Morgunblaðið - 04.06.1952, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Míðvíkudagur 4. júní 1952.
Rn& k e
iJL 1 1 j j : /;, <Vr.
Skdldsaga eítir Ðaphne de Maurier
iiniiiMiiiinMtfi
Framhaldssagan 31
leiðis armbönd, hringir og háls-
festi með safírum. Eg minntist
þess að Rakel var í sorg og mundi
því ekki bera steina, ef þeir væru
með lit. Ef ég gæfi henni eitthvað
af þessu, mundi hún ekki nota
það.
Þá opnaði herra Couch síðustu
öskjuna og tók upp hvíta perlu-
festi. Hún var fjóf'föld og lásinn
var alsettur gimsteinum.
„Þetta er falleg festi“, sagði
ég. „Mér líkar hún bezt af öllu.
Ég man eftir því þegar frændi
minn, Ambrose, sýndi mér hana“.
„Jú, smekkurinn er misjafn",
sagði herra Couch. „Mér fyrir
mitt lgx'ti finnst rúbínusamstæð-
an faílegust. En það eru sérstak-
ar fjölskylduvenjur tengdar við
þessa festi. Lang-arama yðar, frú
Ambrose Ashley bar hana í fyrsta
sinn scm brúður í St. James-
kirkjunni. Margir fjölskyldu-
meðlimir hafa borið hana síðan
við brúðkaup sitt. Móðir yðar
mun hafa verið sú, sem bar hana
síðast“. Hann héJt íestinni þannig
að ljósið frá giugganum féll á
perlurnar. „Já, þetta er falleg
festi. En hún hefur legið ónotuð
í tuttugu og íimm ár. Ég var sjálf
ur við brúðkaup móður yðar.
Hún var íalleg kona. Festin fór
henni vel“.
Ég tók festir.a af honum og
lagði hana í öskjuna. „Ég ætla
að taka hana núna“, sagði ég.
Har.n varð tn/umsa. „Ég veit
ekki hvort það er viturlega gert,
herra Ashley", sagði hann. „Skað
inn væri óbætanlegur, ef festin
týndist".
„Hún týnist ekki. Ef þér hafið
áhyggjur af því að guðfaðir minn
er ekki viðstaddur, þá lofa ég að
tala um þetta við hann strax og
hann kemur frá Exeter".
„Ég vona það“, sagði herra
Couch, „en ég hefði bó helaur
kosið að hann væri viðstaddur.
Auðvitað væri ekkert við því að
segja þótt þér tækjuð alla gripina
j apríi, þegar þér eruð orðínn
tuttugu og fjögurra ára. Eg
mundi auðvitað ekki mæla með
slíku, en það væri þó fyllilega
löplegt".
Ég rétti honum hendina og ósk-
aði honum gleðilegra jóla. Ég reið
heimieiðis léttur í skapi. Þótt ég
hefði leitað v.m lar.dið þvert og
endilangt hefði ég ekki getað
fundið betri gjöf handa henni.
Svo var guði fyrir að þakka að
^perlur voru hvítar. Og mér fannst
gaman að hugsa til þess að sú sem
hafði borið festina síðast, var mcð
ir mín. Ég ætlaði að segja henni
það. Nú gat ég hugsað með ó-
blandinni tilhlökkun til iólanna.
Enn burfti ég að bíða í tvo
daga. Veðrið var gott heiðskírt
og dálítið frost og allt benti til
þess að góða veðrið héldist fram
yfir jól.
Þjónustufé1kið var snemma á
fótum á aðfangadag og ahs staðar
ríkti eftirvænting. Þegar búið var
að sétja upp stóra borðið og bekk
ina og hengja grenigreir.ar á ljósa
krónurnar, bað ég Seecombe að
koma og hjálpa mér að skreyta
jólatréð.
Kvöldverðurir.n átti að hefjast
'klukkan fimm. Utan ábúendanria
og leiguliðanna voru aðeins Ken-
dall-feðginin og Pascoe-fjölskyld-
‘an. Ég hafði skrifað upp nöfn
allra og raðað gestunum við borð
ið eins og við átti. Þeir sem ekki
kunnu að lesa eða gátu aðeins les
ið með erfiðismunum, urðu að
„láta sessunauta sína hjálpa sér.
1 Borðin voru þrjú. Ég sat fyrir
endanum á einu þeirra. Billy
fRowe sat fyrir endanum á öðru
■ os Peter -Tov”-'=: i+á Cöoriibe fyrir
j endanum á því þriðja.
