Morgunblaðið - 15.05.1952, Blaðsíða 1
Ungir Sjáifstæðismenm fylkja
ser um sera Djarna
STJÓRN Sambands ungra
Sjáíí'stæðismanna telur höfúð-
nauðsyn fyrir þjóðina. að sem
víðtækust þjóðareining- geti
verið um val forseta lýðveld-
isins og telur því vel farið, að
stærstu stjórnmálaflokkarnir
hafa sameinast um kjör séra
Bjarna Jónssonar, vígslu-
biskups. Lýsir Sambands-
stjórnin eindregnum stuðn-
ingi sínum við framboð séra
Bjarna Jónssonar og heitir á
unga Sjálfstæðismehn um
land allt að hefja nú þegar
eindregna baráttu fyrir því,
að kosningasigur hans verði
sem mestur.
Þessi ályktun var sambykkt
með samhljóða atkvæðum á
fundi sambandsstjórnarinnar í
gær.
Svar fil forustumanns sfuðn-
r
snpmann! Asgeirs, Sfefáns
Jóhanns Sfefánssonar, for-
manns álbýðufíokksins
Brezkir togaraeigendur varaðir við
nýju friðunarlínunni við ísland
Eden hafnaði
lillögunni
LUNDÚNUM 14. :naí — Sden
utanríkisráðherra vísaði í dag á
bug tillögu frá þingmanni verka-
mannaflokksins að kosningar
skuli haldnar í Þýzkalandi áður
en Þjóðverjum verður afhent
vopn.
Sap'ði Eden að það mundi geta
valdið alvarlegum töfum á áætl-
unum Vesturveldanna um land-
varnir sínar. — Reuter-NTB
Brezka fiskimálaráðuneyfið
hefur sent þeim bréf.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-ISTB
LUNDÚNUM, 14. maí. — Fiskimálaráðuneytið brezka hefur
nýlega sent brezkum útgerðarmönnum áminningu um að
togaraskipstjórar geti átt það á hættu að verða teknir af
íslenzkum landhelgisgæzluskipum ef þeir fara inn fyrir
hina nýju friðunarlínu, sem öðlast gildi á miðnætti í nótt.
Útgerðarmönnunum er í bréf-^-
inu tilkynnt að íslenzka ríkis-
stjórnin hafi hinn 19. marz til-
kynnt að landhelg'n sé stækkuð
IIÉR I BLAÐINU var eftirfarandi sagt um forsetakjörið þ. 13. þ.ru.:
„Það var því mjög eðlilegt að stjórnmálaflokkarnir leituðu
samkomulags sín á milli um framboð og kjör forsetans. Eins og
til háttar hér á landi var þar fyrst og fremst um að ræða lýðræðis-
flokkana þrjá.
Frá uppliafi var um það vitað, að Alþýðuflokkurinn hafði hug
á að koma einum af þingmönnum sínum í starfið og var ekki
viðmælandi um aðra lausn en hann.“
Af þessu tilefni hefir formaður Alþýðuflokksins, Stefán Jóh.
Stefánsson, gengið fram fyrir skjöldu Ásgeirs-liðsins með yfirlýs-
ingu í Alþýðublaðinu í gær.
Þessi yfirlýsing felur í sér þá upplýsingu, að Alþýðu-
flokkurinn hafi kosið nefnd innan miðstjórnar flokksins til
viðræðna við aðra flokka um framboð við forsetakjör.
Einnig er vitað að miðstjórn Alþýðuflokksins hafði gert
samþykkt um það að Alþýðuflokkurinn skyldi styðja fram- j
boð eins þingmanns Alþýðuflokksins, Ásgeirs Ásgeirssonar. |
Það er því eðlilegt að formanni Alþýðuflokksins renni
blóðið til skyldunnar að hafa forsvar um framboð þing-
manns Alþýðuflokksins.
Nú er yfirlýsing Stefáns Jóhanns um það, að af hálfu Sjálf-
síæðisflokksins hafi aldrei verið rætt við Alþýðuflokkinn um for-
setaframboðið.
Áður en þessu eru gerð frekari skil, langar Morgunblaðið til
Jiess að fá upplýst og óskar þess að Stefán Jóhann svari þeirri
spurningu:
Hvaða tilraunir gerði nefndin, sem miðstjórn Alþýðu-
| flokksins kaus til viðræðna við aðra flokka um framboð
''l við forsetakjörið til þess að ná samkomulagi við þá um
málið og hversu margar uppástungur um forsetaefni hafði
Alþýðuflokkurinn?
IÞegar þessu er svarað mætti ræða yfirlýsinguna frá formanni
Alþýðuflokksins nánar.
jar eftir Leif heppna
taldar fimdnar í Ameríku
- en síðar kom í Ijós að svo var
VÍSINDAMENN í Norður-Ameríku halda enn áfram ítrekaðri
leit og rannsóknum á þeim slóðum þar sem helzt geta verið vonir
um að finnist einhverjar þær minjar er bentu til þess að einmitt
þar hafi Leifur Eiríksson og menn hans verið á ferð þegar þeir
fundu Vínland hið góða.
Á CODHÖFÐA ^
Einna ákafastur allra þeirra er
leitað hafa að minjum eftir Leif
heppna er 62 ára gamall kenn-
ari og fornleifafræðingur, Frede-
rich Pohl frá Brooklyn. Hann
hefur lesið allar frásagnir af
ferð Leifs með mikilli nákvæmni
og komizt að þeirri niðurstöðu
fyrir mörgum árum að lending-
arstaður Leifs hefði verið við
Follins Pond á Codhöfða í
Massachusetts.
