Morgunblaðið - 20.06.1952, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.06.1952, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 20. jún 1952 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsaon. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanland*. í lausasölu 1 krónu eintakið. Til þess mun enginn huliðshjálmun endast UM LANGT skeið voru tveir kaupstaðir höfuðvígi AJþýðu- flokksins hér á landi. Þessír stað- ir voru ísafjörður og Hafnarfjörð ur. Þeir voru nokkurskonar ?íf- akkeri kratanna. Frambjóðendur þeirra við þingkosningar áttu þar jafnan vísa kosningu og meiri- hluti þeirra í bæjarstjórn stóð traustum fótum. Á síðari timum hefur þetta breytxt verulega. Á ísafirði glat- aði Alþýðuflokkurinn meirihluta í bæjarstjórn árið 1946. Hefur hann verið þar í minnihiuta síð- an. Árið 1949 lá við borð að hann glataði þar þingsætinu einnig. í aukakosningunni s.l. sunnudag skreið/ frambjóðandi hans inn með 9 atkvæðum Jram yfir fram- bjóðanda Sjálfstæðisflokksins. — Er Alþýðuflokkurinn nú orðinn í stórum minnihluta á Isafirði. í Hafnarfirði unnu Sjálfstæðis- menn einnig mjög á við síðustu þingkosningar. Krötunum tókst þó með herkjum að halda þar þingsætinu. En einnig þar er flokkur þeirra komínn í veruieg- an minnihluta. Þannig er þá komið í þess- um' tveimur höfuðvígjnm kratanna í þessu landi. Þau eru smám saman að falla. — Traust fólksins á broddum Al- þýðuflokksins fer stöðugt þverrandi. Sama saga hefur gerzt í öðrum byggðarlögum. Aiþýðuflokkur- inn hefur svo að segja allstaðar verið að tapa fylgi og trausti. Jafnhliða þessu fylgistapi hef- ur manndómur flokksforystunn- ar farið þverrandi. Árið 1947 hafði flokkurinn - forystu um myndun ríkisstjórnar lýðræðis- flokkanna. Að baki horrtun stóðu þá 9 fulltrúar á Aiþmgi. yar ;ij gerð tilraun til þess að flokkur- inn fylgdi sjálfstæðri stefnu og léti ekki óttann við kommúnista hrekja sig gjörsamlega af leið Tókst það um skeið. En fyrr en varði brast flótti í liðið.. Alþvðu- flokkurinn féíl á prófinu.‘Hann hafði ekki þrek til þess að stanjfia í stjórnarforystu á erfiðum tím um. í kosningunum 1949 beið hann mikinn ósigur og tapaði tveirnur af 9 þingsætum sinum. Á hann því nú aðerns 7 þingmenn að með töidum Ásgeiri Ásgeirssyni. sem ekki má til annars hugsa en að kcmast á forsetastól. Stefáni Jóhanni var þess- vegna ljóst, að eitthvað þurfti, að gera til þess að punta upp á flokk hans. Við svo búið mátti ekki standa. Hafnarf jörð ur og ísafjörður voru að glat- ast. Þingflokkurinn var kom- inn niður í 7 forstjóra og em- bættismenn. Alþýðan var gjör samlega að slitna aftan úr þessari forstjórahirð. Vegleg embætti og feitar stöður hafa alltaf verið æðsta hugsjón Alþýðuflokksmanna. Það var þessvegna í fullkomnu samræmi við fortíðina, sem hann tók þá ákvörðun að freista flokki sínum nýrrari viðreisnar með því að koma einum af nánustu samverka-j mönnum sínum í stöðu forseta hins íslcnzka lýðveldis. En til þess að þetta mætti tak- ast varð að beita mikium klók- indum og lævíslega földum: blekkingum. Augljóst var að Al- þýðuflokksmaður gat aldrei náð kjöri með atkvæðum kratanna einum saman. Þess vegna varð að reka tryppin töluverðar króka- leiðir. Til þess treysti Stefán Jó- hann sér illa þrátt fyrir reynslu sína sem ..