-^yenianvar.uaog^lumrsoin.
| uðust allir saman í langa salnum
fyrir ofan vagngeymsluna,
skömmu fyrir klukkan fimm, en
þar voru sæti fyrir alla. Og þeg-
ar allir voru komnir, komurn við
inn. Við Ambrose vorum vanir
að úthluta gjöfunum að máitíð-
j inni lokinni við jólatréð. Karl-
mönnunum voru alltaf gefnir
peningar og konunum höfuðklút-
I ar og auk þess fengu allir körfur
fullar af allskonar matvælum.
I Þeirri venju var aldrei breytt
I evda mundi fólkinu ekki Jíka það.
I þetta sinn hafði ég beðið Rakel
að úthluta gjöfunum með mér.
Ég hafði sent cskjuna með há!s-
I festinni til herbergis hennar áð-
ur en és hafði fataskipti, í öskj-
una hafði ég lagt miða, þar sem á
stóð:
„Móðir mín bar þessa festi síð-
ast fyrir tuttugu og fimm árum.
Nú átt þú hana. Mig langar til,
þes? að þú berir hana í kvöld og'
alltaf.
• Philip“.
ílg fór í bað og hafði fataskipti*
Kluklcur.a vantaði kortér í fimm
þeear ég var tilbúinn.
Kendalls-feðginín og Pascoe-
fólkið kom ekki heim í húsið, en
fór venjulega beint upp í langa
salinn, til að spjalla við gestina.
Við Ambrose vorum vanir að
ganga eftir steinlögðu göngunum
á bak við húsið, yfir húsagarðinn
og út og upp tröppurnar upp í
langa salinn. Nú mundum við
Rakel ganga þar oin.
Ég fór niður og beið i setustof-
unni. Mér var órótt þar sem ég
stóð þarna, því ég hafði aldrei
áður gefið konu gjöf. Loks heyrði
ég fótatak hennar á tröppunum.
Hún gekk hægt. Ég heyrði skrjáf-
ið í pilsum hennar og fótatakið
nálgaðist.
Dyrnar voru opnar. Hún kom
inn. Hún var svartklædd, eins og
ég hafði búizt við, en ég hafði
ekki séð þennan kjól áður. Hann
I var þröngur um mittið og féll að
| barminum, en pilsið var vítt og
' stóð út í allar áttir að neðan.
i Axlirnar voru berar og hún hafði
1 greitt hárið hærra upp á höfuðið
' en venjulega. Um hálsinn hafði
hún perlufestina. Augu hennar
, ljómuðu. Mér hafði aldrei fund-
ist hún svona "alleg.
Hún staldraði við og horfði á
mig. Svo rétti hún hendurnar til
mín og sagði: „Philip". Ég gekk
til hennar og nam staðar fyrir
framan hana. Hún faðmaði mig
og þrýsti mér að sér. Það voru
tár í augum hennar en í þetta
sinn stóð mér á sama. Hún tók
höndunum um hnakka minn og
snerti hár mitt.
Svo kyssti hún mig. Ekki eins
og hún hafði kysst mig áður. Ég
hugsaði um leið með sjálfum mér:
Það var ekki af heimþrá, og ekki
af hitasótt og ekki af heilabólgu,
sem Ambrose dó. Hann dó aðeins
fyrir þetta.
Ég endurgalt koss hennar.
Klukkan sló fimm í litla turnin-
um. Hún sagði ekkert við mig og
ég sagði ekkert við hsna. Hún
rétti mér hendina. Við gengum
saman niður dimma gangana
handan við eldhúsið, yfir húsa-
garðinn og upp í langa salinn. Þar
loguðu ljós á veggjunum og
hlátrasköll og glaðværar raddir
komu á móti okkur.
Allir gestirnir stóðu upp þegar
við komum inn. Þögn féll yfir
hópinn. Rakel hikaði á þröskuld-
inum áður en hún gekk inn. Ég
held að hún hafi ekki átt von á
slíku margmenni. Svo kom hún
auga.á jólatréð sem stóð úti í ei^u
horninu og hún hrópaði upp yfir
sig af hrifningu. Þögnin var rof-
in um leið og gestirnir heilsuðu
okkur :neð fögnuði.
Við settumst sitt við hvorn
borðsendann á borðínu sem stóð
í miðjunni, Rakel og ég. Hinir
settust líka. Hávaði af samræðun-
um blandaðist glamri í hnífa-
pörum og diskum. Allir gerðu aS
gamni sínu og voru glaðir.
Maturinn var með ágætum. Á
borðum voru steiktar gæsir,
steiktir kalkúnar og reykt nauta-
kjöt, kökur og búðingar allavega
að lögun og lit. Og á litlum skál-
um sem stóðu á víð og dreif um
borðin, voru litlu skrautlegu
frönsku smákökurnar sem Rakel
hafði búið til með hjálp stúlkn-
anna frá Barton.
