Morgunblaðið - 10.09.1952, Síða 6
MORGVNBLAÐ1 Ð
Miðvikudagur 10. sept. 1952
70 ára i 03-r
,,Integer vitæ
sceleris que purus.“
FRÁ ÞVÍ að ég man fyrst eftir
mér, hefi ég taiið það hið bezta
og mesta hrós um hvern mann,
ef hægt var að gefa honum þá
einkunn, að hann væri góður
drcngur. Enda óíst ég upp í því
an-drúmslofti, sem slíkt var met-
ið öllu meira.
Einnig man ég einna gleggst
frá þeim árum eftir tveim'
bræðrum vestur í Vatnsdal. Voru
það þeir Lárus sýslumaður
Blöndal á Kornsá og Benedikt
stórbóndi í Hvammi. Þeir voru,
er mér óhætt að segja, mestir
höfðingjar bæði í sjón og raun
þar um slóðir meðan þeirra naut
við og heimili þeirra báru einn-
ig af öðrum. Um þessa tvo bræð-
ur, störf þeirra í héraðinu ög alla
háttu og höíðingsskap mætti —
og ætti að skrifa meira en gert
heíur verið.
Þeir bræður voru, eins og
kunnugt er, synir Björns sýslu-
manns Auðunnssonar í Hvamm',
en hann — Björn sýslumaður,
tók áér ættarnafnið Biöndal, sem
afkomendur hans hafa haldið
síðan. — Þau sýslumannshjónin,
Björn og Guðrún, eignuðust
' ellefu börn, 10 syni og eina dótt-
ur. Mikill ættstofn er kominn af
þessum hjónum og dreifður um
allt land. Þessi mikii fjöldi,
Blöndalarnir, karlar og konur, er
undantekningarlítið mjög vel
gefið fólk, gáfað, músikalskt,
menntað en umfram allt gott
fólk, drengir góðir.
Lárus sýslumaður og kona
hans, Kristín Ásgeirsdóttir, eign-
uðust einnig ellefu börn, 6 syni
og 5 dætur. Tíu þeirra komust
til fullorðins aldurs og eru þrjú
þeirra enn á lífi, Guðrún, fyrr
kennslukona í Reykjavík, Jósef,
fyrrv. símstjóri og póstafgreiðslu-
maður á Siglufirði og Haraldur,
fyrr ljósmyndari. Hann er yngst-
ur þeirra, en verður í dag sjö-
tugur.
Sem betur fer, er of snemmt
að skrifa um hann eiginlega
minningargrein, enda bendir
ekkert í fasi hans né háttum á
hnignun eða afturför. Hann gegn-
ir enn skrifstofustörfum sínum
sem áður um mörg ár, er glað-
ur og reifur og les mikið, m. ö. o.
sami ágæti og prýðilegi Harald-
ur Blöndal, sem hann hefur allaj
tima verið.
Hann fæddist að Kornsá 10.
sept. 1882 inn í hinn stóra og
glaða og í alla staði ánægjulega
systkinahóp. Foreldrarnir og
heimilið voru þjóðkunn, svo sem
allir eldri menn muna og kann-1
ast við. í þessu góða og fagra
umhverfi ólst hann upp og vitan-
lega dáður á bæ og af öllum, er
kynntust honum. Hann var glaó-
ur og öllum og öllu góður, sem á
vegi hans varð, músikalskur,1
söngmaður eins og hann átti kyn
til og lék á hljóðfæri. — Korn-
ungum var honum komið að
Undirfeili, næsta bæ við Kornsá,
til séra Hjörleifs Einarssonar að
hann kenndi honum undir skóla.
En um skólagöngu hans fór öðru-
vísi en ætlað var. Að vísu gekk
hann inn í Latínuskólann, þá
líklega 12 ára gamalh En það
nma vor féll faðir hans frá, svo
að eigi varð meira um skóla-
göngu drengsins. — Um nokkur
i æstu árin var hann með móður
sinni, en síðan komið vestur á
«•'. t
Oíí31
ifAft BÁTAÖffÉ
Isafjörð til þess að læra þar ljós-
myndun, er hann svo stundaði
um mörg ár, bæði þar vestra, á
Eyrarbakka og í Reykjavík.