æfður stjórnmáiamað- ur“. En Ásgeir Ásgeirsson kom hér eins og kallaður. Hann hafði lengi haft augastað á Bessastöð- um. Hann átti ýmis net í sjó Qg gerði sér von um góðan afla. Þennan mann fékk Stefán Jó- hann til forsetaframboðs. Var því jafnhliða lýst yfir að þessi þing- maður Alþvðuflokksins væri með öllu „ópólitískur"!! Ekki hafði hann þó fyrir því að seeia af sér þingmennsku í Vestur-ísafjarðar sýslu því til sannindamerkis. Síðan hefur verið róið upp á líf og dauða fyrir frambjóð- anda Stefáns Jóhanns. Allur hefur rcðurinn beinzt að því, að sanna Sjálfstæðismönnum og öðru fólki í andstöðuflokk* um Alþýðuflokksins að því beri að hjálpa til við trvppa- rekstur kratanna og aðstoða þá við að hressa upp á hin fallandi vígi sín, ekki aðeins á Vestfjörðum og í Hafnarfirði og heldur og um land allt. Áróður þessi hefur verið ó- venjulega lævíslegur, enda lengi úndirbúinn og af mikilii undir- hyggju/ En íslenzka þjóðin er að átta sig á eðli hans. Henni er að verða Ijóst að til grundvallar forseta- framboði Stefáns Jöhanns og Ás- geirs Ásgeirssonar liggur ekkert annað en köl3 eiginhagsmuna- togstreyta og viðleitni til þess að hressa upp á deyjandi stjórn- málnflokk. Þess vegna á frjálslyndi og víð- sýni ekkert skylt, við það. Sjálfstæðismenn hafa undan- farið átt i hörðum átökum við A!- þýðuflokkinn vegna ábyrpðar- lausrar stjórnarandstöðu hans. Þéir hafa lagt kapp á eflingu at- vinnulífsins og rýmri og frjáls- legri viðskiptahætti í landinu. Kratarnir hafa barizt gegn þess- um ráðstöfunum. Þeir hafa fjand skapazt við aukinn innflutning og úrræði, til þess að tryggja rekst- ur vélbátaútvegsins og hrað- ffystihúsanna. Hv.aða Sjálfstæðismaður getur svo verið þekktur fyrir, að launa þá framkomu með því að styðja forsetaframboð Alþýðuflokksins? Forsetákosningarnar eru orðn- ar pólitískar. Fram hjá þeirri staðrevnd verður ekki gengið. — Þær urðu það á þeirri stundu er miðstiórn Alþýðuflokksins ákvað framboð eins af þingmönnum sínum. Þær hafa verið það síðan. Látum vera ef Alþýðuflokk- urinn hefði boðið fram einhvern mann, sem staðið hefði utan við stjórnmálaátök. En því var ekki að heilsa. Kratarnir létu einn af starfandi þingmönnum sínum lýsa yfir framboði til forseta- kjörs. Enginn huliðshjálmur mun endast Stcfáni Jóhanni til þess að breiða yfir þetta. Þjóðin hefur séð við bragði hans. AI- þý ðuflokkurinn mun ekki geta hresst sig við á þvi, að * rjúfa þá þjóðareiningu, sem jafnan hefur ríkt um val hbis íslenzka þjóðhcfðingja. HEIMSMETHAFI I LAIMG FLUGÍ OG TÓNSKÁLD — SJALDAN lifi ég eins unaðs- legar stundir, eins og þegar ég cr aleinn á flögri í litlu flugvélinni minni yfir óravíddum úthafsins. 1 norðri er gullroðin miðnætur- sólin og eftir margra klukku- stunda flug yfir dimmbláma At- lantshafsins birtist svo í fjar- lægð út við sjónhring, fyrsta landsýn. Þannig komst hinn viðfrægi bandaríski flugmaður Max Con- rad að orði, er fréttamaður Mbl. kom að máli Við hann, skömmu áður en hann lagði af stað á eins- hreyfils smáflugvél frá Keflavík- urflugvelli áleiðis til Stornoway í Skotlandi. I „ A IIEIMSMET I LANGFLUGI I Farartæki.