Morgunblaðið - 05.08.1952, Blaðsíða 16
VeMíiif í dag:
Breytileg átt og hægviðri. Úr-
komulaust að mesíu.
ÚfvarpsræSa
Björns ólafesonar, viðskipta-
málaráðh. 4. ágúst er á bls. 7
Þrír blökkumenn í gæzluvarðhalci.
i>RÍR blökkumenn af bandaríska kaúpfarinu Mormackco eru hafð-
ir hér í haldi í sambandi við þann atburð er gerðist suður við
skemmtigarðinn Tivoli aðfaranótt sunnudagsins, er blökkumenn-
irnir veittu tveim mönnum sár með hnífstungum.
Blökkumenn þessir höfðu verið
á dansleik þar syðra um nótt-
ina, en honum var lokið fyrir
um það bil klukkustund; er þessi
atburður gerðist, klukkan rúm-
lega 3 um nóttina.
ÆTRUÐU AÐ AFVOPNA
MANNINN
Mennirnir, er hnífstungusárin
hlutu, Magnús Siggeir Eiríksson,
Balbókampi 10, og Magnús Dal-
mann Hjartarson, Smyrilsvegi 24,
hafa báðir hlotið allmikil sár,
einkum þó Magnús Dalmann.
Hnífur sVertingjans hefur gengið
inn í aflvöðyann, þar sem skor-
ið var út úr stungunni. Eins hef-
ur hann hlofið hnífsár á öxl. —
Nafni hans hefur verið skorinn
frá hvirfli niður á augabrún.
TVEIR MEÐ IINÍFA
Þessir menn báðir komu hver
á fætur öðrum til hjálpar við
að ná hníf af einum blökkumann-
anna, sem ætlaði að ráðast á
stýrimann af kaupfarinu, er ver-
ið hafði á þessum sama dans-
leik. En tveir blökkumannanna
eru sagðir hafa beitt hnífum í
átökunum. Þau munu hafa átt
upptök sín innbyrðis milli blökku
mannanna og stýrimannsins.
TVEIR AÐRIR OG EINN
BLÖKKUMAÐUR MEIDDIR
Eining hlutu þeir Sigurður N.
Júlíusson, umsjónarmaður í Tí-
volí og Gunnar Aðalsteinsson,
Guðrúnargötu 3, minniháttar
meiðsl í þessum átökum við
blokkumennina. Einn þeirra íékk
svo mikið hökk í andlitið, að
tennur í munni hans brotnuðu ðg
var hann fluttur í sjúkrahús, þar
sem hann mun enn vera.
Unnið er að rannsókn þessa
máls.
Enn lílil síldveiði
fyrlr Norðurlandi
NOKKRIR bátar fengu lítils-
háttar sild fyrir norðan í gær.
Jón Finnsson kom með 200 tunn-
ur til Raufarhafnar, Ágúst Þór-
arinsson með 70, Jón Stefánsson
40, Skeggi 30, Vörður 50, Skíð-
blaðanir 150 og Smári 80.
Snæfugl var á leið til Seyðis-
fjarðar með 400 tunnur.
Þá kom Helga til Raufarhafnar
í gærkvöldi með 1200 mál af
upsa.
Kominn af síldveið-
um fyrir norðan
FYRSTI Reykjavíkurbáturinn er
kominn að norðan, hættur síld-
veiðum. Er það Siglunes. — Á
öðrum stað er sagt frá Akranes-
bátum og Vestmannaeyjabát,
sem hættir eru veiðum fyrir
norðan. ________________
Kona varð fyrir bíl
EINA umferðarslysið sem varð
hér við bæinn um helgina, vaið
á Suðurlandsbrautinni, er kona
varð fyrir litlum bil á móts við
Undraland.
Konan, sem hcitir flólmfríður
Matthíasdóttir, Laugarteigi 38,
varð fyrir bílnum R-5808 er hún
var að ganga yfir brautina eftir
að hafa stigið af áætlunarbíl, er
nam þarna staðar. Við byltuna
mun hún hafa hlotið heilahrist-
ing og var flutt í sjúkrahús.
