Morgunblaðið - 17.06.1952, Síða 11

Morgunblaðið - 17.06.1952, Síða 11
Þriðjudagur 17. .iúné 1952 MORGUNBLAÐIÐ n Nýtt kvöldvökwSiefti Sfraumhvörf á trúmálasviðimi Grétar Felis: I>RIÐJA Kvoldvakan. er fyrir skömmu útkomin meíigreinir eftir ritstjórann, Snæbj. Jéns3on og sr. Benjamín Kristjánsson. Eftir. hinn fyrrnefnda mun mestaUt það efni Vera, er ekki hefnr neitt höfund- armerki, svo sem tvaer bráðsnjall- ar greinir um þá Boga. Th. Mel- sted og Einar H. Kvaran. Mun Eogr sialdan áður hafa hiotið aðra eins viðurkenningu, og átti hann þó go:a skiiið, því aö hann vár urn margt merkur maður, svo sem greinin rækilega rökstyður. Þá koma kvæói, þýdö og framsamin, Kýjar bækur og garafar. Eækui' á ^nsku o. fl. málum og Joks Stak- Steinar. Þarf ekki að því að spyi ja að hér er víða sköruJega og el'tir- tninnilega til orða tekið. Um borgfirzku skáldín .Tón Hagnússon og Pétur Beínteins- son skiixar sr. Benjamín allítar- lega og af skiiníngi og fylgja tnyndir af skáldnnum. Þyngstar á metunum þykja mér þó greimr sr. B. um „skáldskap og trúar- brögð“ og kaflar hans og ritstj. Um enskar tiúmálabækur. Það er auðvitað engu síður nauðsynlegt að kynna meikar erlendar bækur en innlendar, og ekkí sízfc þær, er um trúmálin fjalla, því að í trúarefnum eru nú um þessar mundir aldahvörf rneða) hinna tnenntaðri þjóða. Er r þessum grein um margra atriða getið, sem hugs- andi menn geta ekki, íátið faia framhjá sér. Vísindadýrkun uppJýsíngartím- ans á J8. öld leiddi af sér þióun efnishyggjunnar, sem aðeíns tek- ui' gildar þær hliðar íiiverunnar sem gripnar verða með skynfær- um vorum, ■— þær sem verða mældar, vegnar, útreiknaðar og sannprófaðar og síðan skrásettar sem vísindalegar staðreyndir. Efnisvísindin standa vissulega föstum fótum svo skammt sem þau geta náð, og er ekkf að undra þótt hungraður heimnr tæki þeim með hrifningu ög oftrú, þar eð þau virtust ætla að leysa allan hans efnahagsvanda á skammri Stundu og mundú ííka nú vera komin vel á leið igeð það ef mann- fólkinu hefði ekki veríð annar og, eljúpstæðari vandi á höndum en sá að afla sér daglegs viðurværís. Þessi dýpri vandí er einnig sam- ofinn efnishyggjunni: og er fólg- inn í vantrú á allsherjarlögmálið, Eogus — hinn yfírskilvitlega skipulags- og sköpunannátt tilver- unnar •— hið mikla samemingar- afl alls hins æðra lífsr hvers merki vér þó sjáumt hvarvetna. Það er þess biindni — þefta sam- þandsleysi við hinn æðri virkileika Bem veldur því, að vaídsóknar hvatningar geysast áfram stjórn- laust og valda stöðugunr stríðum og öryggisleysí, sera efnisrhyggjan Veit ekkert ráð við nema einræði ,og kúgun. En öll s)ík ofstjom er biot á hinu æðsta Rigmáli. Hún leiðir til óeirða og uppreisna, er svo aftur bjóða heim, ófíum vald- sóknar og þrælkunar. Ög þai með hins eilífa stríðs, sem telja verður að sé og muni verða hið noinuxia eða eðlilega ástand á flatneskju jaiðaryfirborðsins, þangað til spekin, trúin og listímar, sem eiga heima í rúmvídd tilvei'unn- ar, hafa samfært memi nm. að hin gömlu indversku fræði: hafa í-étt fyrir sér, sem segja að daglega lífíð eig'i ekki til neírtn sjálfstæð- an virkileik, heldur sé það aðeins i hverfult fyrirbæri á yfirborði hinnar