Morgunblaðið - 03.09.1952, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.09.1952, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 3. scp*. 1952 tfORGVXBLAÐIB a il norrænf hasfræðinga- EFTIíl OSCAK CXAUSEN ÞANGAÐ til 3. September 18S2 var Stykishólmshreppur aðeins hluti Helgafelissveitar hinnar fornu, sem var harla stórt sveit- arféiag, og náði yfir allt land- svæðið uían frá Tröllahálsi, norð- an fjalla, allt austur í botn Álíta- fjarðar, þar sem Skógarströnd tekur við, og var þetta 5—6 tíma reið forna reiðvegi. í þessaii stóru sveit voru þangað til stjórn- arskráin kom í'gildi Þjóðhátíðar- árið 1874, ávallt 2 hreppstjórar, valdir heiðursmenn, sem fóru með öll mál sveitarínnar, fjár- mál sem annað, á eigin ábyrgð, án íhlutunar nokkurrar hrepps- nefndar, sem þá auðvitað heldur ekki var til. Hálfa öldina, sem leið eða óslitin 50 ár var annar . hreppstjóranna hinn mikil höfð- ingi Árni Thorlacíus, urnboðs- maður þjóðjarða, i StykJdshólmi, en venjan var að einhver bóndi í sveitinni væri hinn. GAMALT KAEPTÉN Stykkishólmur er eitt af elztu og merkustu kauptúnum þessa lands. Þar hófst verslun fyrir nærri 5 ölaum, eða árið 1496. — Lega staðarins varð þess skjótt valdandi, að hann varð miðstöðin eða höfuðkauptúnið við Breiða- fjörð. -— Á öldinni sem leið má það með sanni segja, að Stykkis- hólmur hafi í mörgu tilliti verið langt á undan öðrum kaúptúnum hér á landi. Þar sat sýslumaður Snæfellinga og prófastur, sem og héraðslæknir fyrir Vestfirðinga- fjórðung. — Þar var sett lyfja- búð árið 1838 og þar sat amt- maðurinn í Vesturamtinu til 1872. Þar var líka amtsbókasafn- ið sett á laggir 1844, eitt fyrsta bókasafn á íslandi, annað en Landsbókasafnið. Auk þessa voru ávallt 2 stórverzlanír í Hólmin- um og við þær margir starfs- menn,' og svo voru þar hand- verksmenn góðir. FYRSTA HÍIEPPSNEFNÐIN Þegar komið var fram um 1890 var kauptúnið orðið svo mannmargt, að það áíti rétt á því að verða sjálfstætt hrepps- félag, og viidu þá Hólmarar nota þann rétt sinn. Með amtsbréfi 23. júlí 1892 var það svo kunn- gjört, að Helgafellssveit skyldi skift í tvö hreppsfélög, Stykkis- hólmshrepp og Helgafellssveit, rg voru kosnir 10 menn til þess að hafa þau skifti með höndum. Síð- an fóru skiftin fram og voru kosnar hreppsnefndir í báðum hinum nýju hreppum. — í fyrstu hreppsnefnd Stykkishólmshrepps voru kosnir 5 valinkunnir menn, þeir: Emil Möller, serrs íyfsali var í 40 ár, einstakur heiðursmaður og var hann kosinn oddviti. Sæmundur Halldórsson, hinn kunni kaupmaður, var kosinn vara-oddviti. Samúel Richter verzlunarstjóri Gramsverzlunar, Sveinn Jónsson snikkari, bróðir Björns ráðherra, og Hjörtur Jónrson héraðslæknir. — Þessa’ i fyrstu hreppsnefnd Jfórst öll stjórn hreppsins veí úr hendi, eins og vænta máttf, þar sem slíkir ágætismenn stóðu að verk- um, en þess má þá líka geta, að á liðnum 60 árum hafa marg- ir heiðursmenn setið í hrepps- nefnd Stykkishólms og sumir all- lengi. Má þar fyrstan telja Sig- urð Ágústsson kaupmann og al- þingismann, sem var í nefndinrii r.