ð, sem Conrad notar til ferða milli heimsáifanna, er lítil Piper Pacer einþekja. Hreyf- illinn er 125 hestafla, eða álíka sterkur og í venjulegri fólksbif- reið. j Flugvél af þessari tegund er ' ætluð til að bera fjóra farþega stutta leið, en Conrad hefur tekið önnur sæti en flugmannssætið úr og sett í stað þeirra bensíngeyma, sem taka um 2500 lítra. j- Með þessU móti hefur honum . tekizt að auka þol vélarinnar svo, að hann getur flogið 4800 km án I viðkomu. S.l. vor setti hann ' heimsmet í langflugi smáflug- véla, er hann flaug í einum á- fanga frá Los Angeles í Kali- forniu til New York, en það er 4000 km leið. Rætt við bandaríska fltig- manninn llax Conrad Mai (onrad bregöir sér yfir Atlantshafið ■* ..... .**■ .fc* *.........— .1...-..I '±j', —... —."... . ... * Þannig lítur farkostur Max Conrads út, sá er hann notar til ferða yfir Atlantshafið. Hreýfill flugvélarinnar hefur áiíka afl og hreyfill i venjulegri farþegabifreið. Velvokandi skrifar: ÚR DAGLEGA LÍFENU AUDVELT AÐ LÆRA AÐ FLJÚGA | Conrad verður því ekki skota- skuld úr að bregða sér yfir At- lantshafið. • | — Ég flaug þá leið í fyrsta sinn fyrir tveimur árum og þá frá IÉvrópu, um. ísland til Ameríku. Nú er ég á leiðinni til Skand- inaviu og flyt þangað vinarkveðj- ur frá Bandaríkjunum. En aðal- , tilgangurinn með ferðinni er ann- ars að gefa drengjunum í Banda- ríkjunum fordæmi, sýna þeim, hvað það er auðvelt og dásam- legt að fljúga, kenna þeim að njóta einhverrar mestu skemmt- unar, sem ég get hugsað mér, að svífa um himinloftin eins og fugl- inn frjáls. VARKÁRNI ER FYRSTA BOÐORDIÐ — Hefur ferðin ekki gengið að óskum, fram til þessa? — Jú, ekki get ég annað sagt, ég hef að vísu tafizt vegna veð- urs, en í slíku flugi vergur fyrst og fremst að gæta varúðar um að leggja ekki út í tvísýnt veður. Ef gætt er þess lögmáls, er tiltölu- lega hættulítið að fljúga yfir út- hafið og það þótt flugkosturinn sé smár. I KEMUR FRÁ , MIÐ-BANDARÍKJUNUM | — En um þessa ferð mína er íþað að segja ,að ég lagði af stað j frá Minneapolis í Minnesota fyr- ir um það bil viku. Ég hef haft j viðkomú í Washington, Goose Bay, Blue West flugvellinum á i Grænlandi. Ég hafði í fyrstu ætl- j að mér að fljúga héðan frá Kefla- l vík og beint til Stavanger í Nor- egi, en vegna veðurs neyðist ég til að taka krók á mig til Storno- way í Skotlandi. Með því móti flýg ég í kringum þokusvæðið. „HÁFLEYGASTUR“ í HÁLOFTUNUM Conrad kveðst hafa flogið í 26 ár. Hann hefur haft flugskóla og kennt 3500 manns að fljúga. — En ég hef líka annað áhugamál, segir hann, það er að semja söng- lög. Og helzt finnst mér andinn koma yfir mig, þegar ég er sem hæst á flugi. Hef ég þá haft með mér nótnablöð og skrifað lögin niður. Ég minnist þess m. a. að eitt vinsælasta lagið mitt samdi ég, í fyrra skiptið er ég flaug i Frh. á bls. 12. Blótað fyrir opnum tjöldum. JÓÐHÁTÍÐARDAGURINN, sem