yfirskilvitlegu ulveru. — Aldahvörfin sem ég minntist á, felast í því, að þeim mönnum, sem vinna alvarlegast og af mestum lcrafti, hvort heldur er á sviði hugsunar, rannsókna eða fram- kvæmda, er nú sem óðast að verða ljóst, að allar „framfarirnar“ í vofum skynjanlega, mælartlega og útreiknanlega heimi er að keyta í titrand! Hið efnisvísindalega skipu lag heimsins er að farast, vegna þess að það er ekki í samræmi við það lögmál og þá áætlun sem gild ir í hinurn víðtækara, yfírskil- vitlega heimi virkileikans. Efnis- lögmálið er að vísu ein hlið þess virkileika en álíka óveruleg og ósjálfstæð eins og yfirborð sjáv- arins er gagnvart því efnismagni lofts og vatns, sem á það verk&r bæði að ofan og neðan. Kvöldvaka mun sennilega síðar segja frá bók sem kom út seint á árinu sem leið og ég fyrir mitt leyti mundi telja merkustu bók ársins, þó að fáir muni hafa henn- ar full not við fyrsta lestur. Þelta er bókin „Stefnumark mannky't." (Human Destiny) eftir I.. da Noúy, í snilldarþýðingu séra Jakobs Kristinssonar. Þessi bók sýnir einmitt fram á, að sköpun viðhald og vöxtur hinnar lifandi, tilveru getur ekki gei'zt eingöngu með ósjálfráðu úrvali náttúrunnaf >úr flóði eðlisfræðilegra tilviljana, heldur leioir alvarleg athugun í ljós, að á bak við þessa sýnilegu þróun hlýtur að vera fyrirhuguð og fyrirfram gerð áætlun yfir- skilvitlegs sköpunarmáttar. Þettá hefur trúarvitund mannanna að vísu frá öndverðu þótzt vita. En hvorttveggja er, að þessi vitund er mjög misjafnlega vakandi hjá mönnum og svo er hún niðurbæld og yfirskyggð af viðureign játn- ingakerfanna og bókstafsdýrkun- ■ arinnar við jafnsterku andstæður sínar, efann og afneitunina. Þetta er eðli skynheimsins, að allt stefnir þar í áttina til sinnar andstæðu, jafnvél sjálft lífið stefnir þar á 1 dauðánn. Og einnig hlýtur svo að ^ fara fyrir öllum hinum rökvísari ferfætlingum flathyggjurinar, sem I aðeins sjá út undan sér (hórizont- 1 alt) en skox-tir innsýn í rúmvídd 1 veruleikans, að þeir verða bölsýn- ir og kaldrifjaðir og missa alla 1 virðingu fyrir þeim. einkennum, | sem mannveran hefur fram yfir önnur fyrirbæri uáttúrunnar. • II. J. iíirkja og krisfindómur Japanskar iðnaðarvörur á ný MEXÍKÓBORG — Japanir eru í þarln mund að hefja útflutning iðnaðarvarnings í stórum stil eins og fyrir stríð. Fyrsti íarm- urinn, sem Mexíkanar kaupa kom nýlega til Mexíkóborgar og voru það 5 milljónir saumnála. CHRYSLER! model ’37 til sýnis og söiu við Lejfsstyttuna kl. 3—5 á morgun (miðvikudag). YIMIMIIMG Getum nú fekíð að okkur allskonar verkfræðíleg störf svo sem: endurskipulagningu, breyíingar og endurbyggingar á verksmiöjum o. fl. Véíaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar h.f. Skúlatúni S — Simi 5753. TNNGANGSORÐ í MORGUNBLAÐINU 30. maí b. á. ritar presturinn í Ólafsvík grein, er hann nefnir: „Guðfraeð- ingur — Guð‘\ og á hún að vera svar við grein minni: .JKirkjan og þjóðin", er einnig birtist í Morg- unblaðinu fyrir nokkru. Frá mínu sjónarmiði er að sjálfsögðu æði margt athugavert við þessal grein prestsins, og kemst ég naum ^st hjá, að tska sumt af því til j nokkurrar meðferðar, þó að ég i hafi reyndar ekki mikla trú á deilum um þessi efni, allra