Morgunblaðið - 03.09.1952, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.09.1952, Blaðsíða 10
r 10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 3. sept. 1952 ’ SmábarnaskóKi í Ifllíðarhvei'fi Byrja kennslu 15. sept. — Þeir, sem ætla að koma börnum í skólann, g’jöri svo vel að tala við mig sem fyrst. — Guðrún Þorsteinsdóttir Drápuhlíð 32. Sími 6909. Ifafnarfjörður 3 herbergi og eidliús á hæð og eitt herbergi og eldhús í risi, í timburhúsi til sölu. Skipti á í’oúð í Reykjavík, möguleg. Guðjón Steingrímsson, lögfr Strandgötu 31, Hafnarfirði. Sími 9960. SÚPUJVRTIB í pökkum, fyrirliggjandi. Magnús Kjaran Umboðs- og hcildverzlun. \ FR/UÍKASTÍGDR 7 ■ ■ Húseignin Nr. 7, við Frakkastíg, ásamt tilheyrandi : ■ ■ « eignarlóð er til sölu, ef samið er strax. — I húsinu j ■ eru tvær íbúðir, auk húsnæðis fyrir verzlun og iðnað. ■ ■ v ■ S Semja ber við Giómund Asmundsson hdl., \ • ■ Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu. — Upplýsingar 5 ■ ekki veittar í síma. ; ■ • ■ ■ _«■■••«»««•»*!*••*■ ■••»■■ ■••■■■■■■■■■■■•niRVsvwv'vig’anmaiiKaaaBaanu j Vélsfjórar! | ■ ■ ■ ■ Vélstjórar, sem lokið hafa prófi við Vélskólann í • Reykjavík og óska eftir véletjórastöðu á skipum, ; ■ f r ■ - ■ ; lati skra sig 1 skrifstofu Vélstjórafélags bglands : ■ ■ í Ingólfshvoli. ■ ■ ■ ■ Vélstjórafélag Islands. BIBBY Hieinlætisvörur nýkomnar. HANDSÁPA CARBOLSÁPA STANGASÁPA SÁPUSPÆNIR j (L*^ert ~J\ris tjáyióóon (Jo. hj. | e Vana matreiðslukonu I ■ ■ vantar að stóru skólamötuncyti. ■ ■ Skriflegar umsóknir, ásamt kaupkröfu og með- ■ mælum, sendist Mbl. fyrir föstudagskvöld, 5. sept. • merkt: „1952“ —191. \ Véfaverkstæði tll sölu ■ ■ ■ Til sölu er nú þegar vélaverkstæði, með nýtízku : ■ vélum og íbúðarhúsi, hvorttveggja á góðum stað j í bænum. — Upplýsingar gefa ■ ■ SVEINBJÖRN JÓNSSON ■ GUNNAR ÞORSTEINSSON ■ ■ hæstarcttarlögmenn. i ••■■■■■■■•■■■■■■■■■«■■■■■«■■■■■■■•■■■■■■■■^■■■■^■■^■■■■■wafl«Bca Björif Signwndsdóttir — 14. MARZ s.l. var til moldar borin frú Björg Sigmundsdóttir að Sleðbrjót í Jökulsárhlið. Hún var jarðsett þar í grafreit "Sleðbrjóts- kirkju að viðstöddu miklu fjöl- menni. Enn hefi ég ekki séð hennar minnst opinberlega í blöðum eða i iturn þeim er mér hefur gefizt tækifæri á að yfirfara. Mig undr- ar það mjög að enn hefur enginn minnst þessarar ágætu konu er þó svo mjög vakti athygli sinnar samtíðar. Björg Sigmundsdóttir, Björg á Sleðbrjót, eins og hún var oftast kölluð, var fædd í Gunnhildar- gerði í Hróarstungu 13. mjirz 1884 dóttir merkishjónanna Sigmund- ar Jónssonar og Guðrúnar Xngi- bjargar Sigfúsdóttur orðlögð fríð leikskona. Þau hjón voru þre- menningar í svokallaða Bjarna- ætt. Móðir Sigmundar var Guð- rún Ásmundsdóttir (frá Dagverð- argerði) Bjarnasonar frá Ekru, en móðir Guðrúnar móður Bjarg ar var Björg Eiriksdóttir (frá Vífilsstöðum) Bjarnasonar frá Ekru. Faðir Guðrúnar var Sig- fús Þorkelsson frá Njarðvík, Sig- urðssonar í Njarðvík (yngri Njarðvíkurætt), kona Þorkels var Ingibjörg Jónsdóttir systir Eymundar föður Sigfúsar bók- sala í Reykjavík. Sigurður í Njarðvík var sonur séra Jóns Brynjólfssonar á Eiðum. Brynj- ólíur Markússon var Sunnlend- ingur og mun hafa búið um skeið á Sandhólaferju um 1729. Er margt merkra manna frá honum komi, bæði á Suður- og Austur- landi. Sigmundur í Gunnhildargerði var kominn í beinan karllegg frá séra Ólafi Guðmundssyni á Sauðanesi. Einnjg voru þau for- eldrar Bjargar sáluðu á Sleðbrjót bæði komin af hinni víðkunnu Heydalaætt og vefaraætt, sem mjög er fjölmenn hér á Austur- landi, út af Jóni vefara Þorsteins- syni prestg á Krossi í Landeyj- um. Foreldrar Bjargar bjuggu allan sinn búskap í Gunnhildargerði, og var búskapur þeirra Gunn- hildargerðisHjóna talinn í fremstu röð þeirra tíma og raun- ar langt á undan samtíð þeirra á