Náttímigripasafn opnacf
á Akureyri s.l. sumiudag
AKUKEYRI, 2. ágúst: — Sunnu-
daginn 3. ágúst var opnað náttúru
gripasafn bæjarins í húsi slökkvi-
stoðvarinnar við Geislagötu og
verður opið á sunnudögum kl.
2—4. Mest allt safnið er úr eigu I
Jakobs Karlssonar, afgreiðslu-J
manns Eimskips, en hann afnenti
bænum það að gjöf nýlega.
Mest eru þetta ýmsar fuglateg-
■undir, sem Kristján Geirmunds-J
son hefir setf\ipp fyrir Jakob eða
sjálfan sig, en fyrir nokkrum ár-!
um keypti Jakob allt fugla- og
eggjasafn Kristjáns.
í safninu eru 85 tegundir fugla
auk sjaldgæfra afbrigða, 67 teg-
undir eggja, mikið af því heil
hreiður auk litarafbrigða og ör-
verpa.
Þá eru þar refir, selir, rotta,;
hag'amús, minkur o. fl. Þá er þar
geirfuglslíkan, er Kristján hefir
sett saman úr fuglahömum og
líkan af geirfuglseggi. Ennfrem-J
ur þistilfiðrildi, er fundust fyrir
3 árum við nýja sjúkrahúsið hér.J
Sýningarskápar eru mjög vand
aöir, loft- og rykþéttir, smíðaðir'
,af Jóni Sigurjónssyni trésmíða-i
meistara. Veggir safnsins eru
skreyttir málverkum eftir frú
Eiísabetu Geirmundsdóttur. Um-
sjónarmaður safnsins er Kristján
Geirmundsson. — H. Vald.
Nýr báiur iil Eyja
VE-STMANNAEYJUM, þriðjudag
— S.l. laugardag bættist Vest-
mananeyjaflotanum nýr bátur,
.er nefnist Maggy Ve 111. Eigandi
bátsins er Guðni Grímsson skip-
stjóri, og hafði hann keypt bát-
inn í Danmörku.
Báturinn er hinn vandaðasti
að sjá. Hann er með 150 hestafla
Tuxhamvél, og er liðlega 40 smá-
lestir að stærð. Á leiðinni til
íslands reyndist bátur og vél hið
bezta.
Guðni Grímsson er meðal
þekktustu skipstjóra í Eyjunj.
Hefir hann í 22 ár átt bát með
sama nefni. Gamla Maggy var
aðeins 17 smálestir. En í vor seldi
Guðni bátinn og keypti þennan
nýja bát í Danmörku, eins og fyrr
segir. —Bj.Guðm.
Frá aðalfundi Norræna bændasambandsins. Stein grímur Steinþórsson, forsætisráðherra flytur ræðu.
— Frásögn af fundinum er á bls. 2 og ræða forsætis áðlierra á bls. 9. — Ljósm.: Vignir. j
50 þús. kr. kom
a nr.
í GÆR var dregið í Vöruhapp-
drætti S.Í.B.S. — Hæstu vinning-
ar komu á eftirtalin númer: 50
þús. kr., 6965. Seldur í Grettis-
götu 26 umboðinu, 15 þús. kr.,
10951, Austurstræti 9, 12 þús. kr„
37601, Reynihlíð í Mývatnssveit,
8 þús. kr„ 37806, Austurstræti 9,
2500 kr„ 39465, Austurstræti 9,
2000 kr. 13464, Reyðarfirði, 1000
kr„ 12736, Austurstræti 9.
Öhnóður lýður fremur \
míkilspellaðHreðavatni
ÖLMÓÐUR óspektarlýður, mest ungir menn á aldrinum 18—20
ára, framdi mikil spell í veitingaskálanum að Hreðavatni í Borgar-
firði og í Bifröst, skála samvinr.umanna, um siðustu helgi.
Bærinn því nær
i
í HINU dásamlega sumarvcðri
um verzlunarmannahelgina lá við
að bærinn tæmdist af fólki, er
þúsundir bæjarbúa leituðu út í
sveitina til að njóta sumarsins í.
skauti náttúrunnar.