sízt í blöðum. Vil ég þá bvrja rneð , því. að gera athugasemd við það, að ég er hvað eftir annað í grein þessari nefndur Gretar O. Fells TÓ-i brevtt í O), en sjálfur nefni ég mig aldrei annað í ræðu eða r:ti en Gretar Fells, og grein mín í Moreunblaðinu 30. apríl þ. á. var áreiðanlega þann veg undir- rituð, eins og allar ritsmíðar mín- ar, þær, er ég vil vera við kennd- ur. Rókstafstrúaðir :nenn ættu iafnvel öðrum fremur að virða þessa sérvizku mína, því að játað skal, að hér er um „bókstaf" að ræða eða form, smekksatriðx, s°m auðvitað má deila um. En 'iinn óguð’eei höfundur greinar þessarar kýs nú einu sinni að I heita Gretar Fells, og viil hvorki j O né Ó á milli þeirra nafna, af j beirri einföldu ástæðu. að hon- um þykir það ske'mmd á nafnínu sn fegurðarauki enginn. ..KRISTíNDÓMURINN ER —ÉG“ Þegar ég las nefnda greín prestsins í Ólafsvík, get ég ekki neitað þyi, að mér flaug í hug það, sem haft er eftir frönskum einvaidskonuníri einum, og er á þessa leið: „Ríkið er — ég.“ Marg ir bókstafstrúaðir eða „rétttrúað- ir“ kristnir menn (sem ég vil nú rtyndar fremur kalla blindtrúaða) tala þannig og skrifa stundum, að engu er líkara en að þeir séu b.jartanlega sannfærðir um, að skilninéur þéirra á hinum kristna dómi sé kristindómurinn ::jálfur. ..Kristindómurinn er — ég“ gæti stundum verið einskonar yfir- skrift yfir ritsmíðum þeirra um kristindómsmál, og hljómar eigi ósjaldan eins og viðlag í eyrum þeirra, sem heyra meira en orðin ein í ræðum þessara manna. Fús- lega skal það viðurkennt, að ef skoðanir þær, sem koma fraríi í grein séra Magnúsar Guðmunds- sonar, eru hinn eini, sanni krist- indómur, þá er ég ekki kristinn og vil ekki vera. Hins vegar fer því fjarri, að prestinum hafi tekizt að sann- færa mig um það, að hér sé um hinn sanna kristindóma að ræða, og meira og meira kveður að því nú.á dögum, eins og kunnugt er, að menn geti ekki aðhyllzt þá túlkun á Biblíunni óg kristin- dóminum yfirleitt, sem fram kemur í grein kennimannsins í Ólafsvík. Fleiri og íleiri láta sér sem sé skiljast, sð um margvís- legan og ólíkan skilning geti ver- ið að ræða á mörgu í Biblíunni og jafnvel á orðum Jesú Krists sjálfs. Hver hefur leyfi til að gera sjálfan sig að einhvers kon- ar hæstarétti í þessunrefnum og fullyrða, °,ð hans eiginn okilning- ur sé allur sannleikurinn? Með allri virðingu fyrir Bib’íunni J'p-'ður þíð pð segiast, að <sngjn fu-ða er, þótt eitt sinn hafi verið komizt svo að orði: „Biblí- an er sem bögglað roð fyrir brjósti mínu“. Þó að hægt sé að vitna til ýmissa ummæla Jesú, er gætu refið í skyn (þ. e. ef þau eru skilin bókstaflega), að hann hefði litið á siálfan sig sem Guð í alveg sérstakri merkingu þess orðs, má vitna í annað, sem eftir honum er haft, er bent gæti á hið gagnstæða. Og þannig er þessu háttað um margt fleira í þessari helgu bókrenda er bað engí.n tiþ- viljun, að sértrúarflokkarnir inn- an kristindóms.ins skipta tugum, ! eins og menn vita, og allir telja , þeir sig hafa yfir að ráða hinum eina sanna Uristindómi! Úr þessu verður svo stundum mjög leiðin- j leg tegund „faríseisma“, einhver trúræn („religiós") sjálfgleði, sem hugsandi nútímamenn klíjar við, og er raunar í nokkru