Þótti hann ijósmyndarí rneð á-
gætum. — Á Isafirði kynntist
hann konu sinni, er siðar varð,
Margrétu Auðunnsdóttur, fóstur-
dóttur Sölva gestgjafa Thorsten-
sen, hinni prýðilegustu konu í
alla staði. Þau giftust í Reykja-
vík 8. sept. 1905. En hann missti
hana aftur 2. sept. 1936. Þau
eignuðust 6 börn, 5 syni og eina
dóttur. Einn sonanna dó í
bernsku. Hin fimm eru á lífi.
Þau eru Lárus landsbókavörður,
Kristín hjúkrunarkona í Kaup-
mannahöfn, Sölvi hagfræðingur í
Reykjavík og Björn og Gunnar,
sem eru tvíburar og báðir candi-
tati filosofiæ. Voru þeir ungir
að árum, er þeir urðu að sjá á
bak móður sinni. En pabba þeirra
tókst með sinni dæmafáu fórnar-
lund, næmleika og skilningi og
þrátt fyrir lítil efni og marga
örðugleika, að verða þeim í senn
faðir og móðir þar til þeir voru
orðnir sjálfbjarga og stúdentar.
— í þeirri raun, er leiddi af
fráfalli hinnar mikilhæfu og
ágætu konu hans, sýndi hann
bezt, hver hann var, enda lánað-
ist honum hið ákjósanlegasta að
leysa af hendi þetta mikla og
vandasama hlutverk sitt. — Og
enn getur hann verið unguf^ þeg-
ar hann vill það viðhafa, þótt
áratugir sjeu að baki og margt
og margt þungbært hafi hann
orðið að reyna um dagana. — Ég
veit af æfilangri kynningu okk-
ar að hann ber hreinan skjöld
af hólmi frá öllum viðskiftum,
sem lífið og kringumstæðurnar
hafa lagt í götu hans um dag-
ana, hvort heldur hefur verið
á gleði- eða raunastundum.
Ég veit einnig, að margur einn
myndi vilja í dag þakka Haraldi
Blöndal gömul og ný kynni, hið
vamm- og vítalausa hjartalag
hans og drenglund, en jafnframt
óskum við honum öll, að æfi-
haustið hans verði honum frið-
sælt og ánægjulegt svo sem hann
hefur unnið til. E. Þ. St.
j Kona, sem elskar sveitalíf-
ið óskar eftir
* 2»r • o •• %
goún pro
helzt nálægt sjó. Þeir, sem
vildu sinna þessu, sendi
bréf til afgr. blaðsins,
merkt: „Sveitalíf 1952 —
331“i
Kven- og herrafatnaður
Verzlun óskast fyrir ofangreinda vöru. Sérstaklega höf-
um vér áhuga á samvinnu við starfandi fyrirtæki, þar
sem mikill hagnaður fyrir eigandann kemur til greina.
Allar nánari upplýsingar um staqrð verzlunarinnar, stað-
setningu, ásamt mynd, óskast sent til
FA. BJOLCO,
Damekonfektion
Blegdamsvej 30. Köbenhavn N.
EINS og alkunnugt er stendur
hagur bátaflotans og reyndar alls
sjávarútvegsins mjög höllum fæti
nú eins og mörg undanfarin ár.
Samt hefii' e. t. v. aldrei syrt eins
í álinn og nú. Orsakir þessa eru
margar og :nörgum i.unnar.
Er full ástæða til að vekja
athygli ails almennings á
pessum málum, því að svo bezt
fær hann skilið aðstöðu og þarf-
ir þessa atvinnuvegar, sem þjóð-
i'élagið á hag sinn svo mjög und-
ir, þótt til séu þeir menn, sem
htið vilja gera úr þýðingu sjáv-
arútvegsins fyrir þjóðarbúskap-
inn og telja hann frekar ómaga
á þjóðfélaginu. Slíkar firrur þarf
auðvitað ekki að hrekja, svo frá-
leitar eru þær, enda veiður
þeirra minna vart nú en til
skamms tíma var. Þó verður lítil-
lega vikið hér á eftir að blaða-
greinum nokkrum, sem birtust í
; „Tímanum" um s.l. áramót, um
þessi efni.