Á öilum þjóðvegum var mikil
bílaumferð, og á vir.sælum og fjöl
sóttum stöðum svo sem á Þing-
völlum og Laugarvatni var gífur-
legur mannfjöldi.
Á vegum Ferðaskrifstofu ríkis-
ins munu milli 1600—1700 manns
hafa tekið þátt í þeim ferðum er
skrifstofan efndi til. Á vegum
Ferðafélags íslands fóru 135
manns.
Staðarmenn, sem voru fámenn-'
ir, en nutu aðstcðar aðkomu-
manna, fengu við ekkert ráðið
og engin lögregla var send á vett-
vang til að skakka leikinn.
HUNÐRUD MANNA
í TJÖLDUM
Á laugardaginn tók fólk
hundruðum saman að slá upp
tjöldum sínum í hinu fagra um-
liverfi Hreðavatns, til að eyðá
þar frídögunum, sem framund-
an voru. Strax um kvöldið fór
að bera á ölvun, en hún náði
hámarki um miðnætti. — Taldi
jvigfús Guðmundsson það ekki
orðum aukið, að hreinsista mildi
jværi, að enginn skyldi verða þar
fyrir fjörtjóni.
Þrír mosældar
við Hreðavaln
ÞRÍVEGIS kom upp mosaeldur
hjá Hreðavatni á sunnudaginn,
er skemmtiferðafólk sýndi óvar-
kámi með eld.
Bændur í nágrenninu og sjálf-
boðaliðar er voru að Hreðavatni,
slökktu þessa elda áður en þeir
höfðu valdið miklu tjóni.
Hafa lokið hirðingu
fyrri sláttar
FRÉTTARITARI Mbl. á Selfcssi
símaði í gær, að bændur í sveit-
um austan Fjalls hefðu um helg-
ina náð að hirða allt hey af
fyrra slætti. Var því ýmist ekið
heim í hlöður eða sett upp í galta
og breytt yfir þá. Hcy þelía er
alveg óhrakið og hið mesta kjarn-
íóður.
Námsafrek íslend-
ings í París
UNGUR íslenzkur stúdent, Gunn
ir Hermansson að nafni, frá
Bakka á Tjör-
nesi lauk ný-
lega fyrrihluta
prófi í húsa-
meistarafræð-
um (arkitekt-
ur) við húsa-
meistararskól-
ann í París
með mjög lof-
legum vitnis-
burði. Gunnar
< varð þriðji af
100 nemendum, sem prófið
öreyttu. Hann hlaut 992 stig, en
;á sem efstur var hlaut Í008 stig.
'’að mun nær einsdæmi að útlend
ingur standi sig svo frábærilega
vel á prófi við þennan skóla, sem
er álitinn einkar framarlega í
sinni röð.
Gunnar lauk stúdentsprófi við
Menntaskólann á Akureyri 'vor-
ið 1950, úr stærðfræðideild og var
jafnan meðal þeirra efstu í sínum
ockk:.
Menn, sem aimað hvort höfðu
hlotið rothögg eða voru í ölv-
unarsvefni, vom dregnir á fót-
unum yfir hraunybbur, holt og
hæðir.
ALLAR RÚÐUR MÖLVADAR
í drykkjulátunum við skálann
og í honum, braut ófpektarlýður-
inn allar rúðumar og bpaut borð-
búnað og fleira. — í Bifröst voru
og :nölvaðar rúður.
LEYNIVÍNSALAR?
Þessi lýður var bæði úr
Reykjavík, af Suðurnesjum,
Akranesi og norðan úr landi. —•
Vigfús bað Mbl. að geta þess,
að hann hefði ekki stefnt þessu
fólki til sín með dansleikjatil-
kynningum í dagblöðunum. Og
hann sagði, að ckki gæti hann
sannaö það, en miklar lýkur
væru til þess, að leynivínsalar
hefðu verið þar á staðnum.
Tveir menn særast, er
blökkumenn beita hnífiim
Frá norræna bændaiunáinym