemma var tjölduð innan Irtgunn Blöndal gleði og ár.ægju. Þó átti hún afskaplega erfitt þennan vetur. Það gerðist að veikindum manns hennar og dó liann þennan vetur, iíka dó ung stúlka, sem I;om til hennar um haustið. Urn vorið flutti hún í Grjótagctu 7 og þar bjó hún í mcrg ár. Oft átti Ingunn erfitt, en aldrei svo að hún gæti ekki hjálpað skyldfólki sínu ef það þurfti hjálpar með, alveg eins og Elísa- bet systir hennar. Eins var Ing- unn mjög hjálpleg öllu þvi íólki er var hjá henni í fæði og hús- næði og studdi það með ráðum og dáð, ef með þurfti, enda naut hún vináttu þess alia tíð þótt leiðir skildu. Þsð er fádæmi hvað þess- ar systur voru frændræknar og að minnast einnar nema allra sé hjálpsamar, og þcð er ekki hægt minnst, enda er mér það Ijúft, því að þeim á ég aS þakka ílestar sólskinsstundir æsku minnar. Valgerður Þórunn, næst elzta systirin giftist 1875 séra Tómasi Hallgrímssyni, er var prestur að Völlum í Svarfaðardal. Veizlan var í Bæ hjá læknishjónunum. Sigríður, yngsta systirin, giítist ekki, en var alla æfi með Eiisabet systur sinni, nema eitt ár, sem og þar var borðað, en síðan íarið . .. T . . „ inn í bæinn og skemmt sér þar *hu" ,v“r InSuniu f fauðar' við söng og dans. Ég var 5 ára jkroktí Signður annaðist alveg um þegar þetta var, og man aðeins j eitt glöggt, en það var hvað brúð- I , , . , , , ■ ■■ „ _■ iii vera fyrsta kona sem hefur haft guminn song hatt og snjallt, enda i hafa verið miklir söngmenn í póstafgreiðsluna í Bæ efíir að Ólafur læknir dé, og mun hún Blöndalsættinni. það starf á hendi hér á landi. Elísabet og Siríður fluttu til Þau hjónin settust að á Sauð- 'Reykjavíkur 1902 og bjuggu i árkróki og stundaði Sigvaldi þar Grjotagotu 14, rett a motr þor sem verzlunarstörf. Líka ; tóðu bau iIneunn attl heima' ftlr sð fyrir gistihúsi þar Hótel Tinda- ™ stól“ og mun það hús standa enn. Sumarið 1946 kom ég á Sauðár krók og borðaði á „Hótel Tinda- stól“. Mér þótti gaman að koma í gamla húsið þar sem föður- systir mín hafði verið húsmóðir. Fáum árum eftir að þau Sig- valdi og Ingunn fluttust norður veiktist Sigvaldi og missti heils- una. Þó að hann klæddist, þá var hann mjög ósjálfbjarga. Nú varð Ingunn að vinna fyrir veikum manni og syni þeirra ungum, Ólafi, en hann hét í höfuðið á Ólafi læknir í Bæ. Ingunn var kjarkmikil kona og lét ekki hug- fallast, hún vann fyrir heimilinu með saumaskap, og kom henni nú vel að hún var bæði handlagin og afkastamikil. Haustið 1897 fluttu þau frá Sauðárkróki og dvöldu þá eitt ár í Bæ hjá Elisa- bet, systur Ingunnar. Ólafur læknir var þá andaður, en frú Elísabet. bjó á Bæ með sömu rausn og áður. Þennan vetur sem i þau voru í Bæ, voru teknar stúlk- ! ur til kennslu. Ingunn kenndi þeim fatasaum og hannyrðir. Haustið 1898 flutti Ingunn til Reykjavíkur og átti hér heima eftir það á meðan hún lifði. Fór .hún þá að selja fæði, og hafði I matsölu meðan henni cntist htíúso.v' ' ÁldalÁótávéförmn Vár ég hja Ingunni, hún hafði þá á leigu húsið nr. 17 við Vesturgötu, ■gamla „Hótel Reykjavík“ og hafði 1 fjölda fólks í fæði og húsnæði. | Ingunn var friér eins' bg bezta móðir, og allt vildi hún gera til oft langdvölum í Reykjavík og var þá æfinlega hjá Ingunni, og . það var rnikil gleði íyrir allar systurnar að geta sést daglega. Dætur Valgerðar voru lika oft hjá Ingunni, einnig var Ólína systir mín hjá henni þegar hún var á Sauðárkróki, og var hún þeim öllum eins og bezta rnóðir. Eftir lát Ólínu tók hún Filippíu dóttur hennar og gaf henni ættar- nafn sitt. Það varð Ingunni til mikillar gleði því Filippía var henni góð dóttir. Þegar Ingunn var áttræð, var henni haldið samsæti af vinum og skyldfólki, dagurinn var bjart- ur og fagur og ao öllu leyti gleði- dagur. Seinustu æfiárin dvaldi Inguna á heimili Ólafs sonar sins, en hann var móður sinni framúr- skarandi góður, virti hana og elskaði að maklegheitum. Hún var búin að vinna mikið, en gat nú gert það sem hún helzt vildi. Hún las alltaf mikið og fyJgdist vel með tímanum, hún var gáfuð og glaðlynd og skemmtilegt að- vera með henni. Ingunn andaðist 10. júní 1937, 85 ára, eftir lang- varandi veikindi, en var stunduð með ástúð af fósturdóttur og tengdadóttur. Hún bar veikindin méðmugprýði eins og allt ar.nað. Hún hafði sigrað þær þrautir sem mættu henni um æfina, og kupn-'' að að gleðjast þegar hún sá „sól- skinsblett í heiði“, Qg nú vonaði húp eftir meira sólskirú, ,, . Elín Thorarensen. ]•-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.