Morgunblaðið - 15.05.1952, Side 6

Morgunblaðið - 15.05.1952, Side 6
6 MORGUNBLAÐIB Fimmtudagur 15. maí 1952 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. ..uJiiÆfiiL Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. . -jþ Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) \ ■ Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. ff Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands. ' f í lausasölu 1 krónu eintakið. r S Öttinn við sannleikann og dr. Benjamín UNDANFARIN ár hefu; það fyrst og fremst verið einn Islend- ingur, sem kommúnistar hér á landi hafa lagt rækt við að sví- virða. Það er Bjarni Benedikts- son utanríkisráðherra. Orsök þess er fyrir löngu orðin augljós. Utan ríkisráðherrann hefur haft for- ystu um að efla hina lífsnauð- synlegu samvinnu íslenzku þjóð- arinnar við hinar vestrænu lýð- ræðisþjóðir. Yfirgnæfandi meiri- hluti íslendinga hefur fylgt stefnu hans. Kommúnistar hafa stöðugt orðið fylgisrýrari í Rússa- dýrkun sinni. Þeir hafa því í senn óttast Bjarna Benediktsson og hatað hann af venjulegu ofstæki sinu. En nú steðja nýjar hrellingar að þessum umþoðsmönnum Stalins á íslandi. Ungur, gáfaður og óvenjulega vel menntaður hag fræðingur, sem dvalið hefur í Ráðstjórnarríkjunum og er vel kunnugur þar af eigin reynd hef- ur á grundvelli rússneskra heim- ilda frá kommúnistum sjálfum skýrt íslenzku þjóðinni frá ýmsu er snertir lífskjör Rússa. Ræðir hér um dr. Benjamín Eiríkisson. Hann hefur undan- farið skrifað mjög fróðlegar og rökfastar greinar í tvö íslenzk blöð og gert samanburð á ýms- um aðstæðum hér og í Rússlandi. Þessi samanburður hefur verið kommúnistum svo óhagstæður að þeir hafa beinlínis orðið ókvæða við. Algert uppnám og upplausn hefur orðið í herbúðum þeirra. Hver svívirðingagreinin annan svæsnari hefur birzt.. um hinn unga hagfræðing. En rök hafa engin fyrirfundizt gegn upplýsing um hans. Lítum t. d. á grein, sem einn kommúnistinn skrifar í „Þjóð- viljann" í fyrradag. Hann er að burðast við að breiða yfir afleið- ingar þeirrar staðreyndar, að laun rússneskra verkamanna eru miklum mun lægri en íslenzkra verkamanna. Þetta afsakar greinarhöfundur með því að konur rússneskra ■yerkamanna vinni margar hverj- ar úti og fái þá sömu laun og karlmenn. Hvað myndu nú t. d. Dags- brúnarmenn hér í Reykjavík segja ef laun þeirra væru al- mennt við það miðuð, að kon- ur þeirra yrðu einnig að vinna fyrir heimilum þeirra og afla þeim framfærslueyris? Ætli að þeim fyndist ekki nokkuð hart aðgöngu að fá t. d. helm- ing af þeim launum, sem þeir hingað tii hafa fengið en verða svo að byggja afkomu fjöl- skyldu sinnar á því, að konur þeirra ynnu utan heimilisins? Það er mjög hætt við því, að íslenzkir verkamenn myndu ekki sætta sig við slík- ar kaupgreiðslur. Haukur Helgason, sem skrifaði þessa „Þjóðviljagrein“, hefur því staðfest nákvæmlega það, sem dr. Reríjamín hélt fram, að húsmæð- urnar verða að vinna utan heim- ilisins til þess áð bæta upp hin lágú laun manna sinna. Annars má það furðulegt heita ef komm- únistar hér á íslandi ætla sér að svehja algerlega fvrir þær upp- lýsingar, sem hafðar e^u eftir sovét rússneskum heimildum. í þessu sambandi má t.d. benda á það, að árið 1949 kom út bók í Moskvu eftir S. P. Migal. í henni er skýrt frá því, að meðallaun starfsmanna á járnbrautunum í Rússlandi