Morgunblaðið - 10.09.1952, Qupperneq 2
f 2
MQnGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 10. sept. 1952
fOræiin. ,
oð sumnrkgi
Vörufluiningar að meslu með fiugvélum
FHÉTTARITÁRI MBL. á Síðu
var. nýlega á ferð í Öræfum, og
ekriíar eftirfarandi fréttir það-
an:
SPRETTa OG HEVSKAPUR
Tíðarfarið um sláttinn var með
afbrigðum gott eins og annars
ataðar á Suðurlandi. Gras á tún-
«m var í meðallagi 1 fyrri slætti
en háarspretta lítur út fyrir að
verða með minna móti. Talsvart
af engjum Öræfinga eru áveitu-
engjar. Á þeim hefur verið all-
gott gras og sums staðar ágætt,
r.vo að þær hafa gefið út á sig
eins og það er kallað þar eystra
(verið síbreiða). Heyskapur virð-
ist því muni verða með bezta
ítióti. Hlöður sums staðar að fyll-
ast og farið að'setja hey í fúlgur
úti undir striga.
PRESXSSETUR — KIRKJA
-- SKÓLI
í Öræfum eru rúmlega tuttugu
jarðir og eru þær aUfer í byggð
nema prestssetrið Sandfeli. Það
hefur verið í 'eyði all-mörg und-
ánfarin ár. Það er nytjað af Hofs-
bænum sem eru sex. Heimild er
.í lögum til að selja Sandfell og
kaupa aðra jörð fyrir prestsset-
ur. Nú eru Öræfin orðin kennslu-
prestakall og er prestur því bú-
settur á Hofi. Þar er stórt og
ínyndarlegt samkomuhús, sem er
gott kennslu.húsnæði jafnframt,
enda hefur skólinn verið þar
■undanfarna vetur.
Hofskirkja er ein af þeim
jireraur törfkirkjum, sem enn eru
við lýði í landinu. Hún var orðin
all-hröyleg, enda byggð 1384. í
vor, var hún byggð upp að nýju
í sama stíl og áður. Kom þjóð-
ininjavörður austur og sagði fyr-
ir um framkvæmd verksins, en
smiðir voru tveir hagleiksmenn
í Öræfum. Er kirkjan nú fokheld
og verður verkinu haldið áfram
í haust.
„B.4RNAHEIMILI“
Segja má að Öræfin séu eitt
stórt barnaheimili í hinum nýja
.sfcilningi þess orðs. I sveitinni
eru rúmlega tuttugu heimili, þar
af sex í Hofi, eins og áður segir
og önnur sex á Hnappavöllum.
'Á flestum eða öllum heimilum í
öræfum eru 2—3 börn í sumar-
dvol, aðallega úr Reykjavík. —
Mun ekki í öðrum sveitum vera
.fleira um slíka sumargesti og
hvergi munú slíkir gestir una sér
bettir. Hin fagra sveit virðist
hafa mikið aðdráttarafl og svo
Ueld ég að Öræfingar hafi snilld-
arlag á að umgangast börn og
unglinga. Það væru ekki til vand-
ræðabörn í landinu, ef þeir hefðu
allir kost á sama umhverfi og
atlseti og börnin í Öræfum.
FRA VH.EIBSLA OG
SAMGÖNGLR
Flestar jarðir eru smáar í Ör-
æfUm og skepnur því ekki marg-
ac. Yanalega mun slátrað 14—16
Irundruð lömbum á haustin. Auk
þess er venjulega lagðir inn 40—
50 kálfar og vetrungar. Er þetta
aðalsöluvaran fyrir utan ullina.
Saúðir eru orðnir mjög fáir í
öræfum og hafðir í heimaskurð-
inri en ekki seldir í kaupstað. —
Hnda þótt þetta sé ekki mikil
framieiðsla er afkoma Öræfinga
góð. Þess ber að gæta að tilkostn-
aðurinn er minni.en víða annars
staðar, t.d. lítið um fóðurbætis-
ogj áburðarkaup.
Langmest af vörum, sem flutt
eríað og frá Öræfum kemur og
íss. í- flugvéium, þó fá Öræfingar
olii og benzín með skipi og bygg
itíg’arefni .landleiðina austan af
Höf-ri á vorin. Það verður að ferja
yfir Jökulsá - á Breiðamerkur-
sandi og Hornafjarðarós.
Bifreiða- og vélakostur er al 1-
góður í sveitinni. Þar eru sex bif-
reiðár og annað eins nf neimilis-
dráttáfrvéíum. Auk þess á búnað-
arféíagið jarðýtu, sem ekki er
enn komin í' s\reitina en er
væntanieg þangað á komandi
hausti.
