Morgunblaðið - 12.07.1952, Síða 12
Veðurútli! í dag:
N-kaldi. Síðar gola. —■
Léttskýjað.
t
restskosning í Keflavík
r
@g aS Utskálum á morgun
> Sex prestar eru í framboSl.
Á MORGUN fara fram tvennar prestkosningar, er kosnir verða
prestar að Útskálaprestakalli og til hins nýja Keflavíkurprestakalls.
Fjórir hafa sótt um Keflavík en tveir um Útskála. Þeir sem sótt
hafa um Keflavík eru á aldrinum 24 til 36 ára, en umsækjendur um
Útskála eru báðir fulltíða menn.
ASlf u sléíi á Caroniu, — JafíiveS reykhá^rinn grofi?! illkl í
Fréttaritari Mbl. í Keflavík'
hefur símað að umsækjendur
hafi allir flutt kynningarguðs-
þjónustu og hafi mikið fjöl-
menni verið við messurnar.
Um kjörsókn við kosningarnar
mun þess að sjálfsögðu gæta,
sagði fréttaritarinn, að fjöldi
fólks úr báðum sóknum er nú
fjarverandi úr bænum og getur
því ekki kosið. í því sambandi
nægir að benda á að allur þorri
sjómanna er nú kominn á síldar-
vertíðina.
Hér fer á eftir stutt kynning
á hverjum hinna sex umsækj-
enda í Keflavíkur- og Útskála-
prestakalli.
Fyrst eru þeir sem sækja um
Keflavík:
KEFLAVÍK
BJÖRN JÓNS-
SON guðfræð-
ingur, er fædd-
ur 7. okt. 1927,
en foreldrar
hans eru Gunn-
hildur Björns-
dóttir og Jón
Stefánsson
bóndi að
Hjaltastaðakoii
í Skagafirði. —
Stúdent varð
Björn frá Menntaskólanum á
Akureyri árið 1949 og lauk hann
guðfræðiprófi á vori því, er nú
var að líða. Hann sækir því um
prestsembætti í fyrsta skipti. —
Hann hlaut fyrstu einkunn bæði
úr menntaskóla og eins á guð-
iiæðiprófi.
SÉRA INGI
JÓNSSON er
25 ára að aldri,
fæddur 14. jan.
1927 í Ófeigs-
firði í Stranda
sýslu, en alinn
upp í Reykja-
vík. Foreldrar
hans eru Jón
Sveinsson út-
gerðarmaður
og Ingigerður
Danivalsdúttii. — Stúdentsprófi
lauk hann við Menntaskólann í
Reykjavík 1947 og embættisprófi
í guðfræði við Háskóla íslands
með I. einkunn í janúarmánuði
s. 1. Hálfum mánuði síðar var
hann vígður aðstoðarprestur til
séra Guðmundar Sveinssonar að
Hvanneyri í Borgarfirði. Þjón-
aði hann því prestakalli til
1. júní s. 1.
SÉRA MAGN-
ÚS GUÐ-
MUNDSSON
er fæddur í
Reykjavík 29.
jan. 1925. For-
eldrar: Guðm.
Magnússon, um
sjónarm. og
Helga Jónsdótt
ir, kona hans.
Hann lauk stúd
' . entsprófi við
Menntaskóiann í Reykjavík 1945.
Stundaði nám við háskólann í
TJppsölum í Sviþjóð 1945—47. —
Lauk guðfræðiprófi við Háskóla
Islands 1950 með I. einkunn,
202V2 stig. Tók prestvígslu til
Ögurþingaprestakalls í Norður-
Isafjarðarprófastdæmi 30. júlí
1950. —
í námsför fór hann til Sviþjóð-
.ar og: Þýzkalar.ds vormisserið
1952. Þá hefur hann tekið þátt
í kristilegum stúdentamótum og
æskulýðsstarfi hérlendis og er-
lendis.