ósam- ræmi við sjálfsniðrun þá, er þess- ir sömu trúmenn telja stundum aðalsmerki og höfuðprýði sann- krisíinna :nanna. SKUGGAR TILBEIÐSLUNNAR , Margir trúmenn virðast taka því nær eingöngu tilfinningaaf- stöðu til trúar sinnar, og einmitt þess vegna er oftast svo örðugt að rökræða við þá um þau efni. Þetta á við um fleiri og færri fyigismenn allra trúarbragða. Hver fyrir sig telur sín eigin trú- arbrögð hin einu sönnu og sáiu- hjálplegu trúarbrögð, en öll önn- ur trúarbrögð meira og minna ófullkomin og gölluð. ef ekki „djöfulsins vélabrögð. Þeir, sem þora að hugsa frjálst, geta tekið óvilhalla, hlutlausa •—- og þess vegna sanngjarna — afstöðu til trúarbragðanna. Og þeir munu fljótlega sannfærast um það, að engri átt nær að upphefja einhver ein trúarbrögð á kostnað allra annarra trúarbragða og telia þau að öllu leyti æðst og bezt. Hitt e' önnur saga, að það er og verður 'alltaf nokkurt skapgerðarmál, hvaða trúarbrögð menn aðhyllast og verður ekki um það deilt frem- I ur en um ástir manna eða smekk þeirra í þeim efnum. Trúmenn- irnir eru, eins og áður" er sagt venjulega tilfinningamnn mikliv. Þeim hættir því við að láta til- finningarnar villa sér sýn, og úr dýrkun þeirra verður oft ofdýrk- un. sém að lokum vinnur á móti sjálfri sér vegna óhjákvæmi- legrar andsefjunar, sem hún hlýt- ur að vekja hjá hugsandi mönn- um. Tilbeiðsla á því, sem gott er, göfugt og háleitt, á að sjálfsögðu rétt á sér, en stundum varpar hún skuggum á vegu annarra manna; og kemur hún þá fram sem þröng sýni, bókstafskergja og afbrýðis- semi,-og allt er þetta of vel þekkt til þess, að um það þurfi að fara mörgum oi'ðum. Hin sanna dvrk- un á Jesú Kristi er ekki fólgin í því að trúa einhverjum ákveðn- um kenningum um hann, allra sízt þeim kenningum, sem sam- rýmast ekki óbrjálaðri dóm- greind, heldur í hinu, að taka hann á orðinu, ef svo mætti segja, |lifa í samræmi við kenningar hans og trúa á örlagaþýðingu og eilífðargildi bess lífs, sem lifað er í þeim anda. Sá, er gefur Jesú jKristi hjarta sitt á þenna hárt, er í mínum augum trúaður krist- ■ inn maður, hvort sem hann trúir |— eða trúir ekki — á „meyjar- jfæðingu“ eða annað það, sem 'beii'. er kalla sig lærisveina Meistarans, hafa ímyndað sér um I hann og illu heilli fellt í kerfi, |eins og þétt riðið net utan um hinar einföldu en háleitu kenn- ingar hans. ..AUDVTTAD ER HANN GUÐS SONUR“ .... Mikilhæfur kirkjuhöfðingi einn íslenzkur var einu sinni á fundi spurðuv að því, h'.'ort hann tri’ði ,því, að Jesús hefði verið Guðs | sonuf. Sá, sem spurði, mun ver- ! ið hafa bókstafstrúarmaður •— einn á hinni réttu „línu“, er svo mætti kalla. •Kirkiuhöfðirsinn hi'gsaði sig um dálitla stund, en mælti síðan: „Auðvitað var hann Gnðs ;onur — oar ;<llir ’rum vér G«ðs synir“. Ekki hef ég fregnir af viðbragði fvrirspyriandans. pn sennilega hefur hann hneykslast á svarinu. Presturinn í Ólafsvík trúir því. að Jesús Kristur- hafi verið Guðs sonur. í, alveg . sér- stakri merkingu, þ. e. a. s. verið annars eðlis. en vér .menpiirnir, Munurinn á honum og oss er að hans dómi ekki stigmunur, held- ur eðlismunur. Ekki veit ég, hve ó presturinn gerir við þá kenningu Biblíunnar í þessu sambandi, a3 maðurinn