I
AFKOMAN
Á STRÍÐSÁRUNUM
1 Sjávarútvegurinn var arðbær
á stríðsárunum, einkum framan
af, eins og aðrir atvinnuvegir. Á
þetta einkum við um togaraút-
veginn og útgerð annarra hinna
stærri fiskiskipa. í stríðsbyrjun
voru flestir eigendur hinna minni
vélbáta stórskuldugir eftir mörg
aflaleysis og hallærisár. Þetta
ástand hafði leitt af sér stöðnun
í endurnýjun bátaflotans, sem
þó var örðin mjög aðkallandi, svo
að framan af stríðsárunum, ein-
mitt þau árin, er útgerðin bar sig
bezt, voru vélbátar víðast smáir
samanborið við það, sem nú er,
og gamlir.
Aftur á móti jókst afli um-
hverfis landið mjög verulega á
striðsárunum og því meira sem
lengra leið. Stafaði það af því, að
miði-n voru í friði fyrir veiðum
allra erlendra þjóða.
Ekki komst veruleg hreyfing
á endurbyggingu fiskiskipastóls-
ins, fyrr en um mið stríðsárin.
Náði sú hreyfing hámarki sínu
með hinum stórfelldu bátakaup-
um í Svíþjóð, sem utanþings-
stjórnin samdi um í lok stjórnar-
tímabils síns. Um þessi bátakaup
verður ekki rætt frekar hér, þótt
tilefni sé að vísu til þess.
Auk endurbyggingar bátaflot-
ans var sem kunnugt er ráðizt í
algera nýsköpun togaraflotans.
Þá var og reistur mikill fjöidi
frystihúsa, síldarverksmiðja,
fiskimjölsverksmiðja o. s. frv.
TAPREKSTUR
OG VERÐUPPBÆTUR
J Meðan allt þetta var að gerast
! jókst dýrtíðin gífurlega og eink-
I um eftir að þessum framkvæmd-
, um var að mestu lokið. Allar
nauðsynjar útgerðarinnar, jafnt
j vörur sem þjónusta, hækkuðu
stöðúgt. En verðlag á sjávaraf-
urðum erlendis fylgdi ekki í kjöl
farið.
I Leiddi þetta til þess, af ' ,P»r
árið 1945 var bátaútvegurinn rek-
inn með stórtapi og fyrirsjáan-
legt,>að rekstri yrði ekki hægt að
halda áfram á vetrarvertið 1946
að óbreyttu ástandi. Þegar hér
var komið, hafði skollið á hið
fyrsta síldarleysissumar.
J Var nú gripið til mikils óyndis-
úrræðis til bjargar bátaútvegin-
um. Voru það verðuppbætur á
sjávarafurðir. Þær voru óvndis-
úrræði bæði vegna þess, að þær
voru aldrei neitt endanlegt bjarg
ráð, heldur flótti undan ábyrgð-
inni á að leggja óvinsælar kvaðir
og byrðar á þjóðina. Þess vegna
fékk bátaútvegurinn aldrei meira
í sinn hlut en það, sem nægði til
að fleyta honum áfram og þó
naumlega það.
Svo var hitt, að verðunpbæturn
ar höfðu að ýmsu leyti óholl áhrif
' á fiskframleiðsluna og bátaút-
. veginn yfirleitt. Skal sú saga ekki
frekar rakin hér.
Við verðuppbæturnar yar látið
sitja í fjögur ár eða til ársioka
1949. Ákvæðin um þær voru þó
látin standa tii 20. marz 1950, er
gengisbreytingarlögin voru sett,
en þær komu ekki til fram-
kvæmda það ár. Og sífeilt seig
meira á ógæfuhliðina fyrir sjáv-
arútveginum, enda brugðust síld
veiðarnar öll árin.