SÉRA YNGVI
um. — Hann
brautskráðist stúdent frá Mennt.a
skólanum í Reykjavík 1938, lauk
guðfræðiprófi 1944. Hann vígðist
til prestþjónustu 1944 og var síð-
an þjónandi prestur að Árnesi
í Strandaprófastsdæmi frá 1944
—1948. Árið 1948 sótti hann um
Prestbakkaprestakall í sama
prófastsdæmi og hlaut þar lö.g-
lega kosningu. Hefur hann ver-
ið þar prestur síðan.
UMSÆKJENDURNIR UM
ÚTSKÁLAPRESXAKALL
SÉRA GÍSLI
Hann fór síð-
an utan til ársdvalar við fram-
haldsnám í Bretlandi. Hann
vígðist að Kirkjubæjarklaustri
haustið 1937 og því brauði hefur
hann þjónað síðan.
ir. — Guðm.
varð stúdent frá Menntaskólan-
um á Akureyri vorið 1940 með
fyrstu einkunn og lauk guð-
fræðiprófi 1944 með góðri fyrstu
einkunn. — Hann var vígður
18. júní sama ár að Brjánslæk,
en ári síðar fór hann utan ti’
framhaldsnáms og dvaldi hann í
Svíþjóð og Sviss í tvö ár. Hann
varð prestur í Bolungarvík áriff
1949. —
Ufanríkisráðherra-
fundur Norðurland-
anna hér í hausf
ÞAÐ hcfur nú verið ákveðið
að halda næsta utanríkisráð-
herrafund - Norðurlandanna
hér í Reykjavík, og mun hann
standa dagana 3.—4. septem-
ber n.k.
(Frá utanríkisráðuneytinu)..
ar í Kaupmannahöhi
ÓSKAR HALLDÓRSSON, útvegs
maður hefur verið búsjttur í
Kaupmannaliöfn sex undanfarin
ár. Nýlega var gert innbrot í í-
búð hans í Amaligade. - Þegar
Óskar er ekki í Kauþmannahöfn,
er enginn í íbúðinni og hún mann
laus. Ráðskona Óskars í ICaup-
mannahöfn kemur þó þangað ann
an hvorn morgun til að líta eftir
íbúðinni. En einn morgun í byrj-
un þessa mánaðar, þegar ráðskon
an kom, hafði innbrot verið ný
framið þar. Úr skápum og skrjf-
boi'ði Óskars höfðu öll skjöl og
reikningar verið tekin og lá mikið
af innihaldinu úr hirzlum þessum
víðsvegar á gólfinu. Áfengi, sém
í íbúðlnni var, höfðu þjófarnir
baft á brott með sér, að undantekn
um líkjörnum. Hann höíðu þeir
drukkið á staðnum.
Ekki er enn full rannsakað,
hvað hefur horfið úr íbúðinni, en
lögreglan í Kaupmannahöfn tók
mál þetta strax til íannsóknar og
hefur hún tekið nokkurfingraför
þeirra „aðkomumanna“, sem
þarna voru að verki.
Reykháfurinn einn á skemmtiferðaskijjinu „Caroniu“ jafnast á við
stórbyggingu, enda er hann rúmlega 20 metra hár. En skipið sjálft
jafnast á við meðalstóra borg. Fyrir framan reykháfinn er íþrótta-
völiur og sjást tennisnetin framan til á myndinni. — Um skipið
Caroniu er grein á bls. 7.
I KjOS
íslenzkir gSimumensa.
sýna á Ólympíuleikunum
í SAMBANDI við Olympíu-
leikana fara fram sýningar á
þjóðlegum íþróttum ýrjsra
Ianda í Helsinki á meðan á
leikunum stendur.
Fyrir tilstuðlan Erik Juur-
anto, aðalræðismanns íslands
í Finnlandi, var íslenzkum
glímuflokki gefinn kostur á
að taka þátt í þessum sýn-
ingum, og mun H manna
flokkur úr Armanni fara utan
n.k. þriðjudag í þessu skyni.
Með flokknum verður Þorgils
Guðmundsson, þjálfari glímu-
mannanna.
íslendingarmr mmvi sýna
tvisvar á meðan á leikunum
stendur og ennfrcmur er gert
ráð fvrir að flokkurinn ferð-
ist eitthvað um Finnland.