af hálfu forsjónarinnar var hinn blíðasti, og af hálfu skemmtikrafta og skipulagsfröm- uða fór sómasamlega fram, er nú liðinn. Lengi dags og nætur sátu menn á strák sínum og hegðuðu sér alveg eins og hátíðinní hæfði, en þegar kom millum miðnættis og óttu sauð upp úr, því að þá gerð- ust menn ölmóðir hrönnum sam- an, þeir sem fastast höfðu þreytt drykkjuna um kvöldið. Fyrstu árin má segja, að ekki hafi hér sézt vín á nokkrum manni þennan dag. Svo fór að bera á einstaka svörtum sauð ráf- andi niðri í Hafnarstræti eða við Höfnina um það leyti, sem há- tíðahöldunum var slitið. í fyrra voru hinir villuráfandi þó orðnir það margir, að þeir voru ekki á stangli, heldur gátu farið um i flokkum, svo að einstæðingsbrag- urinn var þá af þeim rokinn. Menr'aður '’átíðabrasur. NÚ sem sagt var liðssafnaðurinn. orðinn svo mikill, að óhætt þótti að kveða upp úr. Ekki er fullyrðandi, að hér sé um beint virðingarleysi að ræða, öilu held- ur hirðuleysi og vöntun á hátt- vísi, að menga svo hátíðabraginn. Úti á landi hefir ekki hevrzt um ölvun 17. júní. Þó munu þess dæmi, að skemmtikraftur hafi verið hneyksianlega svínkaður, en börn horfðu á og undruðust. Fjallkonan við Austurvöll. ÞAÐ er nú orðinn fastur liður hátíðahaldanna hér í bæ, að Fjallkonan komi fram á svölum Alþingishússins. Að þessu sinni var það ráðsett leikkona, sem jafnan er að góðu getið. En hvers vegna megum við ekki heyra nýja rödd? Hvers vegna endilega einhver, sem all- ir þekkja úr útvarpi og leilchús- um? Hér eru þúsundir glæsilegra, ungra kvenna, sem með vissu eru þeim vanda vaxnar að fara með hlutverk Fjallkonunnar. Hvernig væri, að einhver unga stúdínan fengi að spreyta sig á því næst? Ég held, aýí það mundi mælast vel fyrir. Og fyrir alla muni að draga ekki blað upp úr pússi sínu og lesa af því. Það ætti sarmarlcga engum að vera ofviða að flytja þátt Fjallkonunnar blaðalaust. Og hvernig væri, að hún kæmi út á meðal fólksins? Það væri hægt að skjóta undir hana palli á Austurvoiu „. . . Fjallkonan fríð . . .“ Loftnetið brennur sundur. STUTT og laggott bréf frá loft- skeytamanni um loftnet og knattspyrnufréttir. „Velvakandi góður. Aðeins nokkur órð, og ég skal koma und- ir eins að efninu. Góðfúslega bentu húsameist- urunum á, að þeir megi ekki hafa festingarútbúnað fyrir ioftnét upp úr reykháfnum, eins og venjulega tíðkast nú, heldur eigi að koma honum fyrir í hliðum hans, 2—3 fet frá efstu brún. Eirvírinn, sem venjulega er notaður í loftnet, endist mörgum sinnum lengur, ef sót fellur ekki á hann. En þegar hann er festur í efstu brún reykháfsins, þá brennur hann undan sótinu á skömmum tíma. — Menn hætta þá að heyra eins vel óg áður vegna þess, að loftnetið slitnaði niður í seinustu norðaustan gjól- unni. íþróttafréttir jafnharðan. ES. — Ég er ánægður með, að útvarpið skuli samdægurs skýra frá úrslitum í knattspyrnu- keppninni í íslandsmótinu. Það er eins og þú veizt ekki hægt um vik að ná í nýjustu blöð- ir, á sjónum. Þar er útvarpið ein- valda. Beztu kveðjur. Loftskeytamaður.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.