ærri helming tímabilsins, eða samfíeytt í 28 ár (1922—1950j. Næstir eru Guðmundur Jónsson frá Narfeyri í 24 ár, Jósafat Hjaltalín snikkari í 23 ár, Kristj- án Bjartmars, núverandí oddviti, sem gegnt hefur því starfi óslit- ið i 21 ár og W. Th. MölJer póst- meistari i 19 ár, GISTIHÚS SETT Á STOFN O. FE. Fyrstu störf nefndarínnar var að ná samkomulagi um það hvernig skifta skyldi ómagafram- færi hinnar fornu Helgafells- sveitai-, milli hinna nýju sveita- félaga. Eftir mikið stapp varð niðurstaðan sú, að Sfykkishólm- sexim m Kluti af Styitkishólr.íi. — KlausíLð er fjærst. ur skyldi taka að sér 9/13 hluta framfærisins, en Helgfellingar standa straum af 4/13, eða tæp- um V3 hluta, og svona skyldi þetta verða í framtíðinni um þá, sem kæmust á framfæri og ættu fæðingarsveit í hinum forna hreppi. t Eitt fyrsta málið, sem kom fyr- ir hina nýkjörnu nefnd á fyrsta starfsári hennar, var beiðni frá Hagbarð Thejll kaupmanni um leyfi til greiðhsölu. Nefndin vor þessu meðmælt, en skaut málinu til atkvæða borgaranna. Var þá haldinn fyrsti borgarafundurinn í Hólminum 28. des. 1892, og mætti þar meiri hluti atkvæðin- bærra manna. Þar var samþykkt að veita Thajll leyfið með því skilyrði, eins og bókað er í gjörðabókinni, „að'hann hafi 10 rúm uppbúin og geti hýst 20 ferðamenn hvort heldur er á nóttu eða degi og selt þeim nauð- synlegasta beina. — Hagbarð Thejll rak síðan gistihúsið um nokkur ár, með miklum mynd- arskap. BARNASKÓLINN BAGGÐUR Árið 1892 voru íbúar Stykkis- hólmshrepps aðeins rúm 200, .en nú eru þeir orðnir 840, samkv. síðasta manntali. Kostnaður við barnafræðslu var þá 200 kr., sem varið var „eftir tiivísan og at- hugun sóknarprestsins", en nú er fræðslukostnaðurinn orðinn ca 150 þús. kr., auk þess, sem Ríkis- sjóður greiðir. — Á næstu árum vaknaði mikill áhugi fyrir því að byggja barnaskóla í kauptúninu, og fyrir samtök og dugnað kvenna, var skólahús byggt árið 1895. — Fyrstu kennararnir í Stykkishóimi voru þeir Ágúst Þcrarinsson kaupmaður og Sveinbjörn Egilsen, ritstjóri', og, síðar, eða árið 1895 tók frú A- j gústa Ólafsson við skólanum og1 stjórnaði honum með mestu röggsemi í nokkur ár, en frú Ágústa er enn á lífi, kaupkona í Reykjavík. —- Árið 1905 var frú Kristín Sveinsdóttir ráðin auka- kennari að skólanum og hafði 25 aura að launum fyrir hverja kennslustund, en hún var líka prýðilegasti kennari. ÚTGERÐ KEFST Þegar líður fram um aldamót- in hefst útgerð í Hólminum. — Það var Bjarni Jóhannsson skip- stjóri, sem þá hóf þilskipaútgerð. Hann var sonur séra Jóhanns Bjarnasonar í Jónsnesi og var mikill dugnaðarmaður og safn- aði auði á nokkrum árum. Bjarni I dó 1903 og var þá miðaldra mað- ! ur. Hann stofnaði Framfarasjóð Stykkishólros með dánargjof sinni. Sæmundur Halldórsson tók við af Bjarna, keypti skip hans og bætti fleirum við, og síðan rak Hjálmar kaupmaður Sigurðs- son einnig þilskipaútgerð. Öll þessi útgerð skapaði íbúunum at- vinnu, enda fjölgaði þeim með viS Ólaf Bjðmsion prófessor, hverju ári. — Jaínhliða að út- gerðin efldist vaknaði áhugi fyr- ir hafnarbótum, og fyrir dugnað og harðiylgi kaupstaðarbúa var hafskipabryggjan byggð og vígð með mikilli viðnöfn á miðju sumri 1908. Þetta var eitt mes+a sporið til framfara á þeim ár- um. Um þessar rnundir var líka komið á götuljósum í kauptún- inu og þótti mikil bót að. KAUFSTAÐARLÓÐIN VERDUR EIGN HREPPSINS Kauptúnið hafði byggst á landi jarðarinnar Grunnra-Sandness og hafði sú jörð frá alda öðli verið í einkaeign, en brátt vakn- aði mikill áhugi fyrir því, að hreppurinn eignaðist lóðirnar og árið 1907 bauðst