Morgunblaðið - 02.09.1952, Side 11

Morgunblaðið - 02.09.1952, Side 11
Þriðjudagur 2. sept. 1952 MO RGV NBLAÐMB 11 1 Togarinn Bjarni Ólafsson. s Framh. af bls. 9 Gamla veitan, sem byggð var á stríðsárunum úr trépípum, er nú mikið farin að láta sig. Hin nýja vatnsveita mun verða lögð fiá sama stað og hin gamla, frá Berjadalsá í Akrafjalli, um það bil 5 km leið. Þá ber og ríka nauðsyn tii að koma upp félags- heimili og gistihúsi í bænum, sem er samkomuhúslaus síðan Báran brann. Rekstur gistihússins het'- ur einnig legið niðri um nokkuit skeio. Félagasamtök í bænum hafa nú bundizt samtökum um byggingu félagsheimilis. Verður því máli vonandi hrundið í framkvæmd á næstunni. Þá ríkir mikill áhugi fyrir því á Akranesi, að nýr og betri farkostur fáist til Faxaflóa- samgangna. Er nú beðið eftir Skemmtun Kaupfél. Sfrandamanna Btfr1 svari Eimskipafélags íslands við sameiginlegri málaleitan Akur- nesinga og Borgarnesinga að það léysi þeíta sarngöngumál. FAGNA FRIÐUN FAXAFLÓA Að lokum vil ég segja þao,-seg- ir Jón Árnason, að Akurnesing- ar fagna mjög friðun Faxaflcra, sem liaft getur stórkostlega þýð- ingu fyiir atvinnulíf þeirra og iramtíð, kaupstaðarins. Minnumst við í því sambandi þrotlausrar baráttu Péturs Ottesens, þing- manns Borgfirðinga, sem í ára- tugi hefur beitt sér fyrir þessu máli., Akurnésingar telja hina nýju reglugerð um verndun fiskimið- anna eitt stærsta sporið, sem stigið hefur verið til verndar ís- lenzkum hagsmunum og sköpun atvinnuöryggis í sjávárbyggðum landsins. S. Bj. KAUPFELAG Strandamanna gekkst íyrir almennri samkomu í Árnesi sunnudaginn 24. þessa mánaðar. Setti kaupfélagsstjór-^ inn, Eyjólfur Valgeirsson, sam- komuna og flutti síðan kvæði. Þá flutti Baldvin Þ. Kristjánsson,' erindreki SÍS, ræðu, en séra Þorsteinn Björnsson, fríkirkju- prestur í Reykjavík og fyrrver- andi sóknarprestur í Árnesi,' söng einsöng. Loks var kvik- myndasýning, sem er fágætur at- burður þar um slóðir, og dansað var fram eftir nóttu. Samkomu þessa sóttu um 200 manns, og er það Qiikið fjölmenni miðað við íbúafjölda hémðsins. Komu menn alla leið frá Reykjarfirði í Grunnavíkurhreppi til að sækja samkomuna. I Á mánudagskvöld gekkst sama kaupfélag fyrir almennri sam- komu í Djúpuvík, þar sem félagið hefur útibú. Voru skemmtiatriði og ræður þar hliðstæð við Ár- hesfundinn, nema hvað einsöng-'( ur og dans voru ekki. Samkom- una sóttu um 90 manns af staðn- um og nærliggjandi bæjum. í — Fessvogs- kvrkjiflgarikii1 Framh. af bl9. 7 eftirlitsmaður garðanna úthlutar grafstæðum og útvegar kirkju- söng. FLEIRI JARÐSETTIR í FOSSVOGI EN í GAMLA GARBINUM Fossvogskirkjugarðurinn og gamli kirkjugarðurinn við' Suð- urgötu eru -báðir undir sömu stjórn. Á þessum 20 árum síðan Fossvogskirkjugarðurinn var vígður hafa næstum 4000 manns verið jarðsettir þar og á sama tima í gamla garðinum um 2600. Þessir eru nú í Kirkjugarðs- stjórn Reykjavíkur: Björn Ólafs- son ráðherra, Sigurbjörn Þorkels- son, sem um leið er framkvæmda stjóri kirkjugarðanna, Gunnar Einarsson, prentsmiðjustjóri, Þor steinn Sch. Thorsteinsson lyfsali, Ingimar Brynjólfsson, stórkaup- maður, Kristján Þorgrímsson, framkvæmdarstjóri, Kristján Siggeirsson húsgagnasmiður. Góðuar bátus' 20—30 smálesta að stærð með