Fleira stuðlaði að þeirri öfug-
þróun. Ðýrtiðin jókst stöðugt,
Fyrri liluui
þótt kaupgjaldsvísitala væri að
vísu bundin við 300 stig árin 1948
og 1949. Grunnkaupshækkanir
áttu sér stað auk annarra verð-
hækkana. Aflinn drógst stöðugt
saman, sjálfsagt aðallega vegna
síaukins fjölda erlendra fiski-
skipa, einkum togara, og ágangs
þeirra á fiskimiðin. Lánstraust út
vegsmanna þvarr óðum og pen-
ingamarkaðurinn þrengdist.
j Af þessum vandkvæðum var
J aflaleysið bæði á þorsk- og síld-
, veiðum veigamest. Verður sjálf-
sagt aldrei ofmikið úr því gert,
j hve geigvænleg áhrif samdráttur
afians hefur haft á haga sjávar-
( útvegsins og þjóðarinnar í heild.
Ef menn gera sér þetta ljóst,
j skiljast þeim vafalaust betur en
. áður ástæðurnar fyrir þeim fjár-
j hagsörðugleikum, sem nú er við
að stríða og við hefir verið að
striða mörg undanfarin ár.
Svo sem kunnugt er, eru vél-
I bátarnir nú mjög stórir miðað við
I það, sem áður var. Stærð bát-
anna var, er þeir voru keyptir,
algerlega miðuð við sildveiðarn-
ar. En ef miðað hefði verið við
aðrar veiðar en síldveiðarnar,
hefðu bátarnir sjálfsagt verið
hafðir minni og þá auðvitað kóst-
að minna og reynzt ódýrari í
rekstri.
| Má í þessu sambandi geta þess,
( að eftirsóttustu vélbátar um þess-
ar mundir eru 35 til 40 smálesta
bátar. — Þegar þessi bátakauji
, voru gerð áttu menn ekki á því
von, að síldveiðarnar myndu
bregðast svo gersamlega ár eftir
ár eins og nú er komið á daginn.
| Það er ljóst, að ef aflabrögð
! hefðu ekki orðið svo rýr sem þau
hafa verið undanfarin ár, hefði
þessi mikli fiskiskipastóll fleytt
geysimildum verðmætum á land
og væri sennilega orðinn ennþá
stærri en har.n nú er. Oe bá væri
hagur þjóðarinnar auðvitað ann-
ar og betri.
NÝTT ÚRRÆÐI,
GENGISBREYTINGIN
í árslok 1949 lét enginn sér í
alvöru detta í hug, að hægt væri
lengur að fleyta bátaútveginum
, áfram með verðuppbótum. Þetta
leiddi til þess, að hinir ábyrgari
J stjórnmálamenn tóku höndum
' saman um að reyna að forða alls
herjar hruni í bátaútveginum
' með ráðstöfunum, sem gera hefði
átt 4 til 5 árum fyrr. Sýnilegt
þótti, að ausa þyrfti 100 til 200
millj. kr. i verðuppbætur og aðr-
ar ráðstafanir til að halda at-
vinnuvegunum gangandi.
En þjóðin stundi þegar undir
þeim kvöðum og böggum’, sem
henni voru beinlínis bundnir til
bjargar atvinnuvegunum, auk
þess sem á henni lá farg hafta og
skriffinnsku.
Hvers konar spákaupmennska
og brask blómstraði og upp reis
ýmiss konar óþarfur og beinlínis
skaðlegur „iðnaður" o. s. frv. Sér
hver heilskyggn maður sá, að við
þetta væri ekki lengur unandi
og að sízt af öllu væri á það bæt-
andi. ~
Um áramót 1950 voru alþingis-
kosningar nýafstaðnar, og stjórn-
arkreppá skall ofan á allt annao.