séu 710 rúblur á mán- uði. Þegar á það er litið, að í þessari starfsgrein eru laun verulega hærri en hjá almenn- um verkamönnum, verður auð- sætt að upplýsingar dr. Benja- míns um meðalkaupgjald þeirra hljóta að vera réttar og sannleik- anum samkvæmar. Fyrrnefndur greinarhöfundur segir áhrif gengislækkunarinnar vera gleggstu sönnun þess að dr. Benjamín og Ólafur Björnsson prófessor séu falsspámenn. Ástandið hafi aldrei verið verra í atvinnumálum okker en einmitt nú. Þetta er í fyrsta lagi aiger sleggjudómur enda gjörsamlega órökstutt. Það veit hver einasti vitiborinn íslendingur. En auk þess mætti spyrja, hvernig ástand ið væri í efnahagsmálum íslend- inga ef genginu hefði ekki verið breytt? Þá væri hér áreiðanlega ófag- urt um að litast. Þegar krónan var felld voru atvinnutækin að stöðvast, vélbátafloti, hraðfrysti- hús og togarar. Öll þessi tæki hafa verið rekin síðan. Þegar sæmilega hefur aflast hafa þau tryggt fólkinu atvinnu og allgóða afkomu. Kommúnistar og kratar ættu ekki lengur að streitast við að gera gengislækkunina að hræðu gagnvart almenn- ingi. Fólkið í kaupstöðum og sjávarþorpum um land allt veit, að hún hefur átt ríkastan þátt í að unnt hefur verið að koma sjávarafurðum okkar í verð og skapa atvinnu við vinnslu þeirra í landinu. Um greinar dr. Benjamíns er annars það að segja, að þær hafa varpað nýju ljósi yfir margt, sem áður var hulið. Þessvegna eru þær mikils- virði. En þessvegna hatast kommúnistar við þær og höf- und þeirra. Afslaðan fil dómsfólanna KOMMÚNISTAR töldu sjálfsagt að grjótkastsliðiðfrá30. marzyrði látið standa ofan við lög og rétt. Þegar hæstiréttur hefur ekki vilj- að fallast á þá kröfu þeirra lýsir „Þjóðviljinn' dómurunum á þessa leið: „Með forsendum þessum og dómsorði sínu hafa dómarar hæstaréttar reist sér þá níðstöng, sem lengi mun standa, og látið forkólfa siðspilltrar yfirstéttar ota sér út í pólitísk skítverk". í þessum þrifalegu ummæl- um um dómara hæstaréttar kemur afstaða kommúnista til dómstólanna einkar vel fram. Vegna þess að hæstiréttur leggur hlutlaust mat á atferli of- beldismannanna hikar blað þeirra ekki við að lýsa dómara hans „forkólfa siðspilltrar yfir- stéttar"!! Lifir maðurinn brátt 150 ár? Hýjustu bfóðvetnstilraufiir París í apríl. EINN af heitustu draumum mannsins hefur ávallt verið sá, að geta varðveitt æskublóma sinn ó- skertan, og haft betur í glímunni við Elli kerlingu. Fræðaþulir fortíðarinnar hafa brotið heilann, þar til hárin á höfðum þeirra tóku á sig silfur- gráan lit, um lífsins lyf, — elixir vitae, er endurveitt gæti mannin- um æsku hans og bernskufjör. Plinius skýrir frá dularfullu lífs- lyfi og Aristoteles skýrir í riti sínu „Bók leyndardómanna" frá uppskriftum og samsetningum fjölmargra lyfja og áburða, er veitt gætu manninum eilífan æsku- blóma, ef rétt væri að farið. Vísindi nútímans hafa einnig tekið þátt í leitinni og slegizt í hópinn. Prófessor Serge Vorvof1 lýsti því hátíðlega yfir að fyrii Rsbbað við franskan læknapréfessor. sóknum í þessu skyni eru enn á byrjunarstigi. Blóðvatnið cyto-toxique lofar þó góðu um farsælt áframhald þeirra. Það er ekki einungis mikil- vægt við það að lengja lífið, held- ur hefur einnig komið í ljós, að það hefur mjög læknandi áhrif á fjölda sjúkdóma, m. a. margskon- ar bólgu og ígerðarsýkla, geð- sjúkdóma, heyrnarleysi, krabba- meinsvöxt