margan máta. Má til dæmis geta þess, sem ekki var lítill menn- ingarþáttur heimilisins, að jafn- fljótt og börn þeirra hjóna, svo og önnur börn, sem á heimilinu voru gátu farið að læra. Þá var tekinn heimiliskennari og vandað vel til þess að hann væri því starfi vaxinn og oftast kennt all- an veturinn. Guðrún í Gunnhildargerði var mikil drengskaparkona greind vel og orðlögð kona fyrir dugnað og myndarskap á öllum sviðum í sínu starfi, prúð og virðuleg í allri framkomu og svo fríð kona sýnum að til var tekið. Öllum þótti vænt um Guð- rúnu, sem henni kynntust, virtu hana og báru til hennar traust. Sigmundur var vel greindur maður, glaðlyndur og skemmti- legur og mikill drengskaparmað- ur, þrekmaður mikill og afkasta- maður við öll störf, vinsæll og glöggur á almenn mál og fylgdi því vel fram er til umbóta horfði að hans áliti, hélt fast og drengi- lega fram sínum hlut. Sigmund- ur var fríður sínum, djarfmann- legur, mikill á velli og höfðing- legur. í Gunnhildargerði var oftast mannmargt og heimilið skemmti- legt. Þau hjón áttu 10 börn og ólu auk þess upp að mestu leiti 3. fósturbörn. Vinnufólk var allt- af nóg í Gerði. Fólk var ánægt og sum vinnuhjúin dvöldu þar áratugi. Gestagangur var svo mikill á þessu heimili, að til var teikð og aldrei tekin borgun af neinum fyrir beina eða aðra fyr- irgreiðslu. í þessu umhverfi og umsjá ástríkra foreldra mótuðust Gunn hildargerðissystkinin 9 að tölu er til fullorðinsaldurs komust, glæsileg á veili og traust dreng- skaparfólk. Björg var elzt af þessum syst- kinum, giftist Stefáni Sigurðs- syni hreppstjóra á Sleðbrjót 4. júli 1906, fluttist það ár að Sleð-„ brjót og bjó þar lengst af og dvaldi til dauðadags, 46 ár. Björg var mikilhæf kona og mun lengi verða minnst sem einnar merkustu konu sinnar samtíðar. Það fór saman hjá henni góð ætt, gott uppeldi, sönn menntun, eða eins og komizt var að orði í kirkjuræðunni, að hún var menntuð af guðs náð. Miklir hæfi leikar og þeir mannkostir, sem líklegastir eru að skapa virðingu og traust, má þar til nefna stillt skaplyndi, alúð og prúðmannlega framkomu. Allt fór þetta sam- an og allt stuðlaði þetta að því sem varð. Allir, sem með henni voru urðu þess varir að þeirn leið vel og þráðu nærveru henn- ar. Fólkið óskaði sér að hverfa til hennar með gleði sína og sorg- ir. Og hún var jafn einlæg og glöð við alla, úr hvaða stétt mannfélagsins sem þeir voru. Því saknar nú öll sveitin og fjöldi annara manna að Björg á Sleð- brjót skuli vera dáinn, horfin. — Sárastur er þó miesirinn ástvin- um hennar og nánustu vanda- rnönnum og vinum. — En við, þrótt í'yrir sorgina, gleðjumst yfir því, að í huga vorum og hjörtum eigum við minninguna, hana bjarta og hreina, minningu, sem aldrei getur gleymst. Mér dylzt ekki að Björg á Sleðbrjót var mikil gæfukona. Hún var fríð sýnum, höfðingleg og aðsóps- mikil. Hún hlaut virðingu og traust allra, sem henni kynnt- ust. — Hún giftist eins og fyrr segir Stefáni Sigurðssyni, hreppstjóra. Þau hjónin voru .náskyld (þre- menningar). Stefán var greindur vel og mikill drengskaparmaður, fríður sýnum og hraustmenni að burðum. Hann var og smiður ágætur, enda lærður. Eiginmað- ur og faðir var Stefán svo góð- ur, að annan mann hefi ég ekki betur þekkt. Börn áttu þau hjón fjögur, tvær stúlkur og tvo pilta. Björg lifði það að sjá börn sín vaxa upp og þroskast, rnóta þau 'sam- kvæmt lífsskoðuhum góðra for- eldra og njóta ástúðar þeirra til hinztu stundar. Sjá þau ganga djörf og drengileg móti komandi tíð, móta lífshamingju sína, og syni sína endurreisa gamla Sleð- brjót í tvo nýja. Heimili þeirra Sleðbrjótshjóna var ávállt mikið risnuheimili. Þar var oftast mannmargt, gestagang- ur og mannaumferð mikil. Auk þess voru haldnir þar allir hreppsfundir og ungmennafélags- fundir og