Fyrir fjórum árum síðan fann
hann göt í klettunum þar er
hann áleit að væru eftir land-
festar. Hlutu þessar kenningar
hans og skýringar á fundinum
góðar undirtektir.
SLEÐINN SEM FANNST
Síðan hefur Pohl haldið
áfram greftri sínum á þessum
sömu slóðum og s. 1. föstudag
taldi hann sig hafa fundið
„sönnunargagnið“. Djúpt í
jörðu fann hann 65 feta lang-
an sleða er greinilega hefur
verið notaður til að taka skip
á land. Kjöllínan á sleðanum
er aðeins 4V2 þumiungi styttri
en venjuleg kjöllengd á vík-
ingaskipunum fornu og er
þessi mismunur skýrður með
fúa þeim er átt hefur sér stað
á 1000 árum.
Fundur þessi vakti gífurlega
athygli um allan heim. En
svo kom í ljós við nánari at-
hugun á flekanum að í hann
Kramh. é hl* B
til þess að forða eyðingu fisk-
stofnsins.
Brezki sendiherrann í
Reykjavík, segir í Reuters-
skeytinu, kom til Lundúna í
dag. Hafði hann meðferðis
svar íslenzku ríkisstjórnarinn-
ar við mótmælum brezku
stjórnarinnar vegna hinnar
nýju friðunarlínu.
Hinn 2. maí s.L véfengdi brezka
stjórnin rétt Islendinga til að
færa út landhelgislínuna frá 3 til
4 mílna, og snerust mótmælin að-
allega gegn hinni nýju friðunar-
línu í Faxaflóa.
1
VEKJA GREMJU
Hinar nýju ákvarðanir Is-
lendinga í þessum efnum hafa
vakið gremju í hinum stærri
brezku fiskibæjum á austur-
ströndinni, sérstaklega í
Grimsby og Hull, þar sem
menn halda því fram að það
sé ósanngjamt mjög að úti-
loka brezka togara frá miðum
sem liggja í opnu hafi.
Svíar á mófi
droftningum
STOKKIIÓLMI 14. maí. — Báð-
ar deildir sænska þingsins felldu
í dag tillögu um að ræða löggild-
ingu erfðaréttar kvenna til
sænsku krúnunnar. •— NTB.
Ný rafsjá fyrir 1
flugvélar
WASHINGTON — Landvarn-
arráðuneyti Bandaríkjanna hefur
kostað tilraunir við byggingu
nýrrar rats.jár, sem mjög eykur
á öryggi í flugferðum. — 1 hinu
nýja tæki getur frugmaðurinn séð
nákvæmlega mynd af því, sem
framundan er í allt að 320 km.
fjarlægð. Má þannig fá vitneskju
um fjöll, aðrar flugvélar eða
stormsveipi sem framundan eru.
Hinu nýja tæki hefur þegar
verið komið fyrir í allmörgum
flutningavélum landhers og flota
Bandaríkjanna.
Sfáliðnaðarmenn
samþykkja verkfall
FÍLADELFÍA, 14. maí. —
Samband bandarískra stál-
iðnaðarmanna samþykkti í
dag einróma að ganga til nýs
verkfalls þar sem iðjuhöldar
hafa ekki þegar samþykkt að
veita félögum sambandsins
nægilega kauphækkun.
Tillagan var lögð fram af
Murray foringja iðnaðarmann-
anna og fagnað ákaft
Leggja fram 60%
WASHINGTON — Ríkisstjórn
Bandarikjanna hefur lagt fram S
milljónir dollara aukalega til
áætlunar S.Þ. um tæknilega að-
stoð. Er þá framlag Bandaríkj-
anna á þessu ári orðið 11.4 millj.
dollara eða 60% af framlagi því
ar 60 þjóðir höfðu lofað.
Sjálfstæðismenn og aðvir stuðn-
Ingsmenn séra Bjarna Jónssenar
végslabiskaps við forsetakjörið!
Skrifsloía Sjálfslæðisflokksins í Sjálfsiæðishúsinu við Ausfurvöll veifir allar
leiðbeiningar og fyrirgreiðslu í sambandi við forselakjörið. Þegar hefur mikill
fjöldi fóiks boðið sig fram til sfarfa við undirbúning kosningarinnar, og er öðr-
um þeim, sem slíka aðstoð vilja veila benláraðgefasigframviðskrifslofuna.
Sími hennar er 7100
ÍSLENDINGAR!
Gerum sigur sr. Bjarna Jónssonar sem glæsilegaslan og einingu þjóðar-
innar sem mesla.
Bretar selja sallsíld
lil Rússlands 1
LUNDÚNUM 14. maí. —«
Bretar hafa gert samning um
sölu saltsíldar til Rússlands
fyrir 850 þúsund sterlings-
pund, að því er upplýst var
í neðri málstofu brezka
þingsins í gærdag. — Það er
í fyrsta sinn frá því 1914,
sem Bretar selja svo mikið
magn síldar til Rússlands.
Fyrir fyrri heimsstyrjöld
var Rússland stærsti kaup-
andi saltsíldar í Bretlandi,
en Þjóðverjar tóku sess
þeirra eftir byltinguna 1914.
•—Reuter.
Gamanið kárnar
FOLIGNO — 30 manns er voru
á leið til knattspyrnuleiks voru
fluttir á sjúkrahús eftir að stræt-
isvagn, er þá flutti, féll niður 15
metra háa vegarbrún.