tækifærið. — Samúel Richter, sem átti % hluti eignarinnar seldi þá hreppnum hlut sinn með sanngjörnu verði, en V4 hlutann eignaðist svo hreppurinn síðar. — Þetta varð ein mesta lyftistöng undir hag íbúanna, og seinna hefur komið í Ijós, að í kaupum kauptúnsins lá sá varesjóður, sem dugað hef- ur þegar á hefur reynt. Fram af þessu var svo sett byggingar- samþykkt, og eftir það var byggt eftir skipulagi. BRUNNAR OG VATNS- LEIBSLA Mikiir örðugleikar voru með neyzluvatn í Hólminum. Þar voru lélegir brunnar, sem oit þraut vatn í. Horfði þetta til vandræða og var öllum áhyggju- efni. Árið 1911 var fenginn verk- fræðingur til þess að athuga ný brunnstæði, en enginn hafði þá þann stórhug, að koma á vatns- leiðslu oían úr fjalli. Voru þá graínir nýir brunnar með ærn- um lcostnaði, en ekkert dugði, allt vatn þraut i þurkum, og við þetta sat næstu árátugi. — Loks var ráðist í það á síðustu árum, að leggja vatnsveitu um 11 km veg ofan úr Drápuhlíðarfjalli. ÝMSAR FRAMFARIR Árið 1912 voru slökkvitæki' keypt til Stykkishólms og slökkvi liðið skipulagt. — Árið 1920 var kauptúnið raflýst með mótor, en nú er fyrir löngu búið að kaupa annan stærri og byggja myndar- legt rafstöðvarhús. — Árið* 1931 var stofnað til samvinnuútgerð- ar og keypt línuveiðiskip, sem hreppurinn var hluthafi í. Sú útgerð bætti úr atvinnuörðug- leikum á þeim árum, en varð að hætta árið 1940. — Árið 1932 var, íyrir forgöngu Jóns sýslu- manns Steingrímssonar o. 11. mætra manna, ráðist í það stór- virki að rækta margra hektara landflæmi fyrir ofan kauptúnið og sá Magnús Friðriksson frá Staðarfelli um þær framkvæfnd- ir. Var þetta mikið verk og veitti mörgum atvinnu. Síðan var land- inu skift miili kauptúnsbúa, og Frarnh a bls. 11. OLAFUR EJÖRNSSON prófessor’ er nýlega kominn heim eftir um það þriggja mánaða dvöl í Noregi og Danmörku í sumar. Hefir Mbl. hitt hann að máli og leitað tíðinda ’hjá honum af för hans. — Aðalerindi mitt til Norður- landa var að sækja norrænt hag- fræðingaþing, sem haldið var í Os'ó dagana 19.—21. júni. Er þettsAí fyrsta skipti, sem íslend-; ingar hafa sótt slíkt mót. Sátum ':ð dr. Benjamín Eiríksson bing- ið. Forseti motsins, dr. 'Wilhelm Xeilhsu, bauð okkti" ve’komna til þcss með einkar hlýlegum c:ð- um. VALDIÐ I HÖNDUM LAUN- ÞEGASAMBANÐANNA — Hvert var aðalviðfangsefni ' bessa þings? — Fyrst og fremst þau, að auka kvnningu hásKÓlaborgara á Norð urlöndum, og stofna tíl samvinnu vísindamanna ur hinum ýmsu vísindágreinum um úrlausn þcirra vandamála, sem snerta ilairi en eina fræðigrein. Fyrsti norræni sumarháskól- inn sem var haidinn í fyrra í Askov í Danmörku. Forgöngumaður þessarar stofn- unar.er danski prófessorinn Poul Dideriehsen. Var honum mjög annt um að íslendingar gætu tek- ið þátt i þesSum námskeiðum. Og fyiir hans forgöngu, buðu Danir 10 íslenzkum stúuenturn ókeypis v.ist i Askov á s.l. ári. ÍIÁTT VERÐLAG — Hvað er tíðinda úr efna- hagslífi Norðmanna? — i ivoregi virtíst mér dýrtíð allmikil og lifskjör almennings ekki sem bezt. Haftastefna Verkamannaflokks stjórnarinnar er þar mjcg um- deild. Verðjag, hygg ég, að sé ékki til muna lægra en hér. Það er að vísu lægra á einstökum. vörutegundum en hærra á öðr- um. í Danrriörku virtist mér verð- lag lægra en hér, eirikum á iðn- aðarvörum. Kaupmáttur launa fannst mér einnig meiri í