góðri vél, óskast til kaups. Nauðsynlegt að greiðsluskilmálar séu hag- kvæmir. — Þeir, sem vildu sinna þessu, sendi tilboð í Pósthólf 116, Vestmannaeyjum. Kvöldskóli KFUM byrjar vetrarstarfið 1. október. ÞESSI vinsæli skóli verður sett- ur í húsi K.F.U.M. og K. við Amt- mannsstíg 1. október n.k. og starfar vetrarlangt. Hann er fyrst og fremst ætlaður því fólki, pilt- um og stúlkum, sem stunda vilja gagnlegt nám samhliða atvinnu sinni. Einskis inntökuprófs er krafizt, en væntanlegir nemend- ur verða að hafa lokið lögboðinni barnafræðslu eða fá sjálfir und anþágu frá slíku, ef þurfa þykir. Kvöldskólinn starfar í byrj- endæ og framhaldsdeild, og eiga eldri nemendur hans forgangsrétt að þeirri síðarnefndu, ef þeir sækja um haija í tæka tíð. Þess- ar námsgreinar eru kenndar: ís- lenzka, danska, enska, kristin fræði, reikningur, bókfærsla og handavinna (námsmeyjum) í byrjendadeild, en í framhalds- deild auk þess uppissíur (fram- sagnarlist) og íslenzk þokmennta saga. Skólinn hefur. ágætum kennur- um á að skipa og notar mjög hagkvæmar kennsiubækur, sem miðaðar eru við námsáætlun hans sérstaklega og ótrúlega mikið má læra af á skömmum íima.Skólann hafa 4 því 31 ári, sem hann hef- ur starfað, sótt þúsundir nóm- enda frá fermingaraldri fram til þrítugs. Hefur það upp á síðkast- ið færzt mjög í vöxt, að þangað leitaði til náms ungt fólk víðs- vegar af landinu, samhliða starfi sínu 'eða námi í sérskólum. | Núverandi fræðslumálastjóri, sem fylgzt hefur árum saman með starfi kvöldskólans og jafn- an sýnt honum fúllan skilning og velvild, lét svo ummælt í bréfi til menntamálaráðuneytisins s.l. ár, að hann teldi sig meðmælt- an því, að börn, er lokið hefðu barnaprófi, en fengju af heimils- ástæðum að stunda vinnu, sæktu Kvöldskól^nn. Kvaðst fræðslu- málastjóri líta svo á, að skólinn væri viðurkennd kennslustofnun innan þeirra takmarka, sem hann hefði sett sér, og kvaðst telja mikilvægt, að þangað leit- uðu fræðslu þeir unglingar, er væru um og yfir 15 ára og ekkí hygðust halda áfram dagskóla- námi að lokinni fræðsluskyldu. Mun þessi umsögn fræðslumála- stjóra verða mörgum ungmenn- um og foreldrum þeirra gleði- efni, enda vitna þau um góðvild og víðsýni. Umsóknum um skólavist í Kvöldskólanum verður eins og áður veitt móttaka í nýlenduvöru verzlnninni Vísi á Laugavegi 1, frá L sept. og þar til skólinn er fullskipaður að því marki, sem hið takmarkaða húsrúm setur honum. Er fólki eindregið ráð- lagt að tryggja sér skólavist sem fýrst, því að ólíklegt er, að unnt verði að sinna öllum inntöku- beiðnunum, en umsækjendur verða teknir í þeirri röð, sem þeir sækja. Fólk er að gefnu tilefni áminnfc um að mæta við skólasetningu 1. okt. kl. 8,30 stundvíslega. Peir umsækjendur, sem ekki koma þangað eða senda annan fyrir sig, mega búast við, að fólk, sem venja er að skrá á biðlista, verði tekið í skólann i þeirra stað. •— Kennsla mun hefjast mánudag- inn 6. okt. , S.