í gærkvöldi hafði flokkur-
inn sýningu í íþróttahúsi Jóns
Þorsteinssonar, en þangað var
boðið stjórn ÍSÍ og fleiri gest-
um. Glímumennirnir, sem
fara, eru: Rúnar Guðmunds-
son, Guðmundur Agústsson,
Stcinn Guðmundsson, Grétar
Sigurðsson, Pétur Sigurðsson,
Ingólfur Guðnason, Gísli Guð-
mundsson, Einar Einarsson,
Skúli Þorleifsson, Kr»stmund-
Guðmundsson og Ólafur II.
Óskarsson.
Það skal tekið fram. að
flokkurinn f»r utan algerlega
á vegum GHmn^élagsins Ár-
manns, en ekki Ólymoíunefnd
ar. ntr ber hún engan kostnað
af förinni.
Á SJÖTTA tímanum í gær-
kvöldi kviknaði í bænum Vmd-
ási í Kjós. Brann önnur íbúðin
mikið að innan — en þarna er
tvíbýli. Ifásið er úr steir.i. Hina
íbúðina vókst að verja. ■
Húsið er eign Kristínar Jóns-
dóttur, sem bjó í íbúðinni, sem
brann. — Unnið var við slökkvi-
starfið í 2—3 klst., og hjálpuðu
vegamenn, sem þarna voru á
næstu grösum, við að slökkva
eldinn.
Talið er, að kviknað hafi 1
út frá reykröri.
2157 rnál síldar
bárusf í gær
Engin veiöi í gær
RAUFARHÓFN OG AKUR-
ÉYRI 11. júlí. — Engin s'ldveiði
var i dag fyrir Norðurlandi, enda
var veður vont, norðan garður.
«g innviðri.
Á Raufarhöfn lönduðu Týr 142
riálum, Guðrún 46, Víkingur 180,
Jigrún 362, Jón Finnssson 310,
Pálmar 36, Særún 108, Jón Guð-
nundssson 216, Guðmundur Þor-
lákur 42, Björg 30, Hvanney 50,
Hilmir 40, Sævaldur 194, og
Grundfirðingur 45. |
Til Dagverðareyrar barst fyrsta
bræðslusíldin á sumrinu aðfara-
nótt föstudags, er Súlan -iandaði
356 málum. Sú síld var veidd
á Grímseyjaarsundi. 1
Snjóar í fjöll -
Vegir ruddir
ÍSAFIRÐI, 11. júlí. — í gær og
í fyrradag hefur verið norðaust-
an storrnur og rigning og hiti
aðeins um þrjú stig hér á ísa-
firði. Seinnipart dags í gær fennti
hér niður í miðjar hlíðar.
Nú hefur Breiðdalsheiðin ver-
ið rudd, en talsverð snjóalög
Voru enn á henni og var því
mikið verk áð ryðja heiðina. —
Yfirleitt er enn mikill snjór í
fjöllum hér vestra. Eins hefur
Þorskafjarðarheiðin verið opnuð
fyrir bílaumferð og áætlunarbíl-
arnir sem aka milli Melgraseyrar
og Reykjavíkur á sumrin, hafa
tekið upp ferðir og í sambandi
víð þær heldur djúpbáturinn
uppi ferðum til ísafjarðar og tek-
ur þar og flytur þangað farþega.
— j-
Hfýfur námsstyrk
í Auieríku '
ÞÓRÐUR Júlíusson, frá Leirá
í BorgarfjarSarsýslu, sem stund-
að hefur nám við Oregon háskóla
í Bandaríkjunum í landbúnaðar-
verkfræði, hefur hlotið verð-
launastyrk við skólann. Aðeins
32 erlendir stúdentar við skól-
ann, sem hlutu slíkan styrk, en
hann er ekki veittur nema náms-
mennirnir skari fram úr í sínu
fagi. Styrkurinn er í því fólginn
að þeir, sem hann hljóta, þurfa
ekki að greiða skólagjald. Þórður
hefur verið tvö ár við nám í
skólanum.