Hún leystist raunar cndanlega
með flokksstjórn lljálfstæðis-
flokksins í desember. Sú stjórn
notaði tíma sinn vel og lagði í
marzmánuði fyrir Alþingi úrræði,
sem eigi varð eða va'r í alvöru
staðið gegn. Leiddi þetta til sam-
vinnu núverandi stjórnarflckka
um i'tiórn /andsins.
En forustumenn Alþýðuflokks-
ins stigu nú til fulls skrefið í átt-
ina til tortímingar flokki sínum
með því að draga flokkinn út úr
pólitík. Þeir hreiðruðu sem bezt
um sig í feitum embættum sínum
og sitja þar í náðurn, meðan fylk
ingar vonsvikinna fylgismanna
riðlast.
Kommúnistar mændu vonar-
augum á hallærið og lögðust því
gegn sérhverju bjargræði, sem á
góma bar. Því miður hefir þeim
að nokkru orðið að von sinni eir.s
og þegar skal sýnt.
Gengisbreytingin, sem var höf-
uðúrræði hinnar nýju ríkisstjórn
ar, hrökk ekki til. Gengisbreyt-
ingarlögin voru stórskemmd i
meðförum Alþingis; varð Sjálf-
stæðisflokkurinn að bíta í það
súra epli, að sætta sig við þá
meðferð laganna til þess að fá
þó einhverju bjargað. Enda mun
1 flokkurinn ekki hafa reiknað með
afleiðingum þeirra áfalla, sem
síðar riðu yfir og þá jafnframt
treyst á skilning og atbeina þ'óð-
arinnar, ef enn þyrfti að grípa til
' nýrra neyðaraðgerða til að fleyta
' áfram þjóðarskútunni.
Gengisfellingin var miðuð við
! það, að bátaútvegurinn fengi á
vetrarvertíð 1950 um eða yfir
90 aura fyrir hvert kg. af slægð-
um þorski með haus og tilsvar-
andi fyrir aðrar tegundir.
NÝ ÁFÖLL
I En einmitt um þessar mund-
ir skall á mikið verðfall á
Siávarafurðum erlendis, óg
þá var mest af þeim fiski
sem aflaðist, fryst, aðalega fyrir .
i brezkán markað. Útkoman varð
sú, að bátaútvegsmenn fengu
ekki nema 75 aura fyrir kg. af
sl. þorski m/haus og tilsvarandi
fyrir aðrar tegundir. Tilsvarandi
| varð verðfallið á afurðum togar-
anna, svo að aldrei kom til að
þeir gætu greitt þau háu útflutn-
ingsgjöld, sem þeim var ætlað að
greiða skv. gengisbreytingarlög-
unumi
I Hver rnaður hlýtur að sjá,
hvilikt áfall þetta varð fyrir sjáv
arútveginn og þjóðarbúskapinn í
heild. Um þessar mundir fór og'
að bera verulega mikið á sam-
drætti afla á helztu fiskimiðum
vélbátanna og sums staðar svo
t. d. á Vestfjörðum, að ördeyðu
mátti kalla.
; Auk þessa skullu síðar yfir
vegna Koreustyrjaldarinnar gíf-
' urlegar verðhækkanir erlendis <íg
( komu þær einna harðast niður á
nauðsynjum sjávarútvegsins.
Leiddi þetta til mikillar hækk-
unar vísitölunnar og mun það
, hafa numið fram undir 20 stig-
. um. í kjölfarið fylgdu svo aðrar
hækkanir innanlands bæði vegna
í þessara hækkana og af ýmsum
öðrum ástæðum. Nú ér svo kom-
ið, að kaupgjaldshækkanir nema
fram undir 50% síðan í maí 1950.
Mestöll viðleitni ríkisstjórnarinn
ar til þess að halda verðlaginu í
skefjum, að svo miklu leyti sem
við fáum sjálfir við það ráðið,
hefir verið brotin á bak aftur. Af
þessum ástæðum og ýmsum öðrum
, sem áður hefir verið getið, seig
' æ meira á ógæfuhliðina íyrir báta
J útvevjnn ng raunar togaraflotan-
um líka. í árslok mátti segja, að
1 Fr.'imh. á bls. 12.