Chutchill tslar
GOÐKUNNINGJAR Churchills,
forsætisráðherra, sögðu nýlega
hvor öðrum í hálfum hljóðum frá
þeirri uggvænlegu frétt, að gamli
maðurinn væri farinn að tala við
sjáifan sig og vonuðu, að hún
breiddist ekki út. — Þannig var
mál með vexti, að einhver þeirra
hafði séð hann ganga aleinan um
í garðinum sínum og tala við sjálf
an sig af rniklum ákafa. — Hann
var alvarlegur á svip og talaði
við sjálfan sig góða stund með
handapati og öllu tilheyrandi —
en umhverfis hann var ekkert
nema þéttvaxnir rósarunnar.
Seinna kom það upp úr kafinu,
að Churchill gamli hefði ekki al-
deilis verið að tala við sjálfan
sig, því að í vasanum hefði hann
haft lítið móttökutæki, sem hann
var að halda næstu ræðuna sína
- Fjárflutnlngar
Framh. af Hs. 1
j 100 bílar og þurfa þeir sennilega
tað fara þrjár ferðir, Aðallega
veroa til þess notaðar vörubifreið
ar af fiárkaupasvæðinu og fjár-
skiptasvæðinu og þar á ineðal
margir bílar, sem bændur sjálfir
eiga.
Leiðin sem lömbin verða flutt
er 5—600 km. og verður reynt að
aka það eins rakleitt og Iiægt er.
Bílpallarnir verða smátt hólfaðir,
acstaða til að koma fyrir yfir-
breiðslum í hrakviðrum og gæzlu-
maðnr verður á hverjum bíi.
FARIÐ UM LXAHRYGG
Leiðin, sem farin verður, er
hinn venjulegi þjóðvegur suður í
Borgarfjörð, þá verður ekið um
Lundarreykjardal og um Uxa-
hrygg. Hefur gagnger viðgei'ð
farið fram á Uxahryggjarleiðinni
í sumar með tilliti til þessara vænt
anlegu fjárflutninga.
Vestfirzki stofninn úr Þingeyj-
arsýslu fer til svæðisins milli Sogs
og Hvítár, en þingeyski stofninn
til lireppanna austan Hvitár. Verð
ur féð geymt í rúmgóðum girðing
um, þar til skipti fara endanlega
fram.
ÞEIR, SEÍVI STJÓRNA
FRAMK-VÆMDUM
í stjórn fjárskiptáfélagsins eru
þessirmenn: Hjalti Gestsson,. Sel
fossi, formaður; Gísli Magnús-
son, Hiauni í Grindavík, Kristinn
Guðmundsson, Mosfelli í Mosfells-
sveit, Stefán Thorarensen, lög-
regluþjónn, Reykjavík; Ellert Egg
ertsson, Meðalfelli í Kjós; Magn-
ús Árnason, Flögu í Villingaholts
hreppi; Guðmundur Guðftiundss-
son, Éfri-Brú í Grímsnesi og Er-
lendur Björnsson, Vatnsleysu í
B i sku p st u n gu m.
Verð líflambanma hefur verið á-
kveðið kr. 6.50 kg. á fæti. ÖIl
fjárkaup á milli héi’aðanna fram
kvæmir fjárskiptafélagið, en öll
einkayiðskipti þar um eru, sem
eðlilegt er, bönnuð.
n
Jósída
Koiflingar í Japan
innari Éamms
Kosningar í Japan..............
■ír EINS og getið hefur verið um
í fréttum, hefUr lorsætisráðherra
Japans, Jósida (Yoshida), skyndi
lega leyst upp japanska þingið og
ákveðið þingkosningar 1. október.
-ár Þessar kosn-
ingar verða lík
lega þær mikil
vægustu, sem
fram hafa far-
ið í Japan eftir
.styrjöldina, því
'að þær skera
úr um það,
hvort Japanir
vilja halda
áfram. stefnu
núverandi
stjórnar- og
fylgja lýðræðisþjóðum heims að
málum eða taka upp stefnuna fyr
ir stríð' og láta gamla heimsveldis
sinna með úreltar skoðanir taka
við stjórnartaumunum.
★ Þingrofið stafaði ekki af van
strausti á stjórnina, heldur vax-
andi innbyrðis deilum í stjórnar-
flokknum sjálfum, Frjálslynda-
flokknum, vegna þess álits sumra
forystumanna hans, að stefna
hans eigi minnkandi fylgi að
fagna meðal þjóðarinnar. —
Jósída ætlaði upphaflega ekki að
láta kosningarnar fara fram, fyrr
en í febrúar, en sumpart til þess
að fullnægja kröfum sumra
flokksmanna sinna og sumpart
til þess að gefa hinni nýju stjórn
tækifaeri til þess að taka endan-
lega ókvörðun um endurhervæð-
ingu landsins, þá ákvað hann að
ganga til kosninga, eins fljótt og
mögulegt var. í fulltrúadeild
japanska þingsins hefur flokkur
hans hreinan meiri hluta (285
þingsæti af 466), Framfaraflokk-
urinft 67, Jafnaðarmenn 46,
kommar 22 og ýmsir aðrir 17.