yfirl. flestar skemmti- samkomur hreppsins. Lögferjan yfir Jökulsá á Dal var mikið starf fyrir húsbóndann að sjá um — erfitt og stundum stórhættu- legt, en lítið launað. Kirkja var reist á Sleðbrjót á árunum 1926 —27. Það fór því að vonum að á húsfreyjuna hlóðust umfangs- mikil aukastörf, en öll voru þau leyst af hendi með framúr- skarandi myndarbrag og svo var vel séð fyrir öllu að til fyrir- myndar mátti telja. Og á þeim stundum bundust oft hugir fólksins til hinnar glæsi legu og prúðmannlegu húsfreyju og munu mörg þau augnablik hafa markað djúp spor í huga okkar sveitunga hennar og ann- arra þáttakenda bæði í gleði og sorg. AldreUverður mannsævin svo björt að ekki geti skyggt að, og svo fór einnig hér. Mann sinn missti Björg eftir 25 ára ástríkt hjónaband. Sá missir varð henni svo mikill að aldrei gleymdist. En svo bar hún sorg sína vel, að fáir utan nánustu ástvina hennar munu hafa vitað hvað mikið hún leið. Ég þakka þér, trausta kona, ógleymanlega viðkynningu, fólk- ið mitt þakkar þér. Ég þakka þér fyrir mcðurina, sem yfir kom Saknaðarorð 1 in af sorg og tárum, hné niður við gröf barnsins síns og þú tókst í fang þér og lézt gráta við brjóst þér, þar til sigur var unninn. Ég þakka þér fyrir konuna, sem þú komst til í sama mund og eiginmaðurinn var helsjúkur borinn burtu frá heimilinu til þess að bíða dauðans á fjarlægu sjúkrahúsi. Ég þakka þér fyrir fátæka bóndann og fjölskylduna hans, sem þú gafst svo mikið og hugs- aðir svo vel um. Þetta eru aðeins litlar ábend- ingar um daglegt viðhorf Bjarg- ar á Sleðbrjót til samferðafólks- ins. Og við þökkum öll fyrir sorgar- og saknaðar tárin sem i þú þerraðir, svo og einnig alla jgelði og umhyggjusemi þína, sem i þú sendir með framréttri hönd — trausta trú á Guð og kær- leika þinn til mannanna. Munu nú skínandi perlur glitra á haddi þínum og lýsandi blys loga í höndum þér. Guð blessi þig. Torfastöðum, 4. ágúst 1952. Jón Þorvaldsson. SEXTLGUR varzt þú eins og ég hinn 28. ágúst s.l. I tilefni af því hefur hugur minn verið tvískiptur síðustu sól- grhringana. Þannig, að til þín hef ég hugsað frá því að við sá- umst fyrst. Okkar fyrsta viðkynning var á Egilsstöðum á Völlum sumarið 1917. Þá trúðir þú mér fyrir því, að þú værir heitbundinn ungri stúlku, sem væri úti í Ameríku. Ég tók þetta ekki alvarlega, því í þá daga, að vera trúlofað- ur stúlku úti í Ameríku og ganga með þá grillu að hún myndi koma til íslands aftur, til þess að staðfesta sitt heit, fannst mér fjarstæðukennt og jafnvel óhugs- andi, enda þótt til væru þá stór skip, sem gætu flutt fólk á milli landa á eins til tveggja mánaða fresti. En svo fór að þú fékkst þína unnustu heim og það varð þín ástrík kona Áslaug Maack og með henni hófst þín lífsbraut og bar- átta ykkar báðum til heilla og sóma. Nú er hún frá þér horfin og einn stendur þú eftir, sextugur, með þín mannvænlegu börn og barnabörn. Lítir þú til 'baka, þá getur þú jafnvel öðrum fremur sagt: „Ég kom sá og sigraði“. Lifðu svo heill kunningi minn og jafnaldri. Þegar við vorum fertugir þá rugluðum við saman okkar af- mælisreitum, en nú sextugir, þá látum við það gott heita að hugsa hvor til annars með hugljúfum og fallegum endurminningum. — Með hugheilum kveðjum til þín og þíns fólks. Emil Björnsson, Lönguhlíð 7. íiichs mottn- lerðarmaður LUNDÚNUM, 1. sept. — Enn hefir ekki fengizt neinn til að gegna stárfi kjarnorkunjósnar- ans Klaus Fuchs við kjarnorku- stöðina í Harvell. Undanfarna mánuði hefir verið auglýst eftir manni til starfans auk þess sem stofnunin heflr snú- ið sér beint til erlendra vísinda- manna. Enginn umsækjenda hbf- ir þótt hæíur til þessa dags. Launin eru um 10 þús. kr. á mánuði. Aftur á móti fæst Fuchs nú sem fyrr við mottugerð í fang- elsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.