hafi verið skapaður i mynd ■ og líkingu Guðs, við or-3 postulans: „Vitið þér ekki, að þér eruð Guðs musteri og að Guoa andi bvr í yður“? — og margi fleira af slíku tagi. Hann reynir að draga úr áhrifum þess, sem Jesús segir- viS Faríseana: „Þer eruð Guðir“, með því að fræða oss um það, sem reyndar var vit- eð, að Jesús vitnar þar í einn sálm Davíðs. En augljóst er að Jesús leggur höfuðáherzlu a þessi orð: „Þér <eruð Guðir“, eh auðvitað ekki á framhaldið, bvi að annars hefði hann tilfært það líka, en af sambandinu er einsýnt, að hann notar þessi orð sem voprl á andstæðinga sína, Faríseana, og vantrú þeirra á guðseðli mann; - ins. Það er ömurlegt til þe;-s nð hugsa, að kristin kirkja skuii vera svo langt komin frá h'nni sólbjörtu trú á guðseðli nllra manna, að hún virðist hvergi sjá — jafnvel brot af Guði — nema í Jesú Kristi. Og hve hæoin þessi svartsýni er og ókristileg, má ,ekki sízt gera sér grein fyrir með því að hugsa sér, að sálgæzla Jesú sjálfs hafi aðallega verið í því fólgin að sannfæra menn nógu rækilega urp það, að þeir væru forhertir syndarar og :negh uðu ekki neitt af sjálfsdáðum — annað en það að vera vondir! Ekki var framkoma hans gagn- vart bersyndugu konunni eða hin um breyzka Símoni Pétri, svo a'3 aðeins tvö dæmi séu nefnd, þess eðlis. að það heimili oss að gera ráð fyrir svipuðum vonleysis- og volæðisboðskap af hans hálfu og sumir kirkjunnar menn gera síg seka um nu á dögum. Þetla boð hans: Verið fullkomnir, eins og yðar himneski faðir er Lullkom- inn, gefur aftur í skvn takmarka- leusa trú á manneð’íð, og er það að vonum. þv-í sð bað er léleg Guðstrú, sem örvæntir um mann-*' „ÐYGGDÍR HEIBINGJANNA ERU LJÓMANDI — LESTIR“! I Presturinn í Ólafsvík verður að fyrirgefa mér það, eir.s og fleira, að ég ber heldur takmark- aða virðingu fyrir lærdómstitlurn og hefðarhéitum út af fyrir sig. og þó að Nygren biskup í Lundi sé frægur guðfræðingur, getúr honum eigi að síður skjátlast, eins og öðrum dauðlegum mönrs- um; og ef það er rétt, sem prest- urinn hefur eftir honum, er það í mínum augum raunalegur og háskalegur misskilningur á kenn>- ingum Jesú Krists. En þnð er svo sem ekkert nýtt, að guðfræðing- arnir dragi manninn svo langt |niður í svaðið, að jafnvel híð bezta í fari hans eigi ekki a'9 ikomast í námunda við það að 'vera guðlegrar ættar. Ég æt?a, að ;það hafi verið Ágústínus kirkju- ftðir, sem sagði: „Dyggðir heið- ingjanna eru Ijómandi — lesíir"! Lengra verður naumast komizí r aðgreiningu manns og Guðs —- dýpra verður ekki sokkið í van- trú og vanmati á þessari very, sem þó á að hafa verið sköpuð i Guðs mynd einhvern tíma í ár-. dögum. Og ef þetta er hinn eim sanni kristindómur, býst ég við, jað .margir íslendingar mundit taka undir þessa bæn: Guð varð- vfeiti þióð vora fyrir þess konnr kristindómi. NIÐURLAGSORÐ Marg er það fleira í grein prcstsins, sem ástæða hefði veriS til að gera athugasemdir við. M;i vera, að tækifærl geíist til þésu seinna. en að þessu sinni vei'ður að láta staðar numið. Næsía jé- leg rök éru t. d. færð fyrir bviv að ekki megi kalla Jesúm frjákr- lyndasta .guðfræðing síns tíma, og Frarnh. á bl», 12'

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.