★ Jósída hefur verið forsætis-
ráðherra ■ þrisvar sinnum síðan
styrjöldinni lauk, og markað ut-
anríkisstefnu Japana meir en
nokkur annar. — Deilan í flokki
hans er aðallega. um það, hvort
leyfa skuli hinum gamla forystu-
manni flokksins Ichiro Hatoyama
að hefja aftur sitt fyrra starf í
flokknum, en hann hefur verið
útilokaður frá öllum stjórnrnála-
afskiptum, siðan Japanir gáfust
upp fyrir Bandamönnum. — Eru
margir því fylgjandi, að Hatoy-
ama verði veitt uppreisn, en það
hefði ekkert annað í för með sér
en framhald hinnar skefjalausu
heimsveldisstefnu, sem Japanir
ráku fyrir 1939. — Ef Jósída verð
ur undir í þessu máli, getur svo
farið að allur sá geysilegi árang-
ur, sem náðst hefur í J&pan eftir
stríð, á sviði framfara, tækni og
aukins lýðræðisþroska þjóðarinn
ar hafi verið unninn fyrir gig.
★ Þessar kosningar, sem fram
eiga að fara innan skamms, eiga
að færa nýrri stjórn nægan styrk-
leika til þess að leysa fjölmörg
vandamál, sem að steðja. Meðal
þeirra má nefna nauðsyn S.Þ. á
herstöðvum í Japan, endurher-
. væðingaráform stjórnarinnar,
| dóminn yfir brezku sjóliðunum
tveimur í Koje, sem orsakað hef-
ur miklar deilur milli brezku og
japönsku stjórnanna o. fl. — Má
því glögglega sjá, að hér er ekki
■einungis kosið um meirihluta að-
stöðuna í japanska þinginu, held-
ur fyrst og fremst um framtíð
japönsku bjóðarinnar.
,,Eg vi
ja tiigang tiiveriuinai
ræðir vi
danska dulspekinginn Maríinus
Ópíumreykingamenn
SINGAPORE — Seinasta mánuð
voru 300 ópíumreykingamenn og
knæpuei.gendur fangelsaðir í
Singapore.
HANN iítur út fyrir að vera um
fertugt og við höldum a'ð okkur
hafi misheyrzt, þegar hann segist
vera fæddur 1890. En það er nú
sarr.t rétt, maðurinn, sem situr
þarna fyrir framan okkur iðandi
af lífsfjöri og með æskuljóma í
augum er 62 ára gamall. Hann er
ekki fríður sýnum, í venjulegum
skilningi þess orðs, en fasið og
framkoman ákaflega töfrandi,
látlaus og eðlileg, svo sem bezt
má verða. Hann minnir meira á
suðurlandabúa en Dana, hárið
kolsvart, augun brún, hörunds-
liturinn dökkur. En hann getur
ekki talað aðrar tungur en
' dönsku. — Paul Brunton, hinn
heimsfrægi rithöfundur og dut-
fræðingur, dvaldi hjá honum í
þrjá mánuði í sumar, að nema
speki hans, og urðu þeir þá að
hafa túlka sér til aðstoðar við
samræðurnar. Brunton ritaði hjá
sér hvert orð af munni Martín-
usar og það er ekkert leyndar-
mál að hann hreifst mjög af
kenningum hins danska spekings.
Má nokkuð af því ráða, að kona
Bruntons mun dvelja næsta vet-
ur í Kaupmannahöfn og nema
dönsku, til þess að geta túlkao
og þýtt fyrir mann sinn kenning •
ar Martínusar.
Hann tekur blaðamönnum
mjög ástúðlega, þótt vitað sé, að
heima í Darrmörku hefur sú stétt
jafnan látið sem hann væri ekki
til. Að vísu hefur hann ekki þurft
þeirra aðstoðar til að verða
þekktur þar, því kunnugir telja
að áhangendur hans séu ekki
færri en fimmtíu þúsund.
FYRSTA OPINBERUNIN
Við spyrjum um ætt hans og
uppruna, og fáum að vita, að
hann er af fátæku fólki kominn,
fæddur í Sindal í Vendsyssel. Þar
var hann smali og ólst upp í
skauti náttúrunnar, eins og títt
er um sveitabörn. Síðar var hann
starfsmaður í mjólkurbúum og
lærði þá mennt. Er hann var
þrítugur fékk hann fyrstu opin-
berun sína. Hann var þá skrif-
stofumaður í Höfn. — Við spyrj-
um hversu þetta hafi borið til.