o. fl. En allt þetta er enn á tilrauna- stigi og ógerlegt er að seg.ja nokk- uð með fullri vissu enn sem kom- ið er. — Ég hefi heyrt, segir blaða- maðurinn, að cyto-toxique blóð- vatnið sé unnið úr líkömum ungra manna, sem hafa farizt á vofeif- legan hátt. — Alveg rétt. Blóðvatnið er unnið úr beinmergnum og auðveld- ast er að vinna það úr merg ungra hraustra manna er látizt hafa af slysförum. Að því loknu ér efnið látið liggja í saltblöndu nokkra hríð og því næst er því sprautað inn í hesta, eða eins og við frem- ur kjósum hér í Frakklandi, inn í kanínur, og síðan er blóðvatnið unnið úr blóði þessara dýra. Þeg- ar það er gefið inn í smáum skömmtum hefur það örvandi áhrif á vöxt bandvefsins í mannslík- amanum. GETUM VIÐ ORÐIÐ 150 ÁRA GÖMUL? — Þér nefnið í blaðagrein, að manninum ætti að vera gjörlegt að ná mjög háum aldri, e. t. v. 150 árum. — Vísindamenn nútímans reyna ekki að finna lífslyf er veiti mann- inum eilífa æsku. Hlutverk þeirra er að finna eitthvað það ráð, er endurvakið geti og viðhaldið lífs- krafti frumanna eftir lífeðlisfræði Framb. á bls. 8 Velvokandi skrifar: ÚB DAGLEGA LXFZNU Henri Desoille, prófessor. Verður hann 150 ára? heimsstyrjöldinni endaðri, að hann hefði fundið uppsprettu eilífrar æsku, með tilraunum sínum er fólust í því að græða kirtia úr öpum í mannlegan líkama, en þær tilraunir runnu fljótt út í saixl- inn, þar sem árangarinr. varð langt frá öllum vonum, og yfrið minni en þeir svartsýnustu höfðu spáð. NÝJUSTU TILRAUNIR LOFA GÓÐU Dr. E. N. Hervey frá Prince- ton háskólanum í Bandaríkjunum segir það skoðun sína, að lykill ráðgátunnar liggi fólginn í því hver sé hin innsta og fullkomn- asta samsetning eggjahvítuefn- anna, og rússneski prófessorinn Bogomoletes skýrði svo frá árið 1938, að hann hefði uppgötvað blóðvatn, sem gæti lengt manns- ævina allverulega. Sjálfur dó hann hlægilega ungur að árum, aðeins 65 ára gamall. En vísindin halda áfram rannsóknum sínum. Ameríski doktorinn og lífeðlisfræðingur- inn, Thomas Gardner, heldur því fram að innan tíu ára finrí- ist lyf er fái varnað hrörnun mannslíkamans og segir a-5 meðalaldurinn muni hæglega geta tvöfaldast. í Frakklandi er einnig unnið að því af kappi miklu að finna blóðvatn, er við- haldi æsku í æðum og sinni æviárin öll til enda. RÆTT VIÐ VÍSINDAMANN Prófessor Henri Desoille er einn þeirra frænsku lækna, sem fylgj- ast af brennandi áhuga með til- raunum þeim, sem fram fara á þessu sviði, og blaðamaður einn1 hitti hann að máli á Braussais sjúkrahúsinu, þar sem hann hafði rétt nýlokið morgunfyrirlestrun- J um og hafði nokkrar frístundir aflögu, og spurði hann frétta af| nýjustu blóðvatnsrannsóknum í þessum efnum og væntanlegum árangri af þeim, oss dauðlegum mönnum til huggunar. — Fyrst og fremst vil ég taka það fram, að tilraunir þær, sem fram hafa farið í blóðvatnsrann- Hvað kostar að ferðast? FYRIR skömmu barst mér í hendur danskt blað með auglýsingu frá öllum stærstu ferðaskrifstofum Danmerkur um sumarleyfisferðalögin á komandi sumri. Þar er boðið upp á margt skemmtilegt. Að sjálfsögðu eru ferðalögin misjafnlega dýr eftir lengd þeirra og farartækjunum, sem á að nota. Allar eru ferðirnar miðaðar við það, að lagt sé á stað frá Kaup- mannahöfn og komið þangað aft- ur að ferðinni lokinni. Það er ómaksins vert að