Dan- mörku en bæði hér og i Noregi. Á atvinuleysi ’ber hins vegar mcira meðal Dana en hjá Norð- mönnum, segir Ólafur Björnsson að lokum. S. Bj. Ólafur Björnsson prófessor — Það v,oru umræður um efna- hagsmál. Það erindi, sem vakti þar mesta athygli,' var flutt af danska • prófessornum Kjeld Philip. Bar það titilinn ,,Áhrifa- máttur aðgerða ríkisvaldsins í peninga- og fjármálum á okkar dögum“. Var kjarni þess sá, að allt vald í verðlagsmálum sé nú raunverulega í höndum launþega samtakannaT Hinsvegar fcæri hið oólitiska ríkisvald ábyrgðina. Af þessu leiddi árekstra, sem hlvtu að skapa vandamál, er væru mjög erfið úrlausnar. Urðu upi betta miklar umræð- ur oe dailur. Undirbúin hefði ver- ið þátttaka í umræðunum frá öll- um Norðurlöndunum. Tók ég þátt í þeim fyrir hönd íslenzkra hag- fræðinc'a. — Voru r.okkrar ályktanir gerðar? — Nei. — Hvaða mál fleíri voru rædd á binginu? — Þar var einnig rætt um tolla- bandalag Norðurlanda og skipu- lag fjárfestingarmála. Kom sú skoðun í ljós, að örðug leikar væru á framkvæmd tolla- bandalagsins í bili. En sjálfsagt væri að halda þeirri hugmynd vökandi. j Að þessu þingi loknu dvald’st ég um skeið í Danmörku og hitti b^r m. a. Pamla víni og skóla- félaga úr Hafnarháskóla. I NORRÆNN SUMARHÁSKÓLI I lok júlí fór ég svo aftur til Noregs ásamt nokkrum íslenzk- um stúdentum til þess’að dveliast á hinum norræna sumar’náskóla, sem haldinn var í Ustaoset við Björgvinjarbrautina, um það bil á miðju hálendinu milli Oslóar og Björgvinar. Flutti ég þar fyr- irlestur um hagsmunasamtökin og frelsi einstaklingsins. Urðu um það miklar umræður og deilur. Um 250 manns frá öllum Norður- löndunum, þar af 5 frá íslandi, sóttu þennan' sumarháskóla. * — Hver eru verkefni hans? Kommúnislar cf- sækja kirkjuna WASHINGTON. — Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur lagt fram skýrslu, sem sýnir, að tak- mark kommúnistanna er að út- rýma öllum kristindómi í lönd- um þeim, sem þeir ráða yfir. í því skvni hafa þeir nú útrýmt allri trúarbragðakennslu í barna- skólum Austur-Evrópulandanna. í þeim rómversk-kaþólsku löndum, sem kommúnistar ráða yfir, er kirkjan tekin úr öllum tengslum við Vatíkanið í Róm og verða yfirmenn hennar að sverja hinum kommúnisku yfirvöldum hollustu sína. Einnig hefur komm únistum fundizt það árangursrík- ara í baráttunni við kristindóm- inn að taka yfirmenn kirknanna höndum, heldur en að ráðast beint gegn sjáifri trúnni, því að slíkt yrði allt oí óvinsælt meðal almennings, sem er mjög trú- hneigður í mörgum þessara kommúnsku landa. í þeim lönd- (um, sem kaþólska kirkjan er mjög öfiug, hafa kommúnistar reynt að hafa nokkurt samstarf við hana, en í hinum hefur hún bókstaflega verið þurrkuð út. Eerklaveikir Gyðingar fiufíir fi! Svíþjóðar MÚNCHEN — 25 Gyðingar, sem haldnir eru berklaveiki frá þræla búðadögum þýzku nazistanna, komu til Svíþjóðar í fær frá Þýzkalandi til læknismeðíerðar í sænksum sjúkrahúsum. Hafa þeir allir fengið landvistarleyfi til frambúðar í Svíþjóð og eru þangað komnir samkvæmt samn- ingi sænsku stjórnarinnar og hjálparstofnunar Gyðinga I Bandaríkjunum. Norska stjórnin hefur áður efnt rvipaðan ramning. Talið er að í Þýzkalandi séu nú aðeins eftir um 21,000 Gyðingar, þar af helmingur með ríkisborg- ararétti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.