Þá fyrst tók ég eftir því að við
hvern disk var lítill böggull og
utan á var skrifað nafn hvers og
eins með rithönd Rakel. Það voru
fleiri en ég sem tóku nú eftir
ARNALESBOK
JTiorgwihiaAsins 1
álior í Stóra-skóg!
Eftir J. B. M O R T O N
Til gamans ætla ég í dag að birta tvö bréf frá ykkur.
„Kæra barnasaga! Ég ætla að skrifa þér nokkrar línur.
Ég vona að næsta saga verði eins skemmtileg og Mikkasög-
urnar. Skemmtilegasta sagan af Mikkasögunum, sem mér
fannst, er Eyja drottningarinnar. Þó þykir mér Indíáanasög-
ur enn skemmtilegri. — Vertu sæl. Þinn lesandi,
Þuríður Kristinsdóttir, 11 ára.“
„Kæra barnasaga, mér þykir mjög gaman að ævintýrum
Mikka og vil helzt fá svona íleiri spennandi ævintýri til að
lesa. Ég ætla ekki að vera mjög margorð, en mig langaði
bara til að skrifa þér nokkrar línur. Mig langaði til þess
að fá ævintýri af stúlkum. Jæja, barnasaga, vertu blessuð
og sæl. — Björk Sigurðardóttir, (10 ára), Langholtsvegi 59,
Reykjavík."
Ég þakka ykkur fyrir þessi ágætu bréf og mun reyna eftir
beztu getu að uppfylla óskir ykkar.
Nú skulum við halda áfram með söguna af álfinum í
Stóra-skógi. Við vorum komin þangað, þar sem faðir Mikka
var á leiðinni til markaðsins með.þriðja og síðasta svínið.
„Ég hefi aldrei séð aumlegra svín“, sagði álfurinn.
Bóndinn hélt nú áfram ferð sinni. Hann var ekki búinn
að vera lengi á markaðinum, þegar hann kom auga á yfir-
hirðsvein konungs.
Hirðsveinninn gekk um á meðal dýranna, sem voru all
mörg, cg veifaði glæsilegum silfurstaf. Bóndinn fór óðara
Wflniii f..........................
LEONITÁ BELLOIM
ínuJAod «p-)hij;i-iu(,K ! j
(Iialskur hetjutenór)
SÖNGSKEMMTUN
'X
í GAMLA BÍÓ miðviku-
daginn 4. júlí kl. 19,30.
•
Aðgöngumiðar á 25 kr.
seldir hjá Bókav. Sigf. «
Eymundssonar, Lárusi ;
BlÖndal og Eerðaskrif- ;
stofunni Orlof, Hafnar- 5
stræti 21. ;
EF TIL VILL :
SÍÐASTA SINNI 1 Z
Nýr fegurðarauki
fyrir yður
er þjer notið
Palmolive sápu
HeUdsölubirgðir: O. Johnson & Kaaber h.f.
Aðalf andur
H. f. Eimákipafélags Islands verður haldinn I fund-
arsalnum í húsi félagsins í Reykjavík laugardaginn
7. júní 1952 og hefst kl. 1,30 e. h.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut-
höfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu
félagsins (2. hæð) miðvikudaginn 4. júní, fimmtu-
dag 5. júní kl. 1—5 e. h. og föstudag 6. júní kl.
10—12 f. h.
STJÓRNIN
Húseign við miðbæinn
til sölu. — I húsinu eru 2 herbergi og eldunarpláss í
háum kjallara, en auk þess 2 allstör iðnaðarherbergi,
salemi og heitt og kalt vatn í krönum. Gas og nýjar
rafleiðslur. Á neðri hæð eru 3 herb. og eldhús, auk
salernis og bakgangs. Á efri hæð eru 3 stór herbergi og
rúmgott baðherbergi, auk þess er gott háaloft og úti-
geymsla. — Öll herbergin í húsinu eru nýlega dúklögð og
máluð. Húsið er klætt eldvarnarplötum að innan og múr-
húoað að utan. — Ilúsið er alit laust til afnota nú þegar.
NÝJA FASTEIGNASALAN
Bankastræti 7. — Sími 1518 og Rl. 7,30 til 8,30 e. h. 81546
— Bezt að auglýsa á Morgunblaðinu —
.. ...u.,. i .. . .T' P j ’ i t >; 3 /1 : : t > •* ’♦
nTiiirnritni ri 11 mmriri