I —- Ég var staddur í herberginu
mínu kl. 9 um kvöldtíma, sat
þar 1 stól og var að hugleiða
efni bóÉar einnar, sem vinur
minn hafði lánað mér. Bókin var
um guðspeki og þar var meðal
annars sagt frá hugleiðslu, med*
itation. Ég reyndi að komast í
hugleiðsluástand og eftir nokkra
stund skeði það, sem breytti öllu
lífi mínu. Fyrir framan mig birt-
ist Kristsmynd, ekki ósvipuð
Kristsmynd Thorvaldssens, en
sem gerð af hvítum loga. Myrk-
ur var í herbergi mínu þessa
stund. Vera þessi færðist nær, og
mér þótti sem hún sameinaðist
mér að lítilli stundu liðinni. Þá
brá svo við að ég gat séð út yfir
allan heiminn, lönd og höf, skip
sem sigldu um höfin og líf'fjar-
lægra borga. Svo leið þetta fra.
Árclegis næsta dag settist ég í
sama stólinn og batt fyrir augu
mín, því þá var bjart í herberg-
inu. Þá skeði það, að ég sá inn
í óravíðan himinn, sem varð æ
bjartari og að síðustu sem eld-
haf eitt af gullnu ljósi, og sam-
tímis streymdi inn i huga minn
víðtæk vitneskja um tilveruna
og tær skilningur á fyrirbærum
hennar. Allt, sem ég beindi hug-
. anum að lá ljóst fyrir, ég skilrli
' orsök og afleiðing alls. í fyrstu
i tók þetta mig svo öfluglega, að
| ég varð að stritast á móti. En
síðan kom þessi æðri vitund yfir
mig oftar og, mér skildist
að ég ætti að gera aðra þátttak-
andi í þeirri vitneskju, sem ég'
fékk.
VAR SKYGN A BARNSALDRT
— Ég hafði verið skygn á
barnsaldri, en misst þá hæfni að
mestu síðar. Nú kom þetta afturr
ég heyrði og sá svo mikið, aff
mér þótti nóg um, og tókst mér
smám saman að bægja því frá
mér. Ég fann að mér varð það til
lítils gagns, en hin æðri vitund
er sífellt streymdi inn í huga
Martinus.
minn gerði mér kleift að hjálpa
manneskjunum, og því lagði ég
rækt við hana. —1 Ég hafði litla
menntun, en tók nú að æfa mig
í ritlistinni, svo að ég gæti komið
reynslu minni á læsilegt mál. Þa(>
var talsvert örðugt, en sjö árum,
síðar, 1932, kom fyrsta bindi af
bók minni: „Livets Bog“. Nú eru
komin fimm bindi, en alls verða
þau sjö. Áður en bókin byrjaði
að koma út var ég þó farinn a5
halda fyrirlestra um vitranir
mínar og þessi starfsemi hefim
sífellt farið vaxandi.
-— Hafa ekki áhangendur yðai*
stofnað félagsskap?
— Ég boða enga trú í venjuleg-
um skilningi og er mótfallinn
stofnun félaga í sambandi v:&
kenningar mínar. En áhugamenu
hafa samt gert samtök sín á milli.
og þau samtök eru talsvert víð-
tæk.
— Hafa bækur yðar veriði
þýddar?
— Smærri bækur mínar sum-
ar hafa komið út á þýzku og
esperanto, og ein, sem nefnist
„Mannkynið og heimsmyndin-‘»
kemur út á ensku í haust. Paul
Brunton hefur ritað formála fyrirt
henni.
— Getið þér dregið saman kerrn
ingar yðar í fám orðum, sem
hægt væri að enda með þetta
viðtal?
TILGANGUR
TILVERUNNAR
— Ég vil hjálpa mönnunum t:í
að skilja tilgang tilverunnar. E:i
tilgangur hennar verður því að-
eins .ljós, að menn geri sér Ijóst,
að þeir eiga ekki aðeins þet*a
eina líf í jarðneskri tilveru, held-
ur koma þeir aftur og aftur. Þeg-
ar þetta skilst geta menn fyrst
lært að ákveða og skapa sjálfir
örlög sín. Fulian skilning á til-
verunni geta menn því aðeins;
hlotið, að þeir geri sér Ijóst að'
líf þeirra er bæði tímanlegs og
eilífs eðlis. Mitt hlutverk er aS
sýna hvernig hægt er að öðlast
þennan skilning á eðlilegan og
einfaldan hátt, utan við bóklær-
dóm og allar kreddur, með því
að nema af sjálfri náttúrunni og
mannlífinu, eins og það kemur
fyrir. Ég reyni ekki að snúa nein-
um til nýrra — eða gamalla —■
trúarbragða, heldur bendi aðeins
á sannleikann og leiðina til sann-
Framh. á bls. IX