-Áfríka hefur Atvinna Stúlka, með verzlunarskólamenntun eða gagn- fræðapróf, óskast í þekkta úra- og skartgripaverzl- un frá 15. september. Umsóknir ásamt upplýsmgum um menntun og fyrri störf, og afrit af meðmælum, ásamt mynd, sendist í pósthólf 812, fyrir 6. þ. mán. merkt: „AfgreiðslustörfÁ ustjórn Var frá I í dagil HÖFÐABORG, 30. ág. — í næsta mánuði ætlar Suður-Afríkustjórn að hefja úraníumvinnslu. Var þessu skýrt í Höfðaborg og það tekið fram, að S-Afríka yrði mesta úraníumframleiðslu- land í heimi, þegar vinnslan væri komin í fullan gang. Er ætlun Malanstjórnarinnar, að reyna að komast að samningum við Breta og Bandaríkjamenn um sölu á aliri úraníumframleiðslu lands- ins til þessara landa. —»S.-Afríka hefur fengið lán til úraníum- framleiðslunnar í Bretlandi og Bandaríkjunum. frá Gíslabæ iviniitq — Fæddur 21. september 1874. Ðáinn 28. nóvember 1951. Snæíelisnesssonur, ég færi þér lítið ijóð og iefg þctta blað í minningasveiginn þinn. Er skemmdegisnóttin-'vár ríkjandi hrímköld og hljóð þig iiimnafaðii inrj leiddi í dýrð sína inn. Á bernskunnar skeiði, í íyrsta sinn þig ég sá, þá raztu í stofu með fimm árá barn þér við hönd. Meö barnslegri for.vitni hlýddi ég orðin þín á, sem opnuðu huganum sagna og dulspeki lönd. Þú börnunum unnir, hið unga þér líísgleði bar, þú tlskaðir vaxandi biómin á grænkandi fold, cð gleðja hið smæstá þín gleði og hamingja var og gæta þess frækorns, sem lífgaði Snæf&llsness moid. Þú kvartaðir aldrei þó ólgaði freyðandi dröfn og öskrandi boðarnir féliu við jarðlífsins skeið. Um harmanna stórsjó þú stýrðir í friðarins höfn, í staini var Kristur og benti á örugga leið. Er Gíslabæ lít ég í geislum frá hnígandi sól, — er giitmáiar jökulinn kalda og strandbergin hörð — ég minnist þín alltaf, þú elskaðir feðranna ból og æskunnar grundvar þér helgasti staður á jörð. Ég blessa þig vinun og kveð þig í síðasta, sinn, þú svifinn ert burtú þá’leið sem ei ennþá er skýrð. En önd mín því fagnar að ástvinahópurinn þinn til eilífra samvista fær þig í himnanna dýrð. Helga Halldórsdóttir, Dagverðará, * • Ég þekkti vel hann Árna, hans bjart var yfir brá, þó brigðust vonir, geðró hélt ann sinni. Og gamanyrðin hrukku, sem gneistar arni frá af glæðum þeim, sem brunnu í hjarta inni. Til starfa fús var höndin og stjórnsöm eins í senn. Stórhugui' þér ríkur bjó í Sinni, Þú Garðinn vildir prý'Sa, hann geymir sumt það enn, og glögg þú .vissir skii á framtíðinni. j Þú nauzt þess skamma stund er hafði reist þín hönd, þú horfðir björtum augum fram í tímann. | er langvinn heilsubrcstur, hann iagði á þíg bönd og loka var nú, þetta hinnzta glíman. Ég þakká kæri vinur af hjarta mínu og hug binar iiðnu samverunnar stundir. Leiðir haia skilið, því lífið er á bug . liúfir þar til veitast. endurfundir. En heim til Gíslabæjar mun hinnzta kveðjan þín hafa á vængjum minninganr.a liðið. Sigurinn er unninn-og sólin friðar skín, er sálu þinni oþnast dýrðarhliðið. ... . -3 • I Meðar. vor., svo íögur á skjöld er lífsins skráð og skipt er ekki um trúarinnar vígi. „Vort föðuriand er Drottins“ hið fyrirheitna láð á fullkomleikans tilverimr.ar stigi. Gunnar Kristótersson. GIPSONIT ÞILPIÖTUR' ★ ir ★ ★ breyta sér ekki við hitabreytingu eru eíStraustar gefa góða hitaeinangrun eru auðveldar í notkun eru ódýrustu þilplöturnar miðað við gæði. Mjög takmai'kaðar birgðir fyrirliggjandi. Einnig.er fyrirliggjandi Birkikrossviður og Gaboonplötur all f^oi'Cfeiróóon, Laugaveg 22 Sínii 6412 FlW-WlffW IIM • ■'• imT» ÍHYII • iii II i a iíiíi ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.