athuga nokkrar þessar ferðir. Suður að Miðjarðarhafi TÖKUM þá fyrst 12 daga ferð suður að Miðjarðarhafi. Far- ið er með járnbraut frá Höfn, gegn um Þýzkaland og Sviss til ítölsku Rivierunnar og borganna Genua, Florens og Milano. Þessi ferð kostar um 1600 kr. íslenzk- ar. í þessari upphæð er að sjálf- sögðu allur kostnaður við ferð- ina innifalinn, fargjöld, matur og gisting á þeim stöðum, sem dval- izt er á. Þá er hér önnur 12 daga ferð til Norður-Ítalíu, Austurríkis og Sviss. I* Farið verður með lest um I Þýzkaland til Innsbruck og Brenner. Þaðan verða farnar smáferðir upp í Dolomítana og til Feneyja og Limone. Síðan er farið með þægilegum langferða- bifreiðum um Langbarðaland til Milano og þaðan til Lugano í Sviss. Síðan er haldið heimleiðis. Þessi ferð kostar einnig um 1600 kr. íslenzkar. Lengri ferðir VEL má vera að einhverjum finnist þetta of stuttar ferðir. En þá er auðvelt að fá að komast í lengri ferðalög. Það er að sjálf- sögðu töluvert dýrara. Þannig kostar t.d. 18 daga ferðalag með lest frá Kaupmannahöfn til Spán- ar með viðkomu 1 mörgum borg- um og á frægum stöðum þar í landi um 4500 kr. íslenzkar fyrir einstaklinginn. í því ferðalagi er m.a. innifalið 6 daga bílferðalag um Andalúsíu. Stystu ferðirnar frá Höfn eru suður til Þýzkalands. Þær eru einnig ódýrastar. T.d. kostar 8 daga ferðalag suður í Rínarlönd og til Heidelberg tæpar 1000 kr. íslenzkar. Er þá ferðast með bif- reiðum, * Ennfremur eru farnar stuttar og tiltölulega ódýrar ferðir til Parísar, Sviss og fleiri landa. i I Allir ræða um ferðalög UM þessar mundir eru öll blöð í nágrannalöndum okkar full af auglýsingum frá ferðaskrif- stofunum um allskonar ferðatil- boð. Áherzla er lögð á að gera sem flestum kost á að sjá sig um með því að skipuleggja sem ó- dýrastar ferðir. Hér heima scst lítil viðleitni í þessp átt. Sannleikurinn er sá, að úti á meginlandi Evrópu er auðvelt að ferðast ódýrt. Frá íslandi til meg- inlandsins er löng leið, sem hægt er að fara með íslenzkum skip- um og flugvélum. Miðað við dýr- tíðina hér á landi verður varla sagt að t.d. farið með Gullfossi sé dýrt. En ferðin tekur nokkuð langan tíma til meginlands Evr- ópu. Þegar þangað er komið er þessvegna ekki mjög langur tími eftir af sumarfríinu ef ferðalang- urinn ætlar sér einnig sjóleiðina til baka. Betri aðstaða Norðurlandabúa Norðurlandabúar HAFA óneitanlega betri aðstöðu en við til þess að ferðast ódýrt. — j Löng sjóleið héðan og dýrar flug- ferðir torvelda fjölda manns að nota sumarleyfið sitt til þess að halda t. d. suður á Miðjarðar- , hafsströnd og sjá sig þar um fyrir lítinn pening. | En þetta á váfalaust eftir að breytast. Skipin verða hrað- skreiðari og flugfarið ódýrara. Fargjöldin með flugvélunum eru þegar farin að lækka. Tilkynning um komu kríunnar KLUKKAN 4,50 árdegis í gær- hringdi fréttaritari ,Velvakanda á Reykjanesi og kvað allstóran kríuhóp vera ný- floginn þar hjá. Varð þá þegar uppi fótur og fit í aðalstöðvum vorum. Beindum vér strax kík- irum út á Faxaflóa og innan | skamms kom hópurinn í ljós. — Þar sem vér erum löngu lands- frægir fyrir að telja í kröfugöng- um kommanna tókum vér óðar að kasta tölu á liðið. Reyndust ■þarna vera 67 kríur á ferð. Tóku þær síðan land í Tjarnarhólm- unum. I Þetta tilkynnist hérmeð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.